Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 15
og það var ekki seinna vænna, að bita i hitt stykkið. Hakan var svo þétt við fæturna, að hún ætlaði tæplega að geta opnað munninn. Það tókst þó að lokum, og hún kyngdi bita af stykk- inu, sem var i vinstri hendi. „Þá er höfuðið aftur laust”, sagði Lisa glöð i bragði, En sú gleði var ekki langvinn, þvi að skyndilega varð hún þess vör, að axlirnar voru hvergi nærri höfðinu. Þegar hún leit niður, sá hún ekki annað en feikilega langan háls, sem gnæfði upp úr grænu laufskrúðinu, langt fyrir neðan. „Hvað er allt þetta græna? Og hvað er orðið af öxlunum minum? Og veslings hendurnar minar, hvað er orðið af ykkur?” Hún hreyfðí tíf* hendurnar, og kom þá dálitil hreyfing á lauf- blöðin i fjarska. Henni virtist ómögulegt, að ná með höndun- um upp til höfuðsins, og reyndi hún þvi að treygja höfuðið niður að fótunum. Sér til mik- illar gleði komst hún að raun um, að hún gat beygt hálsinn i allar áttir, likt og slanga. Hún teygði nú hálsinn niður og lét hann mynda glæsilegan boga. Blöðin, sem hún hafði verið að brjóta heilann um, voru bara trjátopparnir, hún var sem sé vaxin hátt upp yfir þá. Skyndi- lega dró hún að sér hálsinn, þvi að stór dúfa hafði flogið beint framan i hana og sló hana i ákafa með vængjunum. „Slanga!” kallaði dúfan. „Ég er ekki slanga”, kallaði Lisa móðguð. „Láttu mig i friði”. „Ég endurtek það: „Slanga”, sagði dúfan. Hún andvarpaði og sagði svo: „Ég hefi nú reynt allt, en árangurslaust”. „Ekki hefi ég hugmynd um, við hvað þú átt”, sagði Lisa. „Ég hefi reynt rætur trjánna, árbakkana og limagarðana. En aldrei kemst maður undan þessum bansettu slöngum”. Lisa botnaði ekki vitund i þessu öllu, en hún hugsaði sem svo, að það væri tilgangslaust að segja nokkuð, fyrr en dúfan væri búin að rausa eins og hana lysti. „Það er svei mér nóg erfiði, að unga út eggjunum, þó að það bætist ekki ofan á, að þurfa sifellt að vera á verði fyrir slöngum. Mér hefir tæplega komið dúr á auga i þrjár vikur”. „Mér þykir mjög leitt, að þú skulir hafa orðið fyrir ónæði”, sagði Lisa. Hún var nú farin að skilja samhengið. „Og einmitt þegar ég hafði valið mér hæsta tréð i skóginum, og hélt, að nú mundi ég fá að vera í friði, þá þarft þú að koma eins og skoll- inn úr sauðarleggnum. Svei þér, slanga!” Dúf- an var nú aftur orðin æst. „Eg er ekki slanga, heyrirðu það”, sagði Lísa. „Ég er — ég er —” „Já, hvað ertu?” sagði dúfan. „Ég býst við, að þú sért að reyna að finna upp einhverja skreytni”. „Ég er — litil telpa”, sagði Lisa dálitið hik- andi, því að hún minntist þess hversu oft hún hafði tekið stakkaskiptum”. „Trúlegt er það, eða hitt þó heldur”, sagði dúfan með djúpri fyrirlitningu. „Ég hefi séð margar telpur um ævina en enga með þvilikan háls. Nei, væna min, þú ert slanga, og þér þýðir ekkert að bera á móti þvi. Þú ætlar kannske að halda þvi fram, að þú hafir aldrei bragðað egg?” „Ég hefi oft borðað egg”, sagði Lisa, þvi að hún var sannsögult barn. „En litil börn borða egg, ekkert siður en slöngur”. „Þetta er ósatt, og ef það væri satt, þá væru þau einskonar slöngur, það er augljóst mál”, mælti dúfan. Þetta hafði Lisu ekki komið til hugar fyrr. Hana setti hljóða, en dúfan hélt áfram. „Ég er viss um, að þú ert að leita að eggjum, og þess vegna er sama hvort þú ert litil telpa eða slanga”. „Mér er ekki sama”, greip Lisa fram i. „Ég er alls ekki að leitx að eggjum, og þó að ég fyndi egg, þá myndi ég ekki taka þau, þvi að mér þykja þau vond hrá”. ,Hypjaðu þig þá burtu”, sagði dúfan úrill og hagræddi sér aftur i hreiðri sinu. — Lisa reyndi aðsmjúga inn á milli trjánna, en hálsinn flækt- ist hvað eftir annað i grein, og hún varð oft að stanza, til þess að losa sig. — Hún mundi nú allt Frh. á bls. 38. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.