Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 6
Krishnamurti: Þorsteinn Valdemarsson Aðalbjörg Sigurðardóttir Bókin sem kynnt er i dag Meistarinn og léitin eftir J. Krishnamurti/ er stutt rit/ aðeins 42 bls. í flokknum Menntarit Þjóðsög / eins og bók hei mspekingsins E. Swede n borgs, sem birtur var úr kafli fyrir skömmu. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Bókaútgáfan Þjóðsaga í Reykjavík gefur bækurn- ar út. Þorsteinn Valdemars- son skáld hefur þýtt bók Krishnamurtis. Hér birt- ist stuttur formáli og upphaf ritsins sjálfs. - ó Swami Venkatesananda: Krishnaji/ ég tala við þig eins og auðmjúkur lærisveinn við meistara sinn eða guru/ og þá i bókstaf legri merkingu þess orðS/ án þess að það beri keim af of- dýrkun. Guru er sá sem stökkvir myrkri eða vanþekkingu á brott g^merkir þá myrkur vanvizkunn- ar, en ru þann sem hrekur á brott. Guru er þá eins og Ijósið sem dreifir myrkrinu og þú er slikt Ijós á ieið minni. Þegar við sitjum nú hérna í tjaldinu í Saan- en og hlýðum á þig, koma mér ó- sjálfrátt i hug svipuð atvik, til að mynda þegar Buddha ávarpaði lærisveinana eða Vasishta var að fræða Rama i konungshöllinni i Dasaratha. Upanishöturnar, geyma nokkur dæmi um slíka fræðara, og er Varuna fyrstan að telja. Hann ýtir aðeins við nem- endum sinum með orðunum „tapasa brahma.... tapo brahm- eti" — „Hvað er Brahman? — Spurðu mig ekki". Tapo brahm- an, tapas, siðvendni eða agi — eða eins og þú segir oft, „komstu að raun um" — er brahman og nemandinn verður sjálfur að komast að raun um sannleikann i áföngum þó. Yajinyavalkya og Uddhalaka gengu veinna til verks. Þegar hinn fyrrnefndi var að fræða konu sina Maitreyi beitti hann neitunar — eða neti- neti-aðferðinni. Brahman verður ekki fyllilega útskýrt en kemur í Ijós, þegar allt annað hefur verið útilokað. Eina og þú sagðir um daginn, verður kærleikanum ekki lýst — „þetta er hann" — með öðru en því að útiloka það sem ekki er kærleikur. Uddhalaka notaði ýmsar hliðstæður til að benda nemendum sínum á sann- leikann og festi svo augu þeirra á honum með hinum frægu orðum tat-twan-asi. Dakshinamurti leiðbeindi nemendum sínum með þögn og sérstakri æfingu (mudra) sem kallast hökulás. Frá því er sagt, að Sanatkumar- as hafi sótt hann heim til að læra af honum. Dakshinamurti þagði einungis og sýndi honum höku- lásinn, en lærisveinninn horfði á hann og höndlaði skilning. Þvi er trúað að til þess að höndla sann- leikann verði menn að njóta við einhvers fræðara. Bersýnilega hafa jafnvel þeir sem koma reglulega hingaðtil Saanen, mik- ið gagn af því í leit sinni. Hvaða hlutverk hefur nú hinn svokallaði guru, fræðari eða vekjari að þín- um dómi? Krishnaji: Herra minn, ef þú notar orðið guru i hinni raun- verulegu merkinu þess orðs og það táknar þann sem hrekur myrkur eða fáfræði á brott — er það þá í rauninni svo að einhver annar geti hjálpað manni til að hrekja myrkrið úr hugskoti sínu, hvort heldur hann nú er heimsk- ingi eða uppljómaður spekingur? Segjum að „A" sé fávís og þú áért guru hans — guru í venju- legri merkinu, sá sem hrekur myrkur á brott, sá sem tekur byrði annars manns á herðar sér, sá sem leiðbeinir — getur slíkur guru hjálpað öðrum? ekki hugsanlega heldur í raun og veru? Getur þú ef þú ert gutu Péturseða Páls, stökkt myrkrinu úr hugskoti hans, borið fyrir hann byrði hans? Ef þú veizt að hann er vansæll, ringlaður, hef- urvitsmuni af skornum skammti skortir kærleika er sorgbitinn — geturðu stökkt þessu á brott? Eða verður hann sjálfur að leggja sig allan fram til þess? Þú getur leiðbeint honum, þú getur sagt: „Sjáðu til, gakktu um dyrn- ar þarna" en hann verður sjálfur að framkvæma allt frá upphafi til enda. Þú ert því ekki gutu í viðtekinni merkingu þess orðs, ef viðurkennt er, að undan því verði enginn leystur. Swamiji: Einmitt „ef" og „en". Þarna eru dyrnar. Um þær verð ég að ganga. Ég villist og rata ekki á þær. Bending frá þér

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.