Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 24
sagði amma og hélt áfram heim. „Svo veiztu góði minn, að tærnar þþinar sjást ekki gegnum leista og skó.” Ó, já,... alveg rétt. Því hafði hann alveg gleymt. í dag átti hann einmitt að vera bæði i sokkum og skóm. Venjulega var hann berfætt- ur allt sumarið. En þegar hann fékk að fara niður i sveit, horfði málið öðru visi við. Hann hljóp heim i hendingskasti. Og þegar hann stökk upp þrepin, var hann næstum dott- inn um kisu, sem rétt I þvi kom fram, og var á leiðinni út á tún. ,,Get ég fengið að borða núna?” kallaði hann. „S..s..s. Hafðu ekki svona hátt, vinur minn”, sagði mamma. ,,Þú mátt ekki vekja Mariu litlu, hún er að sofna saftur. Það er ágætt að hún fái sér dúr á ný, á meðan ég sýð grautinn.” Hún hengdi grautarpottinn á járnið og ýtti þvi siðan yfir eldinn. Tóti gekk að vöggunni og gæðist niður i hana. Já, vist var gaman að eiga litla systur. Þegar hann sá hana fyrst, rétt eftir að hún fæddist, ætlaði hann tæpast að trúa þvi, að svona litil vera gæti verið til, með svona örlitla fingur og tær. Og það var alveg furðulegt, hvað hún varð fljótt spræk og sperrt. Ef hann rétti henni höndina, greip hún svo fast um fingur hans, að hann varð að losa tak hennar til að losna. ,,í dag ætlum við til prestsins til að ákveða, hvenær þú verður skirð,” sagði hann lágt. María litla lokaði augunum. Hún var aug- sýnilega mjög syfjuð. „Þetta er afar mikilvæg ferð, skal ég segja þér. Amma þarf ekki að undrast, þó að ég þvoi mér vel, þvi að margt getur komið fyrir i slikri ferð.” Allt í einu opnaaði Maria litla augun sin bláu og leit til hans. Hann vaggaðihenni hægt og rólega, á meðan hann talaði við hana. Vaggan hennar stóð rétt við rúm pabba og mömmu, svo að mamma Hann vaggaði henni hægt og rólega, á meðan hann talaði við hana. Vaggan hennar stóð rétt við rúm pabba og mömmu, svo að mamma þurfti ekki annað en að teygja fram handlegg- inn til að vagga henni, ef hún grét á næturnar. Nú varhún áreiðanlega sofnuð. Tóti laumað- ist burt og klæddi sig i flýti. Grauturinn var tilbúinn, og þau settust við morgunverðarborðið. Bárður litlikom nú tritlandi fram og nuddaði stýrurnar úr augunum. Hann vaknaði alltaf siðastur. Hann var rjóður i kinnum og amma tók litla snáðann sinn strax i fangið. „Við klæðum þig á eftir, vinur minn,” sagði amma. ,,Nú verðum við að borða, svo að pabbi og Tóti geti lagt sem fyrst af stað.” „Má ég ekki fara lika?” spurði Bárður. „Þú færð kannski að fara með i næsta skipti,” sagðipabbi. „Þú veizt, að Brúnn getur ekki með góðu móti borið okkur fleiri en tvo.” „Þegar ég er orðinn stór, ætla ég að leggja veg, sem nær alveg hingað upp að Bárðarbæ, svo að við getum ekið i vagni, ” sagði Tóti. „Ha...ha..ha. Þá færðu nóg að gera, Tóti litli,” sagði afi og hló. „Já, ég er hræddur um, að fólkinu þurfi að fjölga hér i Stóradal, áður en við fáum veginn,” sagði pabbi. „Það þarf marga menn til að ljúka sliku verki og mun þó standa yfir i mörg ár.” Tóti hugsaði málið nánar. Pabbi og afi höfðu vafalaust rétt fyrir sér. Það voru bara tveir bæir hér upp frá, Barðarbær og Akursel, og að- eins fjórir fullorðnir karlmenn i öllum dalnum. Niðri i sveitinni voru hins vegar margir bæir og smáþorp og fjöldi vinnufærra karlmanna. Nei, það var ekkert undarlegt, þó að þeir hefðu góða vegi þar. En skömmu seinna, þegar Tóti sat fyrir aft- an pabba á bakinu á Brún, var hann i rauninni mjög ánægður, þó að þau hefðu engan veg. Ekkert var eins skemmtilegt og það að sitja á hestbaki og virða fyrir sér það, sem fyrir augu bar. Skröltið i vögnunum niðri i sveitinni var svo mikið og svo leiðinlegt, að maður heyrði ekkert annað, og svo fóru þeir svo hratt, að maður sá eiginlega ekkert heldur. En þegar þeir pabbi riðu svona eftir mjúkri skógargötunni, gátu þeir heyrt greinilega öll hljóð, sem bárust frá skóginum og athugað vel allt, sem þá langaði til. Þegar þeir komu niður að stöðuvatninu fagra, sem Bárðarvatn nefndist, eftir Bárði hinum elzta, sáu þeir, að fjöldi fiska vakti þar viða i yfirborðinu, og það var ákaflega gaman að sjá hringana, sem mynduðust i logninu, þegar fiskarnir komu upp. öðru hverju hlupu héraangar yfir skógarstíginn, rétt fyrir fram- an þá, og það gerðist llka stundum, að þeir sáu elgsdýrum bregða fyrir, þegar Brúnn rölti skógarstíginn i rólegheitum eins og nú. Það var alltaf jafn mikið tilhlökkunarefni að komast að þvi, hverju þeir mundu mæta i næstu beygju á stignum, og Tóti hafði glöggar gætur á öllu, sem hann sá og heyrði. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.