Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 12
Ahættu- leikari segir frá ■fefet 1 K&w- ' ** '} Itl'sw I - *„ %t ■■ í Wf 1 ,\ 1^1 mPW! Á Ijósmyndinni eru tveir menn, nákvæmlega eins í útliti. Báðir eru með stuttklippt, grátt hár, yfirskegg og þreytulegt, íhugult augnaráð. Þetta eru tveir toll- verðir úr kvikmyndinni „Hvítt sólskin eyðimerkurinnar". Ann- ar þeirra er leikarinn Pavel Luspekajef, hinn er „áhættu- leikarinn" Alexander Massarski. — I þessari kvikmynd annaðist ég atriðið þar sem barizt er um borð í skipi glæpamannanna, segir Massarskí. — Veresjagín tollvörður berst einn við glæpa- mennina og sprengir loks skipið í loft upp, með sjálfum sér innan- borðs. Massarski bendir á aðra Ijós- mynd: Þessi var tekin við upp- töku á myndinni „Dauður árs- tími". Það er æfing. Leikarinn Rolan Bykof fær tilsögn í slags- málum. Ég er að kenna honum hvernig hann eigi að lemja frá sér og taka á móti höggum and- stæðingsins án þess að meiða sig en þó svo að það líti trúverðug- lega út. — Annaðist þú einnig þetta atriði? — Sem sérfræðingur í slags- málum, segir Massarskí og bros- ir. — Hvað hef ur þú leikið í mörg- um kvikmyndum? — Samtals hef ég tekið þátt í u.þ.b. 100 kvikmyndum. — Hvernig stóð á að þú gerðist áhættuleikari? — Árið 1949 var okkur nokkr- um iþróttamönnum í sjálfs- varnarglímu boðið að taka þátt j upptöku myndarinnar „Stjarna" þar sem við áttum að slást, „drepa", skríða, detta, osfrv. Okkur þótti þetta skemmtilegur leikur. Þarna gátum við notað allt sem við kunnum í sjálfsvörn. Og aðrir voru líka ánægðir með okkur. Þannig hófst það. — Var ekki krafizt neins sér- staks undirbúnings? — Ég held að sérhver góður Í 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.