Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ VLADÍMÍR Yakovlev, erindreki Rússlandsforseta í suðurhluta Rússlands, sagði í gær að upplýs- ingar úr flugritum farþegaflugvél- anna tveggja, sem fórust á þriðju- dag, hefðu ekki varpað ljósi á orsakir þess að vélarnar fórust og með þeim 89 manns. Hefur frétta- stofan ITAR-Tass eftir Yakovlev að enn sé líklegasta skýringin sú að um samræmdar hryðjuverkarárásir hafi verið að ræða. Slokknað hafi á flugritunum mjög skyndilega og það sé helsta staðfestingin á því að atburðarásin hafi verið mjög hröð. Þrátt fyrir ummæli Yakovlevs héldu aðrir rússneskir embættis- menn sig við það orðalag í gær að engir möguleikar væru útilokaðir að því er varðar orsakir þess að flugvélarnar fórust. Með ólíkindum þykir þó að tvær farþegaflugvélar skuli hafa farist á nánast sömu stundu. Ígor Levitin, sem falið hef- ur verið að rannsaka málið, tók hins vegar af öll tvímæli um að rússnesk stjórnvöld myndu greiða aðstand- endum fórnarlamba bætur vegna missis þeirra. Þjóðarsorg ríkti í Rússlandi í gær. Stjórnvöld sögð neita að horfast í augu við staðreyndir Ríkisreknir ljósvakamiðlar hafa haldið sig fast við þá línu sem ráða- menn í Kreml hafa gefið. Hörð gagnrýni rússneskra dagblaða í garð stjórnvalda í gær kom hins vegar mörgum í opna skjöldu. „Í aðdraganda forsetakosninga í Téts- níu vilja stjórnvöld ekki viðurkenna það sem þó er augljóslega stað- reynd: aðeins tétsenskir skæruliðar eru færir um að skipuleggja árásir af þessum toga í Rússlandi,“ sagði m.a. í forsíðufrásögn dagblaðsins Kommersant. Izvestia tók í sama streng, sakaði embættismenn um að „takast ekki að sjá tengslin“ milli afdrifa flugvélanna og um- deildra kosninga sem eiga að fara fram í Tétsníu á sunnudag. „Ótrú- leg og hörmuleg tilviljun – þannig hafa embættismenn reynt að út- skýra þessa atburði,“ sagði Iz- vestia. Embættismenn segja lítið á flugritum að græða Moskvu. AP, AFP. Rússnesk dagblöð telja víst að hryðjuverk hafi grandað flugvél- unum tveimur á þriðjudag YFIRMENN Bandaríkjahers í Írak eru gagnrýndir í tveimur skýrslum sem birtar voru í vikunni um rann- sóknir á pyntingum bandarískra hermanna á föngum í Írak. Í annarri skýrslunni eru háttsettir embættis- menn í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu sagðir eiga nokkra sök á því sem miður fór í Abu Ghraib-fangels- inu nálægt Bagdad. Skýrsluhöfund- arnir taka þó fram að ekki sé ástæða til að knýja Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra til að segja af sér vegna málsins. Í skýrslunum kemur fram að pyntingarnar voru algengari og fleiri hermenn tóku þátt í þeim en áður hafði verið viðurkennt. Í annarri skýrslunni, sem unnin var af rannsóknarhópi undir stjórn George R. Fays hershöfðingja, eru 27 liðsmenn leyniþjónustu hersins bendlaðir við pyntingarnar. Þetta staðfestir fullyrðingar sjö fanga- varða, sem hafa verið ákærðir form- lega vegna málsins, um að þeir hafi ekki verið einir að verki. Þrír aðrir herlögreglumenn eru grunaðir um að hafa tekið þátt í pyntingunum. Í skýrslunni kemur fram að nær 50 manns eigi yfir höfði sér ákæru eða refsingu vegna málsins, að meðtöldum leyni- þjónustumönnum, læknum og borg- aralegum verktökum sem vissu af pyntingunum en greindu ekki frá þeim. Slæm skipulagning Í skýrslunni eru yfirmenn hersins í Írak sagðir eiga nokkra sök á pynt- ingunum þar sem þeir hafi ekki fylgst nógu vel með ástandinu í Abu Ghraib og ekki veitt fangavörðunum nógu skýrar leiðbeiningar um hvern- ig fara ætti með fangana. Rannsóknarhópur undir stjórn James R. Schlesingers, fyrrverandi varnarmálaráðherra, gengur lengra og segir í skýrslu sinni að herfor- ingjar og háttsettir embættismenn í varnarmálaráðuneytinu eigi nokkra sök á pyntingunum vegna ruglings- legra leiðbeininga og slæmrar skipu- lagningar, auk þess sem þeir hafi brugðist of seint við þegar vandamál komu upp. Í skýrslu hópsins segir að embætt- ismenn varnarmálaráðuneytisins hafi stuðlað að aðstæðum sem urðu síðar til þess að pyntingar viðgeng- ust. Þeir hafi fyrst gert þetta með því að skapa óvissu um hvaða aðferðum mætti beita við yfirheyrslur, síðan með því að hafa ekki gert ráð fyrir blóðugri uppreisn gegn hernámslið- inu og að lokum með því að senda ekki fleiri hermenn í Abu Ghraib- fangelsið þegar föngunum fjölgaði þar. Ólíklegt er þó að Rumsfeld varn- armálaráðherra verði knúinn til af- sagnar vegna málsins og enn er óljóst hvort niðurstöður rannsóknar- hópanna minnki líkurnar á því að George W. Bush nái endurkjöri. Ekki ástæða til af- sagnar Rumsfelds Nær 50 manns eiga yfir höfði sér ákæru eða refsingu vegna pyntinga á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. Washington. Los Angeles Times, Washington Post. Donald Rumsfeld. LEIÐTOGI breska Íhaldsflokksins, Michael Howard, sagði í gær, að pólitísk rétthugsun á öllum sviðum daglegs lífs í Bretlandi væri að gera venjulegt fólk brjálað. Sakaði hann vinstrimenn um að reyna beinlínis að bæla niður hefðbundnar venjur, hátíðir og orðfæri. Í ræðu sem Howard hélt yfir stuðningsmönnum sínum í Stafford á Mið-Englandi taldi hann upp ým- islegt sem hann sagði sýna hvernig kröfur pólitískrar rétthugsunar gengju sífellt oftar þvert gegn heil- brigðri skynsemi. „Pólitísk rétt- hugsun er komin út í öfgar í Bret- landi, og er að gera fólk brjálað.“ Nefndi hann tvö dæmi um at- vinnuauglýsingar þar sem ekki hefði mátt auglýsa eftir „vinalegu“ og „duglegu“ fólki á þeim for- sendum að slíkt mismunaði um- sækjendum sem væru fúlir og latir. Önnur dæmi sem Howard nefndi voru maður sem var bannað að taka mynd af syni sínum í almennings- sundlaug nema fá fyrst leyfi hjá öll- um sem voru í bakgrunni; reynt var að koma í veg fyrir að Kvennastofn- unin bakaði kökur fyrir gamalt fólk á sjúkrahúsum, og grunnskóli bannaði barnabækur þar sem svín eru sögupersónur, vegna þess að það gæti móðgað íslamska nem- endur. „Að sjálfsögðu eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum og hljóta sann- gjarna málsmeðferð,“ sagði How- ard. „En þegar ekki er gerður greinarmunur á réttu og röngu í nafni jafnréttis er eitthvað alvar- legt að. Pólitísk rétthugsun er móðgun við umburðarlyndi og heið- arleika bresku þjóðarinnar.“ Póli- tísk rétthugsun væri ekki annað en átylla fyrir embættismenn sem vildu skipta sér af lífi annarra. Formaður Verkamannaflokksins, Ian McCartney, sagði ræðu How- ards hafa einkennst af örvæntingu, enda yrði leiðtogi Íhaldsflokksins sífellt örvæntingarfyllri. Pólitísk rétthugsun „að gera fólk brjálað“ Reuters Michael Howard, leiðtogi breska Íhaldsflokksins. London. AP. HÆSTIRÉTTUR Chile felldi þann dóm í gær að fyrrum einræðisherra landsins, Augusto Pinochet, skyldi sviptur friðhelgi og er því nú hægt að sækja hann til saka fyrir mannrétt- indabrot. Aðeins einn dómari af níu greiddi atkvæði gegn því að hann yrði sviptur friðhelgi en hæstiréttur Chile hefur margsinnis fellt þann úrskurð að Pi- nochet væri líkamlega sem andlega vanhæfur til réttarhalda. Þann 29. maí sl. svipti áfrýjunar- réttur í Santiago hann friðhelginni og reyndu lögfræðingar hans að fá mál hans fellt niður fyrir hæstarétti Chile með þeim rökum að hann þjáðist af vitglöpum. Pinochet kom á fót öryggislögregl- unni illræmdu, DINA, sem falið var að leita uppi og uppræta andstæðinga herforingjastjórnarinnar í Chile. Það var síðan að frumkvæði yfirmanns DINA, Manuel Contreras, sem „Con- dor-áætluninni“ var hrint af stokkun- um en hún kvað á um samstarf her- foringjastjórna í Rómönsku-Ameríku í því skyni að sigrast á andstæðingum sínum með kúgunum, mannránum, pyntingum og morðum. Úrskurðurinn í gær ryður síðustu hindruninni úr vegi saksóknara sem ráðnir hafa verið af fórnarlömbum Condor-áætlunarinnar og geta þeir nú höfðað mál gegn Pinochet fyrir chileskum dómstólum. Pinochet var handtekinn í Bret- landi árið 1998 að beiðni spænskra yf- irvalda og fluttur til Spánar. Honum var sleppt tveimur árum síðar þar sem hann þótti of heilsutæpur fyrir réttarhöld. Ári seinna var hann svo settur í stofufangelsi í Chile en hæsti- réttur landsins taldi hann vanhæfan sökum elliglapa til þess að svara fyrir ásakanir um morð og mannrán. Pinochet er orðinn 88 ára gamall og hefur hann fengið þrjú væg hjarta- áföll auk þess að þjást af sykursýki og gigt. Pinochet sviptur friðhelgi af hæstarétti Chile Reuters Lítil stúlka virðir fyrir sér ættingja fórnarlamba Condor-áætlunarinnar við dómshús hæstaréttar Chile í fyrradag. Á skiltum þeirra stendur skrifað: „Einræðisherra, svikari, morðingi... og ætíð þjófur.“ Santiago. AP. BRESKIR vísindamenn hafa fundið heldur ótrúlega leið til þess að róa niður taugaóstyrk- ar kindur, að því er greint var frá í breska dagblaðinu The Daily Telegraph í fyrradag. Mun leiðin sú að sýna þeim ljós- mynd af kind. Vísindamenn í Cambridge gerðu tilraun á nokkrum kind- um sem þeir lokuðu inni í myrkri hlöðu þannig að þær urðu órólegar. Niðurstaða þeirra varð sú að kindur virðast frekar róast niður við að sjá myndir af öðrum kindum held- ur en af geitum eða þríhyrning- um. Komst hópurinn einnig að því að kind man eftir andlitum allt að 50 annarra kinda, jafnvel þó um vangasvip sé að ræða. Sauðfé róað niður London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.