Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nickell vinnur Spingold í New York. Norður ♠ÁG1095 ♥KG864 ♦3 ♣Á8 Vestur Austur ♠D6 ♠K8432 ♥103 ♥9 ♦Á10754 ♦K86 ♣K1092 ♣DG74 Suður ♠7 ♥ÁD752 ♦DG92 ♣653 Spingold-útsláttarkeppnin er sá við- burður sumarleikanna sem jafnan vekur mesta athygli, enda keppa þar sterkustu sveitir Bandaríkjamanna, margar hverjar styrktar með stórspil- urum frá Evrópu. Í upphafi hefja 64 sveitir keppnina og eru spilaðir langir útsláttarleikir þar til ein sveit stendur uppi ósigruð. Sveit heimsmeistaranna undir forystu Nick Nickells vann keppnina í ár – sem varla kemur á óvart – en hitt var óvæntara að sveit- in skyldi lifa af hrakfarir í fjórðungs- úrslitum gegn sveit Georges Jakobs. Í þeim leik skuldaði Nickell-sveitin 71 IMPa þegar lagt var upp í síðustu 16 spila lotuna. Varla er fræðilega hægt að vinna upp slíkt forskot, en Meckstroth/Rodwell og Hamman/ Soloway áttu stjörnuleik og unnu lot- una 84-2! „Það er alltaf gaman að vinna, en þessi sigur kom virkilega á óvart,“ sagði Meckstroth eftir leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nic- kell-sveitin bjargar sér á síðustu stundu í slæmri stöðu, en það er ein- mitt sérkenni sannra meistara að halda ró sinni þegar illa gengur og snúa vörn í sókn (áhugamenn um fót- bolta þurfa ekki annað en rifja upp leik Arsenals og Middlesbrough á sunnudaginn – sem Arsenal vann 5-3 eftir að hafa verið 1-3 undir). Spilið að ofan kom upp í síðasta fjórðungi í leik Nickells og Jakobs. Liðsmenn Jakobs spiluðu fjögur hjörtu á öðru borðinu, en Meckstorth og Rodwell höfðu meiri metnað: Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass Pass Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 6 hjörtu ! Allir pass Rodwell var við stýrið og fékk út tígulás og síðan tromp í öðrum slag. Spilið leysist nokkurn veginn af sjálfu sér með því að trompa spaða og tígul á víxl og Rodwell var ekki í vandræð- um með að ná í tólf slagi: 1430 og 13 IMPar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eitthvað óvænt mun sennilega koma upp í vinnunni hjá þér í dag. Tölvuvand- ræði og aðrar óvæntar uppákomur munu líklega reyna á þolinmæði þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu sérlega vel að börnunum í kring- um þig í dag því ungu fólki er óvenju hætt við óhöppum. Þú gætir einnig klúðrað ástarmálunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt alls ekki láta segja þér fyrir verk- um í dag og því ertu óvenju uppreisn- argjörn/gjarn gagnvart fjölskyldu þinni. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heim- ilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við að óþolinmæði þín skapi einhvers konar hættu í dag og því skaltu fara sérlega varlega í umferðinni hvort sem þú ert akandi eða gangandi. Þú gæt- ir einnig hitt óvenjulegan einstakling. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í innkaupunum í dag. Það eru miklar líkur á því að eitthvað ófyr- irsjánlegt komi upp varðandi fjármálin hjá þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eitthvað mun sennilega koma þér á óvart í samskiptum þínum við aðra í dag. Þú gætir fundið fyrir óþolinmæði í garð maka þíns. Reyndu að koma sjón- armiðum þínum á framfæri án þess að vera með ásakanir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að íhuga hvort eirðarleysið sem hrjáir þig sé merki um óuppfylltar þarfir þínar. Reyndu að komast að því hvað það er sem þú vilt í raun og veru. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt örugglega hitta áhugaverða manneskju í dag eða þá að einhver sem þú þekkir kemur þér á óvart. Á hvorn veginn sem það verður ætti dagurinn að verða áhugaverður. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Reyndu að hafa stjórn á viðbrögðum þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óhefðbundnar hugmyndir vekja áhuga þinn í dag. Þú gætir einnig heyrt eitt- hvað áhugavert í fréttunum. Þetta er einn af þeim dögum þegar allt getur gerst. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Bíddu með mikilvægar ákvarð- anir fram í næstu viku. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er mikil spenna í loftinu í dag. Til- finningar sem hafa verið að safnast upp geta auðveldlega komið upp á yfirborðið. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru raunsæ og umhyggjusöm og mjög meðvituð um umhverfi sitt. Það verða miklar breytingar á lífi þeirra á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 auðmenn, 8 sam- tala, 9 gyðja, 10 dý, 11 krús, 13 róin, 15 annálað, 18 dreng, 21 tryllt, 22 skokk, 23 sundfuglinn, 24 máttarstólpa. Lóðrétt | 2 ger, 3 jarða, 4 duglegur, 5 fram- leiðsluvara, 6 saklaus, 7 lögun, 12 aðferð, 14 kyn, 15 ílát, 16 látbragðinu, 17 himingeimurinn, 18 litlir, 19 hnykks, 20 þekkt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 strók, 4 flekk, 7 pípar, 8 lyfin, 9 lem, 11 röng, 13 æður, 14 æskir, 15 hrós, 17 alda, 20 ára, 22 leynt, 23 umb- un, 24 sytra, 25 staur. Lóðrétt | 1 sýpur, 2 ræpan, 3 kurl, 4 fálm, 5 erfið, 6 konur, 10 eykur, 12 gæs, 13 æra, 15 hólks, 16 ólyst, 18 labba, 19 annar, 20 átta, 21 aurs. Myndlist Norræna húsið | Samsýningunni 7–Sýn úr Norðri lýkur á sunnudag. Það eru 7 norræn- ar listakonur sem standa að sýningunni. Op- ið kl. 12–17 alla daga, nema mánudaga. Klink & Bank | Brautarholti 1. Sýningin Lög ör verður opnuð á neðri hæð í gallerísins kl. 17.30 í dag. Um er að ræða samsýningu Evu Weingartner, Alex Ratcliffe og Þóru Gunn- arsdóttur. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sýningunni Nýri veruleikar, finnsk samtímaljósmyndun, lýkur á sunnudag. Opið virka daga kl. 12–19, um helgar kl. 13–17. Listasafn Íslands | Sumarsýningunni Um- hverfi og náttúra lýkur á sunnudag. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Söfn Árbæjarsafn | Listmunahornið. Úlfar Sveinbjörnsson sýnir hluti rennda úr tré. Sýningin stendur til 31. ágúst. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir. Búálfurinn | Hólagarði. Hermann Ingi jr skemmtir. Catalína | Hamraborg 11, Kópavogi, Trúba- dorinn Addi M spilar. Classic | Ármúla 5. Hljómsveitin No ordinary Fish spilar. Gaukur | á Stöng. Sex volt. Grandrokk | Hjálmar, Reggae-session kl. 23. Hverfisbarinn | Dj. Andri Kaffi Mörk | Akranesi. Gummi Jóns með tónleika kl. 22 föstudaginn 27. ágúst. Kringlukráin | Mannakorn. Laugavegur 22 | Uppi: Honky Tonk Leikhúskjallarinn | Johnny Dee. Odd-Vitinn | Akureyri. Karaoke-kvöld. Players | Kópavogi. Í svörtum fötum Sjallinn | Ísafirði. Dans- og tískusýning. Sýndir verða dansar frá dansnámskeiði Svenna frá kl. 19 til 21. Nýnemadjamm Há- skólans frá kl. 24, Sent spilar. Vélsmiðjan | Akureyri Dans á rósum leikur. Mannfagnaður Akureyrarvaka | Hátíðin sett í Lystigarð- inum kl. 21–23. Veitt verða verðlaun fyrir fal- legustu garðana. Fjölbreytt dagskrá víðs- vegar um garðinn. Atriði frá Leikfélagi Akureyrar. Andy Brooks flytur kántrítónlist í anda Johnny Cash og fleira á vegum Al- þjóðastofu, Dúettinn Matriksur, Inga Eydal og Arna Vals syngja og talandi Lóa Hildi- gunnar leynist meðal blóma. Kvikmyndir Iðnó | Tangóhátíð. Í kvöld verða frumsýndar tvær nýjar kvikmyndir um tangó kl. 22.30; stuttmyndin Past bedtime eftir Kristínu Hauksdóttur og heimildarmyndin Blue Tango in Buenos Aires eftir Alexöndru Prusa. Leikstjórar myndanna verða við- staddir sýningu þeirra. Uppl. um hátíðina eru veittar í Kramhúsinu og á tango.is. Háskólabíó | Kvikmyndahátíðin Bandarískir Indí-Bíódagar stendur til 6. september. Size me. Heimildahátíð | á Akureyrarvöku. Hafn- arstræti 94 (áður Sporthúsið) frá kl. 11–24 á morgun. Heimildarmyndasýning þar sem sýndur verður fjöldi gagnrýninna mynda. Kl. 11–13.05: „What I’ve learnd about US Foreign Policy“. Kl. 13.15–15.35: „The Truth and Lies of 9–11. Kl. 15.45–17: „Deadling Iraq“. Kl. 17.10–18: „Israel’s Seacret Weapon“. kl. 18.15–19.15: „Plan Colombia“. Kl. 19.25– 19.55: Lögregluofbeldi í Genóa. Kl. 20– 20.55: „Hugo Chavez – Inside the Coup“. Kl. 21.05–21.55: „Operation Saddam – Am- ericas Propaganga War“. Kl. 22–24: „Painful Deceptions“.Sjá nánari dagskrá á www.gag- nauga.is Fréttir Skátastarf | Opið hús verður hjá skátafélög- um víðsvegar um land, á morgun, kl. 14–16. Nýir félagar verða innritaðir og starfsárið kynnt. Sjá nánar á www.skatar.is. Smáralind | Krakkadagar standa til sunnu- dags. Bárður og Birta koma í heimsókn. Á morgun skemmta Solla stirða, Halla hrekkju- svín og Maggi mjói úr Latabæ. Pétur Pan, með íslensku tali, verður sýnd í Smárabíói. Regnbogabörn | Kynning á vetrarstarfi Ragnbogabarna í gamla bókasafninu í Hafn- arfirði kl. 17–19. Jón Páll ráðgjafi kynnir við- talsþjónustuna, fyrirlestra, námskeið o.fl. Einnig mun Alda Ármanna myndlistarkona opna sýningu. Boðið verður uppá veitingar. Málstofa Háskólabíó | Opin málstofa kl. 8.30–12.30. Henk Ten Have, forstöðumaður deildar fyrir siðfræði vísinda og tækni í UNESCO, fjallar um alþjóðlega yfirlýsingu UNESCO um erfðafræðilegar upplýsingar og um lífsið- fræði. Einnig verða tveir opnir fyrirlestrar, annar um traust og erfðavísindi, og hinn um erfðafræðilega ráðgjöf fyrir sjúklinga. Fundir GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 20 í Víði- staðakirkju. Félag einhleypra | fundur annað kvöld kl. 20.30 á Catalínu. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9, bingó kl. 14. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Haust- námskeið Yoga hefst fimmtudag 2. sept. kl. 9, postulínsmálning, kennsla hefst 7. sept. kl. 13 og myndlist 10. september kl. 13, skráning hafin. Árskógar 4 | Bað kl. 9, pútt kl. 10–16. Bingó Ásgarður | Glæsibæ. Dagsferð 3. september. Krýsuvík, Strandarkirkja, Flóinn. Nokkur sæti laus, skráning á skrifstofu FEB. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16, bað kl. 8.30–12.30, handavinna kl. 9–16, spil kl. 13–16. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, bað kl. 9–12, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16, verslunin kl. 10–13. Garðabær | félagsstarf aldraðra. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Gerðuberg | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga um Elliðaárdalinn frá há- degi, spilasalur opinn. Gjábakki | Fannborg 8. Brids kl. 13.15. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Pútt, bað, fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 10–11, bingó kl. 14. Hraunsel | Flatahrauni 3. Húsið opnað kl. 9, kl. 13 brids, kl. 14–16 pútt á Hrafnistuvelli. Hvassaleiti 58–60 | Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30, hárgreiðsla, ganga kl. 9.30. Laugardags- ganga kl. 10 á morgun laugardag. Kópavogur | Félag eldri borgara. Félagsvist í Gjábakka kl. 20.30. Langahlíð 3 | Hárgreiðsla kl. 10, verslunin kl. 10–12, leikfimi kl.11, “opið hús“ spilað á spil kl. 13. Norðurbrún 1 | Ganga kl. 10–11, boccia kl. 10, leikfimi kl. 14, hárgreiðsla kl. 9–5. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30–16, leikfimi kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, bingó kl. 13.30–14.30. Sléttuvegur11 | Opið í ágúst frá kl. 10–14. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Grafarvogskirkja | Al-Anon fundur kl. 20. Boðunarkirkjan | Hlíðarsmára 9. Sam- komur laugardaga kl. 11. Bænastund þriðju- daga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhring- inn á Útvarp Boðun FM 105,5. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. O-O Rf6 9. De2 Be7 10. Ra4 O-O 11. Hd1 Dc7 12. e5 Rd7 13. Bf4 c5 14. c4 d4 15. Be4 Hb8 16. Hd3 g6 17. He1 He8 18. b3 Bf8 19. Hh3 Bg7 20. Rb2 a5 21. Dg4 Rf8 22. a4 Bb7 23. Bc2 Dc6 24. Bd2 Rd7 25. Rd3 Ha8 26. f3 Dc7 27. Dh4 h5 28. g4 Bxe5 29. gxh5 Bf6 30. Dg4 g5 31. Bxg5 Kh8 32. Rf4 Be5 33. Kf1 Ha6 Staðan kom upp í A-flokki mótsins í Pardubice sem lauk fyrir nokkru í Tékklandi. Tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Babula (2569) hafði hvítt gegn Alexander Zubarev (2479). 34. Rg6+! fxg6 35. hxg6+ Kg8 36. Dh4 Bg7 37. Dh7+ Kf8 38. Bh6 Rf6 39. Dh8+ Rg8 40. Bxg7+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 40... Dxg7 41. Hh7 Dxh8 42. Hf7#. Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is NÝR sýningarsalur hefur verið opnaður í Rammamiðstöðinni, Síðumúla 34. Fyrsti listamaðurinn opnar sýningu í salnum kl. 16 í dag. Það er Birna Smith sem sýnir ný olíuverk frá þessu ári og er þetta hennar fjórða einkasýning. Sýningin ber nafnið „Í kyrrðinni“ og er einkum um að ræða landslags- og húsa- myndir. Birna segir að fyrir sér sé það al- gjör hugleiðsla og heilun að mála og við- fangsefnið sæki hún yfirleitt til náttúrunnar. „Ég hef selt mikið af myndum út fyrir landsteinana, út um allan heim nánast og það þykir mér mjög vænt um og meðal annarra festu Jóakim Danaprins og Alexandra kona hans kaup á mynd eftir mig,“ segir listamaðurinn. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 9– 18. En í tilefni af opnun salarins verður sýningin opin til kl. 20 í kvöld og á morg- un, laugardag, frá kl. 13–17. Sýningin stendur til 11. september. Olíumyndir í nýjum sýningarsal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.