Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 38
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞÚ HEFUR EKKI ÁHYGGJUR AF MJÖG MÖRGU, ER ÞAÐ NOKKUÐ? JÚ, ÉG HEF ÁHYGGJUR AF HLUTUM EINS OG HVAÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ HAFA Í MATINN VÁ! FUGLAR! ÞEIR FLJÚGA YFIR ÖLLU SAMAN OG TÝNAST ALDREI... ÞEIR NOTA STJÖRNURNAR OG SÓLINA TIL ÞESS AÐ RATA SUMIR ÞEIRRA! OJ! OOOJJJ! OOOOJJJJJJJ!! OOOOOOJJJJJJ!!! Svínið mitt MÉR FINNST EINS OG ÉG SÉ FRÆGUR MÁLARI. MÁLVERKIN MÍN EIGA EFTIR AÐ SELJAST © DARGAUD VERTU NÚ KYRR RÚNAR! SMÁ ATRIÐI HÉR ... OG ÞAR ... FRÁBÆRT, ALGJÖR SNÍLD ÉG KAUPI!! ÞETTA ER MEIST- ARAVERK FALLEGIR LITIR STÓR- KOSTLEGT TREYSTU MÉR HVAÐ KOSTAR ÞETTA ÉG VERÐ FRÆG! ÉG VERÐ FRÆG! SVONA RÚNAR HVERNIG ÁTTI ÉG AÐ VITA ... TILBOÐ Á SVÍNAKJÖTI Dagbók Í dag er föstudagur 27. ágúst, 240. dagur ársins 2004 Víkverji dvaldist ádögunum austur á Héraði í því frábæra veðri, sem heimamenn sögðu honum að væri oftast þar, sól og 20 stiga hita upp á hvern dag. Ekki amalegt sumarleyfisveður. Í góða veðrinu vildi fjöl- skyldan auðvitað fara í sund, fór bæði í sund- laugina á Egilsstöðum og á Hallormsstað. Þetta eru fínar laugar, ekki sízt sú á Egils- stöðum, en einn stóran galla eiga þær þó sam- eiginlegan. Sturturnar þar eru alveg kolómögulegar; kaldar og kraftlitlar. Víkverji lítur svo á að almennileg sturta sé óaðskiljanlegur hluti af góðri sundferð og skorar því á Hér- aðsbúa að laga hjá sér sturturnar. x x x Undanfarið hefur mátt lesa fréttirum að 114 húsbílar séu á ferð um landið. Það hefur fylgt sögunni að ökumenn húsbílanna ferðist í minni hópum á vegunum en hittist svo á næturstað á kvöldin, þannig að ekki sé hætta á að óslitin röð húsbíla tefji umferð og valdi hættu. Þetta er til fyrirmyndar, en þessu var ekki að heilsa með hátt í 70 húsbíla, sem Víkverji mætti á dögunum vestur á Ströndum. Lestin sú ætlaði engan enda að taka og allir óku lúshægt (þar á meðal húsbílar með nöfnum á borð við Snarfari og Sprettur), enda var víst leið- sögumaður í miðjum hópi, sem útvarpaði frásögn af því, sem fyrir augu bar. Á eftir halarófunni komu svo saltvondir ökumenn, sem sáu enga mögu- leika á að komast fram úr allri röð- inni á fremur mjóum og lélegum vegi. Á norðanverðum Ströndunum var svo ekki hægt að komast spönn frá rassi dagana á eftir án þess að allt væri fullt af húsbílum; búnir að leggja undir sig tjaldstæðið í Tré- kyllisvík, fastir í mölinni á bílastæð- inu við sundlaugina í Krossnesi og svo framvegis. Víkverja fannst þessi ferðamáti ekki til fyrirmyndar og honum er reyndar fyrirmunað að skilja hvað fólk fær út úr því að fara í ferðalag með 100 eða 200 öðrum á tugum bíla. En án vafa hafa hús- bílaeigendur gaman af þessu. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Hafnarborg | Ljósmyndir og skartgripir eru viðfangsefni þriggja sýninga sem opnaðar verða í listamiðstöðinni Hafnarborg á morgun, laugardag. Fimm danskir skartgripahönnuðir hönnuðu skart fyrir 18 þekktar danskar konur sem ljósmyndarinn Linda Hansen tók portrettmyndir af. Skartgrip- irnir eru sagðir endurspegla persónuleika kvennanna, innri og ytri fegurð. Þá opnar danska listakonan Astrid Kruse Jensen sýningu á ljósmyndum sínum í kaffistofu Hafnarborgar og eru sýningarnar opnar alla daga nema þriðjudaga frá 11–17. Persónulegir skartgripir MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama mann- inn: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ (Mk.. 2, 5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.