Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 47 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTABLAÐINU hinn 4. des. birtist ítarleg grein um dauðann. Í greininni var gerð úttekt á kostnaði við legsteina, jarðarfarir, erfi- drykkju o.fl. Bent var á að „þeir sem eru heiðnir og vilja ekki hvíla í vígðri mold hafa þann kost að hvíla í óvígð- um grafreit í Gufuneskirkjugarði. Á þeim átta árum sem reiturinn hefur staðið til boða hefur aðeins ein gröf verið tekin“. Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir, vill vekja sér- staklega athygli á þessu vegna þess að við teljum að fæstir viti af þessum möguleika. Siðmennt vill einnig benda áhugasömum á að á vefsíðu félagsins má finna eyðublað sem heitir „Óskir mínar um borgaralega jarðsetningu“: http://www.sid- mennt.is/utfor/utfaraeydublad- print.html. Þetta eyðublað er hægt að prenta, fylla út og afhenda að- standendum. Þar getur fólk skráð ít- arlega óskir sínar varðandi allt sem snýr að framkvæmd athafnarinnar, val á kistu, föt, tónlist, ljóð og margt fleira. Með því að fylla út eyðublað sem þetta er hægt að gera óskir við- komandi um greftrun skýrar og von- andi gera framkvæmd athafnar- innar auðveldari fyrir fjölskylduna á þessari viðkvæmu stund. HOPE KNÚTSSON, formaður Siðmenntar. Óvígðir grafreitir Frá Hope Knútsson: VIÐ erum oftast 5 venjulegir Ís- lendingar, konur og karlar, svona rétt eins og ég og þú. Þegar þetta er skrifað erum við 17 sem erum á þeirri grýttu leið sem MND hefur valið okkur. Við höfum hitt lækna, taugasérfræð- inga, sem vandræðalega hafa stöðu sinnar vegna þurft að segja orðin sem enginn vill segja og ennþá síður heyra: „Þú ert að öll- um líkindum með MND“. Sjúk- dóminn sem læknar hafa valið sem þann sjúkdóm sem þeir vildu síst fá. MND er bráðdrepandi hreyfi- taugasjúkdómur sem engin lækn- ing er enn fundin við. Líftími sjúklinga eftir greiningu er 2–5 ár. Þó lifa sumir lengur og aðrir skemur. MND sjúkdómurinn leggst af fullum þunga á alla fjölskylduna, en ekki aðeins á einstaklinginn sem greindur er. Þetta er vegna gríðarlegrar umönnunar sem sjúk- lingurinn þarf og vegna þess and- lega álags sem verður á öllum fjöl- skyldumeðlimum. Það má segja að sorgarferlið sé teygt og togað. Það lengist þetta þrautatímabil sem sorgarferlið er. En við erum víkingar, bítum í skjaldarrendur og berjumst þar til yfir lýkur. Við erum nokkur sem höfum tekið þátt í erlendum rann- sóknum og höldum áfram að gera það á meðan nokkur blóðdropi er eftir í okkur til að skoða. Miklar rannsóknir fara um þessar mundir fram vítt og breitt um jarðarkringluna. Aldrei höfum við verið nær því að leysa gátuna, og við munum leysa hana fljót- lega. Okkar eina leið til að sanna „sakleysi“ okkar er að finna réttu lyfin eða lyfjablönduna. Í dag er eitt lyf sem gefið er og það hægir framgang sjúkdómsins hjá sum- um, um örfáa mánuði. Þangað til rannsóknir bera ár- angur munum við halda áfram, með aðstoð íbúa þessa lands og fyrirtækja, að styðja við þá sem aðstoða okkur. 20. febrúar næstkomandi mun- um við draga í happdrætti til styrktar framkvæmdasjóði MND félagsins. Það er von mín að mið- arnir seljist upp á stuttum tíma enda margt glæsilegra vinninga í boði. Allir fá einhvern vinning, misstóran, en stærsta vinninginn munum við fá sem búum við MND. Gleðilega hátíð öll og takk fyrir stuðninginn. GUÐJÓN SIGURÐSSON, Berjavöllum 2, 221 Hafnarfirði. Dæmd til dauða! Saklaus með öllu Frá Guðjóni Sigurðssyni: Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 30. nóvember var spilað á 8 borðum. Meðalskor 168. Úrslit urðu þessi í N/S: Ásgeir Sölvason - Þorvaldur Þorgrímss. 204 Friðrik Hermannss. - Guðrún Gestsd. 194 Árni Bjarnason - Þorvarður Guðmsson 191 Stígur Herlufsen - Guðmundur Guðmss. 180 A/V Jón Sævaldsson - Kristján Þorláksson 194 Ingimundur Jónss. - Helgi Einarsson 189 Jón R. Guðmundss. - Kristín Jóhannsd. 176 Árni Guðmundss. - Hera Guðjónsd. 174 Sveit Ævars Ármannssonar efst fyrir norðan Á þriðjudaginn var réðust úrslit í Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norð- lendinga, eftir æsispennandi loka- kvöld, þar sem allir áttu möguleika á sigri. Sveit Stefáns Vilhjálmssonar varð sigurvegari kvöldsins, en það var sveit Ævars Ármannssonar sem sigraði á mótinu. Samanlögð úrslit eftir þrjú kvöld eru því þannig: Sveit Ævars Ármannssonar 741 Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 714 Sveit Soffíu og félaga 713 Sveit Unu 713 Sveit Soffíu sigraði sveit Unu af- gerandi í innbyrðis viðureignum og því er hún talin með þriðja sætið. Við óskum sigursveitinni til hamingju með úrslitin, en í sveit Ævars spiluðu þeir Ævar Ármannsson, Árni Bjarnason, Helgi Steinsson og þeir bræður Gísli og Gylfi Pálssynir. Hæsta skor síðasta spilakvöldið: Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 239 Sveit Ævars Ármannssonar 233 Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 229 Síðastliðinn sunnudag var spilaður sunnudagstvímenningur með þátt- töku sjö para. Eitthvað virðist áhug- inn vera farinn að dvína, en kannski er ástæðan sú að sunnudagsbrids féll niður vegna Íslandsmeistaramóts í parasveitakeppni, en stór hluti þeirra sem spila alltaf á sunnudögum fór einmitt suður í víking. Úrslitin á sunnudaginn urðu sem hér segir: Stefán Viðhjálmsson og Reynir Helgason 18 Jón Sverrisson og Una Sveinsdóttir 8 Steinarr Guðmss. og Sigfús Aðalsteinss. 5 Næsta mót Bridsfélags Akureyrar er jólahangikjötstvímenningur. Verður hann spilaður á tveimur kvöldum að þessu sinni og er han- gikjet í verðlaun. Tilvalið fyrir Norð- lendinga að ná sér í í soðið. Milli jóla og nýárs verður svo Íslandsbanka- mótið. Að þessu sinni verður spilað fimmtudaginn 30. des. vegna þess hvernig stendur á hátíðisdögum. Þar verða einnig vegleg verðlaun að venju. Síðan er að sjálfsögðu spilað næsta sunnudag. Þar þarf ekki að mæta með makker, við sjáum um að finna mannskap. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 13 borðum fimmtu- daginn 9. desember. Efst í NS vóru: Heiður Gestsdóttir - Tómas Sigurðsson 309 Karl Gunnarsson - Ernst Backmann 285 Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 278 Þorgerður Sigurgeirsd. - Stefán Friðbj.s. 77 AV Aðalst. Benediktss. - Leifur Jóhanness. 340 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 314 Haukur Guðmundsson - Jón Jóhannsson 297 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 293 Síðasti spiladagur fyrir Jól, Jóla- brids, mánudaginn 13. desember kl. 12,45. Sjáumst! BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Í STARFI mínu sit ég marga fundi og hitti margt fólk. Eitt af því sem ég hef tekið eftir, og sjálfsagt gerst sjálfur sekur um þrátt fyrir persónulega andspyrnu fyrir mitt eigið leyti, er hversu síminn virðist hafa tekið öll ráð af manninum. Sumum virðist alveg sama um að þeir eru í samræðum við annað fólk – ef síminn hringir er hann umsvifalaust tekinn fram fyrir. Jafnvel á fundum þar sem margir eru komnir saman standa menn upp frá borðum til að tala í síma, jafnvel þótt aðrir séu í miðjum klíðum að flytja kjarna síns máls. Allra furðulegast finnst mér þegar ég hef verið boðaður á fund ein- hvers eða einhverra þar sem mér er boðið að koma ákveðnum sjón- armiðum á framfæri og gestgjaf- inn eða einhver úr hópi fundarboð- enda (og er einn af þeim sem mér er mest um vert að heyri mál mitt og sjónarmið – sem geta jafnvel verið stór hagsmunamál heils byggðarlags) stendur upp og geng- ur út vegna þess að síminn hans hringdi! Með þessu er mér og öðrum við- stöddum að mínu mati sýnd lítils- virðing og ég tel að við eigum að snúa þessari þróun við. Sjálfur ætla ég að sjálfsögðu að kappkosta að fylgja þessari kröfu. Veitum þeim sem eru með okkur sjálfsagð- an forgang að athygli okkar hverju sinni. Maðurinn verður að nota símann til þjónustu við sig en ekki vera þræll hans. Með kveðju til allra þeirra sem eiga í samskiptum við annað fólk. JÓHANN GUÐNI REYNISSON, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Er GSM- síminn drottnari mannsins? Frá Jóhanni Guðna Reynissyni: mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.