Vikublaðið - 17.12.1992, Page 6

Vikublaðið - 17.12.1992, Page 6
6 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. desember 1992 t' ~ . * •» 4* 4 í staðinn! Gefðu Islandi skóg í jólagjöf. Soluskalmii við Suðurhlít) 38* S* 40300 - 44081 m jKOGRÆKT RIKISINS LeynistlM snillingurá þtnu hámili? Tónlistarhætíleika barna er unnt aö laða fram snemma, só hlúö að þeim á róttan hátt. Hvatning foreldra er góður bakhjarl en hljóðfæhð þarf líka að vera ósvikiö. Vandað hljóðfæri reynist bami ómetanlegt því aó lengi býr aö fyrstu gerð. Vandað hljóðfæri-hjarta hvers menningarheimilis. tewém LEI H.MAGNUSSONAR GULLTEIGI6 • 105 REYKJAVIK • SIMI91 Opiö sunnudnga kl. 14.00 tii 18.00 tii septomberloka. Aðalíundur Strandgötu 41 hf. í Hafnarfirði Aðalfundur Strandgötu 41 hf. verður haldinn þriðju- daginn 29. desember næstkomandi kl. 20:30 í húsa- kynnum félagsins að Strandgötu 41. Stjórnin AÐ UTAN Craxi Tangentopoli Bettrno Fall konungsins í Bettino Craxi, formaður ítalska sósíalistaflokksins, hefur um ára- bil verið einn áhrifaríkasti stjórnmálamaður á Italíu. Kosning hans í formannssæti ítalska sósíalistaflokksins 1978 markaði þáttaskil í sögu flokksins, og honum tókst á fáum árum að vekja hann til nýs lífs og komast í oddaaðstöðu stjórnmálanna. En á einu ári hefur veldi hans hrunið eins og spilaborg, og eftir standa rjúkandi rústir og fylgi sem mælist innan við sjö prósent á landsvísu. Hvað veldur? Þegar Bettino Craxi komst til valda í ítalska sósíalistaflokknum rúmlega fertugur að aldri árið 1978 markaði það ekki bara kynslóða- skipti, heldur vildi hann innleiða nýja hugsun í ítölsk stjómmál. Craxi setti sér það markmið að móta nýtt frjálslynt afl á milli stóru valda- blokkanna í ítölskum stjómmálum, kristilega demókrataflokksins (DC) og Kommúnistaflokksins (PCI). Hann hafði einsett sér að losa ítölsk stjómmál úr viðjum þeirrar trúar- kreddu, sem hann taldi einkenna báða þessa flokka, hvom með sínum hætti. Önnur tengd kaþólsku kirkj- unni og hin tengd leifum marxískra kennisetninga. Sósíalistaflokkurinn átti að leiða ítölsku þjóðina yfir í nú- tímann, þar sem fagmennska og raunsæi átti að koma í stað hug- myndafræðilegrar kreddutrúar. Kap- ítalískt markaðshagkerfi var í raun viðurkennt sem hagkvæmasta leiðin, en flokkurinn átti að beita pólitísk- um áhrifum sínum til þess að sníða af því agnúana og tryggja félagslegt réttlæti innan ramma markaðslög- málanna. Ríkisvaldið átti ekki lengur að vera þjónustutæki hinnar pólit- ísku valdastéttar til þess að auka völd sín, heldur lýðræðislegt tæki til jöfn- unar í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Allt voru þetta fögur áform í sjálfu sér og flokkurinn fékk liltrú margra, einkum úr hópi frjálslyndra mennta- manna og millistéttarhópa. En áformin fóru ekki alltaf saman við efndimar. Bandalag við Kristilega demókrata Craxi sá það fljótlega að leið hans til áhrifa fólst í því að komast í odda- aðstöðu þannig að hann gæti sett kristilegum demókrötum skilyrði fyrir stjórnarfriði. Til þess að ná þeirri stöðu þurfti hann að koma flokknum upp fyrir 10% fylgi, sem tókst nokkuð fljótlega. í kjölfar mik- illa hneykslismála í upphafi síðasta áratugar, er tengdust frímúrarastúk- unni P2 og mörgum háttsettum valdamönnum Kristilega demókrata- flokksins, tókst Craxi síðan að setja flokknum stólinn fyrir dymar og komast í forsætisráðherraembættið árið 1983, þótt hann hefði ekki nema rúmlega 10% kjörfylgi á bak við sig. I stjómartíð sinni sýndi Craxi meira stjómlyndi og röggsemi en lengi hafði sést í forsætisráðherrastóli á It- alíu. Stjórn hans náði tökum á land- lægri óðaverðbólgu, hún kvað hryðjuverkastarfsemina að miklu leyti í kútinn og gerði atlögu að maf- íunni. Og Craxi þótti sýna bæði röggsemi og sjálfstæði gagnvart Bandaríkjastjóm þegar ítalska far- þegaskipiö Achille Lauro lenti í höndum palestínskra sjóræningja. Þótt stjóm hans hafi verið gagnrýnd fyrir margt, þá varð því ekki neitað að hún náði meiri árangri en sést hafði um árabil á Ítalíu. Uppgangstími uppanna En valdið virtist stíga foringjanum til höfuðs og hann safnaði í kringum sig stöðugt stærri hirð jámanna, er fylgdi foringjanum í einu og öllu og naut þess í ríkulegri umbun valdsins. Og það var ekki fyrr en eftir hat- ramma deilu sem kristilegum tókst að endurheimta forsætisráðherrastól- inn á ný. En flokkamir störfuðu á þessum árum í samstarfi við þrjá smáflokka, Repúblikana, Sósíal- demókrata og Frjálslynda, á meðan Kommúnistaflokkurinn leiddi stjómarandstöðuna á þingi. Sósíal- istaflokkurinn jók fylgi sitt hægt en sígandi, og foringinn talaði um „öld- una löngu“ og sagði stjórnarsamstarf til vinstri ekki í dæminu fyrr en hann hefði leikið sama leikinn og Mitterr- and í Frakklandi og orðið sterkasta aflið á vinstri vængnum. En komm- únistar (PCI) og arftaki þeirra, Lýð- ræðislegi vinstri flokkurinn (PDS), hafa lengst af haft tvöfalt til þrefalt fylgi sósíalista, þótt dregið hafi sam- an með þeim á tímabili. í hópi þeirra jámanna, sem stóðu foringjanum næstir, var ungur maður af 68-kynslóðinni, Claudio Martelli, sem gengið hafði til liðs við Craxi nýskriðinn úr háskóla og var jafnan kallaður „höfrungurinrí' eða erfða- prinsinn. Meðan Craxi var forsætis- ráðherra gegndi Martelli flokksfor- mannsstarfi og seinna varð hann varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Andreottis. Martelli átti eftir að þakka fóstra sínum handleiðsluna og vegsemdina méð eftirminnilegum hætti þegar hann var orðinn dóms- málaráðherra í núverandi ríkisstjóm undir forsæti Giulio Amato. Flæktur í net spillingar Það var orðið óformlegt sam- komulag á milli sósíalista og kaþ- ólskra að þeir skyldu skiptast á um forsætisráðherrastólinn, og Craxi beið í raun eftir því að komast aftur í stólinn þegar stjóm Andreottis hafði sagt af sér eftir kosningaósigurinn í apríl á þessu ári. En í millitíðinni höfðu þeir atburðir gerst sem snúið höfðu vopnunum í höndunum á hon- um svo að hann var ekki lengur gjaldgengur í forsætisráðherrastól- inn. Astæðumar voru margar og tengdust í raun því, hversu flokkur hans var orðinn flæktur í rótgróið spillingarkerfi Kristilega flokksins, sem kennt hefur verið við greiðasölu eða „klíentelisma“. Það er ekki fráleitt að kenna síð- asta áratug ítalskra stjómmála við tvo menn, Giulio Andreotti og Bett- ino Craxi. Andreolti átti að vísu ára- tuga feril í innsta valdahring Kristi- lega flokksins, en á níunda áratugn- um tókst slíkt samstarf með honum og Craxi, að þeir verða að teljast áhrifamestu stjórnmálamennirnir á þessum áratug. Aratugurinn ein- kenndist líka af miklum hagvexti, einkum á Norður-Italíu, og á yfir- borðinu virtist allt nokkurn veginn með felldu. En sannleikurinn er sá, að velferðin var að stórum hluta tek- in að láni, þannig að á áratugnum fór árlegur halli á rekstri ríkissjóðs yfir 10% af vergri þjóðarframleiðslu, sem er langt umfram það sem þekk- ist í öðrum vestrænum ríkjum. Jafn- framt óx veldi mafíunnar hröðum Forsíða vikublaðsins Panorama, þar sem erfðaprinsinn réðstgegn fóstra síniim: Bettino Craxi og Claudio Martelli.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.