Vikublaðið - 17.12.1992, Qupperneq 12

Vikublaðið - 17.12.1992, Qupperneq 12
12 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. desember 1992 Fríðrik Erlingsson: Togstreita listar og markaðslögmála getur veríð skapandi. Sigrún Eldjárit: Ég á bara svona strigaskó! Silja Aðalsteinsdóttir: íslenskar myndabœkur fyrir börn eru fjársjóður. BOKMENNTIR EFTIR KRISTJAN JOHANN JONSSON Segjum bömunum sögu Bömin eru viðamikill og mikilvægur hlutí af lífí okkar. Ég fór á kaffihúsið Tíu dropa og hitti þar Silju Aðalsteinsdóttur, sem er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í barnabókmenntum og hefur útbúið sögubók til að lesa allt árið, Sigrúnu Eldjárn, sem um þessar mundir sendir frá sér sína elleftu barnabók og er þá ekki tal- inn sá aragrúi bóka sem hún hefur myndskreytt, og Friðrik Erlings- son, sem á síðast liðnu vori vann til verðlauna fyrir meistaraverkið Benjamín dúfu. Til þess að þau stæðu ekki strax upp og þyrftu að fara að gera eitt- hvað annað byrjaði ég á einfaldri spurningu sem mér datt í hug að þau gætu haft gaman af að svara: Hvað er sérstakt við barnabækur? - Hvers vegna talar fólk alltaf um barnabókmenntir sem sér- stakan flokk. Eiga þær einhvern tilverurétt sem slíkar? Silja: Það er upplagt að hann Friðrik svari þessu. Það er svo stutt síðan þú fórst að skrifa Friðrik. Hvers vegna gerðirðu það? Friðrik: Jæja þá, allt í lagi. Það er eiginlega svolítið flókið að svara þessu. Auðvitað eiga barnabók- menntir tilverurétt en það er annað mál hvernig litið er á bama- og ungl- ingabókmenntir hinum megin frá. Þær eru að öðru jöfnu settar skör lægra og það er kannski höfundun- um sjálfum að kenna. Þeir hafa vilj- að lenda í predikunarstellingum og tala niður fyrir sig. Hafa verið að „ala upp“ sem er auðvitað mjög rangt í þessu samhengi. - I Benjamín dúfu fjallarðu um baráttuna milli góðs og ills, dauð- ann, vináttuna og samfélagið svo nokkuð sé nefnt. Hvað gerir bók- ina þína að barnabók? Friðrik: Þegar ég var að skrifa Benjamín dúfu þá leit ég fyrst og fremst svo á að ég væri að skrifa skáldverk. Fyrir mér er þetta einunp- is bamabók í markaðslegu tilliti. Eg sendi þetta handrit inn í bamabóka- samkeppni og það þýðir að hún er markaðssett sem barna- og unglinga- bók. I mínum augum er þetta tvöfalt í roðinu. Það er einungis markaðsleg nauðsyn að bækur séu skilgreindar fyrir hópinn sem á að kaupa þær. Ekki teygja lopann Silja: Ég held það skipti kannski mestu máli að lopinn sé ekki teygður í textum fyrir börn. I þeini þarf að draga allar myndir nákvæmlega upp. Til dæmis má ekki mgla með hverfið sem börnin búa í eða sagan gerist í. Böm eru ofsalega næm fyrir þess háttar. Höfundarnir nenna hins vegar oft ekki að sjá vel fyrir sér og lýsa því sem þeir sjá. Börn fyrirgefa hins vegar minna af bulli og teygðum lopa en aðrir lesendur. Þess vegna þarf betri stílista til þess að skrifa fyrir börn. Sigrún: Ef þeim leiðist þá fær bókin ekki fleiri tækifæri og ekki höfundurinn heldur. - Þegar þú myndskreytir barna- bækur Sigrún, eru oft rauðir strigaskór inni í myndinni og ég hef orðið var við að börn hafa gaman af þessu, núna síðast á kindinni sem var heimsk og ringl- uð í bókinni Heimsk ringla. Beit- irðu mörgum svona brögðum þeg- ar þú ert að myndskreyta barna- bækur. Sigrún: Ég á bara svona striga- skó! Allt mitt fólk gengur í svona strigaskóm. Silja: Þeir em búnir að fylgja þér mjög lengi. Sigrún: Þeir koma bara ósjálfrátt. En ég hef tekið eftir því að krakkar taka mjög vel eftir þessum skóm og öðrum smáatriðum af því tagi. Friðrik: Þegar böm eru annars vegar þá er sennilega ekkert eins þakklátt og sú vinna sem er lögð í hugsun og handverk. Ég man eftir því hvernig ég gat legið yfir mynd- um og velt þeim fyrir mér og fundið í þeim einhverja samsvörun. Það var mikilvæg uppspretta. Sigrún: Svo man maður eftir þessum myndum alla ævi. Silja: Þær verða mikilvægur þátt- ur í heimsmynd manns þessar mynd- ir sem maður skoðaði sem krakki. Taktu til dæmis Nonnabækurnar gömlu. I þeim eru danskar myndir sem eru komnar í annað samhengi í huga manns en mér finnst þær enn svo fallegar. Peningar - Ert þú ekki teiknari Friðrik? Friðrik: Jú, ég fékkst við það. Ég var auglýsingateiknari en er hættur því. - Er ekki mikið meira upp úr því að hafa að vera auglýsinga- teiknari en rithöfundur? Friðrik: Það er tvennt ólíkt. En svo hætta peningarnir að skipta máli. Maður verður ríkari og ríkari og hvað þarf maður annað en vatn og brauð ef út í það er farið? Eigum við Islendingar ekki besta vatn í heimi? - Hvernig er þetta í alvöru, ertu auglýsingateiknari á daginn en skáld á nóttunni? Friðrik: Ég hætti að teikna auglýsingar vorið ’91 og fór heim að skrifa. Hafði auðvitað verið að dunda í því nokkuð lengi en þá varð þetta markvisst. Um haustið lauk ég við handritið að Benjamín dúfu, sendi það inn í þessa samkeppni að gamni mínu til að sjá hvað myndi gerast. Myndskreytingar Silja: Segðu mér Sigrún, dettur þér aldrei í hug þegar þú ert að myndskreyta ljóðin hans bróður þíns að sum þeirra megi ekki ntynd- skreyta? Sigrún: Nei. Mér finnst svo gam- an að myndskreyta þessi ljóð að ég gleypi við hverju sem hann kemur með. En auðvitað er þetta eilífðar- spurning. Sumir segja að ekki megi skemma fyrir lesendum með því að myndskreyta ljóð og sögur. Það er kannski nokkuð til í því. Friðrik: Ég held að á þessum tím- um, einmitt hér og nú, hljóti að vera af hinu góða að myndskreyta ljóð sem eru ætluð börnum. Við erum komin með heila kynslóð sem er alin upp við myndmál frá blautu barns- beini. Ég held að myndskreytingar séu bráðnauðsynlegt hjálpartæki til að leiða þau inn í textann. - En er þá verið að gera börnin háð myndskreytingum sem falla að textanum eins og flís að rassi. Ég er að hugsa um það sem Silja sagði um að börn fyrirgæfu ekki misvísanir. Er það eitthvert lög- mál að allt þurfi að passa saman? Sigrún: Ef á annað borð er mynd með texta þá verður að vera sam- ræmi. Friðrik: Það verður að fara alla leið eða sleppa myndum. Sigrún: Þá fær ímyndunaraflið einfaldlega að ráða. Silja: En að hve miklu marki mega myndir vera sjálfstæðar? Sigrún: Þær mega ekki vera í ósamræmi við texlann. Hins vegar mega þær alveg bæta einhverju við. Myndirnar fá að nokkru leyti sjálf- stætt líf á því að eitthvað gerist ein- ungis þar. Það er mjög vinsælt hjá börnum ef lítil saga gerist eingöngu á myndunum. Friðrik: Það má með öðrum orð- um ekkert vanta og ekkert vera öðru vísi en á helst að vera aðeins meira. Hvernig bækur? - Þegar við byrjuðum á þessu vorum við að tala um það hvers konar bækur væru barnabækur. Mótast það ekki af því hvað við höldum að börn séu? Friðrik: Ég held að mikið sé til í því. Silja: En það eru til barnabækur af öllu tagi. Sigrún: Börn eru það náttúrlega líka. Friðrik: Það er frekar stutt síðan unglingabækur voru allar meira og minna í sömu kategóríunni. Það voru svona fitl-bækur. Sjáðu sæta naflann minn og allt það. Þetta voru margar bækur og allar eins og ætlaðar „hóp“ sem var skilgreindur sem svona „fitl- hópur“. Silja: En þetta var bara tíska! Með þessum bókum komu alltaf aðrar sem voru öðru vísi og gerðu aðrar kröfur til unglinganna. Tískubæk- urnar urðu alltaf vinsælar fyrir jólin og voru mikið keyptar. En þó að tískubækur séu oft einfeldningslegar þá hafa þær gefið krökkunum mikil- vægan umræðugrundvöll. Þess vegna var hægt að syngja eins og Bjartmar: „Hún var fimmtán ára á föstu/ sextán ára í sambúð/ og sautj- án ára fríkaði hún út./ Hún var átján ára lamin/ nítján ára skilin/ tvítug bæld og komin f hnút/ - já rómantík- in Eðvarð, - rómantíkin getur verið sjúk. Ég held ekki að þessar bækur hafi gert ógagn. Svo var líka hægt að þroskast frá þeim og fá á þeim andúð og viðbjóð þegar menn höfðu aldur til þess. Nú eru hins vegar mjög fáar ungl- ingabækur á markaðnum. Mér telst til samkvæmt bókaskrá að út hafi

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.