Vikublaðið - 17.12.1992, Síða 7

Vikublaðið - 17.12.1992, Síða 7
Fimmtudagur 17. desember 1992 VIKUBLAÐIÐ 7 Þetta var einhver mesta sprenging sem orðið hafði í ítölskum stjórnmálum um langan tíma. Sósíalistaflokkurinn talaði ekki lengur einum rómi og klofningur virtist yfirvofandi. Craxi var fáorður um svik erfðaprinsins, en eig- inkona hans, frú Anna Craxi, brást við með fleygum orðum: „Hvílíkur svikari! Hann var eini heimilisvinurinn sem gat gengið beint í ís- skápinn í eldhúsinu hjá mér!“ Bettino Craxi og Claudio Martelli á Jlokksþingi PSI í Bari Jyrir tveim árum meðan allt lék í lyndi á yjirborðinu. skrefum þannig að viðurkennt var að sunnan Rómar færu skipulögð glæpasamtök með hin raunverulegu völd. Dómarar og stjórnmálamenn sem reyndu að hrófla við valdakerfi mafíunnar voru umnsvifalaust settir út í kuldann eða skotnir. Og það var opinber staðreynd að nær útilokað var að komast í pólitíska valdastöðu í suðurhluta landsins nerna með að- stoð eða samþykki mafíunnar. Reikningsskil virtust óumtlýjanleg og æ fleiri tóku að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort þetta hafi verfíð til- gangurinn með kynslóðaskiptunum í PSI 1978? Reiðarslagið Það var svo þann 17. febrúar á þessu ári, skömmu fyrir þingkosningamar, sem blaðran sprakk í Mílanó. Mflanó hefur verið burðarásinn í „ítalska efnahagsundrinu" og haft á sér ímynd hins „heiðarlega" og raun- sæja kapílalisma. Borgin var jafn- framt höfuðvígi ítalskra sósíalista og Bettinos Craxi sérstaklega. í þessu tilliti var Mflanó andstæða Napolí í augum ítala: árangursríkur og „heið- arlegur" markaðskapítalismi norð- ursins andstætt spilltu greiðasölu- kerfi kristilega demókrataflokksins á Suður-ltalíu. (Það er opinberlega viðurkennt að um 300.000 falskir „öryrkjar" séu á örorkubótum á S- Italíu, svo dærni sé tekið.) Því kom það eins og reiðarslag, þegar framkvæmdastjóri Sósíalista- flokksins í Mílanó, Mario Chiesa, var tekinn fastur þann 17. febrúar síðastliðinn, þar sem hann var stað- inn að verki við að innheimta háa mútugreiðslu af verktaka. Rann- sóknardómarinn sem fyrirskipaði handtökuna heitir Antonio di Pietro, og hann áttaði sig fljótt á því að mál Chiesa var aðeins upphafið að miklu stærra máli. A næstu mánuðum voru fleiri tugir háttsettra stjómmála- manna, embættismanna og atvinnu- rekenda teknir fastir í Mílanó og ná- grenni, og smám saman var flett ofan af spillingarkerfi sem á sér vart sam- jöfnuð á Vesturlöndum: nánast allar opinberar framkvæmdir í þessu höf- uðvígi hins „heiðarlega" markaðs- hagkerfis voru seldar undir borðið til verktaka af stjörnmálagæðingum fyrir háar fúlgur, sem námu oftast 5- 10% af verksamningi. Mútufénu var einkum skipt á milli tveggja flokka, Sósíalista og Kristilegra, en í sumum tilfellum var um hlutfallsskiptingu að ræða á milli flestra eða allra stjómmálaflokka í borginni. Þannig lentu nær allir stjórnmálaflokkar í súpunni, þótt meginábyrgðin væri augsýnilega hjá tveim flokkum. Það var orðið daglegt brauð að sjá nán- ustu samstarfsmenn þeirra Bettinos Craxis formanns Sósíalistaflokksins, og Arnaldos Forlanis formanns Kristilega llokksins, á sjónvarps- skjánutn, þar sem þeir voru leiddir í handjárnunr í San Vittore-fangelsið í Mflanó. Og borgin fékk nýtt nafn meðal almennings: Tangentopoli eða mútuborg. Og di Pietro dómari varð hetja í augum þjóðarinnar, og tiltekt hans hlaut nafnið „Mani puliti": hreinar hendur. Það var orðið svo heitt undir leiðtoga Sósíalistaflokks- ins, að þegar stjómarkreppan skall á á vordögum var hann ekki lengur frambærilegur sem forsætisráðherra. Það var með mikilli beiskju og trega sem Craxi útnefndi Giulio Amato sem forsætisráðherraefni flokksins við stjórnarmyndun í vor, en upp frá því tók ekki betra við. „Djöfullegt andrúmsloft“ Þegar fyrsti framámaðurinn í Sósíalistaflokknum hafði framið sjálfsmorð vegna dómsrannsókna á mútugreiðslunum þann 17. júní síð- astliðinn, gat Craxi ekki lengur dulið bræði sfna og réðst meðal annars gegn dómaranum, Antonio di Pietro. Skrifaði hann leiðaragreinar í flokksmálgagn sósíalista, Avanti!, þar sem fullyrt var að ólöglega væri staðið að dómsrannsókninni. Og síð- ast í ágústmánuði skrifaði hann þrjá nafnlausa leiðara í flokksmálgagnið í röð, þar sem fullyrt var að dómar- inn Di Pietro væri ekki sú hetja sem af væri látið, og að leiðarahöfundur hefði upplýsingar urn persónulega hagi hans sem samrýmdust ekki starfi hans sem dómara. Þessar aðdróttanir vöktu furðu og hneykslan meðal almennings og margra flokkslélaga í PSI. Skömmu síðar framdi enn einn háttsettur þingmaður í stjórn PSI, Sergio Mar- oni, sjálfsmorð eftir að hafa fengið dómskvaðningu frá Di Pietro dóm- ara. Fyrir sjálfsmorðið skrifaði hann forseta ítalska þingsins bréf, þar sem hann játaði þau mistök sín að hafa tekið við mútufé fyrir flokkinn, en neitaði að hafa tekið nokkra líru til eigin þarfa. Hann sagðist ekki una því að vera þjófkenndur og kastað út í myrkur af flokksfélögum sínum eftir að hafa þjónað flokknum í 17 ár. Sjálfsmorð Maronis var það fjórða í röðinni á fáum mánuðum meðal háttsettra stjórnmálamanna vegna mútumálsins. Tveir háttsettir menn úr Kristilega demókrataflokknum höfðu einnig framið sjálfsmorð. Þeg- ar Bettino Craxi stóð yfir líkbörum þessa flokksbróður síns var hann fá- máll og sagði aðeins: „Þeir hafa skapað djöfullegt andrúmsloft". Og allir vissu að „þeir“ voru dómaramir, en ekki hinir seku. Foringinn einangrast Það var svo um miðjan september sem mælirinn varð fullur. Claudio Martelli, sem gegndi nú embætti dómsmálaráðherra, komst ekki hjá því að taka afstöðu til ásakana Crax- is á hendur di Pietro dómara. Af- staða hans birtist í sprengjuviðtali í vikublaðinu Panorama 13. septem- ber síðastliðinn. Þar kastaði Martelli stríðshanskanum að fóstra sínum, fordæmdi leiðaraskrifin og sagði það hlutverk flokksleiðtoga að finna lausnir á vandamálum en ekki að vera sjálfir vandamál. Martelli sagði að ágreiningsefni hans og leiðtogns væru einkum af þrennum toga: þau vörðuðu pólitískt siðferði, kosninga- löggjöfina og samstarfið á vinstri væng stjórnmálanna. Martelli sagði siðferðiságreininginn vera að öðrum þræði spurningu um kynslóðabil: hann hugsaði öðruvísi en Craxi. Hann sagðist vilja breyta kosninga- kerfinu í einmenningskjördæmi þannig að hægt væri að kjósa á milli tveggja valkosta: hægri eða vinstri. Og hann sagðist vilja slíta samstarfi við Kristilega flokkinn og skapa breiðfylkingu frjálslyndra og vinstri- manna. Með þessu vildi hann jafn- fraint einfalda valdakerfi flokkanna og uppræta þá spillingu sem skapast hefur af „eignamámi" þeirra á rikis- valdinu. Þetta var einhver niesta sprenging sem gerst hafði í ítölskum stjómmál- um um langan tíma. Sósíalistaflokk- urinn talaði ekki lengur einum rórni og klofningur virtist yfirvofandi. Craxi var fáorður um svik erfða- prinsins, en eiginkona hans, frú Anna Craxi, brást við með fleygum orðum: „Hvflíkur svikari! Hann vareini heim- ilisvinurinn sem gat gengið beint í ís- skápinn í eldhúsinu hjá mér!“ Kjósendur fella dóm En Craxi gat ekki flúið staðreynd- irnar: það vom borgarstjórnarkosn- ingar í nokkrum borgum Ítalíu 28. september síðastliðinn, þar á meðal í Mantóvu, mikilvægri borg sem er skammt frá Mílanó. Þar tapaði flokkur hans um helmingi fylgis síns frá því fyrir 2 árum og fékk aðeins 7,2%. Kristilegir demókratar töpuðu einnig allt að helmingi fylgis síns, svo að flokksformaður þeirra, Arn- aldo Forlani, ákvað að segja af sér. En Lega Nord, flokkur tækifæris- sinnaðra aðskilnaðarsinna og smá- borgaralegra þjóðernissinna, þre- faldaði fylgi sitt í þessari kosningu og varð stærsti flokkurinn með nærri 40% atkvæða. Lýðræðissinnaðir vinstrisinnar (fyrmm PCI) hlutu 17,9% og Endurreisti kommúnista- flokkurinn (klofningshópur úr PCI/ PDS) 6%, sem þýddi samanlagt nærri þriðjungstap frá fylgi PCI fyrir 2 árum. Það gat enginn mótmælt því lengur að flokkakerfið á Ítalíu var í upplausn, og skýringin lá ekki síst í því spillta andrúmslofti sem upparn- ir í flokki Craxis höfðu skapað á síð- asta áratug. Leyst frá skjóðunni Craxi leysti frá skjóðunni í viðtali við fiokkstímaritið Mondo Operaio þann 21. október síðastliðinn. Þar fullyrti hann að mútukerfið væri regla í ítalska stjómkerfinu, og að greiðslurnar næmu um 4.000 millj- örðum líra á ári (180 milljörðum ísl. kr.!). Um fjórðungur þess, eða 1000 milljarðar (45 milljarðar ísl. kr.), rynnu til reksturs stjórnmálaflokk- anna, en afgangurinn (135 milljarðar ísl. kr!) færi beint í vasa unt 80.000 spilltra stjómmálamanna úr öllum flokkuin. Allar þessar greiðslur fara framhjá skattakerfinu og leggjast of- an á kostnað við opinberar fram- kvæmdir. Þær skýra því halla rikis- sjóðs að hluta til, og hvernig stjórn- málamennirnir sem hagsmunastétt hafa haft persónulegan hag af því að hafa ríkisútgjöldin sem mest. Til viðbótar þessu greiðir ítalska rikið opinberlega 140 milljarða (um 135 milljónir ísl. kr.) til reksturs stjómmálaflokkanna. Craxi sagði að Sósíalistaflokkurinn væri aðeins lít- ill hluti af þessu dæmi, en hann hefði gert mistök í að ráða vanhæfa menn til ábyrgðarstarfa. Hins vegar sagði hann það alvarlegt að ásaka flokka- kerfið, því ef menn ætluðu að ganga framhjá því, þá væri lýðræðið í hættu. Og hann fullyrti enn að ólög- mætum aðferðum væri beitt við dómsrannsókn di Pietros dómara. Hann játaði að endurnýjunar væri þörf í flokknum en staðhæfði jafn- framt að það væri á einskis manns færi nema hans sjálfs að leiða þá endurnýjun. „Það eru engir hæfir menn meðal yngri manna í flokkn- um, ég þekki mínar pútur," sagði hann við blaðamann. Blásið til orrustu Það fór ekki hjá því að blásið yrði til orrustu. Ögranimar gengu á víxl, og allir litu til dómsmálaráðherrans, Claudios Martellis. Uppgjörið varð á landsfundi fiokksins um síðustu mánaðamót. Háværar raddir voru uppi um að einasta von fiokksins væri endurnýjun flokksforystunnar á sem flestum vígstöðum. Þótt Craxi játaði að endurnýjunar væri þörf, þá gekk ræða hans í þinginu í raun út á að verja ríkjandi kerfi, óbreytt ástand og sjálfan sig sem bjargvætt fiokks- ins. Hann vildi óbreytta kosninga- skipan og áframhaldandi bandalag við Kristilega demókrata. Martelli túlkaði ræðu þessa sem dauðadóm yfir fiokknunt og sagði að Craxi neitaði að horfast í augu við raunveruleikann. Amato forsætisráð- herra tók ekki afstöðu í hatrammri deilu Craxis og Martellis en hélt at- hyglisverða ræðu þar sem hann sagði að lýðræðið á Italíu væri nú í hættu, og meginorsök þess að svo væri koinið væri spilling stjórnmála- mannanna. Craxi neitaði að segja af sér og reyndi að koma í veg fyrir að greidd yrðu atkvæði á milli stríðandi fylkinga á þinginu. Martelli gat hins vegar knúið fram atkvæðagreiðslu um róttækar breyt- ingartillögur sínar á kosningalögum. Niðurstaðan varð sú að meðal um 500 þingfulltrúa (sem margir hverjir eru aldir upp í mútugreiðslukerfinu) voru 63% fylgjandi tillögu Craxis um óbreytt ástand, en 33% studdu umbótatillögur Martellis og 4% málamiðlunartillögu. Endumýjun flokksforystunnar var frestað til fiokksþingsins f apríl á næsta ári, en landsfundurinn markar tímamót, því flokkurinn talar ekki lengur einum rómi og ljóst er að Martelli nýtur mun meiri stuðnings utan innsta hrings valdamanna í flokknum. En nýjustu kannanir á fylgi flokkanna segja að PSI hafi nú um 6% kjörfylgi á Norður- og Mið-Ítalíu og hafi tap- að meira en helmingi fyrra fylgis. Flokkur aðskilnaðarsinna, Lega Nord, er hins vegar orðinn stærsti llokkurinn á N-Italíu með 28,6% fylgi. Valdið reynist fallvalt, flokka- kerfið er í upplausn og konungdóm- ur Bettinos Craxis í Tangentopoli er bersýnilega senn á enda. Olafur Gíslason Teikning úr dagblaðinu Corriere della sera: „Hver hefur stolið eldi- viðnum?“ segir Claudio Martelli þar sem hann ber eld að bálkesti leið- togans. En Craxi hafði spurt félaga sína á Jlokksstjórnarfundi hvort það vœri vilji þeirra að setja sig á nornabálið og fœra Lýðrœðislega vinstri- flokknum höfuð sitt á silfurfati.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.