Vikublaðið - 17.12.1992, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 17.12.1992, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. desember 1992 SKATTAKONGAR ALDARÍNNAR iwsj < r~~~ ' - --"2 Lofuðu skattalækkunum 1991 Davíð Oddsson: „Varðandi okkar kosningabaráttu segjum við ná- kvœmlega þetta: Skatta er hœgt að lœkka.......“ segjum við nákvæmlega þetta: Við getum lækkað skattana en samt sem áður geta tekjur ríkisins vaxið alveg eins og gerst hefur hjá Reykjavíkur- borg.“ Sjaldan hafa jafnfáir samþykkt jafnmikið sem gengur þvert á þeirra eigin orð Alþýðusamband íslands telur að efnahagsaðgerðir og skattahækkanir þær sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn eru nú að beita sér fyrir þýði í heild 7% kjaraskerðingu. Tekjuskattur einstaklinga er hækkaður um 1,5% eða um 2.850 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn lof- aði hins vegar að Iækka tekjuskatt einstaklinga um 9.100 milljónir ef skattprósentan hefði verið lækkuð í 35% eins og Sjálfstæðismenn lofuðu fyrir kosningar. Lagður er á 5% hátekjuskattur sem er þvert á boðaða stefnu Sjálf- stæðismanna um að fækka skatt- þrepum. Það færir rrkinu aðeins 300 milljónir króna. Skattþrepum í virðisaukaskatti er fjölgað og álögur á almenning aukn- ar um 1800 milljónir með því lagi. Bensíngjald hækkar um 350 millj- ónir. Barnabætur eru lækkaðar um 500 milljónir. Vaxtabætur eru lækkaðar um 400 milljónir. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur gengu lengst í því fyrir kosn- ingarnar 1991 að lofa hækkun skatt- leysismarka. Alþýðuflokkur lofaði þeim mörkum við 80 þúsund á mán- uði en Sjálfstæðisflokkur við 70 þús- und króna mánaðartekjur. Með þeim breytingum sem núna er verið að gera á hækkun skattprósentunnar í 41,35% meðan persónuafslættinum er haldið óbreyttum, þá er í raun og veru verið að lækka skattleysismörk- in úr 60. 258 krónum í 50.073 krón- ur. Fyrir utan hækkanir á lyfjakostn- aði og læknisþjónustu í upphafi árs- ins koma nú nýjar skattaálögur í heilbrigðisgeiranum, 500 milljóna króna lyfjaskattur, 500 milljón króna skattur á einstæða foreldra, 270 milljóna króna skattur á þá sem þurfa að sækja þjónustu sérfræðinga og 200 milljóna króna skattur á fjöl- skyldurnar vegna breytinga á lögum um tannlækningar. Jón Baldvin Hannibalsson og Al- þýðuflokkurinn buðu hœst hvað varðar hœkkun skattleysismarka fyrir kosningar 1991, eða í 80 þús- und kr. á mánuði, en nú lœkka þeir skattleysismörkin úr 60 þús- undum í 50 þúsund. Öll sín loforð Við umræðuna um skattamálin á Alþingi 8. desember síðastliðinn sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra að Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknar- manna, hefði haldið einhverja þá lengstu en líka bestu ræðu sem hann hefði flutt, enda hefði hann mest lesið upp úr ræðum Sjálf- stæðismanna. Deildu þeir síðan nokkuð um það hvort telja ætti þjónustugjöld til skatta eður ei og hversvegna ekkert þokaðist með fjármagnstekjuskattinn. Þar kom að Páll bauðst til þess að kenna Friðrik húsgang, sem væri ekki eftir sig og ekki um ráð- herrann. Hann er svona: Öll hans loforð eru svik, allt hans tal er þvaður. Honum þykir hægra um vik að heita en vera maður Þingmenn stjórnarflokkanna hafa opinberlega gengist við því að þeir verði skattakóngar aldarinnar á árinu 1993. í umræðum um skattamál á Alþingi 8. desember sl. voru rifjuð upp ýmis ummæli þeirra og loforð fyrir alþingiskosningarnar 1991 um lækkun skatta og skattbyrði á almenning. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vildi lækka skatthlutfallið úr 39,9 í 35%, en samkvæmt fyrirliggj- andi skattabandormi hækkar skattabyrðin í 41,35%. Ólafur G. Einarsson: „Stefna Sjálfstœðisflokksins er skatta- lœkkun. “ hans í Dægurmálaútvarpinu á rás tvö á þriðjudag, þar sem hann og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kappræddu um ríkisfjármálin, hefur farið mjög fyrir brjóstið á Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, og fleiri flokksmönnum hans.“ - Tilvitnun úr Þjóðviljanum. Stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka skatta í Morgunblaðinu segir eftir lands- fund Sjálfstæðisflokksins 1991: „Stefna Sjálfstæðisflokksins er að lækka skatta og hygg ég að það komi skýrt fram í ályktunum Landsfund- arins,“ segir Olafur G. Einarsson, formaður Þingflokks Sjálfstæðis- manna, þegar borin voru undir hann þau ummæli Pálma Jónssonar í Morgunblaðinu í gær að ekkert svig- rúm væri til skattalækkana á kom- andi árum vegna linnulauss halla- reksturs sem núverandi ríkisstjórn bæri ábyrgð ár. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði við sama tækifæri: „Mér vitanlega hefur engin af stofnunum llokksins samþykkt aðra stefnu en þá að skatt- eftiir hann... Fjármálaráðherra tók síðan dæmi af því hvort það teldist hækkun á sköttum Páls Pétursson- ar þó að hækkanir yrðu á gjöldum sundstaða og SVR í Reykjavík. Undir þeirri ræðu sagðist Páll hafa gert eftirfarandi vísu: Snjöll er ræða ráðherrans um ríkisfjármál þessa lands. Efst er þó í huga hans herkostnaður forsetans. „Og síðan minnugur þess sem Snorri heitinn Sturluson sagði að oflof væri háð, þá er ég búinn að gera aðra vísu um fjármálaráð- herrann. Eg ætla að fara með hana að endingu honum til huggunar. Hún er svona: Segir allan sannleikann, sómann glöggur metur. Öll sín loforð efnir hann ef hann bara getur.“ Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Pálmi Jónsson og skattanefnd Sjálfstæðisflokksins: „Lækka þarf tekjuskatt einstakl- inga niður í 35%, tekjuskatt fyrir- tækja niður í 30 - 35%, aðstöðugjald verður að hverfa, auk þess sem und- irbúa þarf lækkun virðisaukaskatts- hlutfalls niður í 15%. Þetta er inntak- ið í drögum að landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um skattamál sem kynnt var á opnum fundi skatta- nefndar flokksins á þriðjudag og greint er frá í Morgunblaðinu í gær. I sama tölublaði Morgunblaðsins er haft eftir Pálma Jónssyni alþingis- manni að ekkert svigrúm sé til skattalækkana á komandi árum. Þá kveðst hann ekki sjá hvenær svigrúm skapist til skattalækkana. Þessi yfir- lýsing Pálma og jafnframt yfirlýsing Skatta þarf að Iækka Miðvikudaginn 10. apríl 1991 sagði Sturla Böðvarsson alþingis- maður í DV undir fyrirsögninni „Skatta þarf að lækka“: Pálmi Jónsson fékk ákúrur frá forystu Sjálfstœðisflokksins vorið 1991. ar verði strax lækkaðir þegar Sjálf- stæðisflokkurinn nær valdi til að knýja það fram.“ Skattbyrðin að sliga heimilin „Skattbyrði heimilanna er nú með þeim hætti að ekki verður við unað. Svo mikil er skattbyrðin orðin að al- þýðufjölskyldan hefur vart fyrir brýnustu nauðsynjum,“ segir Eyjólf- ur Konráð Jónsson einnig í viðtali við Morgunblaðið vorið 1991. „Það er skylda Sjálfstæðisflokks- ins að beita sér fyrir því að skattlagn- ingu verði þannig hagað að afkoma láglaunafólks batni þegar í stað svo að um muni. Þessa tillögu fluttu nokkrir tugir ungra manna á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Fundar- menn fögnuðu henni og hún var ein- róma samþykkt." Sturla Böðvarsson: Það sem greinir Sjálfstœðisflokkinn frá vinstri flokkum er afstaðan til skattlagningar. „Það sem greinir Sjálfstæðis- flokkinn frá vinstri flokkunum er ekki síst afstaðan til skattlagningar ríkisins. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að sköttum skuli haldið í lágmarki og ríkisútgjöldum skuli haldið innan þeirra marka sem velferðarkefið krefst.“ Getum lækkað skatta Davíð Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði 17. aprfl 1991 í Morgunblaðinu: „Varðandi okkar kosningabaráttu

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.