Vikublaðið - 17.12.1992, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 17.12.1992, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. desember 1992 Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspcki við Háskóla íslands, spyr í nýútkominni bók, Tilraun um heiminn, hvort meirihlutinn eigi að ráða og svarar sjálfur: „Helst sem minnstu“. Svarið er nið- urstaða Þorsteins í einum af fjórum meginköflum bókarinnar en hinir þrír fjalla um réttlæti, geðveiki og ódauðleika andans. Vikublaðið fékk Ágúst Hjört Ing- þórsson til að ræða við Þorstein um lýðræði og réttlæti. Ágúst er fyrrum nemandi Þorsteins og hefur undan- farin ár stundað framhaldsnám í heimspeki í Kanada. Þorsteinn var fyrst spurður hvaða gagn stjómmálaumræða samtímans gæti haft af heimspeki. „Eg hef ekki hugmynd um hvort heimspekin gerir gagn. Ég segi í bókinni að heimspekin geri mest gagn þegar hún reynir það ekki, heldur glímir við sínar sérstöku þrautir. Um það höfum við mýmörg dæmi í sögunni. Ef hrein heimspeki hefur gert gagn þar sem hún er iðk- uð í verulegum mæli og með glæsi- verið sagt að rökfræðina mætti nýta.“ Ögrun og ábyrgðarleysi Ágúst Hjörtur: Víkjum að stjómspekinni og því sem þú segir í bókinni. Spurningin er þessi: Ert þú ekki fullkomlega ábyrgðarlaus þeg- ar þú viðurkennir að enginn íslend- ingur með fullu viti vilji forréttinda- þjóðfélag en segir jafnframt að við eigum að stefna að forréttindaþjóð- félagi. Þorsteinn: I kaflanum um lýð- ræði er ég að gera margt. Ég er að draga fram heimspekilegar þrautir úr kosningafræði og niðurstöður þegar kemur að tilgangi heimspek- innar. Mér sýnist reyndar á inn- gangskaflanum að Þorsteinn sé að mjaka sér í átt til okkar sem kennum okkur við Aristoteles og viljum nota heimspekina til að mennta fólk í því sem kalla má hagnýta speki. Frá þeim sjónarhóli sýnist mér Þor- steinn ganga nokkuð langt þegar hann dregur ályktanir af kosninga- fræðum sem skilja fólk eftir með það á tilfinningunni að heimspek- ingamir séu búnir að sanna að lýð- ræðið sé óframkvæmanlegt. Lýðræði og fjölræði Þorsteinn: Ég geri greinarmun á lýðræði sem ákvörðunaraðferð, það er meirihlutaræði, og lýðræði sem stjórnskipun. Ég tel það fjarri lagi að efasemdir um meirihlutaræði breyti nokkru um stjómskipunar- lýðræði. það er að segja mannrétt- indi, dreifingu valdsins og margt og lýðræði sem heilagar kýr“ og leggi of mikið í þær. Ég get sam- þykkt þetta eftir að hafa lesið text- ann því ég veit að þú ert ekki að kippa stoðunum undan Iýðræði sem stjórnskipulagi, þú vilt fjölræði, með ákveðnum endurbótum, en framsetningin er slík að ég er ekki viss um að aðrir sjái þetta sam- hengi. Þú einblínir á kosningafræði og atkvæðagreiðslur og fjallar unt al- varlegar veilur á meirihlutaræði. En það sem skiptir máli er að ná sam- eiginlegri niðurstöðu. Þá eru at- kvæðagreiðslur óþarfar, eins og þú bendir á, og þá missir þessi gagn- rýni á meirihlutaræðið marks. Þátttökurökin Þorsteinn: Það held ég ekki. Þó svo að hægt sé að komast að ákvörðunum með margvíslegum hætti, og oft mjög flóknum, og við það. Þú segir í bókinni frá þverstæð- um og mótsögnum sem ganga að þátttökulýðræði dauðu og vísar til þess að þeim sem lendir sífellt í minnihluta er engin huggun í því að hafa fengið samtals fleiri atkvæði en meirihlutinn. Ég vildi segja það að þátttökulýðræði felist ekki í því að greiða atkvæði heldur að taka þátt í ferlinu sjálfu, leggja fram sitt sjónar- mið og reyna að sannfæra aðra. Þorsteinn: Við megum ekki gleyma því hvernig þátttökurökin koma inn í þetta hjá mér. Ég er að fjalla um atkvæðagreiðslur og aðild að atkvæðagreiðslum og tek hvers- dagsleg dæmi um fólk á veitinga- húsi eða á ferðalagi sem vill greiða atkvæði um ágreiningsmál. Að sjálfsögðu er þátttaka í lýðræðis- þjóðfélagi, í stjómskipulegum skilningi þeirra orða, miklu meira en að greiða atkvæði í kosningum. Þar koma til álita prentfrelsi, mann- réttindi og fleira. brag, eins og í Bandaríkjunum, þá er það í mesta lagi á óbeinan hátt. Heimspeki les enginn stjómmála- maður, og sennilega ekki heldur embættismenn, en hinsvegar leggja margir hagfræðingar og stjómmála- fræðingar stund á heimspeki. Það er aldrei að vita hvaða gagn eða ógagn þeir gera þegar þeir svo mennta embættismenn og einstaklinga í at- vinnulífinu. Það er engin reynsla hér á Islandi fyrir þessu. En hér inn- an Háskólans er mjög almennur áhugi á heimspeki og fræðimenn á ólíkum sviðum leggja stund á hana. Ég veit aftur á móti ekki hvort hún er þeim til gagns eða hvort þeir ástunda heimspeki sér til ánægju. Eitt sláandi dæmi um gagnsemi heimspeki nefni ég í bókinni. Tölv- ur væru óhugsandi ef heimspeking- ar hefðu ekki búið til rökfræðina. Og feður rökfræðinnar hefðu aldeil- is orðið steinhissa ef þeim hefði þeirra. Ég er ekki að skrifa yfirlits- kafla um stjómspeki heldur að taka niðurstöður á afmörkuðu sviði sem mér virðist að hafi ekki fengið nægilega athygli. Ég reyni að út- skýra út á hvað þetta gengur og dreg síðan ályktanir af því. Út úr því kemur eitt og annað. Það koma efa- semdir um meirihlutaræði, það koma nýstárleg rök fyrir umburðar- lyndi og réttindum minnihlutahópa. Þarna er það ekki sannfæringin sem skiptir meginmáli heldur rökin fyrir afstöðunni. Loks eru það efasemdir um jafnrétti sem koma út úr þessu. Þetta á að vera ögrandi. Ég veit ekki hvort það er ábyrgðarlaust að ögra fólki. Agúst Hjörtur: Þorsteini tekst best upp þegar hann er ögrandi. Hann afhjúpar tvískinnung og hræsni sem viðgengst í okkar menningu gagnvart jafnrétti. En við Þorsteinn erum á öndverðum meiði fleira. Ég segi þvert á móti að mannréttindi og valddreifing eigi að vera miklu meiri. . . Ágúst Hjörtur: Þú kallar þetta fjölræði. Þorsteinn: Já, og ákvörðunar- fræðin breytir ekki um neitt af þessu. Hún breytir kannski ein- hverju sem snertir mannréttindi óbeint því að einhverjir kynnu að líta á réttindi minnihlutahópa sem mannréttindamál. Einhver kynni líka að telja efasemdir um jafnrétti vera mannréttindamál, en ég er ekki viss um að svo sé. Ég held að bókarka- flinn sé ábyrgur að þessu leyti. Ágúst Hjörtur: íslensk heim- spekihefð er veikburða, það eru ekki nema 20 ár síðan farið var að kenna heimspeki við Háskólann. Ég held að við þessar kringumstæður sé hætt við að fólk grípi setningar eins og „við eigum af þessum ástæðum að afleggja bæði jafnrétti köllum það sameiginlegar niður- stöður er ekki þar með sagt að fræðilega ímyndin um atkvæða- greiðslu sé marklaus. Þvert á móti. Það getur brugðið ljósi á ákvörðun- arferli með því að taka dæmi, þótt óraunhæf séu. Það er eðli dæma að vera einföld og meðfærileg. Listin er sú að sjá nákvæmlega hvaða ljósi þau bregða á málið. Ágúst Hjörtur: Þú hleypur á milli greiningar og boðunar og gerir ekki mun á því hvar þú stendur. Þorsteinn: Það geri ég og það al- veg án samviskubits. Ég trúi ekki á neinn greinarmun á staðreyndum og verðmætum; að því leyti er ég eins og Aristoteles. Það ætti enginn fræðimaður að gera þennan greinar- mun; hvorki heimspekingar, hag- fræðingar né aðrir. Ágúst Hjörtur: Það má nú stundum gera greinarmun á þessu og láta lesandann vita. En allt um Flokkar og síbreytilegur meiri- hluti Ágúst Hjörtur: Meirihlutinn sem þú stöðugt tekur dæmi af er sí- breytilegur. Þorsteinn: Já, þetta er mikilvægt atriði sem ég undirstrika kannski ekki nógu vel í bókinni. En fólk þarf að taka eftir þessu, að meirhlutinn er síbreytilegur, því að það þýðir að til lítils er að stofna flokk unt eitt málefni. Næsta mál sem kemst á dag- skrá breytir meirhlutanum. Það liggur þvf í hlutarins eðli að flokkar geta ekki þjónað því hlutverk að vera tals- rnenn alls almennings. Lýðræðislegt þjóðfélag sem byggir á flokkakerfl á við þennan vanda að etja. Ágúst Hjörtur: Setjum sem svo að upp komi eitt þúsund mál á ári á Islandi og þú hefur bara skoðun á fimmtíu þeirra. Þú lendir í minni- hluta í öllum þeirra, þó aldrei í sama „Eitt sláandi dœmi um gagnsemi heimspeki nefni ég í bókinni. Tölvur vœru óhugsandi ef heimspekingar hefðu ekki búið til rökfrœðina,“ segir Þorsteinn Gylfason í samtalinu. „Eg vtldi segja það að þátttökulýðrœði felist ekki íþví að greiða atkvœði heldur að taka þátt íferlinu sjálfu, leggja fram sitt sjónarmið Æ og reyna að sannfœra aðra,“ segir Agúst Hjörtur Ingþórsson. vonlaust? Rökræður í tilefni af útgáfu bókarinnar Tilraun um heiminn eftir Þorstein Gylfason

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.