Vikublaðið - 17.12.1992, Page 13

Vikublaðið - 17.12.1992, Page 13
VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. desember 1992 13 komið 48 íslenskar barnabækur og níutíu erlendar barnabækur. Þar af eru bara átta unglingabækur. Hins vegar eru fræðibækur og hvers kyns handbækur fyrir yngri börn 18 tals- ins. Þær eru allar erlendar. Ungling- arnir fá lítið til að lesa. Sigrún: Barnabókunum hefur fjölgað mjög mikið núna. Silja: Alveg geysilega mikið og ekki síst íslenskum. - Hvað er að gerast? Er þessi vanvirta grein bókmenntanna sem enginn má heyra minnst á jafn- framt sú eina sem vex og dafnar? Friðrik: Kannski sé að verða tímabær breyting á því. Silja: Þetta er til dæmis eina bók- menntagreinin á íslandi sem er verð- launuð sérstaklega. Það er hægt að senda bók í Vöku Helgafell og fá hana útgefna sem verðlaunabók árs- ins og svo verðlaunar Fræðsluráð Reykjavíkur á hverju vori bestu barnabók síðasta árs. Samkeppnin hjá Voku Helgafelli hlýtur að minnsta kosti að orka mjög hvetjandi. I hana hafa borist allt upp í áttatíu handrit. Þeir sem eru með góð handrit halda áfrarn að vinna þau og fá þau svo útgefin fyrr eða seinna. - Heldurðu ekki að þeir fari bara út og hengi sig sem ekki fá verðlaunin? Silja: Við hlytum að hafa frétt af því ef það væri afskaplega algengt. Eigin bækur - Við höfum minnst á verð- launabókina Benjamín dúfu en hvað með þína bók, Silja? Það gladdi mig að þú skyldir birta þar kvæðið um fuglinn sigursæla eftir Jónas Arnason. Siija: Ég er að vona að sem allra flestir, bæði í'oreldrar, afar og ömm- ur, langafar og langömmur, finni í þessari bók allt mögulegt sem þau voru búin að gleyma en hafa gaman af að sjá aftur. Þarna eru kaflar úr bókum sem ekki hafa verið gefnar út í marga áratugi, þarna eru vísur, þul- ur og þjóðsögur og svo eru auðvitað nýrri bækur líka. Af því tagi eru kafl- ar úr yfir hundrað barnabókum eftir 62 höfunda. - Þú hefur raðað þessu á 365 daga til að lesa fyrir börnin. Er það miðað við árstíma? Silja: Já. Árstíðahringnum er fylgt. Ævintýri og þjóðsögur eru út um allt. Kaflarnir úr barnabókunt byrja hins vegar á vetri og svo kemur vor með sauðburði. Svo kemur sum- arið en ef þú lítur á efnisyfirlitið þá eru þar nánast engar þjóðsögur. Bara kirkjusmiðurinn á Rein af því að hún er bundin í tíma og Átján barna faðir í álfheimum. Þar er fólk á engjum og bindur krakkann heima. Svo kemur haust og þá fara krakkarnir í skóla. Þar koma allar skólasögurnar inn og svo eru það vetrar- og jólasögurnar. Sigrún: í þessari bók reynir á það hvers textinn er megriugur, vegna þess hve lítið er af myndum. Myndir: Jens Alexandersson íslenskar barnabókmenntir standa í harðri sam- keppni við erlent efni sem oft er mjög lélegt, en ódýrt íframleiðslu. Eitt það besta sem hœgt er að gera fyrir börn er að lesa fyrir þau upp úr góðri bók. Silja Aðalsteinsdóttir, Sigrún Eldjárn og Friðrik Erlingsson í kaffthúsrabbi við Vikublaðið. Silja: Vissulega en bókin er reyndar ætluð til upplestrar. Börnin eiga ekki að lesa hana sjálf. Það á að lesa upp úr henni fyrir þau og ég held að eitt það besta sent hægt er að gera fyrir barn sé að lesa upp fyrir það. Maður nær svo margvíslegum árangri með því móti. Maður nær til- finningatengslum við barnið. Maður fær umræðuefni. . . Friðrik: Ef foreldrar ætla að eiga einhverja möguleika í samkeppninni við sjónvarpið þá er þetta eitt helsta trompið. Að bjóðast til að lesa upp úr góðri bók. Silja: Ég held líka að ef Sögu- stundin kemst inn á heimilin þá geti hún örvað fólk til þess að fara á bókasöfnin og leita að sögunum sem kaflarnir eru sóttir í. - Hvað er að segja af þínuni bókum, Sigrún? Þú ert með tvær. Sigrún: Það er reyndar bara ein sem ég skrifa. Það er: „Sól skín á krakka“ sem Rauði krossinn bað mig um að útbúa. - Hvernig finnst þér að láta panta hjá þér bækur? Rennur þetta þá bara uppúr þér eins og ýtt sé á takka? Sigrún: Nei. Þetta var miklu erf- iðara en venjulega. Ég er vön að skrifa bara urn eitthvað sem mér finnst skemmtilegt en þarna þurfti ég að útvega mér alls kyns upplýsingar og skoða mikið af myndum. Það varð hins vegar mjög gaman. - Fannst þér ekkert hamlandi að aðrir væru að gera pöntun í þína sköpunargáfu? Sigrún: Nei, ég tók það nú ekki þannig en ég myndi ekki vilja standa í því alltaf að afgreiða pantanir. - Að lokum langar mig til að spyrja ykkur hvort það er ekki þrúgandi fyrir höfunda að bera skilgreiningar markaðarins á bak- inu. Þegar þið setjist niður til þess að skrifa fyrir börn þá þurfið þið að laga ykkur að hugmyndum út- gefenda og gagnrýnenda um það hvað börn eru og hvað þau vilja. Lokist þið ekki inni í nokkurs kon- ar búri fordóma og fyrirframhug- mynda? Sigrún: Ég leiði aldrei hugann að öllurn þessum vandræðuin sem þú ert að tala um. Ég reyni bara að gera skemmtilegar sögur. Það er einna frekast að ég ráðgist við bömin mín um það hvemig þær eigi að vera. Friðrik: Ég hef auðvitað ekki langa reynslu af þessu en ég held að í togstreitunni milli þess listræna og þess hagnýta geti vel verið nokkur sköpunarkraftur. Hann notar djús! Nú eru jólablöðin tekin að koma út og þar á nteðal GÁLGÁS, blað Alþýðubandalags Héraðsmanna. Þar eru ásamt mörgu góðu efni öðru birt Þankabrot frá þingmannstíð eftir Helga Seljan. I niðurlaginu korna tvær góðar sögur: „Eg hef alla tíð verið einlægur og líklega ákafur bindindismaður og bjórandstæðingur og það fór ekki dult. Það varð mér þó alltaf til ávinn- ings, ekki síðurn í hópi þeirra sem ekki voru sama sinnis. En því segi ég þetta hér undir lokin vegna þess að ég heyrði afbragðsgóða sögu af bindindissemi minni á dögunum. Spurt var hvort ég væri ekki bindind- ismaður og svarið var: „Jú, blessaður vertu. Hann notar ekki einu sinni rak- spíra. Hann notar djús.“ Þá hætta þeir ekki! Og í lokin skal ég svo enda mitt mærðarhjal á sögunni góðu þar sem tveir menn ræddu um það hvers- vegna ég hefði hætt þingmennsku: „Það er víst af því hann var svo slæmur í bakinu", sagði annar. „í bakinu", sagði hinn. „Ég held hann hefði nú ekki þurft að hætta þessvegna. Það hefði frekar verið ef hann hefði verið slæmur í höfðinu.“ „Nei ekki aldeilis. Það er nú einmitt einkennið. Þá hætta þeir ekki.“ Jóla- skrautíð í Hlaðvarpanum er margt að sjá og nú er það jólaskraut af ýmsum toga sent konurnar bjóða uppá í kjallaranum. Þetta er fyrsta árið sem þær starfrækja jólamarkað í Hlaðvarpanum og meiningin er að halda áfram þannig að fólk geti gengið að því sem vísu að fá allt sitt jólaskraut á einum stað. Þarna eru kerti, borðar, lampar, jólaengl- ar og margt margt fleira. Yfir jóla-, jólafrú er Helga Thorberg.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.