Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 1
Þorgeir einn og stakur Ef einhver einn Islendingur er öðrum freinur fulltiiíi einstakl- ingsins gagnvart kerfinu, þá er það andófsmaðurinn Þorgeir Þorgeirson Bls. 4 Einkavæðingin enn Garðar Vilhjálmsson andmælir Ogmundi Jónassyni formanni BSRB sem andmælti Garðari í síðasta Vikublaði. Um hvað eru þeir ósanunála? Bls. 3 Lýðræðið í fæðingu Tim Maseka frá Afríska þjóðarráðinu segir brýnt að vesturlönd, þ.m.t. Islendingar, fylgist náið með framkvæmd kosninganna í Suður-Afríku. Bls. 12 42. tbl. 2. árg. 29. október 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Ríkisstjórnin trú VSÍ en svíkur launþega Við gerðum samning við ríkisstjómina og hluti af samningnum voru yfir- lýsingar frá ríkisstjóminni, bæði munnlegar og skriflegar, um það hvemig hún ætlaði að halda á málunum. Ríkisstjómin hefur ekki staðið við samninginn gagnvart okkur en mér sýnist hún hafa cíht loforðin sem at- vinnurekendum vom gefin. Þetta segir Bjöm Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasam- bands Islands, en 17. þingi sam- bandsins lauk síðustu helgi. Þing Verkamannasambandsins samþykkti kjaramálaályktun þar sem þess er krafist að ríkisstjórnin efni þríhliða samning sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu við ríkis- stjórnina í vor. Ef það gengur ekki eftir taldi þingið einsýnt að verka- lýðshreyfingin ætti að segja upp samningnum. Forsendur kjarasamninganna voru þær að ríkisstjórnin myndi ekki íþyngja launafólki, sérstaklega ekki þeim lægst launuðu, með auknum álögum og sköttuin. Þá lofaði ríkisstjórnin að vextir yrðu lækkaðir. Vextir hafa ekki lækkað og ríkis- stjórnin áformar að leggja launa- skatt á öll laun og taka heilsukorta- gjald af almenningi. A sarna tíma hefur ríkisstjórnin lækkað skatta á fyrirtækin og hætt við skattlagn- ingu á fjárihagstekjum. Samningurinn frá því í vor var framlenging á þjóðarsáttarsamn- Alþýðubandalag- ið gegn sjálftöku ingmenn Alþýðubanda- Iagsins leggja fram breyt- ingartillögu við frumvarp um fjáraukaliig þar sem felld er niður heimild ríkissjóðs tdl að greiða hæstaréttardómurum 100 þúsund króna launahækkun á mánuði sem þeir tóku sér fyrr á árinu. Sjálftekt hæstaréttardómaranna vakti almenna reiði í þjóðfélaginu. Þorri launþega hefur mátt þola kjaraskerðingu síðustu misserin og það þykir skjóta skökku við þegar forréttindastéttir nota aðstöðu sína til að skara eld að eigin köku á nteðan þjóðin er beðin að herða sultarólina. Enginn stjórnmála- flokkanna hafði hreyft málinu á þingi fyrr en Alþýðubandalagið reið á vaðið og lagði frain breyting- artillögu við fruinvarp um fjár- aukalög í þeirn tilgangi að taka aft- ur launahækkun hæstaréttardóm- ara. Frpmvarpið gerir ráð fyrir að sjálftekt dómaranna kosti 13 inillj- ónir króna. Olafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins Guðnín Helgadáttir: Alþitigi verður að taka afstöðu til sjálftóku bcesta- réttardómara og Guðrún Helgadóttir þingmað- ur kynntu breytingartillöguna með því að vísa til fréttatilkynningu frá Hæstarétti þar sem segir að Alþingi hafi lokaorðið um fjárveitingar til réttarins. Tilgangurinn með tillögunni, sögðu þau Olafur og Guðrún, er að knýja fram afstöðu Alþingis til sjálftöku hæstaréttardómara. ingnum frá 1990 þar sem verka- lýðshreyfingin féllst á að slá af verðbólguna með samræmdu átaki ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar, atvinnurekenda og launþega. I tvígang hefur sá samn- ingur verið ffamlengdur. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefiir gengið á lagið og misnotað sanm- ingsvilja verkalýðshreyfingarinnar nteð því að efna ekki sinn hluta samningsins. - Staðan er sáraeinföld frá okkar bæjardyrum séð. Ef rfkisstjórnin efnir ekki samninginn og dregur ekki tilbaka áform sín um að auka skattaálögur á launafólk þá munum við beita okkur fyrir því að samn- ingunum verði sagt upp þegar hann kemur til endurskoðunar þann 10 nóvember, segir Björn Grétar. Ilann hefur ckki orðið var við annað en að önnur samtök launafólks séu sama sinnis og Verkamannasambandið. Ef sanm- ingum verður sagt upp í nóvember þá verða þeir lausir 1. janúar. Það hefur ekki dregið úr and- Guðmundur Árni hlýðir kalli sjálfstæðismanna Landsfundur Sjálfstæðis- manna stjómar stefnu Al- þýðuflokksins í heilbrigð- ismálum. Sjálfstæðismenn sam- þykktu á landsfúndi sínum um síðustu belgi að taka bæri upp tekjutengt iðgjald til að afla heil- brigðiskerfinu tekna. A mánu- dag tilkynnti Guðmundur Ami Stefánsson heilbrigðisráðherra að vegna samþykkta Sjálfstæðis- flokksins væri hann hættur við að gefa út heilsukort sem áttu að afla ríkisstjóði tekna og vill að tekjutengd iðgjöld komi í stað- inn. Heilsukortin áttu að skila ríkis- sjóði nálægt tveim milljörðum króna í tekjur enda skyldi öllum sem vildu eiga kost á heilbrigðis- þjónustu nteð líkum hætti og hing- að til gert að kaupa kort. I reynd eru heilsukort nefskatmr á almenn- ing. I Alþýðuflokknuin var andstaða gegn heilsukortum. Verkalýðs- hreyfingin mótmælti hástöfum og í skoðanakönnunum hafnaði þjóðin heilsukortum. Heilsukortin þykja óréttlát skattheimta og eru auk þess afar óhagkvæm vegna þess að mikill kosmaðurinn er við útgáfu þeirra og innheimtu. Guðmundur Arni Stefánsson heilbrigðisráðherra hefur hinsveg- ar í allt haust varið áform sín um að innleiða heilsukortin í heilbrigðis- þjónustuna í byrjun næsta árs. Það var ekki fyrr en landsfúndur Sjálf- stæðisflokksins samþykkti aðra leið til að afla heilbrigðiskerfinu tekna að Guðmundur Árni og Alþýðu- flokkurinn sáu að sér og tilkynntu að áformin um heilsukort yrðu lögð á hilluna. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tclja hinsvegar að Guðntundur Árni og ráðherralið Alþýðuflokks- ins hafi þegar samþykkt að gefa út heilsukort á nýju ári og taka það ekki í mál að leyfa Alþýðuflokknum að bakka með málið. 1 ríldsstjórninni er staðan því sú að ráðherrar sjálfstæðismanna leggjast gegn stefnu Sjálfstæðis- flokksins í heilbrigðismálum á meðan ráðherrar Alþýðuflokks beita sér fyrir því að stefna Sjálf- stæðisflokksins nái fram að ganga. stöðu verkafólks að atvinnurekend- ur hafa síðustu misserin túlkað ýmis rpttindaákvæði kjarasamninga upp á nýtt nteð það fyrir augum að þrengja að launþegum. „Svo hart er nú sótt að verkalýðshreyfing- unni að hún hlýtur að beita öllum tiltækum ráðunt til að verja hags- muni félagsmanna sinna,“ segir í kjaramálaályktun Verkamanna- sambandsins. Málið er sáraeinfalt. Annað hvort stendur ríkisstjómin við samning- inn eða að við munum beita okkur fyrir því að samningnum verði sagt upp í nóvember, segir Bjöm Grétar Sveinsson formaður Verkamanna- sambandsins. Mynd: Ol.Þ. Áskrij'larsími Vikublciðsins er 1 7500

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.