Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐID 29. OKTOBER 1993 k ftokingi Formúlan um hlutverk al- þingis er einhvern veginn þannig að þar sitji bestu landsins synir, og örfáar'dætur Iíka fyrir einhverja gráglettni sögunnar, og stilli saman eðlar gáfur sínar þjóðinni til heilla. Lýðræðið - þar á það heima og þar er fjöreggs þjóð- „ ^arinnar gætt. Og samkvæmt sömu formúlu á hin lýðræðislega um- ræða innan sem utan þingsins að hafa það að markmiði að sem flest- ir leggi sitt til málanna til að tryggja að sameiginlega nái alþing- ismenn bestu hugsanlegu niður- stöðu í flóknum málum, með eigin guðlega samviskuneista og al- mannaheill að leiðarstjörnum. Þess vegna er það að þegar óharðnaðir varaþingmenn setjast á þing í fyrsta sinn er ekki örgrannt um að fyrir innri eyrum þeirra dynji niður Islandssögunnar og fyrir ofanverða þind setjist þung steinhella vitundarinnar um yfir- vofandi örlagaatburði sem þeir muni eiga sinn þátt í að móta. Þessi tilfinning endist þeim yfir- leitt alla leið framhjá þingverðin- um og inn á fyrsta þingflokksfund- inn, en þar gufar hún snarlega upp eins og einn varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins sannreyndi á dög- unum. Sá hafði gengið í skóla ís- lensks sjávarútvegs og hafði rétt nýlokið því verki að senda togara í Smuguna til að veiða golþorska fyrir milljónatugi sem svo var land- að í Bretlandi til að útgerðin hagn- aðist urn nokkrar milljónir til við- • -""T55 tar. Aform íslenskra útgerðarmanna um að snara sér núna yfir til Sval- barða og búa þannig til eina skemmtilega milliríkjadeilu til við- bótar ræddi hann í heyranda hljóði á göngunum, svo hann gerði sér nú vonir um að þingflokkur sjálfra forsætis- og sjávarútvegsráðherr- anna myndi hreyfa talfærin nokkuð duglega þegar fundur hæfist, enda ekki á hverjum degi sem þingmenn ræða það glaðhlakkalega að þeir ætli með lagabrotum að hleypa sjávarútvegsstefhu þjóðarinnar upp - j í loft. Myndin sem blasti við varaþing- manninum var þessi. I einu hom- inu í þingflokksherbergi Sjálfstæð- isflokksins hópuðu sig Þorsteins- menn og þögðu þunnt. Eins langt frá þeim og komist varð sátu for- sætisráðherra og eyrnahvíslir hans, Björn Bjamason, ásamt nokkmm stóreygum aðdáendum. A hlut- lausa beltinu rnitt á milli hópanna tveggja var landbúnaðarráðherr- ann og stærði sig af því drjúgur að vera nú betri framsóknarmaður en samanlagður Framsóknarflokkur- inn. I þau fáu skipti sem einhver reyndi að hefja raust sína yfir þann klið sem myndaðist af hvísli sessu- , »»*itauta fóm umræður út um þúfur því fáir sýndu nokkur viðbrögð, enda enginn að hlusta. Brátt reis forsætisráðherra, sem hafði ekki látið svo lídð að heilsa hinum nýja varaþingmanni við upphaf fundar, úr sætí og gekk út skýringalaust. Svo hringuðu menn þumalfing- ur, dustuðu kusk af jakkaboðungi sínum í nokkrar mínútur enn og spurðu hvem annan hvernig þeir hefðu'ða. Varaþingmaðurinn stundi: Hvaða meðferð er til við menningarsjokki? Sviðsljós Kræklingur og humar s síðasta pistli var fjallað um muninn á safhheitum og telj- anlegum orðum og sýnt með dæmum hvemig gera má safhheiti að teljanlegu orði þegar um er að ræða afmarkaðar einingar en ekki óhlutkenndan og óafmarkaðan massa. A sama hátt má gera teljan- leg orð að safnheiti þegar merking- in er ótiltekið magn fremur en ein- stakar eindir. Þetta á einkum við um matvæli ýmiss konar svo og dýrategundir. Þessi notkun kernur glöggt fram á auglýsingaskiltum matvælaversl- ananna og em þar sumar vömr alltaf auglýstar í eintölu en aðrar í fleirtölu. I báðum tílvikum er um að ræða safnheiti en slík orð geta verið hvort heldur sem er eintölu- orð eða fleirtöluorð, sbr. hveiti og hafrar. Þannig er skrifað á spjöldin: nýir tómatar, sveppir, kartöflur, kótelettur, nýru, appelsínur og ban- anar, bjúgu og pylsur - en hins veg- ar: nýr fiskur, lifur, Hfrarpylsa, hryggur. Það væri hægt að draga þá ályktun af þessari upptalningu að eintala væri notuð þar sem líkur em á að einungis sé keypt eitt stykki en fleirtala þar sem oftast em keypt fleiri stykki í einu. Málið er hins vegar ekki svo ein- Þóra Björk Hjartardóttir falt sé litíð á nokkur önnur orð. Þannig er oftast í fleirtölu agúrkur og jafhvel melónur og pizzur en hins vegar í eintölu laukur, paprika, kræklingur, humar og spergill þar sem gera má fastlega ráð fyrir að yfirleitt sé keypt nokkurt magn í einu. Eða hvers vegna em auglýstar heitar pylsur á pylsuvögnum jafnvel þótt reynslan sýni að flestír kaupi einungis eina pylsu í hvert sinn? Hvor talan er valin þegar teljanleg orð em gerð að safnheiti er því að miklu leyti tilviljun háð þó að e.t.v. megi greina þar einhverjar línur á stundum. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá örnefni - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Hjálmtýr. r- £ T" 4 i € 9 10 99 11 10 IZ 2 /3 3 ív $2 IS~ X )(p IO ? 1S z 17 V\ 1*7 (0 9? IV V zz /é X 23 99 Z V W~ IZ 'Z0 5 IZ 2 8 zs U> /V Zf IV ÍO Zí> 9? 'l 9 lg /Z 17 X 9? /7 isr V5 10 V 13 'XI b> iV lF— 28 s 2 ú ZS /9 2fr TZ 99 Z<i Cí> lú 9? b IV £ z— 9 99 /V 10 T~ Z! 99 IV >2 'l $ F 9 2Ý iV 4 )V 21 n V % /Ý V V 7 9 10 w 2Ú n 22 28 9? 20 9 V (0 Zo w~ 21 9 99 9 z 9? Tfl— 20 K SE V 10 IV IÉ 9? w~ ¥— 2F~ w V ZJ IZ X 5 /Ý V X IV 18 4 (0 28— II Zú 99 31 u> V ifr 17- 13 10 9? 32 10 iV 92 V H 17 1+ s ‘22 1 11 le 21 T A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = v= x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 = Amorgun 30. október kl. 15.00 verður opnuð sýning í sýningarsölum Norræna hússins á vefjalist frá Eistlandi. Sýningin er hingað komin í sam- vinnu Textílfélagsins og Norræna hússins. Ellefu listamenn eiga verk á sýningunni og em þau ólík í efni og aðferðum, m.a. vefnaður, silkiþrykk og bútasaumur. Veflistamennirnir standa allir framarlega á sínu sviði, em virkir í listalífi Eistlands og hafa tekið átt í sýningum erlendis. Verk þeirra em valin til þess að sýna sem mesta fjölbreytni í hefðbundinni eist- neskri vefjalist, en einnig em á sýningunni verk unnin með nýrri aðferðum. Þrír listamannanna, Lii- via Leshkin, Anna Gerretz og Signe Kivi koma til Islands og setja sýninguna upp í Norræna húsinu. Anna Gerretz rnun segja frá eist- neskri vefjalist við opnun sýningar- innar og sýna litskyggnur. 1 ágúst í fyrra sýndu 11 lista- menn úr Textílfélaginu verk sín í Tallinn í boði Textílfélagsins í Eistlandi og með þessari sýningu í Norræna húsinu er verið að endur- gjalda það boð. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 og stendur til 14. nóvember. Sœnskt bíófyrir bömin Og það verður fleira um að vera í Norræna húsinu um helgina, því á sunnudag ld. 14 verður boðið upp á sænska kvikmyndasýningu fyrir börnin. Sýnd verður myndin Vi pá Saltkrákan: Söröverna. Aðgangur er ókeypis.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.