Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 6
6 Jafnréttið VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993 s gegnum tíðina hefur það einkennt vinnumarkaðinn að þegar vinnuafl vantar eru konur kallaðar til en á kreppu- tímum ýtt aftur inn á heimilið. I umræðum um stefhuræðu forsætisráðherra fyrir nokkru vitnaði Kristín Astgeirsdóttir Kvennalistakona í finnskan for- stjóra sem sagði að konur ættu að hafa skilning á kreppunni og víkja af vinnumarkaðnum. I Finnlandi er þó mun meira at- vinnuleysi en hér. En er þessi hugsunarháttur ríkjandi á Is- landi ? Vikublaðið ræddi þessi mál við þær Margréti Frímanns- dóttur, Láru V. Júlíusdóttur og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Dagvistarmál brenna á konum líkt ogfyrir 20 árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagnfræðingur segir atvinnuleysið bitna meira á konum þar sem að yf- irvinna minnki meira hjá þeim. „Hugmyndafræðin er enn að karlar séu fyrirvinnur. Þá eru konur Iátn- ar nrinnka við sig. Innan fyrirtækja sernja konur jafhvel sín á milli til að sem fæstum þurfi að segja upp. Karlarnir halda hins vegar sinni vinnu." Lára.V- Júlíusdóttir formaður ■ Jafnréttisráðs og framkvæmdastjóri ■ Alþýðusambands íslands segir töl- ur um .vinnuffamlag kvenna sýna að það sé enn að aukast. „En það er áberandi að í atvinnuleysi mæta konur ýmsum hindrunum sem þær hafa vissulega mætt í gegnum tíð- ina en, árekstrarnir verða hastar- Iegri í atvinnuleysinu." Hún tekur .dagvistarrými sem dæmi. „Astæðan Margrét Frímannsdóttir: Verði konum núna ýtt út úr námi og af vinnuntarkaðnum þá munu þær íframtíðinni standa verr að vígi á öllum sviðum þjóðlífsins. fyrir því að úr dagvistunarvandan- um er ekki bætt er sú að þá er hægt að senda konur heim með litlum fyrirvara og þær eiga auðveldara með að réttlæta að vera heiina. Mér finnst dagvistarumræðan vera orð- in þreytt og ég verð voðalega leið þegar ég er farin að ræða þau. Samt sem áður er þetta það sem brennur á konum í dag alveg eins og fýrir 20 árum.“ Lára segir konur þurfa að finna úrræði í barnagæslu frá því að sex mánaða fæðingarorlofi lýkur allt þar til börnin eru þriggja ára og komast á leikskóla hálfan daginn. Hagkvæmnissjónarmið ræður því jafhvel hvort konan fer út á vinnu- markaðinn á þessum tíma eða ekki. Hún segir konur dragast fljótt aftur úr og þær upplifi menntun sína úr- Jafnréttisráðs og framkvœmda- stjóri ASI telur starfsfólk sjúkrahúsa ekki eiga að njóta forgangs á leikskólunum. elta. „Þegar konur koma aftur út á vinnumarkaðinn verða þær jafhvel skotspónn samstarfsfólks á vinnu- stað vegna þess að þær hafa ekki fylgst með. Það eru sagðar sögur af kvenlæknum sem eru að koma til starfa aftur eftir nokkur ár og eru látnar panta rannsóknir sem ekki eru til. Það er bara verið að gera grfn að þeim.“ Hentar syo vel til að hafa stjóm á konum Dagvistarmálin halda áfram að vera vandamál jafnvel eftir að skólaganga barnanna hefst. Fyrst í vetur er vísir að heilsdagskóla í boði fyrir grunnskólakrakka. Lára segir þá skýringu vera gefna að konur séu atvinnulausar og heils- dagsskóli sé atvinnuskapandi fyrir Sigriður Ingibjörg segir dag- vistarþjónustuna vera hag- stjómartœki sem notað sé til að halda aftur afkonum. konur. „Raunverulega ástæðan er sú að það eru sveitarstjórnarkosn- ingar næsta vor. Þetta er pólitískur leikur meirihlutans í Reykjavík en tilgangurinn helgar meðalið. Við skulum líta framhjá því og vona að það komi hið besta út úr þessari til- raun.“ Lára spyr samt hvers vegna ekki hafi verið hægt að gera þetta fyrir 10-15 árum, foreldranir borgi hvort sem er og örugglega hefði mátt fa starfsfólk. Svarið segir hún vera að pólitískan vilja hafi skort. Lára telur samt að börn starfs- fólks á spítölum eigi ekki að hafa forgang á leikskólum umfram önn- ur börn, dagvistun sé réttur allra barna. „Heilbrigðisstofhanir verð- ur að jnanna með öðrum hætti en að freista mæðra ungra barna sér- staklega fil þessara starfa. Auðvitað á að skaffa næg dagvistarrými í þjóðfélaginu svo allir geti unnið við það sem þeir eru menntaðir til og hugurinn girnist. Leikskólana á ekki að nota sem hagstjórnartæki þeirra sem stjórna fyrirtækjum, hvað þá spítulum. Það er fárán- legt.“ Sigríður Ingibjörg kallar dag- vistarrýmin einnig stjórntæki vinnumarkaðarins. „Með því að bjóða bara 4-6 tíma vistun vinna konur oft bara hálfan daginn. Vinnumarkaðurinn fær þannig arðbærasta vinnuaflið, það hindrar konur í launa- og starfsframa en leiðir til hámarksnýtingar á vinnu- afli þeirra. Dagvistarstefnan hentar svo vel til að hafa stjórn á konum, meðvitað eða ómeðvitað." „Mér finnst tregðan í dagvistar- og skólamálum endurspegla það ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu að konur eigi að vera heima og passa börnin. Konur hafa komist upp með að fara út á vinnumarkaðinn vegna þess að það hefur ríkt skiln- ingur á fjárhagslegri þörf á vinnu- framlagi beggja foreldra," segir Lára. Hún telur það ekkert frekar tengjast kreppunni, en það sjónar- inið - að konur eigi að víkja af vinnumarkaðnum - geti auðvitað orðið meira áberandi í auknu at- vinnuleysi. Niðurskurður kemur jyrr niður á konum „í hugum þeirra sem nú stjórna landinu eru dagvistarmál, upp- bygging fyrir aldraða, fatlaða eða alvarlega veik börn, ekki inálefni sem hafa forgang,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður AI- þýðubandalagsins. „Eg held reynd- ar að þessi ríkisstjórn hafi engan forgangslista. Einkavæðingarbrjál- æðið og þjónustugjöld er það eina scm kemst að þrátt fyrir að fólk hafi margsinnis greitt þjónustu rík- isins með sköttum. Kratarnir ganga þar fram fyrir skjöldu þó merkilegt kunni að virðast og eru enn verri en hinir. Þar undansldl ég þó félagsntálaráðherrann sem heldur til haga jafnréttissjónarmið- um.“ Margrét segir þann mikla niður- skurð sem orðinn er í mennta- og heilbrigðiskerfinu koma verr við konur en karla. „Eg held að þetta sé meðvitað, því menn gera sér fulla grein fyrir afleiðingunum. Þegar dagvistarstofnunum er lokað og dregið úr uppbyggingu annarra fara konur fyrr heim til að gæta barna og heintilis en karlar.“ Sigríður Ingibjörg segist sjá ým- is teikn á lofti sem beini konum inn á heimilið. „Lögregluvarðstjóri nokkur sagði fyrir nokkrum miss- erum í viðtali að ofbeldi í miðbæn- um væri tilkomið vegna þess að konur væru úti á vinnumarkaðn- urn. Það hentar mjög vel að vekja samviskubit hjá mæðrum yfir að vera ekki hjá börnuin sínuin og á þessu er hamrað. A meðgöngu og eftir fæðingu flæða yfír móðurina bældingar og tilboð um allra handa námskeið, brjóstagjöf, ungbarna- nudd, ungbarnasund, ég kann ekki að nefna allt sem á að mynda tengsl milli móður og bams. A sama tíma er konan kannski með barnið á brjósti fimin sinnum á sólarhring. Aldrei er minnst á nauðsyn þess að mynda tengsl milli föður og barns. Móðirin á að vera svo mikil móðir að hún getur vart nokkuð annað og hefur stöðugar áhyggjur yfir að falla á prófinu.“ Einstceðar mæður hætt- ar í námi Eftir að ný lög unt Lánasjóð ís- lenskra námsmanna tóku gildi vor- ið 1992 fækkaði konum á lánum tvisvar sinnurn meira en körlum. í fjárlögum 1994 er gert ráð fyrir 140 milljóna lækkun á framlagi til Lánasjóðsins frá því á árinu 1993 vegna fækkunar lánþega. Ilvað þýðir þetta fyrir konur ? „Breytingarnar koma náttúru- lega elcki síður niður á körlum en konum, þær eru kynhlutlausar," segir Lára. „En laun kvenna em Iægri en karla. Staðreyndir um Iaun háskólakvenna valda þyí að konur eru ekkert að leggja á sig lang- skólanám með ærnum tilkostnaði ef þær sjá ekki fram á að hagnast hvað launin varðar. Launamunur kynja er kannski hvað mestur með- al háskólagengins fólks. Tilvist Lánasjóðsins á mikinn þátt í því hversu margar konur hafa farið í nám. Þar hefur jafnréttisbaráttan gengið mjög vel.“ „Vextir á námslán eru algjörlcga óeðlilegir,“ segir Sigríður Ingi- björg. „Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands segir að þær konur sem hafi hætt í námi séu einstæðar mæður eða konur í sambúð með börn. Konur ineð börn hafa gefist upp.“ Margrét Fríinannsdóttir tclur einnig að samsetning námsmanna sem taka námslán hafi breyst. „Einstæðar mæður og konur í sam- búð með börn hafa farið heim. Það þykir eðlilegra en að faðirinn fari heim og hugsi unt börn og heimili. Ég held að svona sé hugsanagang- urinn alntennt í þjóðfélaginu. Við sjáum þetta gerast í pólitík. Mönn- um er ckkert sárt um þó einhver konukind í áberandi stöðu innan stjórnmálaflokks dragi sig í hlé. Ef konunt er ýtt út af vinnumarkaðn- um og úr menntakerfinu og þannig komið í veg fyrir að þær fái mennt- un eða starfsþjálfun þá rýrir það mjög möguleika kvenna í fraintíð- inni til þess að hasla sér völl í at- vinnulífinu." Ofsóknir á hendur Jóhónnu Margrét segir þróunina í jafn- rétdsmálum vera stopp um þessar mundir en hún vill ekki fullyrða að þróunin sé að snúast við. „Konur hafa tekið virkari þátt í stjórnmál- um á undaförnum árum. Kvenna- listinn átti auðvitað stóran þátt í að hvetja konur til að fara inn á þenn- an vettvang. Sérframboð gegna ákveðnu hlutverki í ákveðinn tíma en ég hef þá trú að því hlutverki sé nú lokið eða að ljúka og það sem nú þurfi til árangurs sé aukin sam- vinna kvenna og karla. Spurningin er hins vegar hvað karlmenn eru tilbúnir að ganga langt í jafnréttis- átt, ekki í orði heldur verki.“ Þegar minnst er á konur og stjórnmál nefha þær Lára, Margrét og Sigríður allar mál Jóhönnu Sig- urðardóttur að fyrra bragði. Lára lýsir miklum áhyggjum yfir hve illa konum gangi að ná árangri í stjórn- málum. Það sé með ólíkindum að Jóhanna Sigurðardóttir skuli vera þriðja konan sem gegnir ráðherra- embætti frá upphafi. „Alltaf má Kínversk heimspeki, og þó sérstaklega konfúsísk heimspeki, hefur smndum verið kölluð þessa heims heimspeki vegna þess hversu jarðbundin hún er. Konfús- ískir hugsuðir einbeitm sér fyrst og fremst að siðferðislegum vandamálum. Þeir gáfú ítarlegar leiðbeiningar um hegðun en létu sig minna varða um dulspekileg vandamál eins og upp- runa alheimsins, tilgang tilverunnar og önnur tilverustig. Taoistar sýndu samt mun meiri áhuga á slík- um grundvallarspurningum en fylgismenn Konfúsíusar eins og Bókin um Veginn ber með sér. En það er athyglisvert að duispekilegur á- hugi taoista hefur í raun nytsemismarkmið. Þeir töldu góðan skilning á eðli umheimsins forsendu fyrir því að fólk vissi hvernig það ætti að hegða sér til að líf þeirra yrði sem auðveld- ast. Þetta á bæði við um almenning og ríkisleið- toga. 6. brot úr Bókinni um Veginn Andi dalsins er ódauðlegur. Hann er nefiid- ur kvenveran dulúðuga. Anddyri hinnar dulúðugu kvenveru er sagt undirrót bimins ogjarðar. Pað mótar naumast fyrir fonnlausri tilveni hennar. Notkun slítur henni aldrei út. Skýringar Líklega á Laotse við frumeðlið, Tao, þegar hann talar um anda dalsins og kven- veruna dulúðugu. Með dalnum er hugsan- lega átt við veröldina. J Umritun þýðanda Frumeðli veraldarinnar, Tao, líður aldrei undir lok. Ekkert nafn getur lýst því með réttu en samt má líkja því við dulúðuga kvenveru enda er hún uppspretta þess ferlis sem tilvera veraldarinnar verður rakið til. Hún á sér enga áþreifanlega birtingarmynd en það örlar samt alls staðar á áhrifum hennar, sem þverra ekki með tímanum heldur eru ávallt fyrir hendi. ÞvðanHi Raoriar RnlHnrccnn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.