Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 4
4 Andóftð VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993 EINSTAKUNGURINN Þorgeir Þ. Mynd: ÓI.Þ. Eftirá er ég þakklátur fyrir að hafa aldrei verið tekinn inn í vinstriklíkuna á Islandi orgeir Þorgeirson rithöf- undur gaf út bók í byrjun mánaðarins sem fjallar um tvo einstaklinga, hann sjálfan og Einstaklinginn í samfélaginu (með stóru E-i). Þorgeir hefur tekið að sér hlutverk hins opinbera einstak- lings gagnvart kerfmu, strítt við það og tapað fáeinum orrustum en stendur uppi sem sigurvegari í stríðslok. Bókin er ræðusaín og heitir Tvíræður, sumpart vegna þess að ritgerðirnar ræðast við, tvær og tvær, um einstaklinginn, samfélagið og valdið. Fyrir rúmu ári kvað Mannrétt- indadómstóllinn í Strasborg upp þann dóm að íslenska ríkið hefði brotið á Þorgeiri með því að mein- gallað dómskerfið dæmdi hann sekan á grundvelli lagabókstafs sem verndar starfsmenn kerfisins fyrir gagnrýni. Atburðarrásin hófst í desemberárið 1983 þegarÞorgeir skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi lögregluof- beldi í Reykjavík. Þorgeir hefúr ekki mikinn áhuga á því að ræða málaferli sín við ríkið. - Eg er búinn að fá leið á málinu og vinir mínir eru búnir að fá leið á því, segir hann. Engu að síður. Þörgeir kom þvf til leiðar ásamt öðrum að lögum um meðferð opinberra mála var breytt á Islandi og beinlínis vegna Þorgeirs er afar ósennilegt að nokkur maður verði í framtíðinni dæmdur á grundvelli 108. greinar hegningarlaga sem kveða á um for- réttindi starfsmanna kerfisins. I vikunni boðaði dómsmálaráðherra að Mannréttindasáttmálinn yrði lagður fyrir Alþingi í heilu lagi, og að honum samþykktum myndu ís- lensk lög víkja fyrir ákvæðum hans. Það sér ekki fyrir endann á þeirri þróun sem hófst með máli Þor- geirs. Hann er auk þess fyrsti ólög- lærði maðurinn sem fær leyfi til að flytja mál sitt fyrir Mannréttinda- dómstólnum. Og nú hefur Þorgeir gefið út bók þar sem meðal annars er að finna helstu heimildimar um málaferlin. Þess vegna verður vart hjá því komist að ræða þau. - Bókin varð nú til án þess að ég ædaði að setja hana saman, and- mælir Þorgeir og segir undanfara útgáfunnar að menn hefðu óskað eftir því að ræðurnar sem hann flutti í Strasborg yrðu gefnar út. - Svo gerðist það í vor að ég varð sextugur og það kom mér svolítið á óvart. Elann er orðinn fyrirsjáan- legur tíminn sem maður á eftir. Maður fer að spyrja sjálfan sig hvað maður hafi verið að bardúsa. Sum- ir kalla á blaðastelpu og segja henni ævisögu sína í viðtalsbók. Eg sat uppi með þær óskir að málflutn- ingsræðumar yrðu birtar á bók. Og fór þá að hugsa hvort það mætti ekki tína til fleira af því sem ég hafði sagt og gera úr því nokkurs konar viðtalsbók með því að láta ræður tala saman. Svo sat ég yfir þessu í sumar og það rann upp fyr- ir mér að ég hafði verið nokkuð duglegur að skipta um skoðun á öllum málum. Það mátti velja þess- ar sex ræður þannig að þær tækjust svolítið á um hugmyndimar. Þetta er kannski ekki verra en hin leiðin, að segja blaðamanni á segulband einhverjar slitrur af því sem mann minnir að maður hafi haldið ein- hvern tímann. Varnarræðan hjá Þorgeiri er ekki allskostar rétt. Hann hefur ekki skipt oft um skoðun. Ekki eft- ir að hann kom heim frá námi í nokkrum löndum Evrópu, lengst af í Tékkóslóvakíu. Ritgerðirnar í bókinni tala ekki svo mikið gegn hver annarri heldur gera þær meira af því að fylla út í hverja aðra. Og saman gefa þær manni hugboð um einstaklinginn Þorgeir Þorgeirsson og hvað hann stendur fyrir. Svikin heimkoma Þorgeiri lýsti því fyrir nokkmm ámm í blaðagrein hvemig honum varð við að koma heim eftir nám í kvikinyndagerð í Tékkóslóvakíu þar sem Flokkurinn réði öllu. Honum fannst hann svikinn því að hér heima sá hann ekki betur en að fámennar klíkur stjórnuðu öllu sem máli skipti þótt hér væra starf- andi fjórir stjórnmálafiokkar og samfélagið ætti að heita lýðræðis- legt. Alræðið í Austur-Evrópu átti sér hliðstæðu á Fróni. Maður sem sér þetta samhengi hlýtur að lenda upp á kant við um- hverfið. Elsta ritgerðin í Tvíræð- um er ræða sem Þorgeir flutti í Málfundafélagi sósíalista snemma árs 1966. Ræðan var uppgjör við ís- lenska róttæklinga. Þorgeir gagn- rýndi sósíalista fyrir að nota þjóð- ernishyggju til að breiða yfir fylgis- spekt sína við stalínismann og lagði útaf helstu páfum íslenskra menntamanna, Halldóri Kiljan Laxness og Kristni E. Andréssyni, til að útskýra mál sitt. I Atómstöðinni eftir Laxness greinir Þorgeir uppgjöf skáldsins gagnvart nútímanum og flótta til fortíðar. „Þessi hugsanagangur - að stefiia fegraðri glansmynd af horfnu bændasamfélagi gegn rang- hverfum nútímans - virðist orðinn að stokkfreðnum gmndvelli undir afstöðu róttækra menntamanna til samtímans og verkefna hans.“ Og eftir tilvimun í Kristin kein- ur þessi athugasemd: „Samfélag dagsins í dag birtist hans líkum í formi úfins sjávar sem þeir velkjast um á eintrjáningum sínum, ára- lausir og vélarlausir. Það er eins og heil þjóðfélagsvakning sé orðin að starblindu afturhvarfi til draum- sýna og stásslegra minninga.“ Arið 1966 talaði vinstrisinnaður menntamaður ckki svona. Annað hvort tóku menn undir með þjóð- emisstefnu sósíalista eða þeir þögðu. Ekki hann Þorgeir. Hann varð að segja ffá því sem hann sá. - Þessi ræða varð þess valdandi að ég var aldrei tekinn inn í vinstri klíkuna á Islandi. Eftirá er ég jrakk- lámr. Fátt hefur hjálpað mér betur til að standa á eigin fómm og vera sjálfstæður, segir Þorgeir. Rétturinn til að rökræða Ef Þorgeir hefði verið skynsam- ur hefði hann gengið í einhvem annan stjómmálaflokk eftir upp- gjörið við sósíalistana og tryggt af- komu sína með líkum hætti og þorri manna gerði og margir gera enn. En hann er ekki þeirrar nátt- úru. Þorgeir reyndi að skapa sér aðstæður til að gera heimilda- myndir en var óhægt um vik í þjóð- félagi sem tortryggði þá sem ekki vom hluti af kerfinu. Eftir tíu ára ströggl hætti hann kvikmyndagerð í byrjun áttunda áratugsins og var næsm tíu árin að borga skuldirnar. Hvers vegna? Hvers vegna fór hann ekki beinu brautina? Kannski að svarið liggi í einföldum hlut eins og einlægni. - Hlýðni, undirgefhi og hugsun- arleysi em sjálfsagt góðir eiginleik- ar en þeir fara ekki vel með ein- lægni. Eg gat aldrei hugsað mér að leggja af þessa einlægni: Ef manni finnst eitthvað að vel athuguðu máli þá verður maður að segja frá því. —Þorgeiri fannst íslenskir róttæklingar á villigötum og hann sagði ffá því. Þorgeir fékk vimeskju um lögregluofbeldi í Reykjavík og hann sagði frá því. Meira en það, hann vildi að eitthvað yrði gert í málinu, að lögregluofbeldi yrði rannsakað af óhlutdrægum aðilum. Kerfið gat ekki liðið slíka ögmn við yfirvald sitt. - Ollu jöfnu ætti maður að eiga rétt á því að skoðun manns sé hrak- in með rökum. Umræða og rök- ræða em einhverra hluta vegna sjaldgæfari en kappræður. Ég passa ekki inn í þetta, segir Þorgeir. Lögreglan og dómskerfið fóm í kappræðu við Þorgeir, ekki til að hrekja skoðanir hans heldur til að þagga niður í honum. Til þess not- aði kerfið það vald sem því var gef- ið þar sem sami aðilinn fór með rannsóknarvald, ákæmvald og dómsvald. Það gat ekki farið nema á einn veg og Þorgeir var dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur. En hann gaf sig ekki og með aðstoð lög- manns síns, Tómasar Gunnarsson- ar, fór hann með málið fyrir Iiæstarétt og þaðan fyrir Mann- réttindadómstólinn. Málaferlin tóku á taugarnar eins og Þorgeir lýsir í málsvöm sinni fyrir Mannréttindadómstólnum. Enn betri er þó frásögnin í erind- inu „Búðarlokusamfélag og rétt- vísi“ sem birtist í ádeiluritinu Að gefnu tilefni. Þar byggir Þorgeir á eigin reynslu og annarra sem hafa lent í kvörn réttvísinnar á Islandi. „Tilfinningin sem af þessu leiðir er kölluð paranoja á ffæðimáli. Hún er náskyld innilokunarkend. Veldur þráhyggju, síffi og nauði sem gerir engan mann vinsælan. Þegar sakborningur lendir inná réttarfarslegu skjálftasvæðinu í Sakadómi Reykjavíkur jyá læsist fyrirvaralaust um hann kynleg reynsluveröld þarsem geðheilsa hans veltur á hnífsegg. [...] Eðli niðurbrotins manns er að fela sig. Það getur sá fullyrt sem einmitt hefúr staðið gagnvart lönguninni tilað beygja sig undir okið og þagna. Hér er því á ferðinni vanda- mál sem yfirleitt skríður sjálft í fel- ur, fáir huga að og enginn vill sjá.“ Heildarmynd veruleikans Þorgeir býr í gömlu húsi við Bókhlöðustíg sem nefndur var eftir stærri bókalager en þeim sem Þor- geir geymir í bakhúsi og kallar hænsnakofa. Hann tekur á móti gestum í risinu og býður kaffi og með'í ffá bakaranum í næstu göm. Ur þessu húsi rekur Þorgeir forlag- ið Leshús og gefur út skáldsögur og Ijóð, en Leshús var stofnað á síðasta áramg þegar Þorgeiri varð ofaukið hjá þeim útgefendum sem hann hafði verið í samstarfi við um árabil. - Það glutrast meira út af þessum bókum en ég átti von á, segir Þor- geir um bókaútgerðina. Þorgeir hefúr þýtt fjölda erlendra bók- menntaverka á íslensku. Sá höf- undur sem Þorgeir hefur hvað lengst glímt við er Færeyingurinn William Heinesen. - Williain skrifaði volduga dönsku, er skoðun þýðandans. Þorgeir hafði Heinesen á bakvið sig þegar hann skrifaði ritgerðina „Hvað þýðir Eiffelmrninn?" á dönsku til að flytja á þingi nor- rænna fjölmiðlafræðinga fyrir tveim ámm. Erindið vakti athygli og hefur verið prentað í erlendu tímariti. I Tvíræðum birtist það hvorttveggja á frummálinu og í ís- lenskri þýðingu. „Hvað þýðir Eif- felmrninn?" er ritgerð uin valdið og eðli þess í nútímanum. Það er samhengi á milli ræðunnar sem Þorgeir flutti í Málfundafélagi sós- íalista fyrir bráðum [irjátíu ámm og erindisins á þingi fjölmiðlafræð- inga. Þorgeir gagnrýnir þá harðast sem hann gerir inestar kröfur til. Og kröfumar myndi hann ekki gera nema vegna þess að hann trú- ir því innst inni að menn geti risið undir þeitn. Forðum sagði hann róttækum menntamönnum til syndanna en tæpum þrjátíu ámm síðar er komið að blaðamönnum. Blaðamenn hafa gengið í jijón- usm valdsins, segir Þorgeir, og gleymt því að „gagnsemi tjáningar- frelsis er fólgin í fleim en rétti höf- unda og blaðamanna til að segja sannleikann eftir bestu vitund, það er líka réttur almennings til að fá jafnan að heyra allar hliðar sann- leikans, líka þær staðreyndir sem valdið er að sópa inn í skuggann sinn og margoft em forsendurnar fyrir því að fólk nái sambandi við einhverja heildarmynd af veruleik- anum.“ Við stöndum frammi fyrir vald- inu og kerfishugsuninni og getum valið um það að beygja okkur í undirgefni eða standa keik og hugsa sjálfstætt. Þorgeir fúllyrðir að við séum jiegar búin að velja fyrri kostinn en gerir það í þeirri von að við tökum þann betri, að lokunt. Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.