Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993 7 Bergþór Bjarnason finna hundrað ástæður fyrir því af hverju kona verður ekki ráð- herra. Hins vegar þarf aldrei að finna neina rétdætingu fyrir því af hverju þessir drengir verða ráðherrar.“ Hún segir að gerðar séu miklu meiri kröfur til kvenna en karla í stjórnmálum og ef kon- ur geri mistök gleymist það aldr- ei. „Ég get ekki kallað það ncitt annað en ofsóknir sem Jóhanna verður fyrir. Slíkur er óhróður- inn og fyrirlitningin sent sam- starfsráðherrar sýna henni.“ Sigríður Ingibjörg segir ein- kennilega lítið gert úr Jóhönnu Sigurðardóttur. „Gagnrýnin sem beinist að konum í stjórnmálum er gagnrýni sem vitað er að snert- ir þær verst og beinist að þeim sem konum. Ekki verkum þeirra." Margrét tekur undir að konur fái annars konar gagnrýni en karlar í stjórnmálum. „Ef ekki er hægt að segja að þær séu á breyt- ingarskeiðinu og eigi í erfiðleik- um þess vegna þá eru þær frekjur og fýlupúkar. Ég held að sú gagmýni semjóhanna Sigurðar- dóttir verður fyrir sé alveg dæmi- gerð. Það er nánast allt gert til að hrekja hana úr ráðherrastólnum, meira að segja af hennar eigin flokksmönnum. Hún er margbú- in að sanna sig og er jafnhæf eða hæfari mörgum þeiin karlmönn- um sem hafa setið á ráðherra- stól.“ „Það er gefið í skyn að Jóhanna sé ekki að berjast fyrir málunum eins og karlamir gera eða að sýna geðbrigði líkt og þeir heldur sé með hótanir og fylu þó svo að hún hagi sér nákvæmlega eins og hinir ráðherrarnir,“ segir Lára. Skýringamar telur hún vera að karlar séu hræddir um að missa völd til kvenna og að þeim stafi ógn af auknum áhrifum þeirra. Trúverðug stefna í ríkisfjármálum ? í frumvarpi til fjárlaga fyrir ár- ið 1994 segir: „Lykilatriði í efn- hagsste'fnu ríkisstjórnarinnar er að fylgt verði trúverðugri stefnu í ríkisfjármálum". Viðmælendur Vikublaðsins em sammála um að ýmislegt sé að forgangsröðun í ríkisútgjöld- um. I hámarki niðursveiflunnar þarf að senda 11 rnanns á fund Alþjóðabankans í Washington. „Almenningur er tilbúinn til að spara,“ segir Lára, „en ekki nema stjómvöld gangi á undan með góðu fordæmi. Við búum við ut- anferðahvetjandi kerfi. Ráðherr- ar fá ekki aðeins allan ferðakostn- að greiddan heldur fulla dagpen- inga meðan á ferð stendur." Sigríður Ingibjörg nefnir sér- staklega laun hæstaréttardómara, biðlaun Guðmundar Árna og laun bankastjóra. „Ef við föram út fyrir ríkisgeirann má nefha laun verkalýðsforystunnar. Ég skil ekki hvernig menn eins og Benedikt Davíðsson og Ög- rnundur Jónasson geta komið fram kinnroðalaust fyrir alþýð- una verandi ineð hærri laun en ráðherrar." I fjárlagafrumvarpinu á blað- síðu 250 segir: „Ahersla er lögð á arðsöm verkefni sein ekki leiða til aukins rekstrar- kostnaðar þegar til lengri tíina er litið.“ A sömu síðu segir að ekki verði veitt framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra og aldraðra til að koma á fót nýjum stofnunum á næsta ári. Margrét segir þessi orð segja meira en margt annað um rík- isstjórnina. I stofiiunum aldraðra og fatlaðra er enga arðsemi að sjá að mati ríkisstjórnarinnar. VESTURLANDSKJÖRDÆMI Ráðstefna um kjördæmamálið Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestur- landi boðar til ráðstefnu um kjördæmamálið sunnudaginn 31. október. Ráðstefnan verður haldin í Rein Akranesi og hefst kl. 14. Meðal frummælenda verður Ragnar Arnalds þingmaður. Kjördæmisráð Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð- um í smíði húsgagna fyrir fjóra leikskóla: við Reyr- engi, Viðarás, Vesturhlíð og Funafold. Helstu magntölur eru 330 stólar, 68 borð, 82 hillu- einingar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. nóvember 1993, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík HAUSTÞING Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík verður haldið á Hótel Esju laugardaginn 6. nóvember nk. kl. 13-17.30. Dagskrá: 13.00 Setning. Árni Þór Sigurðsson formaður Kjör- dæmisráðsins 13.10 Tillögur að ályktunum. Arthúr Morthens vara- formaður Kjördæmisráðsins 13.25 Stefnumörkun Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson formaður 13.45 Pólitísk verkefni framundan. Steingrímur J. Sigfússon varaformaður Alþýðubandalagsins 14.05 Umræður 15.00 Málefnavinna: Hópstjórar: Arthúr Morthens, Einar Gunnarsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Gunnlaugur Júlíusson, Kristinn Karlsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir Niðurstöður hópa ræddar 16.15 Almennar umræður um ályktanir og afgreiðslu þeirra 17.00 Alþýðubandalagið og borgarstjórnarkosningar 1994 Fulltrúar Alþýðubandalagsfélaganna í Reykja- vík: Einar Gunnarsson, form. ABR, Kjartan Valgarðsson, form. Birtingar, Sigþrúður Gunnarsdóttir, í stjórn ÆFR og Verðandi 17.30 Þingslit. Árni Þór Sigurðsson Atvinnumál - Félagsleg þjónusta - Fjárhags- mál og stjórnkerfi borgarinnar - Skóla-, æskulýðs- og menningarmál - Skipulags- og umhverfismál Kaffiveitingar framreiddar á meðan á hópvinnu stendur. Stjórnin N ámsmannalínan fyrir hugsandi fólk Námsmannalína Búnaðarbankans er fyrir alla námsmenn frá 16 ára aldri. 100% lánshlutfall Allt að 100% lánshlutfall af væntanlegu láni frá LÍN 1% lægri vextir 1 % lægri vextir af framfærsluláni, ekkert lántökugjald Yfirdráttarheimild Yfirdráttarheimild, allt aö 50.000 kr. án viðskiptagjalds Skipulagsbók Skipulagsbók, einföld og þægileg Námsstyrkir Námsstyrkir á hverju ári Námslokalán Lánsréttur á lokaári Gjaldevrisbjónusta Gjaldeyrisþjónusta á námsmannakjörum Flutningalán Lán vegna búslóðaflutninga NAMS > NAN A BLJNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.