Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 17 ERLENT Álfheimum 6 • Sími: 533 6280 • www.bakari.is BOLLUR - BOLLUR Í tilefni 5 ára afmælis Bakarans á hjólinu tökum við forskot á sæluna og bjóðum 2 fyrir 1 alla helgina! Verið velkomin! EVRÓPSKIR vísindamenn hafa staðfest það sem talið er vera fyrsta tilfelli kúariðu í geit. Er þetta ennfremur í fyrsta sinn sem sjúkdómurinn greinist í öðru dýri en nautgrip. Frá þessu greindi fréttavef- ur breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Fréttaskýrendur segja það alvarlega þróun að kúariða geti smitast til annarra dýrateg- unda sem menn leggi sér til munns. Rúmlega 100 manns hafa lát- ist af völdum Creutzfeldt-Jak- ob-sjúkdómsins, heilahrörnun- arsjúkdóms sem er afbrigði kúariðu, eftir að hafa borðað kjöt af sýktum nautgripum. Geitinni, sem um ræðir, var slátrað í Frakklandi 2002. Geit með kúariðu FYLGISMENN hinna herskáu Hamas-samtaka fögnuðu í gær stór- sigri í sveitarstjórnakosningunum sem fram fóru á fimmtudag á Gaza- svæðinu. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar kosningar fara fram þar. Þúsundir manna komu saman við skrifstofur þings Palestínumanna í Gaza-borg og braust út gífurlegur fögnuður er Jamal Shobaki, ráð- herra sveitarstjórna, kunngjörði úr- slitin. Alls var kosið um 118 sæti sveit- arstjórnamanna í kosningum þess- um. Shobaki las raunar aðeins upp nöfn þeirra sem náð hefðu kjöri en gat þess ekki hvaða samtökum við- komandi tilheyrðu. Heimildarmenn AFP-fréttastofunnar greindu hins vegar frá því að Hamas hefðu unnið 77 sæti en Fatah-hreyfing Mah- muds Abbas, hins nýkjörna forseta Palestínumanna, hefði fengið 26 menn kjörna. Afgangurinn fór til minni flokka auk þess sem nokkrir óháðir frambjóðendur náðu kjöri. Kosið var um fulltrúa í tíu sveit- arstjórnum. Þátttaka var sögð góð eða um 85%. Samkvæmt þessu var hún því mun betri en þegar Abbas var kjörinn forseti 9. þessa mán- aðar. Þá tóku um 70% kjósenda þátt en Hamas-samtökin og minni sam- tök róttækra, Íslamska jíhad, tóku ekki þátt í þeim kosningum. Mahmud Zahar, leiðtogi Hamas á Gaza-svæðinu, tileinkaði sigurinn þeim Yasser Arafat, fyrrum leið- toga Palestínumanna, og Sheikh Ahmed Yassin, stofnanda Hamas, sem Ísraelar drápu í loftárás í mars í fyrra. Hamas lögðu einkum áherslu á baráttu gegn spillingu í stjórnkerfi Palestínumanna. Í mörgum bæjum Palestínumanna er það hald alþýðu manna að embættismenn séu í senn vanhæfir og hygli vinum sínum og vandamönnum. Um 2.000 Palestínumenn við eftirlit á Gaza Moshe Ya’alon, yfirmaður heima- varnarliðs Ísraels, skipaði herfor- ingjum í gær að draga úr aðgerðum á öllum svæðum Palestínumanna, einkum þó á Gaza-svæðinu þar sem fjölgað hefur verið í palestínskum öryggissveitum á síðustu dögum. Á fimmtudag bannaði heima- stjórn Palestínumanna óbreyttum borgurum að bera vopn og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að söguleg tímamót gætu orð- ið í samskiptunum við Palestínu- menn vegna aðgerða Abbas forseta til að draga úr ofbeldisverkum. Um 2.000 palestínskir lögreglu- menn eru nú við eftirlit á Gaza- svæðinu. Ísraelska varnarliðið ætlar að opna hlið á landamærum Gaza- svæðisins og Egyptalands annars vegar og Gaza-svæðisins og Ísraels hins vegar í næstu viku ef allt fer fram sem horfir. Reuters Stuðningsmenn Hamas, samtaka palestínskra bókstafstrúarmanna, hrópa slagorð á fundi í Gazaborg í gær en þar var sigrinum ákaft fagnað. Stórsigur Hamas í kosningum á Gaza Ísraelar draga úr hernaðaraðgerðum á Gaza-svæðinu Jerúsalem. AFP. HERLIÐ Bandaríkjamanna í Írak verður kallað heim komi fram slík krafa frá leiðtogum þeim sem kjörn- ir verða í kosningunum á sunnudag. Þetta kom fram í viðtali við George W. Bush Bandaríkjaforseta sem dagblaðið The New York Times birti í gær. Bush bætti því raunar við að hann teldi að Írakar myndu fara þess á leit við Bandaríkjastjórn að herliðinu yrði haldið í landinu enn um sinn. Liðsaflinn myndi þá vera lands- mönnum til aðstoðar en ekki sinna hlutverki hernámsliðs. „Mér virðist sem flestir leið- toga Íraka geri sér ljóst að þörf verði á herliði að minnsta kosti þar til Írakar geta sjálfir barist [gegn vígahópum skæruliða],“ sagði Bush m.a. En for- setinn lagði áherslu á að liðsaflinn yrði kallaður heim krefðust leiðtogar Íraka þess. Undirsátar Bush hafa áður sagt að hermenn Bandaríkjanna verði fluttir á brott komi fram krafa af hálfu kjörinna leiðtoga Íraka í þá veru en þetta er í fyrsta skipti sem forsetinn lætur slík ummæli falla. Hann kvað engan vafa ríkja í þessu efni, full- valda ríkisstjórn væri tekin til starfa í landinu. Bush kvaðst reiðubúinn að hlýða á allar þær hugmyndir sem fram kæmu um hvernig búa mætti Íraka undir að geta tekið við baráttunni gegn skæruliðum. Írakar yrðu sjálfir að leggja mat á hvenær þeir gætu sjálfir „varið lýðræðið“. Segir að herlið verði kallað heim krefjist Írakar þess Washington. AFP. George W. Bush Bandaríkjaforseti. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.