Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 39 MINNINGAR Vegna þessa „vel heppnaða uppeldis- starfs“ hefur Hákon því ávallt skipað sérstakan sess í huga okkar bræðra. Að leiðarlokum viljum við þakka honum þessi góðu kynni. Kæra Steinunn, við vottum þér, börnum ykkar og öðrum afkomend- um, innilega samúð. Guð blessi minningu Hákonar Sal- varssonar. Ólafur Karvel og Kristján Pálssynir. Innsti hluti Súðavíkurhrepps í Djúpi hét til skamms tíma Reykjar- fjarðarhreppur en var jafnan kallaður Vatnsfjarðarsveit. Þar er nú strjál- býlt og fátt af fólki og fénaði, flest breytt og margt horfið sem var fyrir hálfri öld. En um og eftir miðja síð- ustu öld var nokkuð blómlegt mannlíf þar í sveit þótt ekki væri beinlínis fjöl- menni og margt vantaði sem nú telst nauðsyn. Var þá búið á flestum bæj- um, bændurnir á góðum aldri og börn fæddust þá mörg, eitt vorið fermdust ein níu. Það var uppsveifla í vegabót- um og byggingum, rafmagn að koma og túnin stækkuðu. Samheldni og samhjálp einkenndu þessa byggð og aldrei spurt um eftirgjald. Einn bændanna í þessu samfélagi var Hákon Salvarsson í Reykjarfirði. Hann var fæddur á Bjarnastöðum í Ísafirði þar sem foreldrar hans bjuggu þá, þau Salvar Ólafsson frá Lágadal og Ragnheiður Hákonar- dóttir frá Reykhólum. Þau fluttust í Reykjarfjörð 1931 og þar átti Hákon heima síðan. Hann tók svo við búi þar með Steinunni konu sinni. Á öðrum stað er gerð grein fyrir kvonfangi hans og börnum. Sá er þetta ritar kynntist Hákoni vel á árunum 1954–73 þegar við vor- um nágrannar í Vatnsfjarðarsveit. Það leyndi sér ekki þá að hann var af- ar vinnusamur enda gekk bú hans vel fram. Hann fóðraði vel og kynbætti fé sitt, jók tún, byggingar og vélakost og var hann þá vafalaust í fararbroddi Djúpmanna um alla búsýslu og fram- farir. En þess utan reyndist hann svo einstakur nágranni að það gleymist ekki, gestrisinn og greiðasamur og þar voru þau hjónin samtaka. Það var ekki ónýtt að eiga þau að grönnum. Hákon var traustur félagi, jafn- lyndur og oft gamansamur, en um- talsfrómur. Hann hafði gaman af sjóferðum og selveiðum, smalamennsku, eftirleit- um og ferðaslarki. Þar var hann alltaf foringi, ósérhlífinn og ráðagóður. Fjárglöggur var hann og þekkti fé á löngu færi. Við störfuðum lengi saman í hreppsnefnd og var þar ávallt órofa samstaða um sveitarmál þótt nefnd- armenn væru ekki allir samstiga í landsmálum. Síðustu ár sín var Hákon farinn að heilsu og hættur búsýslu en jafnan var hann viðræðugóður og léttur í máli þótt hann lægi á sjúkrabeði. Hákon Salvarsson er nú horfinn úr mannlífinu við Djúp og það er nú breytt frá því sem var. Margir munu minnast hans með söknuði, skyldir og vandalausir. Fjölskyldu hans flyt ég innilegar samúðarkveðjur frá gömlu nágrönn- unum í Þúfum. Ásgeir Svanbergsson. Ég minnist þín Hákon Salvarsson fyrir hæversku þína, hljóðlæti, en ætíð tilbúinn að kasta inn orðum á réttum tíma til að halda viðræðum í góðu jafnvægi.Ég minnist þín þar sem þú stendur íbygginn á hlaðinu við bæ þinn með pípuna og húfuna og virðir fyrir þér kringumstæður. Ég var svo heppinn að fá að kynn- ast þér og þinni góðvild er þú tókst son minn Valgeir Ægi í fóstur til þín í mörg sumur. Sá þroski sem hann öðl- aðist hjá ykkur í Reykjafirði er ómet- anlegur og er ekki allra að öðlast. Ég er þér þakklátur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína, hvíl í friði. Megi þessi orð fylgja þinni sálu um andans leið. Ég sendi Steinunni og afkomend- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingólfur Guðlaugsson. Við hjónin sjáum nú á bak kærum vini sem kvaddi þetta líf svo óvænt. Andlát hans minnti okkur enn einu sinni á fallvaltleik þessa lífs. Í einni andrá varð sá sem sinnti erindum sínum hress í sinni og kenndi sér ekki meins fyrir svo alvarlegu áfalli að endalokin voru óumflýjanleg. Horfinn er okkur samferðamaður um langan veg ljúfra stunda, góðrar vináttu og gjöfullar sem fékk enn ríkara innihald, þegar Herbert son- ur hans varð tengdasonur okkar um mörg ár og faðir tveggja dóttursona okkar, okkur alltaf jafn hugumkær. Í litlu samfélagi eins og heima á Reyðarfirði kynntust allir meira og minna og sannleikurinn sá að til baka litið var þetta eins og stór fjöl- skylda. En auðvitað höguðu atvikin því að sumum kynntumst við öðrum framar og betur og vissulega var Hörður í þeim hópi, að hans vináttu í gegnum árin var okkur góður fengur sem gaf okkur mikið. Hans minnumst við því í mikilli og hljóðri þökk. Hann var gjörvulegur og vel af guði gjörður barnahópurinn þeirra Ingibjargar og Hermóðs, foreldra Harðar, en þau systkinin voru alls 12, þar af komust 11 til fullorðinsára og nú eru 5 þeirra á lífi. Faðir minn kenndi mörgum þeirra og gaf þeim hinn bezta vitnisburð, greind vel og mannvænleg, svo sem lífsbraut þeirra sannaði. Í þessum glaða systkinahópi ólst Hörður upp og eins og títt var um unglinga þess tíma var snemma byrjað að leggja hönd að því sem þurfti að sinna og hvergi slegið slöku við. Hörður þótti snemma lagvirkur og ötull verk- maður og um ævina vann hann hin ýmsu störf af eðlislægri alúð og samvizkusemi. Svo sem fram kemur í æviágripi hans lagði hann gjörva hönd á margt, fundvís á verkefni sér og sínum til framfæris og gat sér hvarvetna hið bezta orð, útsjónar- samur og öruggur í verki. Hörður var einstaklega glöggur á vélar og allt sem þeim viðkom, hafði af allri tækni hið mesta yndi, einkar örugg- ur bílstjóri og kunni á því lagið að ferðast með fólk þannig að það nyti sem bezt ferðar sem fróðleiks um umhverfið. Ég kynntist honum vel sem húsverði Félagslundar og átti við hann ágætt samstarf um margt það sem þar fór fram, en árin hans Harðar voru erilsár síldarævintýrs- ins og í mörgu þurfti að snúast. Ekki síður urðu kynni okkar góð er hann annaðist ræstingar grunn- skólans. Alltaf var jafngott til hans að leita, þó snöggur gæti hann verið upp á lagið og gjarnan voru spaugs- yrði á vör, en Hörður var orðhepp- inn og einkar skemmtilegur í við- ræðu, enda fróður um margt, las mikið og ígrundaði svo út frá eigin forsendum, hafði ákveðnar skoðanir og lét þær hiklaust í ljós, en var einnig til viðræðu um annarra rök. Sigrún eiginkona Harðar sem lif- ir mann sinn er mikil indæliskona, hæfileikarík og dugandi, efnisbörn þeirra þrjú voru stolt hans og þeirra hag bar hann ævinlega fyrir brjósti og það þekkjum við hjón einkar vel, að afabörnunum sínum var hann hlýr og góður afi. Söknuður sár er að þeim öllum kveðinn. Samfylgd er lokið og heimabyggðin er góðum og dugmiklum dreng fátækari, þar var hans lífsvettvangur, byggðinni unni hann og vildi veg hennar sem mest- an. Við hittum hann síðast nú í vetur, þá lék hann á als oddi og var hinn hressasti að sjá og þá var eins og endranær gott að finna vinhlýtt handtak og yljandi viðmót sem ein- kenndi alla okkar fundi. Við sendum okkar kæru vinum, Sigrúnu, börn- um þeirra og barnabörnum svo og aðstandendum öðrum okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Okkur þykir sannarlega sem hann Hörður hafi kvatt alltof fljótt, hans er ljúft að minnast og liðin tíð tendrar marga mæta minningaglóð. Megi hann eiga vegferð góða á ljóssins leiðum. Blessuð sé minning Harðar Her- móðssonar. Helgi Seljan og Jóhanna Þóroddsdóttir. ✝ Guðrún Brynj-ólfsdóttir fædd- ist á Hrauki (Lind- artúni) í Vestur- Landeyjum 10. októ- ber 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu fimmtudaginn 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Gíslason, f. 10. des. 1872, d. 31. desem- ber 1931, og kona hans Margrét Bjarnadóttir, f. 16. des. 1874, d. 17. sept. 1957, bændur á Hrauki. Systkini Guð- rúnar eru Gísli, f. 1903 d. 1977, Gróa, f. 1904, d. 1966, Bjarni, f. 1906, d. 1983, Brynjólfur, f. 1910, d. 1993, Haraldur, f. 1922. Uppeldisbróðir er Björgvin Magnússon, f. 28. sept. 1928. Guðrún giftist 12. apríl 1946 Gissuri Þorsteinssyni bónda í Akurey í Vestur-Landeyjum, f. 8. apríl 1903, d. 26. febrúar 1975. Börn þeirra eru: Stúlka andvana fædd 19. jan. 1945, Dóra Björg, f. 15. jan. 1946, maki Sigurjón Valdimarsson, Brynjólfur Grét- ar, f. 27. júlí 1948, maki Mál- fríður Sigurðardóttir, Þóra, f. 29. júlí 1949, maki Þorsteinn Ólafur Markússon, Magnús Þór, f. 28. okt. 1952, d. 30 des. 1952, Magnús Þór, f. 8. feb. 1954, maki Ja- net Eggleston, Guð- rún Hrönn, f. 10. mars 1955, maki Rúnar Árnason. Auk þess gekk hún í móðurstað Sigrúnu, f. 18. okt. 1942, dóttur Gissurar og Halldóru Gestsdótt- ur fyrri konu hans, f. 1. sept. 1912, d. 11. okt. 1943, maki Sigurdór Sigurdórsson. Guðrún og Gissur bjuggu í Ak- urey allan sinn búskap eða þar til Gissur féll frá. Þau eignuðust 21 barnabarn og eru tvö þeirra látin og barnabarnabörnin eru 21. Guðrún fluttist á Hvolsvöll ár- ið 1975 þar sem hún starfaði á saumastofu fram að áttræðu. Guðrún bjó í eigin húsi á Hvols- velli þar til tveimur dögum fyrir andlátið að hún var flutt á Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mikil alþýðuhetja er fallin frá. Tengdamóðir mín Guðrún Brynjólfs- dóttir átti ekki alltaf sjö dagana sæla við að reka búið í Akurey eftir að eig- inmaður hennar, Gissur Þorsteins- son, missti heilsuna. Þá var barna- hópurinn stór sem sjá þurfti fyrir enda þótt börnin færu að aðstoða við búskapinn um leið og þau höfðu krafta til. Þá má ekki gleyma aðstoð góðra nágranna. Þrátt fyrir miklar annir og oft á tíðum erfiðleika var Guðrún glaðlynd og skemmtileg kona. Ég heyrði hana aldrei kvarta og seinna á ævinni, þegar gamlir tímar voru rifjaðir upp, var eins og lífið hefði alltaf verið leikur einn. Hún hafði mikið yndi af tónlist og var um langt árabil í kirkjukór Ak- ureyjarkirkju. Hún tók líka þátt í starfsemi kvenfélagsins í Vestur- Landeyjum meðan hún bjó í Akurey. Þá naut hún þess að ferðast og fór óteljandi ferðir um Ísland í hópi eldri borgara, en með þeim naut hún margra góðra stunda, spilaði, tók þátt í sundi og leikfimi, fyrir utan daglegar gönguferðir. Auk þess sem hún fór í ferðir til útlanda eftir að hún fluttist á Hvols- völl. Hún var stálminnug og hélt and- legri heilsu fram í andlátið. Mér er minnisstæð ferð sem hún fór með okkur í Byggðasafnið að Skógum. Þar voru ljósmyndir af fólki sem hún hafði séð eða heyrt um þegar hún var unglingur. Hún mundi nöfn þess, hvar það hafði átt heima og hvað það starfaði við. Þar að auki þekkti hún alla muni á safninu sem notaðir voru til sveita á fyrri hluta 20. aldar og fræddi okkur um þá af mikilli þekk- ingu þannig að unun var á að hlýða. Guðrún var afskaplega blíðlynd og barngóð kona. Það var gaman að sjá hana taka á móti barna- eða barna- barnabörnum í Njálsgerðinu eða við önnur tækifæri, þá vantaði ekki ást- úðina. Eins og allir vita áttu bændur á síðustu öld mikið undir veðri kom- ið. Alla ævi hafði Guðrún mikinn áhuga á veðrinu. Hvort heldur hún var gestur hjá okkur í Reykjavík eða heima hjá sér í Njálsgerðinu á Hvolsvelli, horfði hún oft út um glugga og spáði í veðrið. Ég hygg að hún hafi alltaf spurt hvernig veðrið væri hjá okkur þegar hún hingdi eða börnin höfðu samband við hana. Ég kveð þessa elskulegu konu með söknuði og þakka henni fyrir allt í þau rúm 40 ár sem við þekktumst. Sigurdór Sigurdórsson. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Takk fyrir allt elsku amma og langamma, Nanna og Salka. Elsku amma, þá skilja leiðir. Það eru forréttindi að fá að alast upp með þeim sem eldri eru og það fengum við systkinin að gera. Það er skrítin tilhugsun að geta ekki lengur fengið sér göngutúr í Njálsgerðið til þín. Þú tókst alltaf brosandi á móti okkur og bauðst upp á nýbakaðar flatkökur eða pönnsur með sykri. Við eigum eftir að sakna þess að sitja með þér í eldhúsinu og spjalla um daginn og veginn. Við kölluðum þig alltaf ömmu gömlu en þrátt fyrir háan ald- ur varstu aldrei gömul. Það voru bara aðrir sem voru gamlir. Nú hef- ur þú kvatt okkur og margs er að minnast. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar og guð veri með þér. Þín barnabörn, Sólrún, Árni Rafn og Gissur Þór. Amma mín var ein af þessum hvunndagshetjum sem Ísland hefur alið. Líf hennar var ekki auðvelt frekar en svo margra kvenna af hennar kynslóð. Þessar konur unnu myrkranna á milli, sinntu börnum sínum og búi en sjaldnast sjálfum sér. Ég hugsa að amma hafi allt of oft hugsað síðast um sig sjálfa – um- hyggjan fyrir öllum hinum var oftast í fyrirrúmi. Amma mín fæddi sjö börn í þenn- an heim en tvö þeirra missti hún ung. Auk þeirra fimm barna sem hún kom á legg tók hún móður mína að sér og ól upp sem sína eigin dóttur. Ég spurði hana eitt sinn að því hvort það hefði ekki verið erfitt fyrir unga konu að taka að sér barn og ala upp sem sitt eigið. Hún leit á mig stund- arkorn, svolítið hissa á svipinn, og svaraði: ,,Nei, aldrei. Þetta var bara eitt af því sem maður gerði.“ Og þar með var málið útrætt. Amma mín lifði í rúmlega 90 ár sem er lengri tími en margur fær. Hún var þakklát fyrir það og kunni að meta. Ég er viss um að hún tæki undir orð enska rithöfundarins John Ruskin sem sagði: ,,Það er engin auðlegð til nema lífið.“ Takk fyrir samfylgdina. Halldóra, Heiðar, Höður og Hörn. GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samhug, hlýju og styrk við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og bróður, JÓHANNS ÁSMUNDSSONAR safnstjóra Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti. Sérstakar þakkir til krabbameinsdeildar 11E og líknardeildar LSH, Kópavogi. Magnea Einarsdóttir, Árni Klemensson, Einar D. Klemensson, Hildur S. Guðmundsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU HÁKONARDÓTTUR frá Vík í Mýrdal, síðast til heimilis á Sæborg, Skagaströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sæborg og starfsfólks á Héraðssjúkrahúsinu, Blönduósi. Einnig viljum við þakka Víkurbúum fyrir hlýjar og innilegar móttökur þegar við komum heim. Guð blessi ykkur öll. Karólína, Kristín, Edda, Hákon Jón, Björgvin, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.