Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ V ið tókum framhalds- myndunum fagnandi og lokamyndin í Hringa- dróttinsþrennunni, Re- turn of the King, kvaddi með höfðingsbrag og varð vinsælust hérlendis í fyrra. Innkoman nam 45.473.800 kr., og á hana seldust 56.696 miðar. Myndin sem náði öðru sætinu, Shrek 2., er nokkuð á eftir með 35.684.500 kr. heildarinnkomu og 52.285 gesti, en þessar tvær myndir fengu yfir fimmtíu þúsund gesti. Shrek 2 varð metaðsókn- armynd ársins nánast alls staðar annars staðar. Allt er þegar þrennt er; í þriðja sæti er enn önnur framhaldsmynd, The Prisoner af Azkaban – sem er jafnframt sú þriðja í bálknum um þann rammgöldrótta galdrastrák, Harry Potter. Hún varð fimmta á lista í Bandaríkjunum en í öðru sæti utan þeirra. Í fjórða sæti íslenska listans er Spider-Man 2, sem lenti í öðru sæti vestan hafs en því þriðja utan N-Ameríku. Slíkir eru yfirburðir vörumerkja-, eða franchise-mynda, að það er ekki fyrr en komið er niður í fimmta sætið að The Day After Tomorrow, fyrsta myndin sem ekki er framhald ann- arrar, stingur upp kollinum. Vestan hafs settist hún í sjöunda sætið, í það sjötta annars staðar. Við erum einnig í takt við aðra jarðarbúa utan Banda- ríkjanna þegar kemur að Troy, sem skipar sjötta sætið hér heima, það sjöunda um heiminn, en í heimaland- inu varð hún að láta sér nægja það þrettánda. Í sjöunda sæti er Bridget Jones; The Edge of Reason, ungfrúin er greinilega vinsæl með afbrigðum á klakanum, hún er hvergi sjáanleg í efstu sætunum í öðrum heims- hornum. Enn meira kemur á óvart velgengni góðvinar lesenda Morg- unblaðsins, fressins Grettis/Garfield: The Movie. Hann hlammar sér niður í áttunda sætið en varð að láta sér nægja það þrítugasta og fjórða vest- an hafs og tuttugasta og annað á heimsvísu. Letidýrið er því óvænt há- stökkvari ársins. Líkt og utan Bandaríkjanna er teiknimyndin Shark Tale í níunda sæti (í ellefta vestra) og fast á hæla hennar Kalda- ljós, efst íslenskra mynda á listanum í ár. Þrjár íslenskar myndir skila litlu í kassann Sem fyrr segir var hlutur íslenskra mynda af aðsóknartertunni alltof lít- ill á árinu sem var að líða. Að vísu voru fáar myndir í pottinum og þrjár komust á listann, sem er viðunandi í sjálfu sér, en meinið er að sú efsta, Kaldaljós, náði ekki ofar en í tíunda sæti. Hún var frumsýnd í ársbyrjun við góða dóma og hirti síðan lungann af Eddu-verðlaununum í nóvember. Sem vekur upp spurningar um hve- nær kvikmyndaframleiðendur fari að nýta sér sóknarfæri fjölmiðlaumræð- Kvikmyndir | Hilmir snýr heim var vinsælasta kvikmyndin árið 2004 Bandarískar framhaldsmyndir raða Fjórar mest sóttu bíómyndirnar á síðasta ári voru bandarískar framhaldsmyndir, sem segir allt sem segja þarf um yfirburði Hollywood hér sem annars staðar. Sæbjörn Valdimarsson kannaði listann og komst að því að okkar hlutur var með daufara móti í ár, þrjár íslenskar myndir komust á blað og innkoma þeirra var of rýr. Hringadróttins- saga kveður á viðeigandi hátt. Vinsælasti Hollywood-leikarinn á Íslandi? Ben Stiller lék í hverjum smell- inum á fætur öðrum. Arg … hvenær ætlar þessi hringur að lokast?! Skrekkur 2 sló í gegn á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Hilmir drottnar yfir öllum öðrum myndum árið 2004.               !"# $ %    !"# &'    !"#      ! #                     (             (         (                !  "  #   $ %  % %%&'     (  )  % %%! %%)%* !   +   , $ -     ) %% ! !   .%%  /+ 0 1+  , %- $  234  5 +. 5% ( %%    6 - 78 8 )* #& +#  +#  +# +# +#  +#  +# +#  +#  +# +#  +# +#  +#  +#  +#  +#  +# +#  +# +#  +# +# +#  +#  )* #& +# ,- +#                 ( (     (         (     ( ( (   (  ( (              92:2 2:; 9:< 3:= =:> >:; >: 3:> >?:3 >?:3 >;:> >=:> >2:; >2:9 >2: >9:? >:= > :? > :2 > :3 >>:= >>:= >>:9 >>: >>:> >3:< >3:< >3:> <:9 ?:;    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.