Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 58. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Matur getur vakið kenndir Að borða er ekki einvörðungu athöfn til næringar | Daglegt líf Mazarine Mitterrand Laundóttir Mitterrands segir frá æsku sinni | 38 Íþróttir Gunnari Berg líkt við Geysi  Jón Arnór efstur í netkosningu STJÓRN Omars Karamehs, for- sætisráðherra Líbanons og banda- manns sýrlenskra stjórnvalda, sagði af sér í gær eftir að tugir þúsunda manna efndu til mótmæla við þinghúsið í Beirút og kröfðust þess að Sýrlendingar færu með her sinn frá Líbanon. Dynjandi lófaklapp kvað við þeg- ar afsögnin var tilkynnt á storma- sömum fundi í þinginu um van- trauststillögu frá stjórnarand- stöðunni sem kennir líbönskum og sýrlenskum stjórnvöldum um morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir hálfum mánuði. Ný stjórn undirbúi kosningar Bandaríkjaforseti fagnaði afsögn- inni, kvaðst vona að hún greiddi fyrir kosningum og stjórn sem nyti víðtæks stuðnings meðal þjóðarinn- ar. Sýrlenska stjórnin sagði aðeins að afsögnin væri innanríkismál Líb- anons. Talið er að um 60.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum við þing- húsið. Veifaði fólkið líbanska fán- anum og hrópaði „Sýrlendingar burt“. „Með andófi ykkar er verið að skrifa nýja síðu í sögunni um end- urheimt fullveldi,“ sagði drúsaleið- toginn og stjórnarandstæðingurinn Walid Jumblatt. „Við viljum sjálf- stætt Líbanon, að sýrlenska leyni- þjónustan komi sér burt og við vilj- um fá að heyra sannleikann: Hver drap Rafiq Hariri?“ Jumblatt bætti við að nú þyrfti að mynda hlutlausa bráðabirgða- stjórn sem fengi það hlutverk að undirbúa þingkosningar sem eiga að fara fram fyrir lok maí-mánaðar. Neitar allri sök Karameh forsætisráðherra neit- aði því harðlega í þingumræðunni að ríkisstjórnin hefði átt einhvern þátt í morðinu á Hariri og hvatti til að Taef-samningurinn, sem batt enda á borgarastríðið í Líbanon á árunum 1975 til 1990, kæmi til fullra framkvæmda. Samkvæmt honum áttu Sýrlendingar að flytja her sinn frá Líbanon í áföngum. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að sýrlenska herliðið, 14.000 manns, verði strax á brott. Tók einn þingmanna stjórnarandstöð- unnar svo til orða að litið yrði á þá, sem styddu stjórnina, sem samseka um morðið á Hariri. Karameh varð forsætisráðherra fyrir fjórum mánuðum þegar Hariri sagði af sér vegna deilu um afskipti Sýrlendinga af stjórnmál- um landsins. Afsögn ríkisstjórnar Líbanons ákaft fagnað Reuters TUGIR þúsunda manna tóku þátt í mótmælum við þinghúsið í Beirút í gær og kröfðust þess að sýr- lenska herliðið í Líbanon yrði tafarlaust flutt burt. Mikill fögnuður ríkti á götum borgarinnar eftir að skýrt var frá afsögn ríkisstjórnarinnar og minnti fögnuðurinn á „appelsínugulu byltinguna“ í Úkr- aínu. Fólkið hélt á líbönskum fánum, faðmaðist, skaut upp flugeldum og þeytti bílhorn. Tugir þúsunda Líbana krefjast þess að sýrlenska herliðið fari burt Beirút. AFP. Mikill fögnuður á götum Beirút RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir popp- stjörnunni Michael Jackson sem er sak- aður um að hafa beitt krabbameinssjúkan dreng kynferðislegu ofbeldi. Saksóknarinn Thomas Sneddon sagði m.a. að Jackson hefði sýnt drengnum klámmyndir á Netinu, gefið honum áfengi, þuklað á honum og misboðið honum með „afbrigðilegri kynhegðun“ þegar pilturinn dvaldi hjá honum á búgarði hans, Never- land, á árunum 2000–2003. Drengurinn var þá tíu til þrettán ára. Jackson og fimm starfsmenn hans eru einnig sagðir hafa rænt drengnum og fjöl- skyldu hans og haldið þeim föngnum á bú- garðinum til að reyna að hylma yfir kyn- ferðislega ofbeldið. Verði Jackson dæmdur sekur á hann yf- ir höfði sér allt að tuttugu ára fangels- isvist. Jackson neitar sök. Verjandi hans sagði að móðir drengsins hefði áður notað börn sín til að hafa fé af þekktum mönnum. Réttarhöld hafin yfir Jackson Reuters Poppstjarnan Michael Jackson kemur fyr- ir rétt í bænum Santa Maria í Kaliforníu. Santa Maria. AFP, AP. „EF okkur hefði dottið þetta í hug þegar við vorum að kaupa þá hefðum við hugsanlega skoðað önnur nýbyggingar- hverfi,“ segir Eydís Hafþórs- dóttir, íbúi í Grafarvogi, en dóttir hennar er ein 95 barna sem eru á biðlista eftir leik- skólaplássi í Grafarholti. Hún hefur verið á biðlista í tæpt ár og ekki er ljóst hvort hún fær pláss næsta haust. Eydís segir ljóst að leikskóla- málum sé ábótavant í hverfinu. Ástandið er áberandi verst í Grafarholtinu hvað þetta varð- ar, miðað við önnur hverfi í Reykjavík, samkvæmt upplýs- ingum frá Leikskólum Reykja- víkur. Tveir leikskólar eru í hverfinu og anna um 200 börn- um. Mikil uppbygging er í hverfinu enda mikið af ungu fjölskyldufólki sem þar byggir. Eydís segir að ef fram haldi sem horfi muni ástandið versna enn. Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir stefnt að því að bæta við einni deild á öðrum leikskólanum nú í vor. Svo er undirbúningur hafinn að bygg- ingu nýs leikskóla í austurhluta hverfisins, sem verður vonandi tekinn í notkun í byrjun næsta árs, að sögn Bergs. „Við eigum að vera nokkuð klárir, en ekki í dag eða á morgun,“ segir Bergur./4 Morgunblaðið/Árni Torfason Bergur Bjartmars að leik í Grafarholtinu í gær. Hann reyndi að selja ljósmyndaranum steinkökur en var ekki alveg viss um verðið á þeim. Rúmlega 90 börn bíða eftir leikskólaplássi í Grafarholti Stefnt að því að bæta við einni deild nú í vor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.