Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR flautuleikara sem kallar sig Íslenska flautukórinn kom fram á nýja sviði Borgarleikhússins á laug- ardaginn. Daníel Bjarnason stjórnaði og eftir hið hressi- lega Cassation fyrir níu flautur eftir Jindrich Feld og síðan virðu- legan konsert í D-dúr op. 15/3 eft- ir Joseph Bodin de Boismortier, sem hvorttveggja var ágætlega flutt, var komið að til- brigðum fyrir tólf flautuleikara eftir John A. Speight við Kvölda tekur, sest er sól. Tónsmíðin bar það með sér að vera samin fyrir nemendur; úr- vinnslan var fremur takmörkuð en þrátt fyrir það var tónlistin áheyrileg og yfirleitt vel spiluð. Enn skemmti- legri var þó Flautuspuni fyrir tuttugu og einn flautuleikara eftir Sigurð Flosason, en það var afrakstur nám- skeiðs í spuna undanfarna daga. Flautuleikararnir skiptu sér í þrjá hópa á sviðinu en Sigurður gekk á milli hópanna til að stjórna þeim. Dró það nokkuð athyglina frá tónlistinni og hefði farið betur ef stjórnandinn hefði bara staðið kyrr á sviðinu. Verk- ið var þó skemmtilega litríkt og alls ekki einhæft eins og stundum gerist þegar um spuna er að ræða. Ég var síður hrifinn af Artificial Space fyrir átján flautur og slagverk eftir Steingrím Rohloff; vissulega voru mörg áheyrileg augnablik en heildarsvipurinn var ósannfærandi; tónlistina skorti dýpt, það var eins og tónskáldinu hefði ekki tekist að skapa neitt úr hugmyndum sínum heldur bara soðið þær saman. Mun þroskaðri tónsmíð var Man ég þig mey eftir Atla Heimi Sveinsson, tuttugu tilbrigði við íslenskt þjóðlag fyrir einleiksflautu þar sem nánast aldrei var á ferðinni sami flautuleik- arinn. Tilbrigðin voru öll stutt, fallega ljóðræn og innhverf, eins og jap- anskar hækur sem með örfáum orð- um skapa ótal hugbrigði. Stemningin var íhugul og laus við tilgerð; útkom- an var áhrifamikil og var þetta tví- mælalaust athyglisverðasta atriði dagskrárinnar. Hljómsveitarstjórn Daníels Bjarnasonar var fagmannleg og í það heila voru tónleikarnir ágætlega heppnaðir. Það var líka gott að þetta var flautukór en ekki venjulegur kór; söngur tuttugu og fjögurra kvenna og aðeins tveggja karla hefði sennilega komið undarlega út. TÓNLIST Nýja svið Borgarleikhússins Íslenski flautukórinn flutti tónsmíðar eftir Jindrich Feld, Joseph Bodin de Boismortier, Sigurð Flosason, John A. Speight, Atla Heimi Sveinsson og Stein- grím Rohloff. Slagverk: Frank Aarnink; Daníel Bjarnason stjórnaði. Laugardagur 26. febrúar. 15:15 Daníel Bjarnason Jónas Sen KRISTJANA Stefánsdóttir er sú djasssöngkona íslensk sem mest og best hefur unnið að list sinni und- anfarin ár þótt ekki beri að gleyma Andreu Gylfa- dóttur sem alltaf er jafn gaman að heyra þegar hún heldur á sveiflu- slóðir. Ellen Kristjánsdóttir hefur að mestu sinnt öðru liðið ár. Þetta er þrenn- ingin sem tók við af eldri þrenningu í djassskotnum söng: Sigrúnu Jóns- dóttur, Elly Vilhjálms og Helenu Eyjólfsdóttur. Ég var því miður erlendis er Krist- jana flutti verk Tómasar R. Einars- sonar í Listasafni Sigurjóns í fyrra. Það var því huggun harmi gegn að á tónleikunum á sunnudag flutti hún þrjú lög Tómasar: Ballöðuna Journey to Iceland við ljóð W.H. Audens sem var ágætlega sungin eins og Ef það sé djass, þar sem Agnar Már gæddi bassalínuna tristanoísku lífi, og Hjartalag, sem var rjómi tónleikanna. Kristjana söng af einstakri hlýju og næmri tilfinningu fyrir lagi og ljóði og spuni hennar var áreynslulaus og músíkalskur í besta Chet Baker-stíl. Það er yndislegt hversu vel Kristjana og Agnar Már ná saman, enda er samstarfið orðið langt, og seint líða úr minni dúetttónleikar í Norræna hús- inu fyrir nokkrum árum þegar þau túlkuðu söngdansa og djassstandarda af einstökum innileika. Ég hef ekki verið hrifinn af öllu sem Kristjana hefur tekið sér fyrir hendur, s.s. samstarfinu við Sunnu Gunnlaugsdóttur og norrænu tónleik- unum á Jazzhátíð Reykjavíkur 2003. Tvö lög frá þeim tónleikum voru á dagskránni, þjóðlagið Hættu að gráta hringaná og lag Gylfa Þ. við ljóð Tóm- asar: Ég leitaði blárra blóma. Hvor- ugt öðlaðist djasslíf en túlkun þeirra á Nótt Árna Thorsteinssonar kom á óvart. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson túlka þetta snilld- arsönglag á nýju plötunni sinni, Draumalandinu, og ekki er túlkun Kristjönu og Agnars síðri. Píanóund- irspilið er mikilvægt í lagi Árna og Agnari tókst vel að aðlaga það djass- túlkun sinni og spuni Kristjönu féll vel að laginu. Árni Thorsteinsson hefði vel mátt við þessa túlkun una. Fimm síðustu lögin er þau félagar fluttu munu verða á skífu er þau taka upp í New York í vikunni með bassa- leikaranum Drew Gress og tromm- aranum John Hollenbeck. Ég hef lítið að segja um All I want is you (U2), Knowing me, knowing you (Abba) og Sting-lagið Every little thing … en þau voru römmuð inn í tvær frábærar poppballöður með sterkum djass- keimi; Ég um þig eftir Agnar Má og Old and wise. Þessi lög eru vissulega lágstemmd en búa yfir hlýju sem nær til hjartaróta. DJASS Norræna húsið Kristjana Stefánsdóttir söngur og Agnar Már Magnússon píanó. Sunnu- daginn 27. febrúar. Kristjana og Agnar Már Kristjana Stefánsdóttir Vernharður Linnet ÞEGAR Miles Davis lék einn sögu- frægasta djasskonsert allra tíma, fyr- ir rúmlega hálfa milljón áheyrenda á Isle of Wight rokkhátíðinni, spurði kynnir hvaða lög hann ætti að kynna. ,,Call it anything,“ svaraði Miles og blés svo í 38 mínútur með hljómsveit sinni. Þetta var árið 1970, stuttu eftir að ein af áhrifameiri djassplötum sög- unnar, Bitches Brew, kom út. Eftir það hefur ríkt dálítil stöðnun í djass- heiminum – allavegana vestanhafs þars em Marshalis-klíkan með tals- manninn Stanley Crouch ræður ríkj- um í peningadjassinum. Stanley reyndi að hlusta á Bitches Brew skakkur sem edrú en náði aldrei kjarnanum frekar en Marshalis- jakkafataliðið sem er jafnfast í djassi fyrir Ornette Coleman, Cecil Taylor og rafmagnið eins og staðir jálkar. Kannski vildu menn helst að Atli Heimir, Leifur Þórarins og Gunni Sveins hefðu skrifað eins og Mahler eða Stravinskíj – eða bara Mozart eða Beethoven, en slíkt virkar ekki í list- inni. Þar liggur leiðin framávið ekki afturábak. Strákarnir í Gramsinu eru ekki að skapa eitthvað sem ekki hefur verið leikið áður, en þeir fara sína leið sem liggur framávið og gera það með elegans. Megnið af dagskránni á Múl- anum var eftir Jóel og Davíð Þór og ókynnt – call it anything – en þó mátti heyra Jobim og Parker bregða fyrir en hjá Davis á Wighteyju þekkti mað- ur ekkert nema þemað eða settkallið í lokin. Gramsið hef ég ekki heyrt á heilum tónleikum fyrr, en spurt að á stund- um séu þeir í heilmiklu partístuði og leiki þá hinar ýmsu laglínur er gest- um líki. Á þessum tónleikum voru þeir á alvarlegri nótum og fórst það ágætlega, þótt ég hafi haft það á til- finningunni að ekki væru þeir í sínu allrabesta formi. Davíð Þór, undra- barnið frá Akranesi, fór mikinn á hin ýmsu hljómborð og lék meira á strengi píanósins en fílabeinið enda hljóðfærið ekki nýstillt þetta kvöld. Jóel blés traustlega að vanda í ten- órinn og tók einnig upp kontra- bassaklarinettið þar sem þjóðlegur blær ríkti oft. Svo hljómuðu meira að segja sálmastef og orgelsamplið blás- ið af Jóel og í kjölfarið fylgdi fals- ettusöngur að hætti Pat Metheny og félaga. Helgi Svavar var óvenju ag- aður og trommaði fínt og sólóar hans í klassískum anda. Ég bíð þess bara að heyra Gramsið með betri tónleika – það veitist þeim örugglega ekki erfitt. DJASS Múlinn á Hótel Borg Jóel Pálsson tenórsaxafón og kontra- bassaklarinett, Davíð Þór Jónsson píanó og hljómborð, Helgi Svavar trommur. Auk þess sömpluðu þeir margvíslega og flaut- uðu. Fimmtudagskvöldið 24.2.2005. Grams Ljósmynd/Guðmundur Albertsson „Ég bíð þess bara að heyra Gramsið með betri tónleika – það veitist þeim örugglega ekki erfitt,“ segir Vernharður Linnet m.a. í umsögn sinni. Vernharður Linnet Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Uppselt – 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Uppselt 9. sýn.12. mars kl. 19 – Uppselt – Síðasta sýning AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20 – Örfá sæti laus AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 – Örfá sæti laus Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Miðasala á netinu: www. opera.is geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT” • Föstudag 4/3 kl 23 XFM SÝNING Takmarkaður sýningafjöldi Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 EB DV 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Ekki missa af Óliver! Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 04.3 kl 20 Örfá sæti Lau. 05.3 kl 20 Örfá sæti Sun. 06.3 kl 20 Örfá sæti Fös. 11.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.3 kl 14 Laus sæti Lau. 26.3 kl 20 Laus sæti Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! ÞÓRUNN Pálína Jónsdóttir er ung söngkona sem enn er í námi en ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur á fyrstu tónleikum sínum. Heldur þá hjá Dodda á Kaffi Rósenberg, fær til liðs við sig nokkra af fremstu djass- leikurum okkar og syngur söngdansa, gamla og nýja. Þórunn Pálína er fautaefni og kæmi mér ekki á óvart að hún yrði í hópi fremstu djasssöng- kvenna okkar er tímar líða. Hún söng lög á borð við It could happen to you og Blue skies með miklum ágætum þótt skattið væri veikburða. Whats new var líka listilega flutt en Softly og All and nothing at all voru síðri. Hnökrarnir slípast af með tímanum en fyrir mestu er næm tilfinning hennar fyrir sveiflu, sönggleðin og út- geislunin. Það var gaman að heyra Þórð Högnason, en hann hefur alltof lítið getað leikið undanfarin ár. Þórður er einhver magnaðasti djassbassaleikari er við eigum og inngangur hans að Nature boy var tilfinningaríkur og tónninn sterkur. Kjartan Valdimars- son er heldur ekki maður sem maður hefur mörg tækifæri til að heyra, en píanógarmurinn á Rosenberg setti dálítið strik í reikninginn þótt engum dyldist snilli píanistans. Þriðji hljóð- færaleikarinn er heldur ekki oft í djassljósinu, Birgir Baldursson, en þeir félagar náðu vel saman og studdu söngkonuna ungu dyggilega. Þessir tónleikar komu svo sannar- lega á óvart og Kaffi Rósenberg sá veitingastaður í Reykjavík sem best hentar minni djasstónleikum væri píanóið í lagi. DJASS Kaffi Rósenberg Þórunn Pálína Jónsdóttir söngur, Kjartan Valdimarsson píanó, Þórður Högnason bassa og Birgir Baldursson trommur. Fimmtudagskvöldið 24. febrúar. Þórunn Pálína og félagar Vernharður Linnet Í TILEFNI af frumsýningu Þjóð- leikhússins á Dýrunum í Hálsa- skógi, haustið 2003, var efnt til teiknisamkeppni sem öll börn gátu tekið þátt í. Hátt á þriðja hundrað teikninga barst, hvaðanæva af land- inu. Það þótti tilvalið að afhenda vinningshöfum teiknisamkeppn- innar verðlaun á 90. og jafnframt næstsíðustu sýningu á þessu sí- vinsæla leikriti Thorbjörns Egners í fyrradag. Vinningshafarnir koma frá leikskólanum Grænatúni í Kópa- vogi og heita Orri, Katla, Óðinn, Hildur, Guðjón Karl, Guðjón Bald- ur, Eiríkur, Kristján og Róbert og eru öll á sjötta ári. Myndir þeirra þóttu einstaklega litríkar og vel til verkins vandað. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri afhenti börnunum verð- launin. Morgunblaðið/Jim Smart Teikningar verðlaunaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.