Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 9 FRÉTTIR Matseðill www.graennkostur.is Þri. 1/3: Chilli og litlar pönnsur m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Mið. 2/3:Orkuhleifur m. rótar- grænmetismús m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Fim. 3/3: Röstí og basilpottur m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Fös. 4/3: Grænmetislasagna m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Helgin 5.-6/3: Kartöflukarrý og koftaslinsubollur. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Glæsileg undirföt frá Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Glæsilegur fatnaður frá Opið mán.-fös. 10-18 laugardag 10-16 Stærðir 36-56 Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Ný sending frá Opið virka daga 11 - 18, laugard. 12-16 Ásnum, Hraunbæ 119, sími 567 7776 Opið virka daga 11-18, opið á laugard. Útsölunni lýkur laugar- daginn 5. mars iðunn tískuverslun Aðeins á Seltjarnarnesi Lagersala Lagersala Lágmark 50% afsláttur Gardeur, Mac, Momori, Jögro, Eterna, Baronia, Marcona, Polo teens Polo,Ralph Lauren „FYRIR nokkru átti félagsráðgjafi sem ég þekki fund með foreldrum, námsráðgjafa og skólastjórnendum um málefni drengs sem átti í erfið- leikum. Þar kom að félagsráðgjafinn spurði hvort nokkur hefði íhugað kynhneigð drengsins, hvort erfiðleik- arnir tengdust mögulega þeirri stað- reynd að hann væri hommi. Það kom fát á viðmælendurna. Fólk leit undan, varð vandræðalegt og reyndi að sveigja umræðuna í aðra átt. Rétt eins og ráðgjafinn hefði spurt þeirrar viðkvæmu spurningar hvort dreng- urinn kynni að vera með lús.“ Í þessu dæmi, sem Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ’78, hóf erindi sitt á ráðstefnu um drengjamenningu í skólum á, felst kjarni málsins að hans mati. Margir telja að skref sem stigin hafa verið varðandi málefni homma og lesbía hafi gert alla umræðu um samkyn- hneigð óþarfa. „Versti óvinur sam- kynhneigðra er að mínu viti tepru- skapurinn gagnvart ímyndum karlmennskunnar,“ sagði Þorvaldur. „Helsta birtingarform þessa tepru- skapar er þögnin. Við látum eitt og annað liggja í þagnargildi því það þykir blygðunarefni. Í þögninni felast margvísleg skilaboð. Það sem ekki er talað um er ekki til.“ Þorvaldur sagði að flestir samkyn- hneigðir karlar hefðu áttað sig á kyn- hneigð sinni á fyrstu kynþroskaárum og jafnvel fyrr. „Það liggur í augum uppi að fyrir tólf ára dreng sem er að átta sig á því að hann er trúlega hommi er það hart hlutskipti, jafnvel óbærilegt, að alast upp við þögnina sem tepruskapurinn leiðir af sér. Drengurinn er fljótur að nema að það sem þagað er um á ekki að vera til. Um leið hefur reynslan sýnt að hann nemur ekki þau jákvæðu skilaboð sem líka er að finna í kringum hann. Hann lokast af í ótta sínum. Senni- lega á hann svona erfitt með að nema það jákvæða því að jákvæða umræð- an kemur ekki frá þeim sem næst honum standa, það er að segja for- eldrum og skóla.“ Þorvaldur benti á að orðið samkyn- hneigð væri hvergi að finna í íslensk- um námskrám fyrr en kæmi á há- skólastig. „Og þegar grunnskólinn þegir, þessi mikli áhrifavaldur í lífi barna, er þá furða að hin jákvæðu skilaboð eigi erfiðan aðgang að börn- um og unglingum?“ spyr Þorvaldur. Þorvaldur rifjaði í erindi sínu upp rannsókn sem hann gerði fyrir nokkrum árum og frásögn homma sem var í grunnskóla fyrir tveimur áratugum. Honum leið lengst af eins og hann væri einn í heiminum þar til í menntaskóla er umræðufundur var haldinn með Samtökunum ’78. „Sá fundur opnaði mér glugga út í lífið,“ hafði Þorvaldur eftir manninum. „En þetta var fyrir tuttugu árum og skyldi nú ekki flest hafa breyst?“ spyr Þorvaldur og vitnar í yngri homma sem nýlega gekk í grunn- skóla í leit að svari. Segir hann að sér hafi liðið mjög illa andlega í grunnskólanum. „Mér fannst ég hvergi eiga heima og að eitthvað væri að mér,“ hafði Þorvaldur eftir mann- inum og hélt áfram að vitna í hann: „Sálin var löngu búin að gefast upp og sjálfsvígshugsanir komu upp reglulega … ég vildi óska að einhvern tímann á skólagöngu minni hefði kennarinn minnst á orðin hommi og lesbía. Spjallað um margbreytileika lífsins og þann hluta mannlífsins sem ég tilheyri, þá hópa sem eiga á hættu að verða undir í samfélaginu.“ Þorvaldur benti á að skilningur samfélagsins á veruleika samkyn- hneigðra hefði aukist til muna á und- anförnum árum. Smám saman fjölg- aði þeim skólastjórnendum og kennurum sem vildu rjúfa þögnina. „En sé á heildina litið er málið ekki til umræðu. Og á meðan skólinn þegir er samfélagsumræðan engu að síður á fleygiferð, ekki síst úti á skólalóð, úti í sjoppu og úti í hornum,“ sagði Þor- valdur. Hvergi minnst á samkynhneigð í aðalnámskrá grunnskóla „Það sem ekki er talað um er ekki til“ ÞEIR vilja verða bjargvættir, karatemenn, atvinnumenn í íþrótt- um, bifvélavirkjar, verkfræðingar, veiðimenn, smiðir og hestamenn. Sumir vilja verða söngvarar, hanna bíla eða selja þá eða jafnvel starfa sem öryggisverðir á Keflavíkur- flugvelli. Það eru ýmis störf sem heilla drengi eins og fram kemur í niðurstöðum könnunar sem kynnt var á ráðstefnu um drengjamenn- ingu fyrir helgi. Ásþór Ragnarsson sálfræðingur og Lilja Ólafsdóttir kennsluráðgjafi og grunnskóla- kennari gerðu könnun meðal 26 6–16 ára drengja í grunnskóla í þéttbýli úti á landi, kom fram að at- vinnulíf í byggðarlaginu og störf feðra þeirra höfðu mikið að segja um hvað þeir stefndu sjálfir á að verða þegar þeir yrðu stórir. Nið- urstaðan er því sú að mati Lilju og Ásþórs að fyrirmyndir skipti máli. Í ljós kom að þeirra mati að strák- arnir höfðu litla þekkingu á at- vinnulífinu. Margir þeirra vildu verða atvinnumenn í íþróttum, sér- staklega í fótbolta. Gerðu þeir sér þó flestir grein fyrir því að til að ná því markmiði þyrfti að æfa sig vel. „Ég ætla að verða bjargvættur“ Morgunblaðið/Árni Torfason Hvað viltu verða? Fyrirmyndir hafa áhrif á draumastarf drengja. Margir ætla að feta í fótspor pabba, verða smiðir eða verkfræðingar. Í ERINDI Söru Daggar Jónsdóttur, fræðslufulltrúa Samtakanna ’78 og grunnskólakennara, á ráðstefnu um drengjamenningu spurði hún hvað grunnskólinn gæti gert til að mæta þeirri staðreynd sem fram hefði komið í erindi Þorvaldar Krist- inssonar, formanns samtakanna, og hver væri ábyrgð skólanna gagnvart samkynhneigðum nemendum. Sagði hún að þar sem ekki væri minnst á samkynhneigð í aðal- námskrá væri umræða um samkyn- hneigð í lausu lofti. Málið snerist um tvennt; kennslu um samkynhneigð og líðan og velferð nemendanna. Benti Sara Dögg á að í grunn- skólalögum væri kveðið á um jöfn skilyrði einstaklinga til náms. Þó að lesbíur og hommar væru þar hvergi nefnd hefði nefnd á vegum forsæt- isráðuneytisins m.a. fjallað um úr- bætur þar á fyrir tíu árum. Komst nefndin að því að það væri mikil- vægt að fjalla um samkynhneigð í menntun kennara, að samkyn- hneigðir kennarar væru fyrir- myndir og að samkynhneigðar væri getið í aðalnámskrá. Sagði hún það alvarlegast að ekki væri talað um þá homma og lesbíur sem væru í skól- unum. „Það er í lagi að tala um sam- kynhneigð og að samkynhneigðir séu til … en innan grunnskólanna er enginn svona, þeir eru ekki þarna … Hvorki kennarar, skólastjórar né námsráðgjafar eru í stakk búnir til að takast á við það.“ Umræðan í lausu lofti mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.