Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 sundfuglar, 8 innt eftir, 9 kyrra, 10 dveljast, 11 mannsnafn, 13 eru ólatir við, 15 vatna- gangs, 18 gæði, 21 guð, 22 gana, 23 vesælum, 24 ör- lagagyðja. Lóðrétt | 2 ásynja, 3 skipar fyrir, 4 reiðan, 5 ilmur, 6 æsa, 7 bera illan hug til, 12 hagnað, 14 bókstafur, 15 bjálfi, 16 markleysa, 17 trébala, 18 alda, 19 snák- ur, 20 nokkur hluti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fenna, 4 þarft, 7 jötna, 8 álfar, 9 nær, 11 taut, 13 bali, 14 rykki, 15 edrú, 17 koll, 20 hné, 22 dafna, 23 túðan, 24 runan, 25 ræður. Lóðrétt | 1 fljót, 2 nýttu, 3 aðan, 4 þrár, 5 rifta, 6 torgi, 10 æskan, 12 trú, 13 bik, 15 eldur, 16 rifan, 18 orðað, 19 linur, 20 hann, 21 étur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að forðast rifrildi við náung- ann í dag. Þú getur varla stillt þig um að koma skoðunum þínum á trú- málum og stjórnmálum á framfæri, sem gerir lítið til þess að lægja öld- urnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Líklega er farsælast að þú vinnir í einrúmi í dag. Haltu þig til hlés og sinntu rannsóknum. Kannski rambar þú á lausnir við gömlum vandamálum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Barátta við þá sem valdið hafa er lík- legri en ekki í dag. Af hverju að efna til illinda? Haltu skoðunum þínum fyrir þig. Það er farsælast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Staðfesta þín er með ólíkindum ef sá er gállinn á þér. Þú færð einhverja flugu í höfuðið í dag og getur hrein- lega ekki losnað við hana. Ekki reyna að þröngva skoðunum þínum upp á aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur sterkar skoðanir á máli sem tengist sameiginlegum eigum eða hvernig á að deila einhverju með ein- hverjum. Þú vilt gera skoðanir þínar heyrinkunnar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk ætti að fara að þér með gát í dag. Þú meinar það sem þú segir og segir það sem þú meinar. Skoðanir þínar eru sterkar um þessar mundir. (Eins og það hafi farið framhjá ein- hverjum.) Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það má segja að þú sért eins og gömul plata í vinnunni. Þú vilt fá vilja þínum framgengt. Til allrar hamingju ertu manneskja málamiðlana í eðli þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki vera of yfirþyrmandi í sam- skiptum þínum við smáfólkið í dag. Sporðdrekinn er afar viljasterkur og áttar sig ekki alltaf á því hvað hann er öflugur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn í dag er kjörinn til hvers kyns viðgerða á heimilinu. Reyndu að forðast rifrildi við fjölskyldumeðlimi. Fáir vilja sýna sveigjanleika um þess- ar mundir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Annaðhvort er um að ræða eitthvað sem skiptir þig verulegu máli eða þá að þú ert með gamlan slagara á heil- anum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Stilltu þig um að rífast um peninga í dag. Það er afar auðvelt að deila við aðra um fjármuni og efnisleg verð- mæti. Ætlar þú kannski að skila ein- hverju í verslun? Sýndu mildi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Valdabarátta í samskiptum við kenn- ara eða foreldra er ekki óhugsandi í dag. Það er vegna þess að báðir aðilar standa fast á sínu. Hvernig væri að fresta umræðunni? Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú hefur bæði listræna hæfileika og tæknilega þekkingu, sem gerir þér kleift að ná árangri. Þú hefur næmt auga fyrir útlitinu og ert því jafnan vel til fara. Glæsibragur þinn er frá náttúrunnar hendi og laðar fólk að þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Kaffihúsið Sogn Dalvík | Hörður Torfason heldur tón- leika kl. 21. Hörður er nýkominn til landsins eftir tónleikaferð um Danmörku og Sví- þjóð og vekur athygli á því að hann mun ekki leika sömu efn- isskrá og á síðustu hausttónleikum. Myndlist Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíu- málverk – 100 andlit úr fjölskyldu sinni. Gallerí Tukt | Erna Þorbjörg Einarsdóttir – Verk unnin með blandaðri tækni. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sig- urjónsdóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlut- læg verk. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive–endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram- andi heimur á neðri hæð. Listasafn Rvk., Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vestursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Frið- riksson – Markmið XI Samvinnuverkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hug- arheimur Ástu. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Bækur Kaffi Reykjavík | Á skáldaspírukvöldi lesa upp: Bragi Ólafsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson lesa úr verkum sínum, Þórarinn Kristjánsson, þýðingar, Anna Hrefnudóttir og Sóley Þorvaldsdóttir ljóð. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Hin fornu handrit geyma einstæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúarbrögð og hugarheim hinna norrænu þjóða í önd- verðu. Á meðal sýningargripa eru Konungs- bækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyj- arbók og handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslendingasagna. Þjóðmenningarhúsið | Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964) er skáld mán- aðarins en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu hans. Á sýningunni eru ljóð Davíðs, skáld- verk og leikrit. Einnig handrit að verkum og munir úr hans eigu. Blaðaumfjöllun um Davíð og ljósmyndir frá ævi hans prýða sýninguna. Á sýningunni er leitast við að skapa það andrúmsloft sem ríkti á sýningu Þjóðminja- safns Íslands í risi Þjóðmenningarhússins þar sem það var til húsa á fyrri hluta 20. aldar. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til–menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álf- heimum... Opið alla daga nema mánudaga frá kl 11–17. Fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar er opið til kl 21. Fréttir Ráðhúsið á Selfossi | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Selfossi í dag kl. 10- 17. Allir velkomnir. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju- daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumála- miðstöð Háskóla Íslands 12. apríl. Próf- gjaldið er 10.000 kr. og skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ til 10. mars. Nánari upplýsingar: Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is og www.test- daf.de. Fundir Fella- og Hólakirkja | Aðalfundur kven- félagsins Fjallkonurnar verður þriðjudaginn 1. mars kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Grunnskólinn í Bakkafriði | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund í Grunn- skólanum á Bakkafirði í dag, kl. 16.30. Yfir- skrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra og Halldór Blöndal, for- seti Alþingis. GSA á Íslandi | Fundir fimmtudögum kl. 20.30 Tjarnargötu 20. GSA er hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. ITC-Fífa | Ræðukeppni ITC Fífu verður á morgun kl. 20.15, í sal Safnaðarheimilis Hjallakirkju í Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir velkomnir. Uppl. www.simnet.is/itc itcfifa- @isl.is og Guðrún í síma 6980144. Kraftur | Kraftur stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstand- endur heldur fund í dag, kl. 20. Séra Bragi Skúlason fjallar um karlmenn og sorg. Fundurinn er haldinn í Skógarhlíð 8, Reykja- vík og er öllum opinn. Seljakirkja | Kvenfélag Seljasóknar verður með kynningu á sambýlum fyrir fatlaða kl. 20. FAAS |Félag aðstandenda Alzheim- erssjúklinga (FAAS) heldur fræðslufund í dag, kl. 20 að Roðasölum 1, Kópavogi. Fyrirlestrar Landbúnaðarháskóli Íslands | Dr. Carlo Lei- fert prófessor í vistfræðilegum landbúnaði við Newcastle háskóla flytur fyrirlestur um umhverfis- og heilsufarsáhrif lífrænna ræktunaraðferða í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri 2. mars, kl. 13.15. Fund- arstjóri, Stefán Gíslason verkefnisstjóri. Náttúrufræðistofnun Íslands | Ólafur Egg- ertsson jarðfræðingur á Rannsóknastöð- inni Mógilsá, flytur erindið: Fornskógur í Fljótshlíð, varð hann Kötlu að bráð?, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Hrafnaþing eru öllum opin. Nánari uppl. á: www.ni.is. Málþing Grand hótel Reykjavík | Málþing um erfða- breytt matvæli, áhrif og áhættu ræktunar og neyslu, verður á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík, kl. 16. Umhverfisráðherra flytur ávarp. Steingrímur Hermannsson opnar heimasíðu um erfðabreyttar afurðir. Dr. Carlo Leifert frá Newcastle-háskóla flytur erindi og tekur þátt í pallborðsumræðu ásamt dr. Kesöru A. Jónsson og dr. Ólafi R. Dýrmundssyni. Fundarstjóri Jónas Krist- jánsson ritstjóri. Námskeið www.ljosmyndari.is | 3 daga ljósmynd- anámskeið fyrir stafrænar myndavélar. Fyrri hópur 7., 9. og 10. mars kl. 18–22. Seinni hópur 14., 16. og 17. mars kl. 18–22. Verð kr. 14. 900. Nánari uppl. og skráning á www.ljosmyndari.is. Útivist Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.stafganga.is og í s. 6168595 og 6943471. Hörður Torfason Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM á morgun leikur Krist- inn Árnason á gítar verk eftir Alonso Mudarra og John Dowland. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. „Alonso Mudarra (1510–1580) samdi verk sín upphaflega fyrir hljóðfæri sem nefnt er vihuela. Hann var Andalúsíumaður, lærði til prests og starfaði lengst af við dómkirkjuna í Sevilla. Tón- verk hans voru gefin út í þremur bókum hinn 7. desember árið 1546 í Sevilla. Flest verkanna eru fyrir vihuela en þar er einnig að finna fyrstu verk sem vitað er til að hafi verið gefin út fyrir gítar; á þessum tímum var gítarinn strengdur fjórum strengjapörum,“ segir Kristinn. „John Dowland (1562–1626) varð Shake- speare að yrkisefni í einni af sonnettum sínum: „Dowland to thee is dear, whose heavenly touch upon the lute doth ravish human sense.“ Sam- ferðamenn Dowlands álitu hann fremstan meðal lútuleikara og eitt besta tónskáld síns tíma. Dowland var víðsigldur. Hann tók m.a. kaþólska trú í Frakklandi en það gat reyndar verið víð- sjárvert á upphafsárum ensku biskupakirkjunnar. Verkum Dowlands má skipta í þrjá flokka. Fyrst skal nefna consort-tónlist sem er nokkurs konar kammertónlist þess tíma. Þá eru það lútu- söngvarnir en segja má að Dowland hafi átt stór- an þátt í gerð þessa forvera ljóðasöngsins. Í þriðja og síðasta lagi eru einleiksverk fyrir lútu sem gefur að heyra dæmi um á þessum tón- leikum. Mörg einleiksverka Dowlands bera nöfn einstaklinga, misþekktra þó, og eru einhvers kon- ar karakter- og mannlífsstúdíur líkt og manna- myndir flæmsku málaranna þá en líka síðar,“ segir Kristinn. Kristinn Árnason gítarleikari á Háskólatónleikum Morgunblaðið/Kristinn Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is   1. c4 c6 2. e4 d5 3. cxd5 cxd5 4. exd5 Rf6 5. Da4+ Rbd7 6. Rc3 g6 7. Rf3 Bg7 8. Bc4 0–0 9. d3 a6 10. Da3 b6 11. 0–0 Bb7 12. He1 He8 13. Rg5 b5 14. Bb3 Rb6 15. d6 e6 16. Rge4 Rxe4 17. Rxe4 Bxe4 18. dxe4 Be5 19. Hd1 Dh4 20. g3 Dxe4 21. Be3 Rd7 22. Hd2 Hed8 23. Had1 Rf6 24. d7 Db7 25. De7 Dc6 26. Bg5 Df3 Staðan kom upp á sterku lokuðu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Bermúda. Kúbverski stórmeistarinn Lenier Dominguez (2.661), sem er mikill sérfræðingur í slavneskri vörn, svaraði tvívegis á mótinu 1. c4 með 1. … c6. Hugmyndin hefur verið sú að leiða taflið í fyrrnefnda byrjun en í báð- um skákunum varð hinn sterki Kúb- verji eftir 2. e4 d5 fyrir leiftursóknum andstæðinga sinna í Panov-árásinni í Caro-Kann-vörn. Pólski stórmeist- arinn Bartlomiej Macieja (2.618) hafði hvítt í fyrri skákinni og þvingaði and- stæðinginn til uppgjafar eftir 27. Bxe6! Kh8 27. … fxe6 hefði verið svarað með 28. Dxe6+ Kg7 29. Dxe5 og hvítur vinnur. 28. Hd3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.