Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 33 DAGBÓK Snilldarvörn. Norður ♠752 ♥KD10876 N/En- ginn ♦D2 ♣32 Vestur Austur ♠K106 ♠9843 ♥5432 ♥ÁG9 ♦10873 ♦ÁK95 ♣54 ♣106 Suður ♠ÁDG ♥– ♦G64 ♣ÁKDG987 Spilið að ofan kom upp í tvímennings- keppni í London og yfirleitt varð suður sagnhafi í þremur gröndum. Geimið virðist skothelt, en ekki er allt sem sýn- ist. Á einu borðinu var Andrew Robson í vörninni í austur eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Makker hans kom út með tígulþrist – fjórða hæsta – og sagnhafi lét lítinn tíg- ul úr borði. Robson tók með kóng og hugsaði málið. Hann þóttist vita að suð- ur hefði byrjað með gosann þriðja í tígli, því hann hefði reynt drottningu blinds með eintóma hunda heima. Og að öllum líkindum var suður með langan og þétt- an lauflit. Því kom vel til greina að skipta yfir í spaða, enda ekki nóg að fá þrjá slagi á tígul og einn á hjartaás. Robson læsti puttunum um spað- aníuna, en fékk skyndilega bakþanka. Því ekki að leika einum millileik? Suður átti varla meira en eitt hjarta og kannski ekkert, en þá gat það ekkert kostað að leggja niður hjartaásinn fyrst og kanna viðbrögðin. Hjartaásinn hafði kremjandi áhrif á suður. Hann valdi að henda spaðagosa, en þá var spaðinn fríaður í einu höggi og sagnhafi fékk aldrei níunda slaginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Moldarkofar — rollur — beljur MOLDARKOFI, belja, rolla! Þessi þrjú orð heyrast oft nefnd og þá gjarnan með nokkurri fyrirlitn- ingu. Hvað býr að baki þessum neikvæðu orðum? Moldarkofi! Er verið að tala um íslenska bæinn sem hlúði að okkur um aldir? Vissulega misvel byggð- an, en gat verið ósköp hlýr og notalegur og var jöfnum höndum vinnu-, matar- og svefnhús. Ég held að þeir tali um hann með mestri fyrirlitningu sem aldrei hafa séð hann eða inn í hann kom- ið. Belja! Er það íslenska kýrin? Sem gaf okkur mjólk, skyr, rjóma og fleiri afurðir, t.d. mysuna, sem var næringar- og svaladrykkur auk þess að geyma í henni mat sem ekki aðeins varði hann skemmdum heldur bætti hann með efnaríkri samsetnimgu sinni? Hver þáttastjórnandinn á eftir öðrum talaði um að bera á borð skemmdan mat núna á þorranum og hryllti sig. Hvort ætli hafi verið langlífinu hollara, súrsaður eða saltaður matur? Íslendingasögurnar voru skrif- aðar á kálfskinn með kálfablóði í „moldarkofum“. Rolla! Er það íslenska sauðkind- in (ær, hrútur, sauður, gemsi, dilkur, lamb) sem gaf okkur kjöt, mjólk, slátur, og síst af öllu má gleyma ull í föt, sem unnin var í íslenska sveitabænum á löngum vetrarkvöldum, og reyndist skjól- góð og hélt á mönnum hita í vos- búð til sjós og lands? Menn mættu gjarnan hugsa áð- ur en þeir hreyta þessum orðum út úr sér, stundum með nokkurri vanþóknun í hugsunarleysi. Guðgeir Sumarliðason, Bjarnhólastíg 24, Kóp. GSM-sími í óskilum NOKIA-gemsi fannst í Garðabæ á sunnudag. Upplýsingar í síma 565 6526. Sylvester er týndur SILVESTER skrapp út í góða veðrið sl. fimmtudag frá Skeið- arvogi og hefur ekki skilað sér heim. Hann er svartur og hvítur högni um 1 árs gamall. Hann er með lasið vinstra auga eftir að- gerð og er eyrnamerktur hjá dýralæknastofu Dagfinns með númerinu 58. Þegar hann fór að heiman var hann með bláa ól þar sem símanúmerið hjá honum er. Ef einhver getur gefið upplýs- ingar um Silvester eru þeir vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 691 6416 eða 897 3120. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bænatónleikar sem bera yfirskriftina„Sorgin og lífið“ verða haldnir íLaugarneskirkju fimmtudagskvöldið3. mars kl. 20. Þar koma fram söng- konan Kirstín Erna Blöndal, Gunnar Gunn- arsson, píanó- og orgelleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Örn Arnarson gítarleikari. Einnig taka þátt í dagskránni sr. Bjarni Karls- son, prestur í Laugarneskirkju, og sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Aðgangur er ókeypis. Kirstín Erna Blöndal átti frumkvæðið að tónleikunum. „Ég stóð fyrir styrktartónleikum í Hallgrímskirkju til styrktar hjúkrunarþjón- ustunni Karítas og líknardeildinni í Kópavogi fyrir rúmum tveimur árum. Þá var stefnan tek- in á að gefa tónlistina út á geisladisk en í kjöl- far þessara tónleika látum við verða af útgáf- unni.“ Kirstín ætlar að syngja bænir, sálma og tvö lög með textum sem samdir voru eftir ástvina- missi höfundanna. Þar að auki verða frumflutt tvö lög eftir hana og er annað við bænina „Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt“. Sig- urbjörn Einarsson, biskup, var fenginn til að semja þrjár bænir til viðbótar við þá bæn. Ný- stofnaður kvartett með Kirstínu, Erni Arnar- syni, Þorvaldi Þorvaldssyni og Aðalheiði Þor- steinsdóttur mun svo einnig koma fram. Kirstín segir svokallaða bænatónleika vera tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. „Þetta er ný leið sem ekki hefur verið farin áður, þ.e. að nota tónlistina í sálgæslu. Fólk getur komið á tónleikana, fengið styrk úr textunum og syrgt þá sem eru farnir, jafnvel þótt fimmtíu ár séu liðin. Með tónleikunum erum við að gefa fólki möguleika á að koma í kirkju og syrgja en einnig fagna augnablikinu. Ástvinamissi fylgir mikil sorg en tíminn líður og fólk gleymir að setjast niður, kveikja á kerti og taka sér tíma fyrir sorgina. Talað er um að tíminn lækni öll sár og fólk læri að lifa með sorginni en mér finnst nauðsynlegt að gráta og að mínu mati gerir fólk ekki nóg af því. Sorgin er að mínu mati tvímælalaust jafnmikilvæg og gleðin. Ég hef sungið í brúðkaupum, skírnum og jarð- arförum svo að segja má að ég hafi fylgt fólki í sorg og gleði frá vöggu til grafar.“ Sr. Bragi Skúlason les ljóð á milli tónlistar- atriða og að tónleikunum loknum verður boðið upp á kaffi í safnaðarsalnum þar sem hann ávarpar gesti. „Kannski er þetta upphaf að ein- hvers konar sorgarsamtökum en draumur minn er að ferðast um landið með þessu öðlingsfólki sem allt er tilbúið að gefa vinnu sína fyrir þessa tónleika.“ Tónlistin á bæna- tónleikunum verður gefin út á geisladiski í haust sem hlotið hefur nafnið Faðmur. Tónlist | Bænatónleikar í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld Sorgin er jafnmikilvæg og gleðin  Kirstín Erna Blöndal er fædd í Reykjavík árið 1970. Kirstín er mennt- uð söngkona úr Tónlist- arskólanum í Garðabæ og Tónlistarskóla Sig- ursveins. Hún hefur m.a. sungið með kvart- ettnum Grímu og kórn- um Schola cantorum í Hallgrímskirkju. Kirstín er gift Erni Arnarsyni tónlistarmanni. MYNDLISTARSÝNING stendur nú yfir í Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu. Getur þar að líta verk listakonunnar Önju Theosdóttur sem birtust í barnabókinni Meðan þú sefur árið 2003. Bókin kom út samtímis á Ís- landi og Þýskalandi. Anja Theosdóttir er þýsk að upp- runa en hefur dvalið hér á landi und- anfarin ár. Hún hefur lokið fimm ára námi frá Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart. Anja vinnur nú að bók um ís- lenska jólasveininn sem kemur út á haustdögum 2005. Einnig vinnur hún diska með sömu skreytingu. Sýningin er sölusýning og lýkur 1. apríl nk. Anja sýnir í Þjóðarbókhlöðu Brúðkaup | Gefin voru saman 7. ágúst 2004 af séra Pálma Matthíassyni í Bú- staðakirkju þau Anna María Guðna- dóttir og Gunnar Magnús Sch. Thor- steinsson. Með þeim á myndinni er Gunnar yngri. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Stúdíó Sissu ÞRÍTUGASTA Skáldaspírukvöld- inu verður fagnað á Kaffi Reykja- vík í kvöld kl. 21. Að sögn Bene- dikts Lafleur, umsjónarmanns dagskrárinnar, verður þessi áfangi að teljast einsdæmi í íslenskri bók- menntasögu. „Samt er þetta aðeins byrjunin á löngu og farsælu starfi Skáldaspírunnar.“ Upplesarar kvöldsins eru Bragi Ólafsson, Þórarinn Kristjánsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Anna Hrefnudóttir og Sóley Þor- valdsdóttir. Þrítugasta Skáldaspírukvöldið Bragi Ólafsson skáld. LANDSÞING FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS Kaffi Reykjavík, 4.- 5. mars 2005 www.xf.is Skráningu á landsþing lýkur á hádegi 3. mars. Framkvæmdastjórn áskilur sér rétt til að breyta dagskrá. D A G S K R Á Föstudagur 4. mars 16:00 Þingsetning Ræða formanns, Guðjóns A. Kristjánssonar Ung frjálslynd og norrænt samstarf Kristín María Birgisdóttir, formaður Ungra frjálslyndra Lagabreytingar, skýrsla stjórnar Laugardagur 5. mars 09:00 Sveitarstjórnarmál / bæjarmálafélög 10:30 Umræður 12:30 Léttur hádegisverður 13:15 Færeysk fiskveiðistjórnun Jörgen Niclasen varaformaður Fólkaflokksins og fv. sjávarútv. ráðherra Færeyja Fyrirspurnir 13:45 Stjórnmálaályktanir 15:00 Kosningar 16:00 Önnur mál - Afgreiðsla stjórnmálaályktana 17:00 Þingslit 19:30 Móttaka fyrir þingfulltrúa Jörgen Niclasen Skráning í síma 822 1996 eða á xf@xf.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.