Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 36

Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 36
Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - taeknisalan@simnet.is Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is ÚTSALA á glæsilegum brúðarkjólum. Verð frá kr 10.000 Leyfðu okkur að vera þinn fyrsti kostur Síðumúla 13 - 108 Reykjavík Sími: 517-0077 www.granithusid.is Varanlegt Sígild Efni Hönnun Granít Flísar Marmari Handlaugar Travertine Blöndunartæki Onyx Arinfrontar Sandsteinn Sérlausnir 36 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐA í fjölmiðlum undanfarið um einkarekna grunnskóla hefur verið nokkur og hefur Stefán Jón Hafstein komið þar fram fyrir hönd menntaráðs Reykjavíkur og núverandi meirihluta borgarstjórnar. Mörg atriði sem koma fram í grein hans í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. og í frétt af fundi Samfylk- ingarinnar 2. mars sl. sem eftir honum eru höfð, eru röng og misvísandi. Þá finnast þær tölur sem Stefán Jón til- greinir í skrifum sínum ekki í ársreikn- ingum eða stjórnsýsluúttekt Reykja- víkurborgar. Í framangreindri grein Stefáns Jóns í Morgunblaðinu og í frétt af um- fjöllun fundar Samfylkingarinnar, til- greinir hann að framlag vegna launa í grunnskólum Reykjavíkurborgar sé lægst 290.000 kr. og hæst 360.000 kr. á nemanda. Í ársreikningum fyrir ár- ið 2003 er framlag launa lægst 327.848 kr. á nemanda og hæst 577.096 kr., en meðaltal er 442.635 kr. á nemanda. Þarna munar frá 37.000 til 217.000 kr. á nemanda. Ársreikn- ingur fyrir 2004 liggur ekki fyrir en tæplega hafa þessar tölur lækkað þar og í „Starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík 2005“ er ekki unnt að sjá launakostnað. Tölur Stefáns Jóns eru rangar nema að hann sé að tala um einhvern ótilgreindan eða óskil- greindan hluta af launakostnaði. Einkareknir skólar á öðrum stigum skólakerfisins, þ.m.t. leikskólar, framhaldsskólar svo og háskólar njóta sama rekstrarframlags á nem- anda og nemendur ískólum í eigu hins opinbera. Rekstrarkostnaður Til þess að umræða um rekstrar- kostnað hafi einhverja merkingu þarf að taka allan kostnað við rekstur grunnskólanna, þar með talinn hús- næðiskostnað. Nú liggja aðeins fyrir sundurliðaðar tölur frá árinu 2003, en tölur sem koma fram í „Starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík 2005“ sýna hins vegar áætlaðan heildarkostnað. Samanburður þessara talna er eftir- farandi og er þá miðað við Landakots- skóla. (Sjá töflu.) Skoða verður þennan samanburð með hliðsjón af eftirfarandi og ef tek- ið er tillit til þessara athugasemda ætti meðalkostnaður borgarinnar að vera nokkuð mikið hærri. 1. Kostnaður vegna ýmissar þjónustu og langtímafjarvista er innifalinn í greiðslum til einkareknu grunnskól- anna en ekki í rekstrartölum grunn- skóla Reykjavíkur. Tölur fyrir grunn- skóla Reykjavíkurborgar ættu þannig að vera hærri en hér er til- greint. 2. Húsnæðiskostnaður grunnskóla Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003 er svokölluð innri leiga og er hún um 1.000 kr./ m² á mánuði. Þetta er leigu- verð fyrir vörugeymsluhúsnæði í Reykjavík. Réttara væri að miða þessa leigu við um 2.000 kr./ m² á mánuði. Hagkvæmni eða óhagkvæmni Þessi samanburður sýnir hins veg- ar að rekstrartekjur Landakotsskóla eru um 75% af meðalrekstrarkostnaði Reykjavíkurborgar eins og hann er reiknaður í ársreikningi borgarinnar árið 2003. Landakotsskóli er nú rek- inn með halla, en ef hann fengi aukið framlag þannig að framlag Reykja- víkurborgar og skólagjöld stæðu und- ir kostnaði yrði rekstrarkostnaður hans um 90% af meðalframlagi Reykjavíkurborgar til eigin skóla. Fullyrðing Stefáns Jóns á fundi Sam- fylkingarinnar um óhagkvæmar rekstrareiningar einkareknu grunn- skólanna eru því rangar er varðar Landakotsskóla. Þessi fullyrðing hans er því undarleg en kannski er hann að drepa málinu á dreif með til- vísunum í tölur sem ekki finnast í árs- reikningum fræðslumála. Umfjöllun Stefáns Jóns um tíma- mótasamning borgarinnar við Landa- kotsskóla í Morgunblaðinu 28. febr- úar sl. er ekki rétt. Þar talar hann um fullan styrk frá borginni og nýmæli, en lýsir ekki tillögu borgarinnar frek- ar. Hann spyr „Er það vond hugmynd eða góð?“. Hugmynd borgarinnar hefur ekki verið lögð fram. Sanngirni Það hlýtur að vera sanngirnismál að börn í einkareknu skólunum standi jöfn öðrum nemendum í Reykjavík hvað varðar fjárframlög vegna þeirra. Jafnaðarmönnum ætti því að renna blóðið til skyldunnar og sjá til þess að jafnræði ríki. Því tökum við heils hugar undir orð Kjartans Valgarðssonar á fundi Samfylkingarinnar, sem fram koma í frétt Morgunblaðsins 2. mars sl. Þá finnst okkur einnig vert að benda á það að Landakotsskóli hefur starfað frá 1896, eða í tæp 110 ár. Hann er elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík. Hefð hans er því löng og hefur árangur nemenda verið fram- úrskarandi. Má þar nefna að nemend- ur skólans í 4., 7. og 10. bekk hafa ávallt síðustu ár verið í þremur efstu sætum í samræmdu prófunum. Edda Lína Helgason, Eva Garðarsdóttir Kristmanns og Þórunn Erhardsdóttir fjalla um rekstrarkostnað og framlög til grunnskóla Edda Lína Helgason Þórunn er formaður foreldrafélags Landakotsskóla, Eva er gjaldkeri foreldrafélags Landakotsskóla og Edda Lína er foreldri barns í Landakotsskóla. Eva G. Kristmanns Þórunn Erhardsdóttir Rekstrarframlag frá R-borg til grunnskóla árið 2003: Heildarkostnaður: meðaltal allra grunnskóla 637.033 kr./ nemanda lægst 478.208 kr./ nemanda hæst 819.814 kr./ nemanda Landakotsskóli (án skólagjalda)*: 302.910 kr./ nemanda Landakotsskóli (með skólagjöldum)*: 446.910 kr./ nemanda Áætlun fyrir árið 2005 Heildarkostnaður: meðaltal allra grunnskóla 654.847 kr./ nemanda lægst 519.893 kr./ nemanda hæst 833.759 kr./ nemanda Landakotsskóli (án skólagjalda)*: 330.970 kr./ nemanda Landakotsskóli (með skólagjöldum)*: 492.970 kr./ nemanda *Tölur fyrir Landakotsskóla sýna annars vegar framlag Reykjavíkur og hins vegar framlagið að viðbættum skólagjöldum: ’Það hlýtur að verasanngirnismál að börn í einkareknu skólunum standi jöfn öðrum nem- endum í Reykjavík hvað varðar fjárframlög vegna þeirra.‘ Mismunun einkennir stefnu R-listans í málefnum einkarekinna grunnskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.