Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 58

Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 58
ÞRIÐJA hljóðsversplata Coldplay mun bera heitið X&Y og verður gefin út 6. júní af Parlophone. Óhætt er segja að beðið hafi verið eftir þessari plötu með óþreyju, enda er Coldplay, með Chris Martin í broddi fylkingar, ein vinsælasta hljómsveit heims í dag. Fyrsta smáskífan, „Speed of Sound“ kemur hins vegar út 23. maí. Platan kemur í kjölfar A Rush of Blood to the Head sem út kom 2002 en fyrsta plata Coldplay, Parachutes, kom út árið 2000. Báðum þessum plötum var feikivel tekið og hafa þær selst í yfir sextán milljónum eintaka samtals. X&Y var tekin upp á síðasta ári í Bretlandi og stýrði sveitin sjálf upptökum ásamt þeim Danton Supple (Morrissey, Elbow) og Ken Nelson (Badly Drawn Boy, X og Y Coldplay-drengirnir til í tuskið árið 2005. Kings of Convenience). Í opinberri fréttatilkynningu segir að lögin nýju séu byggð á kunnuglegum grunni um leið og sveitin sæki inn á áður ókunnar lendur. Í sumar hefst svo umfangsmesta tónleikaferðalag sveitarinnar til þessa. Tónlist | Ný plata frá Coldplay 58 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Miðasala opnar kl. 15.303 Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj iAlan cummingl i Sýnd kl. 1.50, 3.50 og 6 Ísl tal / kl. 2 og 4. Enskt tal jamie kennedyi Alan cummingl i CLOSER Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Ó.Ö.H. DV  S.V. MBL.M.M.J. Kvikmyndir.com ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA ! I I EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Ó.H.T. Rás 2   i ll l l Tvær vikur á toppnum í USA Will Smith er JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.   Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins! J.H.H. kvikmyndir.com “…það mátti því búast við því að Closer væri góð mynd en hún er gott betur en það.” Þ.Þ. FBL Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! FRUMSÝNING MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l kl. 5.40, 8 og 10.20. FRUMSÝND 18. MARS.1 . . Sló í gegn í USA Flott mynd. Töff tónlist (HOPE með Twista, BALLA með Da Hood & Mack 10). Byggð á sannri sögu. Með hinum eina sanna töffara, Samuel L. Jackson (“The Incredibles”). l tt . ff t li t ( i t , ). i . i i t ff , l . ( I i l ). I I I ATH: Nýja Star Wars EP III sýnishornið frumsýnt á undan myndinni! SKOSKA nýrokksveitin Franz Ferd- inand heldur tónleika í Kaplakrika 27. maí næstkomandi. Hljómsveitin sló í gegn í fyrra með samnefndum frum- burði sínum sem gefinn var út af óháða merkinu Domino Records og hefur í dag selst í yfir tveimur millj- ónum eintaka. Lög eins og „Take Me Out“ og „The Dark Of The Matinée“ hafa notið mikilla vinsælda í útvarpi og Franz Ferdinand tókst hið fágæta á síðasta ári, að njóta vinsælda jafnt hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin hefur sópað að sér verðlaun- um undanfarið og er í hæstu hæðum vinsældanna nú um stundir. Tónlist Franz Ferdinand er eins konar melódískt síðpönk, undir áhrif- um frá hljómsveitum eins og Gang of Four, Wire, Spandau Ballet og Simple Minds. Framreiðsla sveit- arinnar á þessum graut er þó það glæsileg og grípandi að svo virðist sem einhver sammannlegur popp- strengur hafi verið sleginn, með áð- urnefndum afleiðingum. Sagði í umsögn þessa blaðs um téða fyrstu plötu sveitarinnar (18. febrúar, 2004): „… allt þetta gerir Franz Ferdinand algjörlega að sínu með öf- undsverðu átakaleysi ... „artí“ en hreint ótrúlega grípandi og „grúví“ … Þetta er algerlega „brilliant stöff“!“ Áhrifa Franz Ferdinand er meira að segja farið að gæta hjá ungum ís- lenskum rokksveitum, á yfirstand- andi Músíktilraunahátíð, má merkja bæði hljóma og klæðaburð sem hægt er að rekja til þessara geysivinsælu sveitar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti hljómsveitina á síðustu Hróars- kelduhátíð og kom þá í ljós að bassa- leikari hennar, Bob Hardy, er mikill áhugamaður um Ísland. Var hann for- vitinn um staðhætti og menningu hér og hafði greinilega kynnt sér ýmsa hluta er snúa að landi og þjóð. „Hin erfiða seinni plata“ er vænt- anleg í sumar og eru lög af henni tek- in að hljóma á tónleikum sveitarinnar. Það er Hr. Örlygur sem heldur tón- leikana. Nánari upplýsinga um miða- sölu og upphitunarbönd er að vænta síðar. Enginn sveit sló jafn óforvarandis í gegn á síðasta ári og Franz Ferdinand. Tónleikar í Kaplakrika Tónlist | Hljómsveitin Franz Ferdinand til Íslands í maí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.