Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍBÚÐALÁN bankanna eru eðlileg framþróun á lánamarkaði. Þau breikka grunn útlána þeirra á sviði þar sem áhætta er tiltölulega lítil og er þróunin mjög í takt við það sem tíðkast hefur í nálægum löndum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í ávarpi sem hann flutti á fyrsta SBV-degi Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja, sem haldinn var í gær í tengslum við aðalfund samtakanna. Sagði Geir að framvindan á íbúða- lánamarkaðinum veki upp spurning- ar um eðlilega verkaskiptingu milli hins ríkisrekna Íbúðalánasjóðs og bankanna. Sjóðurinn muni vissulega áfram hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Hann telji hins vegar eðlilegt að hlutverk sjóðsins beinist í fram- tíðinni í meira mæli að félagslegum þáttum og ákveðnum landshlutum. Með orðum sínum um að hugs- anlega þurfi að huga að breyttu hlut- verki Íbúðalánasjóðs hefur Geir tek- ið undir þau sjónarmið sem fram hafa komið hjá Birgi Ísleifi Gunn- arssyni seðlabankastjóra. Einkavæðingin hafði áhrif Geir sagði að bankarnir hefðu á síðasta ári komið með myndarlegum hætti í fyrsta sinn á markaðinn með fasteignaveðlán í beinni samkeppni við Íbúðalánasjóð. „Það er ekki vafi á því að einkavæðing bankanna, auk- in stærð þeirra og styrkur í kjölfar- ið, á stóran þátt í því að þeir töldu sér óhætt að leggja út á þessa nýju braut,“ sagði Geir. „Með þeirri vaxtalækkun á langtímalánum til fasteignaviðskipta sem þessari þró- un hefur fylgt, má segja að einka- væðingin hafi með beinum hætti, og kannski skjótvirkari hætti en fyrir- séð varð, bætt lífskjörin í landinu.“ Geir sagði að breyting á hlutverki Íbúðalánasjóðs sé úrlausnarefni á hinum pólitíska vettvangi. „Fara þarf vandlega yfir alla þætti þess máls, meðal annars með hliðsjón af þeim gríðarlegu ábyrgðum sem hvíla á ríkissjóði vegna Íbúðalána- sjóðs. Að mínu mati er rétt að gaum- gæfa þessi mál á næstunni í ljósi þeirra miklu og ófyrirséðu breytinga sem hafa orðið á þessu sviði und- anfarna mánuði. Athyglisvert verð- ur einnig að fylgjast með næstu skrefum bankanna og hvernig þeir vinna áfram úr stöðu sinni á þessum markaði.“ Hann sagði einnig að það verði að ætlast til þess af bönkunum, með hliðsjón af samfélagslegri ábyrgð þeirra, að þeir leggi sitt af mörkum, með skynsamlegri ráðgjöf til sinna viðskiptavina, til að koma í veg fyrir að heimilin í landinu steypi sér í stórum stíl út í óviðráðanlegar skuldir til að fjármagna neyslu. Geir sagði í ávarpi sínu það vera afar mikilvægt fyrir íslenskt efna- hagslíf hvað bankarnir séu orðnir sterkir. „Ég sé fyrir mér að þeir geti í framtíðinni gegnt lykilhlutverki í því að laða erlenda fjárfesta hingað til lands og veita þeim þjónustu. Og ég teldi fara vel á því að næsta stór- verkefni í því efni tengdist sölunni á hlut ríkisins í Landssímanum, sem kynnt var núna í vikunni.“ Tækifæri nýtt til hins ýtrasta Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka og stjórnarfor- maður SBV, sagði í ávarpi á ráð- stefnu SBV, að engum dyljist að út- rás og vöxtur fjármálafyrirtækjanna hefði haft mikil áhrif á íslenskt efna- hagslíf á undanförnum árum. „Við höfum nýtt ný tækifæri í kjölfar nýs lagaumhverfis til hins ýtrasta og gjörbreytt aðstæðum íslenskra fyr- irtækja til aukinna umsvifa jafnt innanlands sem á erlendum mörk- uðum. Starfssvið bankanna erlendis bætir áhættudreifingu þeirra til mikilla muna og um leið svigrúm þeirra til þátttöku í stærri og áhættusamari verkefnum en ella væri mögulegt.“ Hann sagði það til að mynda vera tímanna tákn, að stórframkvæmdir á borð við byggingu álvera og virkj- ana skuli að talsverðu leyti vera fjár- magnaðar hér innanlands. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir örfáum árum síðan. „Aukin stærð og afl bankanna í kjölfar erlendrar starfsemi, og stöð- ugt betra lánshæfismat sem auð- veldar aðgang að hagstæðu fjár- magni, skilar sér einnig með margvíslegum hætti inn í daglega þjónustu þeirra hér á landi. Skýr- asta dæmið um það er ný og kröftug samkeppni þeirra við löngu úrelta skömmtunarstefnu yfirvalda á íbúðalánamarkaði.“ Hann sagði að innkoma íslenskra fjármálafyrir- tækja á íbúðalánamarkaðinn hefði haft í för með sér bestu kjarabót ís- lenskra heimila um áratuga skeið. Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt kynnti rannsókn á vegum Hagfræðiseturs Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík á áhrifum fjármálafyrir- tækja á íslenskan efnahag, en hún stýrði rannsókninni. Fram kom í máli Katrínar að fjármálageirinn auki hagvöxt annars vegar með því að útvega fé til fjármunamyndunar og hins vegar með því að stuðla að útbreiðslu tækninýjunga og tækni- framfara. Sagði hún að því þróaðri sem fjármálamarkaðurinn sé, því meira sé framlag hans til hagvaxtar. Samkvæmt rannsókninni voru heildareignir fyrirtækja á fjármála- markaði hér á landi tæplega ellefu sinnum meiri í árslok 2004 en á árinu 1995. Þær voru tæpir 3.000 milljarð- ar í árslok 2004, sem er rúmlega þreföld landsframleiðslan á árinu, samanborið við 269 milljarða króna árið 1995, sem var um 60% af lands- framleiðslunni þá. Framlag fjár- málaþjónustu til íslenska þjóðarbú- skaparins hefur samkvæmt skýrsl- unni vaxið úr því að vera um 4% af landsframleiðslu á árinu 1997 í 6–7% á árunum 2003 og 2004. Íbúðalán bankanna eðlileg framþróun Fjármálaráðherra telur eðlilegt að hlutverk Íbúðalánasjóðs beinist í meira mæli að félagslegum þáttum Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil áhrif Hreiðar Már segir fjármálafyrirtækin hafa nýtt ný tækifæri í kjölfar nýs lagaumhverfis og gjörbreytt aðstæðum íslenskra fyrirtækja. Spurning um verkaskiptingu Geir segir eðlilegt að hlutverk Íbúðalána- sjóðs beinist í meira mæli að félagslegum þáttum og ákveðnum landshlutum. VINNUBRÖGÐ Ríkiskaupa varð- andi viðhald tveggja varðskipa Landhelgisgæslunnar voru ekki við- unandi að mati Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja en hann gerði þau að umtalsefni á aðal- fundi félagsins á Akureyri í gær. Þá sagðist hann telja að Íslendingar hefðu tapað því forskoti sem þeir höfðu varðandi stjórn fiskveiða. Þorsteinn sagði Samherja ávallt hafa lagt á það áherslu, raunar litið á það sem skyldu sína að starfa með ís- lenskum iðnfyrirtækjum bæði að viðhaldi og þróun búnaðar, en þann- ig væru margfeldisáhrif af starfsemi Samherja umtalsverð. Nýjasta dæmi væri að Slippstöðin á Akureyri væri nú að vinna stór viðhaldsverk- efni á Baldvini NC, „í stað þess að fara með það til Póllands. Okkur var frá upphafi ljóst að verkið yrði dýrara á Akur- eyri en í Póllandi en við töldum það engu að síður rétt.“ Þorsteinn nefndi að alls konar eftirlits- stofnunum hefði fjölgað hér á landi síðastliðin misseri og kostnaður at- vinnulífsins vegna þeirra ykist stöð- ugt. „Oft virðast þessar stofnanir lifa sjálfstæðu lífi.“ Þorsteinn sagði Samherji vera með starfsemi í fjórum Evrópusam- bandslöndum „og ég fullyrði að slík vinnubrögð hefðu ekki verið liðin í neinu þeirra,“ sagði hann og kvaðst þess fullviss að sú ISO-vottun sem pólska stöðin flaggaði og réð að sögn úrslitum í málinu, „er ekki pappírs- ins virði“. Sagði Þorsteinn það mikið áhyggjuefni hversu margar stofnan- ir réðu sér algerlega sjálfar, „og geta vaxið að eigin vild með því að færa kostnaðinn yfir á atvinnulífið“. Forstjóri Samherja gerði einnig að umtalsefni samspil yfirvalda og útgerða innan Evrópusambandsins. „Tilfinning mín er sú að meira sé hlustað á sjónarmið stjórnenda í sjávarútvegi þar en hér heima, auk þess sem samskiptin ytra eru ótrú- lega opin og gagnvirk.“ Íslendingar hafa að hans mati tap- að því forskoti sem þeir höfðu varð- andi stjórn fiskveiða og þyrfti ekki annað en horfa til ESB til að sjá að það væru orð að sönnu. Höfum tapað forskoti varðandi stjórn fiskveiða Þorsteinn Már Baldvinsson ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● TEKJUR bandaríska álrisans Al- coa, sem er að byggja álver í Reyðar- firði, á fyrsta ársfjórðungi voru 6,3 milljarðar Bandaríkjadala, sem sam- svarar ríflega 385 milljörðum króna, og er það aukning um 13% frá sama tímabili fyrir ári. Tekjur félagsins á fyrsta ársfjórð- ungi hafa ekki verið jafnháar í fjögur ár. Miðað við fjórða ársfjórð- ung 2004 juk- ust tekjur Alcoa um 4% og er skýring- arinnar helst að leita í hærra álverði á heimsmarkaði. Framleiðni fjögurra af sex deildum félagsins jókst um meira en 10% á tímabilinu og arðsemi eigin fjár var 7,8%. Í uppgjöri Alcoa fyrir fyrsta ársfjórð- ung ársins er gert ráð fyrir skatta- gjöldum félagsins vegna sölu á El- kem í Noregi, endurskipulagningar félagsins og gjalda vegna innleið- ingar nýlega keyptra rússneskra fyrir- tækja. Á síðustu misserum hefur Alcoa gengið í gegnum niðurskurð á kostn- aðarliðum og virðast hann nú vera að skila sér. Tekjur Alcoa ekki hærri í fjögur ár                              !  "#$   "#$#%   & #'( )'  *+ '$ ,' )'  *$'  -'( )' & #'(  .%#  /$ 0    12%0    12 "0!%  '$)  3      !"  " 2  & #'(  4 '(  42 0'  5 )'   -67' 08  ''    9:%0  1&"  1#!;#$ 1 #'(  1#2   <    =<$$ '$2  '  > '' #  '  ?28  22 @17)%$  # $"% & " ' (  )  " %#( A<00     -'( 62 & #'(    =7 7  ' ) *+" BCAD 16    %          @   @ @  @   @  @ @  @ @ @ @ %< '$ ! <  %   @ @  @ @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @   @ @ @ @ @ @ @ @ E  F @ E @ F E  F @ @ E  F E  F @ E  F E @ F E @ F @ E  F E  F @ @ @ E @ F @ @ E  F @ E @ F @ E  F @ E  F @ @ @ @ 4% #(   ($ ' = #) 6 # ($ G * 1#                  @      @  @   @   @   @  @ @ @ @                  @         @                    @           >   6 +,   =4 H $'#  "0#(       @  @ @   @  @  @  @ @ @ @ =4@ I  2 !2 # #0! =4@ 1<#(  #  #%$$0 2 <  #) % '  =4@ > <   2 0!2$'' ;#$  =4@ )% ' ,$%%'( ● FYRRVERANDI fjármálastjóri Big Food Group, Bill Hoskins, var neydd- ur til að hætta í síðasta mánuði inn- an við tveimur mánuðum eftir að Baugur og Malcolm Walker, fyrrum stjórnarformaður Big Food Group, yfirtóku móðurfélagið sem á keðj- urnar Booker og Iceland, að því er breska blaðið Times fullyrðir. Norðmaðurinn Hans Kristian Hustad stýrir nú Booker og Wood- ward Services sem dreifa mat til veitingastaða og hótela eftir að Bill Grimsey, fyrrum forstjóri Big Food Group, hafnaði því að taka við stjórn Booker. Bill Hoskins starfaði í fyrstu áfram sem fjármálastjóri Booker eftir yfir- tökuna á Big Food Group. Sam- kvæmt heimildum Times töldu nýir eigendur hann ekki vera rétta mann- inn í starfið en haft er eftir talsmanni Booker að það hafi verið sameigin- leg niðurstaða að Hoskins hætti. Hoskins hættur hjá Big Food Group 9 (J 1KL  *  *  + +  "=1A M N *  * +  +  C C /.N *  +  ,  *"N 9 % * +  ,  BCAN MO 5'% *   *  +  + 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.