Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 23 MENNING Annað efni blaðsins Vinasamband sem spannar 9 áratugi Stálheppinn fiðlari Ferðalag um París í Citroën Bragga Konur eru engar kvennafælur Grimaldi fjölskyldan Matur og vín - spegill á íslenskt samfélag Í Tímariti Morgunblaðsins um helgina skipta háskólakonur um ham ARNOLD Schwarzenegger dans- aði tangó í myndinni True Lies og tókst það vel. Hann steig samt svo oft á tærnar á mótleikkonu sinni á meðan atriðið var æft að hún þurfti á læknisaðstoð að halda. Ekki gat ég séð að fiðlusnilling- urinn Maxim Vengerov stigi neitt á tærnar á hinni unaðsfögru Christiane Palha á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í gærkvöldi; dansgólfið sem búið hafði verið til á sviðinu var að vísu ekki stórt en Vengerov náði samt að sýna sannfærandi til- þrif, þótt Palha sé greinilega mun færari dansari. Í tangóinum er jafnrétti kynjanna ekki í hávegum haft, karlmaðurinn ræður alltaf ferð- inni; hlutverk konunnar er að fylgja og á tónleikunum í gær- kvöldi var Palha fullkomin í hlut- verki sínu, í senn auðsveip en líka lokkandi. Vengerov var talsvert stirðari og maður fékk á tilfinn- inguna að Palha stjórnaði honum en ekki öfugt. Tangóinn var óvanalegur loka- hnykkur á viðamiklum konsert eftir Benjamín Júsúpov, en tón- skáldið sjálft stjórnaði hljómsveit- inni. Í verkinu mátti greina alls konar stíla, frá rokki yfir í krefj- andi framúrstefnu, og er tónlistin dæmigerð fyrir þá tilraunastarf- semi og samruna ólíkra menning- arstrauma sem er sífellt meira áberandi í listheiminum. Vengerov spilaði hér á víólu og þótt hann hafi verið stífur á dansgólfinu var enginn viðvaningsbragur á leik hans. Túlkun hans var svo fá- dæma glæsileg að sjaldan hefur annað eins heyrst á tónleikum hérlendis. Vald hans yfir hljóðfær- inu var algert, bogatæknin full- komin, háskaleg hlaup upp og nið- ur strengina voru leikin af yfirgengilegu öryggi, auk þess sem innhverfari augnablik tónlist- arinnar voru einstaklega seiðandi og blæbrigðarík. Rafmagnsfiðlan lék líka í hönd- um hans og kostulegt var að sjá hann spila á svokallaða „luftfiðlu“, þ.e.a.s. ósýnilega fiðlu, en það var hæfilega tilgerðarlegur forleikur að tangóinum í lokin. Konsertinn eftir Júsúpov var magnaður; mikið var um langa, seiðandi tóna sem voru rammaðir inn af furðu einföldum takti hljóm- sveitarmeðlima. Lá við að suður- amerísk stemningin snemma í verkinu væri yfirborðsleg, en þeg- ar næturklúbbstónlistin byrjaði með ljósasýningu og rafmagns- fiðluleik fyrirgafst það auðveld- lega; andrúmsloftið var myrkt, allt að því djöfullegt, og tónlistin missti aldrei flugið eftir það. Vissulega voru sumir kaflar í langdregnari kantinum en í það heila var þetta heillandi tónsmíð og alls ekki óskiljanleg! Ég hafði efasemdir um að „Pathetique“-sinfónía Tsjajkovskís passaði á eftir frumlegum konsert Júsúpovs, og því kom flutning- urinn skemmtilega á óvart. Fyrir þá sem ekki vita þýðir „pathetiq- ue“ sorglegur, ekki glataður, og túlkun stjórnandans var allt annað en glötuð. Þrátt fyrir örlitla óná- kvæmni í leik hljómsveitarinnar var spilamennskan skemmtilega hömlulaus án þess að vera væmin og var heildarútkoman áhrifamik- il. Svipaða sögu er að segja um forleik Mússorgskís að óperunni Khovantschina; þótt strengjaleik- inn hafi skort nauðsynlegan tær- leika í upphafi var rétta tilfinn- ingin til staðar í músíkinni. Og það er alltaf best. Sjaldan hefur annað eins heyrst hérlendis TÓNLIST Háskólabíó Verk eftir Júsúpov, Mússorgskí og Tsjajkovskí. Einleikari: Maxim Vengerov; stjórnandi: Benjamín Júsúpov. Fimmtudagur 7. apríl. Sinfóníutónleikar Morgunblaðið/Golli „Vald hans yfir hljóðfærinu var algert, bogatæknin var fullkomin, háskaleg hlaup upp og niður strengina voru leikin af yfirgengilegu öryggi, auk þess sem innhverfari augnablik tónlistarinnar voru einstaklega seiðandi og blæbrigðarík,“ segir Jónas Sen meðal annars um leik Maxims Vengerovs á sinfóníutónleikunum í gærkvöldi. Jónas Sen Maxim Vengerov ásamt dansfélaga sínum, Christiane Palha. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.