Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 41 Atvinnuauglýsingar Byrjunarlaun 200 þ. Verktakafyrirtæki óskar að ráða 2 hrausta menn á aldrinum 25-35 ára. Byrjunarlaun 200 þús. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist til augldeildar Mbl. merktar: „Hraustur 05“. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á Heimaey VE 1 sem stund- ar togveiðar. Vélarstærð 995 kW. Umsóknir með hefðbundnum upplýsingum sendast á netfang: eh@isfelag.is eða í síma 861 2287. Ísfélag Vestmannaeyja hf. Víramaður óskast! Tben ehf. óskar eftir að ráða starfsmann sem er vanur víravinnu og hefur góða þekkingu á veiðarfærum, helst vanan netagerðarmann. Vinsamlega sendið umsókn í pósti til Tben ehf., Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður, eða með tölvupósti steini@tben.is merkt „Víramaður“. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Benedikts- son, s. 544 2245. 1. vélstjóra vantar á Antares VE 18 sem er uppsjávarskip. Vélarstærð 1920 kW. Umsóknir með hefðbundnum upplýsingum sendast á netfang : eh@isfelag.is eða í síma 861 2287. Ísfélag Vestmannaeyja hf. Raðauglýsingar 569 1111 Tilkynningar Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogs á auglýstum tillögum að deiliskipulagi Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarráðs Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulagstillögum: Dimmuhvarf 14. Breytt deiliskipulag. Þann 20. janúar 2005 samþykkti bæjarráð Kópavogs tillögu að breyttu deiliskipulagi lóð- arinnar nr. 14 við Dimmuhvarf. Í breytingunni felst að norðvestan núverandi íbúðarhúss er bætt við byggingarreit fyrir vinnustofu á 1. hæð, að hámarki 112,5 fm að flatarmáli. Tillag- an var auglýst frá 26. nóvember til 27. des- ember 2004 með athugasemdafresti til 11. jan- úar 2005. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið máls- gögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnar- tíðinda 11. apríl 2005. Funahvarf 2. Grunnskóli í Vatnsenda. Breytt deiliskipulag. Þann 21. október 2004 samþykkti bæjarráð Kópavogs tillögu að breyttu deiliskipulagi lóð- arinnar nr. 2 við Funahvarf. Í breytingunni felst að lóð stækkar nokkuð, fyrirkomulag bílastæða breytist og þeim fjölgar og afmörkun bygging- arreitar breytist. Tillagan var auglýst frá 3. sept- ember til 1. október 2004 með athugasemda- fresti til 18. október 2004. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deili- skipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 11. apríl 2005. Bláfjöll. Skíðasvæði. Deiliskipulag. Þann 3. febrúar 2005 samþykkti bæjarráð Kópa- vogs tillögu að deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Í tillögunni felst afmörkun skíða- svæðis, skíðabrekkna og svæðis fyrir skíða- göngu. Þar eru jafnframt skilgreindir bygging- arreitir fyrir skíðalyftur, þjónustuhús, skála- byggingar og viðbyggingar við núverandi skála og skemmur. Gert er ráð fyrir stækkun núver- andi bílastæða sem og nýjum bílastæðum í tengslum við nýbyggingar. Tillagan var auglýst frá 2. apríl til 7. maí 2004 með athugasemda- fresti til 24. maí 2004. Athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deili- skipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 11. apríl 2005. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreindar deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudög- um frá 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Borgartún 23, 29, 31 og 33. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Borgartún 23, 29, 31 og 33. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gerður er byggingarreitur fyrir inndregna fjórðu hæð, hámarksnýtingarhlutfalli er breytt og veitt er heimild fyrir þakgörðum og viðbyggingum á framhlið. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 8. apríl til og með 20. maí 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingar- sviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 20. maí 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 8. apríl 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Tillaga að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Norðurlandsskóga Skipulagsstofnun auglýsir hér með tillögu að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Norðurlands- skóga samkvæmt 15. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna Norðurlandsskóga um skógrækt á þeirra vegum. Skilgreind er málsmeðferð við af- greiðslu umsókna og gerð skógræktaráætlana fyrir einstakar jarðir, s.s. hvernig staðið verður að gagnaöflun og –greiningu og til hverra verð- ur leitað varðandi gögn og greiningu. Settar eru fram áherslur um útfærslu skógræktar, s.s. varðandi tegund skógræktar, trjátegundir, jarð- vinnslu, áburðargjöf, náttúruvernd og minja- vernd. Skipulagstillagan liggur frammi til kynningar frá 8. apríl til 20. maí 2005 á eftirtöldum stöð- um: Skrifstofu Öxarfjarðarhrepps, Bakkagötu 10, Kópaskeri. Stjórnsýsluhúsi Húsavíkurbæjar, Ketilsbraut 7-9, Húsavík. Skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri. Ráðhúsi Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki. Skrifstofu Blönduósbæjar, Húnabraut 6, Blönduósi. Skrifstofu Húnaþings vestra, Klapparstíg 4, Hvammstanga. Skrifstofu Norðurlandsskóga, Gömlu gróðrar- stöðinni Krókeyri, Akureyri. Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Norður- landsskóga www.nls.is og heimasíðu Skipu- lagsstofnunar www.skipulag.is. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 20. maí 2005. Athuga- semdir skulu vera skriflegar og berast til Skipu- lagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Skipulagsstofnun. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Lenging Þingeyrarflugvallar og vegagerð í Dýrafirði, Ísafjarðabæ. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 6. maí 2005. Skipulagsstofnun. Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.