Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 17 MINNSTAÐUR                       Komdu í Smáralind á morgun, 9. apríl, og kynntu flér starfi› í sumarbú›um KFUM og KFUK í sumar. Vi› ver›um me› frábæra dagskrá me› fullt af skemmtiatri›um og miklu fjöri frá kl. 13-16. Skráning í sumarbú›irnarhefst laugardaginn 9. aprílkl. 12 í Vetrargar›inum í Smáralind. H Ó L A V A T N K A L D Á R S E L V A T N A S K Ó G U R V I N D Á S H L Í ‹ Ö L V E R L E I K J A N Á M S K E I ‹ NYLON BÚDR†GINDI o.fl. E N N E M M / S IA / N M 15 7 4 8 Akranes | Ársreikningur Akra- neskaupstaðar og stofnana fyrir árið 2004 verður lagður fyrir bæjarstjórn nk. þriðjudag til fyrri umræðu. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra var af- koma kaupstaðarins mjög góð í fyrra og „betri en elstu menn muna“. Í fyrsta skiptið í sögu sveitarfélagsins hafi engin lang- tímalán verið tekin vegna fram- kvæmda á árinu og langtíma- skuldir A-hluta sveitarsjóðs, aðrar en lífeyrissjóðsskuldbind- ingar, lækkuðu um tæpar 119 milljónir króna og skammtíma- skuldir lækkuðu um 27,4 millj- ónir. Lífeyrisskuldbindingar hækkuðu á árinu um 160,5 millj- ónir og eignfærðar fram- kvæmdir sveitarfélagsins 2004 voru 101,9 milljónir króna. Tekjur A-hluta sveitarsjóðs reyndust 1.907.379 þkr og voru 139 milljónum yfir áætlun. Rekstrarafkoma var í heildina jákvæð um 86 milljónir og hand- bært fé í árslok var 175,5 mkr og hækkaði um 49,1 milljón. Gísli segir eiginfjárstöðu sveitarfélagsins afar sterka og að heildareignir þess séu liðlega 5 milljarðar. Þess má geta að íbúum Akra- nesskaupstaðar fjölgaði á síð- asta ári um 73 íbúa, úr 5.582 í 5.655 og nemur aukningin 1,3% milli ára. Ársreikningur tek- inn til fyrri umræðu Afkoma „betri en elstu menn muna“ LANDIÐ Bolungarvík | Áformað er að opna safnið í Ósvör 21. apríl nk., sumardag- inn fyrsta. Á fundi menningarráðs Bolungarvíkur fyrir skemmstu kom fram að öllum viðhaldsverkefnum væri að mestu lokið í verbúðinni, en eftir væri að ganga frá gluggum ásamt grjóthleðslu í salthúsi og er gert ráð fyrir að því verkefni ljúki á næstu vik- um. Safnið í Ósvör er endurbyggð verbúð með salthúsi, fiskihjalli, sex- æringi, dráttarspili, fiskreit og úti- hjöllum og innanhúss og utan eru munir sem tilheyra árabátatímanum. Kvikmyndin Verstöðin Ísland var tek- in að hluta í Ósvör.Morgunblaðið/Árni SæbergEndurbyggð verbúð Munir frá árabátatímanum eru í og við Ósvararsafn. Viðhaldi safnsins í Ósvör að mestu lokið Stokkseyri | Þrestirnir kúra og reyna að halda á sér hita með því að stilla sér upp í sólinni og ýfa fiðrið, svo það einangri betur. Þeir eru eins og kúlur eða fiðurhnoðrar. Þúsundir þrasta eru nú í þanghrönnum á Eyr- arbakka og Stokkseyri að krafsa eft- ir þangflugulirfum. Aðrir reyna að halda á sér hita, með því að hreyfa sig sem minnst og geyma orkuna. Að sögn Jóhanns Óla Hilm- arssonar fuglafræðings má búast við að eitthvað drepist af fuglum, en hretið nú er ekki óvanalegt á þess- um árstíma og góð tíð dagana á und- an gerði fuglum kleift að ná sér í fæðu og endurheimta kraftana eftir langt og erfitt farflugið. Spáð er hlý- indum og þá ættu fuglarnir að geta safnað kröftum að nýju, að hans sögn. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Ýfa fiðrið Þrestirnir halda á sér hita með því að ýfa fiðrið í kuldakastinu sem gengið hefur yfir landið. Þrestirnir kúra í kuldanum Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.