Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS Sýnd kl. 6 m. ísl. tali, Sýnd kl. 6 m. ensku tali  K&F X-FM ÓÖH DV WWW.BORGARBIO.IS FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY  ÓÖH DV  ÓÖH DV  Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Í fjölskyldu þar sem enginn skilur neinn mun hún smellpassa í hópinn Every family could use a little translation Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.45. kl. 5.30, 8 og 10.30. F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Will Smith er Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Hann fær nýjan yfirmann, óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir Með Dennis Quaid í fantaformi ásamt Topher Grace (That´s 70s Show) og Scarlett Johnsson (Lost in Translation). Með Dennis Quaid í fantaformi ásamt Topher Grace (That´s 70s Show) og Scarlett Johnsson (Lost in Translation).  B.B. Sjáðu Popptíví S.K. DV  B.B. Sjáðu Popptíví  ótextuð NORSK-ÍSLENSKA skjallbandalagið Inc., sem saman- stendur af Ásgerði Eyþórsdóttur og Monicu Haug, stend- ur fyrir tónleikum í Hveragerðiskirkju í kvöld. Aðalnúmer kvöldsins er Valgeir Guðjónsson, en auk hans koma fram systurnar Hildur og Rakel Magnúsdætur frá Hveragerði, en Hildur var á meðal keppenda í Idol-Stjörnuleit. Tónleikarnir eru liður í tónleika- röðinni Kvöld í Hveró, en 18. mars reið Halli Reynis á vaðið með fyrstu tónleikum raðarinnar. Ásgerður, sem býr í Hveragerði, segir að hugmyndin að Kvöldi í Hveró hafi kviknað í kjölfar þess að hún og Monica skipulögðu tónleika með Jóni Ólafssyni í kirkjunni í nóvember. „Þeir heppnuðust mjög vel; mætingin var fín og stemningin góð. Eftir þetta uppátæki langaði okkur að endurtaka leikinn og skipulögðum því þessa tónleikaröð, enda ekki oft sem tónleikar af þessu tagi eru haldnir utan höfuð- borgarsvæðisins. Við vitum líka að það er bullandi gróska í tónlistarlíf- inu hérna á Suðurlandi,“ segir hún. Hún segir að kirkjan sé afskaplega vel fallin til tónlistarflutnings; hljómurinn sé afar góður. Sækja fólk úr borginni Ásgerður segir að þeim stöllum hafi þótt tími til kominn að fólk sækti tónleika úr borginni til Suðurlands, frekar en að Sunnlend- ingar færu í bæinn til að sækja menningarviðburði. „Við stöndum að þessu í samstarfi við menningar- málanefndina í Hveragerði, auk þess sem við fengum Hótel Örk í samstarf, en þar er boðið upp á til- boð sem felur í sér gistingu, tón- leikamiða og morgunverð, fyrir 4.900 krónur,“ segir hún. Tónleikaröðin heldur áfram 22. apríl, þegar Fabúla kemur fram, en 6. maí spila systkinin KK og Ellen. Hinn 20. maí verða tónleikar Stef- áns og Eyfa í Selfosskirkju, í sam- vinnu við menningarhátíðina Vor í Árborg. Reggísveitin Hjálmar bind- ur svo endahnútinn á Kvöld í Hveró 3. júní með tónleikum í Hvera- gerðiskirkju. Valgeir Guðjónsson spilar á Kvöldi í Hveró í Hveragerðiskirkju í kvöld. Rakel og Hildur Magnúsdætur syngja einnig, en tónleikarnir hefj- ast kl. 21.00. Tónlist | Valgeir Guðjónsson spilar í Hveragerðiskirkju í kvöld Annað Kvöldið í Hveró Morgunblaðið/Jim Smart Valgeir Guðjónsson ætlar að spila á Kvöldi í Hveró. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is KVIKMYNDIN Boogeyman er ný hrollvekja frá þeim sömu og færðu okkur The Grudge en Sam Raimi veit hvað hann syngur þegar kemur að framleiðslu hryllings- mynda. Myndin gerist í Chicago samtímans og fjallar um ung- an mann sem á slæmar bernskuminningar og er í raun enn að berjast við hræðilegar martraðir sem sækja á hann hvert einasta kvöld. Eina leiðin sem hann hefur til að losa sig við martraðirnar er að fara á gamla bernsku- heimili þar sem hryll- ingurinn á upptök sín. Frumsýning | Boogeyman Hræðslan tekur völdin í Boogeyman. Margt býr í myrkrinu ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 32/100 Hollywood Reporter 60/100 New York Times 30/100 Variety 70/100 (metacritic) GAMANDRAMAÐ In Good Company skartar prýðis- leikurum en í helstu hlutverkum eru Scarlett Johans- son, Dennis Quaid og Topher Grace úr That ’70s Show sem er ný rísandi stjarna í Hollywood. Myndin fjallar í stuttu máli um auglýsinga- sölustjóra sem er kominn á sextugsaldur en fær nýj- an yfirmann sem er helmingi yngri en hann. Nýi og gamli tíminn mætast á skemmti- legan hátt í mynd, sem hefur hlotið fína dóma. Frumsýning | In Good Company Scarlett Johansson og Dennis Quaid í hlutverkum sínum. Góður félagsskapur ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 66/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 70/100 New York Times 70/100 Variety 70/100 (metacritic) ÞÆTTIRNIR um Svamp Sveinsson hafa notið vinsælda en nú er verið að frumsýna kvikmynd um kappann. Myndin gekk vel í bandaríska bíógesti en hér er hún tal- sett á íslensku auk þess að vera sýnd með ensku tali. Þessi teiknimynd þykir fyndin og frumleg og ætti öll fjöl- skyldan að geta skemmt sér yfir henni. Fylgst er með skringilegum ævintýrum neðansjávar, ævintýrum sem eiga sér stað á Bikinibotni. Svampur Sveinsson og félagar fá það verkefni að hafa uppi á kórónu Neptúns konungs. Í ensku útgáfunni eru það David Hasselhoff, Scarlett Johansson, Alec Baldwin og Jeffrey Tambor, sem ásamt fleirum ljá teikni- myndapersónunum rödd sína. Frumsýning | Svampur Sveinsson Svampur Sveinsson er hress! Ævintýri neðansjávar ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 66/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 90/100 New York Times 80/100 Variety 70/100 (metacritic)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.