Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur fékk starfsviðurkenningu Reykja- víkurborgar fyrir árið 2004, sem afhent var með viðhöfn í Höfða á föstudag. Þetta er í áttunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Gerð- ur G. Óskarsdóttir tekur hér við viðurkenningarskjali úr hendi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hið nýja Menntasvið tók til starfa 1. júní sl. og lauk þá níu ára sögu Fræðslumiðstöðvarinnar sem tók til starfa þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna. Steinunn Valdís sagði það hafa verið mikla gæfu að fá Gerði til starfa sem forstöðumann. Með frumkvöðlahugsun hefði hún drifið með sér samstarfsfólk og skóla- stjórnendur og skapað skólastarf í grunnskólum Reykjavíkur sem hefði vakið athygli út fyrir land- steinana. Morgunblaðið/Jim Smart Fræðslumiðstöðin verðlaunuð LEIÐTOGAÞING lútherskra kirkna í Evrópu var sett í Reykholts- kirkju á miðvikudaginn en á þinginu eru rædd ýmis þau málefni er snerta sérstaklega lútherskar kirkjur í Evrópu. Evrópudeild Lútherska heimssambandssins stendur fyrir þinginu en þátttakendur, sem eru um níutíu manns, koma frá 23 lönd- um. Þinginu lýkur í dag í Skálholti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið á föstudaginn að þingið hefði farið vel fram og miklar umræður skapast um kristna trú og stöðu hennar á okkar tímum. „Tilgangur þingsins er sá að gefa þátttakendum kost á því að bera saman bækur sínar og fræðast hver af öðrum. Umræðuefnin að þessu sinni eru framhald af aðalþingi Heimssambandsins sem haldið var í Winnipeg árið 2003 en þar var sam- þykkt stefnumörkun um boðun kirkjunnar. Allar þessar kirkjur, stórar og smáar eru að fást við sam- tíðina þar sem eru gríðarmiklar sviptingar,“ segir biskup. Afhelgun samfélagsins Að sögn biskups hefur töluvert verið rætt um það sem kallað er af- helgað samfélag. „Þannig hefur ver- ið sagt að samfélag þar sem hið trúarlega hefur verið tekið úr sam- bandi einkenni okkar tíma. Í fyrir- lestrum kom hins vegar fram að menn vilja frekar líta á samfélag okkar tíma sem samfélag þar sem endurhelgun heimsins er mjög áber- andi. Trúmál eru þannig aftur komin á dagskrá en það hafa þau ekki verið lengi og leika nú býsna stórt hlut- verk víða í heiminum.“ Fram hefur komið á þinginu að kristnar kirkjur í Evrópu séu í varn- arstöðu. Hins vegar hafi þær styrkst í öðrum heimshlutum. Að mati bisk- ups hafa þannig átt sér stað ákveðin pólskipti í kristinni trú en jafnframt sé erfitt að benda á ástæður þessa. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir þessari þróun en margt helst þar í hendur. Í því sambandi var mjög fróðlegt að heyra hér á þinginu um kirkjurnar í Austur-Evrópu sem í áratugi voru í viðjum guðlauss kommúnisma. Hið guðlausa ríki réð ferðinni og þar áður nasisminn. Af- gerandi skil urðu í samfélaginu en allt sem tengdist trú og kristni var tekið út af borðinu og hinni opinberu orðræðu. Nokkrar kynslóðir hafa því enga þekkingu á grundvallaratriðum kristinnar trúar og hafa jafnvel aldr- ei komið inn fyrir kirkjudyr. Þegar múrinn fellur og frelsið kemur fá þessar kirkjur svigrúm og tækifæri til þess að starfa en þær eru á byrj- unarreit,“ segir biskup og bendir á að einn fyrirlesaranna á þinginu hafi vitnað í ónefndan fræðimann þessu til skýringar. „Hann sagði að við fögnuðum frelsi úr fangelsinu en uppgötvuðum að við vorum lokuð inni í vörumarkaði. Þannig að frelsið var viðskiptafrelsi og allt var metið á forsendum markaðarins.“ Kristnin sækir á í Afríku Á þinginu hefur það einnig komið fram að á sama tíma og kristni er á undanhaldi í Evrópu komi fjöldi fólks inn í evrópsk samfélög úr öðr- um heimshlutum. Að mati biskups breytir þetta myndinni töluvert. „Hér er ekki einungis átt við músl- ima sem koma frá Afríku og Austur- löndum og eru áberandi. Í álfuna flytur kristið fólk frá Afríku en menn gefa því sjaldan gaum og telja oft á tíðum að menn sem komi af þeim slóðum séu múslimar og jafnvel heið- ingjar. Það er aldeilis ekki. Gömlu kirkjurnar í Evrópu standa því einn- ig andspænis því að öflugar kristnar kirkjur eru að koma undir sig fót- unum í evrópsku samfélagi og við höfum ekki hugmynd um þær því þetta gerist undir yfirborðinu.“ Að sögn biskups segja um sex þús- und manns sig úr kristnum kirkjum í Evrópu á dag en í Afríku taka um tuttugu og þrjú þúsund manns kristna trú á degi hverjum. „Þetta er gríðarlegur munur og hefur verið til umræðu hér á þinginu. Þá hefur verið rætt að boðun kirkjunnar sé ekki einungis fólgin í predikun yfir fólki heldur eigi einnig að felast í henni að ganga með fólki þar sem það er á ferðinni. „Menn vilja þannig sjá aukna áherslu á því að kirkjan sé til staðar með boðskap- inn um Jesú Krist þar sem fólk er.“ Að sögn biskups eru þátttakendur ánægðir með land og þjóð og hafa ekki látið kalt veður á sig fá. „Gest- unum finnst landið fagurt og kirkj- urnar okkar afskaplega fallegar en slíkt er gaman að heyra. Þá langar alla til þess að kaupa íslenskar ullar- peysur áður en þeir fara heim og við megum vera ánægð með það,“ segir biskup að lokum og hlær, en hann vonast til þess að þær hugmyndir sem fram komi á þinginu muni nýt- ast mönnum við þau störf sem fram undan eru. Kristnar kirkjur í varnarstöðu í Evrópu Leiðtogaþing lútherskra kirkna í Evrópu í Reykholti Morgunblaðið/Þorkell Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur hefur sýknað mann, sem sá um tíma um rekstur Félagsheimilis Seltjarnar- ness, af kröfu um greiðslu stefgjalda fyrir meintan tón- listarflutning í húsinu. Kemst dómurinn m.a. að þeirri niðurstöðu að lagaheimild hafi skort til að áætla stef- gjöld eins og gert hafi verið í þessu máli. STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) og SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda), kröfðu manninn um stefgjöld- in árið 2003 og byggðu kröf- una, um 430 þúsund krónur, á því að umræddur maður hefði á árunum 2000 til 2002 dreift stöðugt til almennings, með hátalara eða á annan hátt, tónverkum sem vernduð væru af höfundarlögum. Fjárhæð reikninganna var byggð á gjaldskrá STEF. Maðurinn sagðist hins veg- ar hafa rekið veisluþjónustu í félagsheimilinu, ekki haft leyfi fyrir samkomum, sem haldnar voru í félagsheim- ilinu, heldur þeir sem sam- komurnar héldu. Sú þjónusta sem hann hefði látið þessum aðilum í té hefði verið að selja þeim mat og aðrar veitingar í félagsheimilinu. Hefði tónlist verið flutt á slíkum samkom- um hefði hún alfarið verið á vegum þess sem samkomurn- ar hélt. Héraðsdómur segir í niður- stöðu sinni, að af texta reglu- gerðar STEF verði ekki ann- að ráðið en að sá, sem samkomuna haldi, sé aðal- skuldari STEF-gjalda. Með öðrum orðum hafi stefnend- um borið að innheimta hjá þeim, sem fengið höfðu skemmtanaleyfi hjá lögreglu- stjóra í salarkynnum Félags- heimilis Seltjarnarness. Sýknaður af kröfum um stef- gjöld ALLS voru 264 ungmenni, 17 ára og eldri, enn á biðlista eftir at- vinnu hjá Vinumiðlun ungs fólks í Reykjavík í gær. Að sögn Selmu Árnadóttur, forstöðumanns Vinnu- miðlunar ungs fólks, er það eink- um fólk undir lögræðisaldri sem gengur illa að fá vinnu en 110 ung- menni úr þessum hópi eru 17 ára. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks lögðu fram fyrirspurn á fundi ráðsins í fyrradag þar sem spurt var hvort ætlunin væri að koma til móts við þennan hóp ung- menna. Minnt var á að sumarið væri sá tími sem mest hætta væri á að ungt fólk leiddist út í vímuefna- notkun og hefði sumarstarf því ákveðið forvarnargildi. Alls bárust 2.600 umsóknir um störf til Vinnumiðlunar ungs fólks í ár og er ráðgert að 1.200 fái störf hjá hinum ýmsu stofnunum borgarinnar, eða um 300 færri en í fyrra. Engin ákvörðun liggur fyrir hjá borgaryfirvöldum um aukafjárveit- ingu vegna ráðninga sumarfólks. 264 ungmenni á biðlista eftir vinnu LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að undanförnu aukið notkun reið- hjóla við löggæslu en tveir lög- reglumenn á reiðhjólum handtóku ökumann fyrir utan veitingastað við Laugaveg nótt eina í síðustu viku. Í frétt á lögregluvefnum seg- ir að lögreglumennirnir hafi veitt ökumanninum athygli þar sem hann ók bifreið sinni allgreitt nið- ur Laugaveg og stansaði fyrir ut- an veitingastað. Höfðu þeir tal af ökumanninum þar sem hann sat undir stýri bifreiðarinnar. Vakn- aði þá grunur um að ökumaður væri ölvaður og var hann því færður á lögreglustöð til töku blóðsýnis. Í fréttinni segir jafnframt að löggæsla sem þessi hafi gefið góða raun. Fara lögreglumenn yfirleitt tveir saman og þá helst um þau svæði þar sem gangandi fólk er flest á ferð og erfiðara að komast um á bifreiðum en reiðhjólum. Aukin notkun reiðhjóla við löggæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.