Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 53 Anna Karenína hefst á þeimorðum að allar hamingju-samar fjölskyldur séu eins,en þær óhamingjusömu mæti hver óhamingjunni á sinn hátt. Víst er nokkuð til í því, ekki síst þegar listin er annars vegar – hún eins og þrífst á óhamingju og erfiðleikum því þó mörg merkileg listaverk hafi orðið til í gleði er eins og úr myrkrinu spretti veigameiri verk, í þeim meiri átök, meiri spenna og meiri matur fyrir áhorfanda og áheyranda. Það er líka svo að þeir listamenn sem leita í myrkrið, glíma við sorg og trega, ná yfirleitt betur til manns en þeir sem eru glaðværðin holdi klædd og gott dæmi um það er tónlistarkona Luc- inda Williams sem hefur sótt kraft í mótlætið, ort sig út úr erfiðleikunum og styrkst við hverja raun. Ekki vantaði listina á heimili Luc- indu Williams, faðir hennar marg- verðlaunað ljóðskáld og háskólakenn- ari og móðirin konsertpíanisti. Þrátt fyrir það átti Lucinda rótlausa æsku, því starf foreldranna kallaði á mikil ferðalög og búsetu víða um suðurríki Bandaríkjanna og Suður-Ameríku. Lucinda lærði á píanó sem barn og kynntist rækilega sígildri tónlist og þjóðlegri tónlist sem foreldrar henn- ar héldu mikið upp á. vendipunktur í tónlistarsögu hennar var er hún heyrði Highway 61 Revisited og féll gersamlega fyrir Bob Dylan – eftir það voru örlög hennar ráðin. Eins og Lucinda lýsir því sjálf fannst henni sem hún gæti ekkert sungið af viti og því væri málið að ná góðum tökum á lagasmíðunum ef hún ætlaði sér að fást við tónlist á annað borð. Hún lagði því hart að sér við lagasmíðarnar sem bar þann ávöxt að hún er jafnan talin með helstu laga- smiðum. Það hefur líka komið á dag- inn að hún er framúrskarandi söng- kona, ekki með ýkja fallega rödd en persónulega og tilfinningaríka. Byrjað á blús Á fyrstu plötunni söng hún hús- ganga og blúsa en á þeirri næstu var komið að hennar eigin efni og hefur verið svo upp frá því. Með tímanum hefur tónlistin breyst smám saman, sveitatónlistin látið undan síga fyrir rokkinu, en textarnir hafa líka breyst – hún er ekki lengur að segja sögur, heldur skyggnist hún inn á við, syng- ur frá hjartanu og oft opinskátt um líf sitt og ástir. Fyrir skemmstu kom út með henni tvöföld tónleikaplata, Live @ The Fillmore, sem lögin á eru tek- in upp á þrennum tónleikum í San Francisco. Live @ The Fillmore dregur nokkuð dám af þessari þróun í tónlist Lucindu, því ekki eru nema fjögur laganna af plötunum Lucinda Williams, Sweet Old World og Car Wheels on a Gravel Road sem gefnar voru út á árunum 1988 til 1998. Hin lögin átján eru af Essence, sem kom út 2001, sjö lög, og World Without Tears, sem kom út 2003, ellefu lög. Vestan hafs varð mikil tónlist- arvakning í upphafi áttunda áratug- arins þegar ungir tónlistarmenn tóku að steypa saman sveitatónlist og rokki vel sýrðu með austrænum áhrifum og lífsspeki. Þessi ár mótuðu Lucindu mjög sem tónlistarmann. Á fyrstu plötunni, sem hún hljóðritaði í Jackson í Mississippi, var þó við- fangsefnið hefðbundin tónlist, gamlir blúsar og svitasöngvar, gamlar lummur sem gefa þó góða vísbend- ingum að Lucinda vildi frekar vera í skugganum en sólinni – á plötunni voru meðal annars lög með Robert Johnson og Hank Williams, sem báð- ir áttu erfiða daga og hlutu illan endi. Það er merkilegt þegar litið er yfir sögu Lucinda Williams að hún gefur plötur sína jafnan út hjá smáfyr- irtækjum í stað þess að semja við út- gáfurisa. Skýring þess er einföld –hún hefur neitað að semja við fyr- irtæki nema hafa tryggingu fyrir því að hún ráði því sem hún vill varðandi plötur sínar. Mest reyndi á það er hún samdi við Mercury, meðalstórt fyrirtæki sem var og er í tygjum við risa, og þegar platan var tilbúin neit- aði útgáfan að gefa hana út nema Lucinda breytti henni, gerði hana að meiri sveitartónlistarplötu eða meiri rokkplötu, enda sáu menn ekki hvernig þeir ættu að geta selt plötu sem spannaði báðar þessar tónlist- arstefnur. Lucinda sat þó við sinn keip og á endanum lúffaði útgáfan, gaf plötuna út eins og Lucinda vildi hafa hana. Umrædd plata var Car Wheels on a Gravel Road, sú plata hennar sem selst hefur einna best og fékk í þokkabót Grammy-verðlaun. Kemur kannski ekki á óvart þótt næsta platan hennar þar á eftir hafi verið hjá smáfyrirtæki og aðrar plöt- ur hennar upp frá því. Það orð hefur farið af Lucindu að hún sé erfið í samstarfi, geri allt of miklar kröfur, eiginlega óþolandi frekja-, eins og svo algengt er að sagt sé um konur sem vita hvað þær vilja. Málið með Lucindu Williams er þó ekki að hún sé smámunasöm eða hald- in fullkomnunaráráttu – hún vill ein- faldlega að hlutirnir fái að taka sinn tíma, að lögin fái að mótast í friði og ef það hentar laginu að vera ekki full- komið þá fær það að vera svo. Í við- tölum við hana kemur einmitt fram þessi þrjóska, áherslan á að hlutirnir séu í lagi, að lögin njóti sín og textinn ekki síður. Segir sitt að á tuttugu og sex árum hefur hún gefið út sjö hljóð- versplötur og Live @ The Fillmore því áttunda platan. Á þeirri skífu má glöggt heyra að hún kann vel til verka, hljómsveitin sem spilar með henni er gríðarlega vel samstillt og skipuð fyrsta flokks hljóðfæraleikurum. Frá því fyrsta skífan kom út með eintómum lögum eftir aðra hefur Lucinda Williams samið sína tónlist sjálf og komið víða við. Hún hefur næmt auga fyrir hinu smáa í lífinu, fyrir lítilmagnanum og fyrir þeim sem glíma við sorgina. Ástarmálin hafa jafnan verið Lucindu erfið, en eins og hún segir söguna sjálf þá finnst henni best að vera ein, það sé best fyrir listina, fyrir lagsmíðarnar, að vera ekki of hamingjusamur. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Leitað í myrkrið Lucinda Williams er með bestu lagasmiðum vest- an hafs, frábær söngkona og góður gítarleikari. Hún er fræg fyrir vönduð vinnubrögð, eins og sést á því að hún hefur aðeins gefið út átta plötur á tuttugu og sex árum. Fyrir stuttu kom einmitt út áttunda plata, tvöföld tónleikaplata sem heitir Live @ The Fillmore. Stórmyndin Batman Begins verðurfrumsýnd hérlendis í næstu viku enhluti myndarinnar var tekinn upphérlendis. „Ég vinn sem framleiðslu- stjóri og rek erlendu deildina hjá Saga Film,“ segir Finnur Jóhannsson sem var yfir tök- unum á Batman Begins hérlendis. Hann segir að svona verkefni byrji með fyrirspurn frá út- löndum og næsta skrefið sé að leita að heppi- legum tökustöðum hérlendis. Hann útskýrir að boltinn velti áfram þar til eins og í þetta skiptið „að það endaði með því að leikstjórinn, hönnuðurinn og framleiðend- urnir komu til landsins. Þegar búið er að finna tökustað fer síðan framleiðsluferlið af stað. Maður byrjar að ráða mannskap. Í þessu til- viki þurfti að smíða mikið. Leikmyndin var mikil og undirbúningurinn eftir því,“ segir hann en tökur stóðu yfir í sex daga fyrstu vik- una í mars á síðusta ári. Undirbúningur og eftirvinna stóð hinsvegar yfir frá nóvember 2003 til maí 2004 þannig að vinnan var mikil við þetta hérlendis. Aðalleikarar til landsins „Þetta var mikill undirbúningur enda var þetta umfangsmikið. Þetta var svokallað „first unit shoot“ þannig að hingað mættu að- alleikarar og starfslið,“ segir hann en Christi- an Bale fer með hlutverk Leðurblökumanns- ins í myndinni. Til viðbótar fer Liam Neeson með stórt hlutverk. Leikstjóri myndarinnar er Christopher Nolan, en þeir komu allir hing- að til lands. „Það voru svona 150 íslenskir starfsmenn plús 150 starfsmenn frá Bretlandi sem fylgja aðal„krúinu“. Svo kemur að þessu fjöldi af aukafólki eins og á hótelum og í flutningum og þess háttar, segir hann um umfangið. Tökustaðurinn sem varð fyrir valinu er við rætur Svínafellsjökuls í Öræfasveit, rétt við Hótel Skaftafell í Freysnesi, rétt við hringveg- inn. Eins og nærri getur gistu margir þar og einnig á nærliggjandi gististöðum. „Við byrjuðum strax í janúar að smíða leik- myndina og svo byggist þetta hægt og rólega upp eftir því sem nær dregur,“ segir Finnur. „Þetta átti að gerast í Himalajafjöllunum í Tíbet. Það segir sig sjálft að það er auðveld- ara að keyra þjóðveg 1, beygja til vinstri og keyra fjórar mínútur heldur en að fara til Tíb- et,“ segir hann. „Það sem er kosturinn við tökustaði á Ís- landi eru vegalengdirnar og fjölbreytileikinn í landslaginu,“ segir hann og á við hversu stutt getur verið á milli ólíkra staða hérlendis. Settar voru upp búðir fyrir fólkið sem vinn- ur á staðnum. „Við þurftum að leggja vatn, rafmagn og síma þangað og leggja vegi. Þetta er heilmikil aðgerð,“ segir Finnur en hann hefur verið níu ár í kvikmyndaiðnaðinum, þar af hjá Saga Film í átta ár. Húsin sprungu í óveðri Áföllin voru einhver en mikið óveður gekk yfir búðirnar og olli nokkurri eyðileggingu. „Við lentum í óveðri og það sprungu öll hús- in,“ segir hann en við því var ekkert að gera nema að spýta í lófana og smíða uppá nýtt. Finnur er sáttur við útkomuna. „Ég er bú- inn að sjá myndina og hún er æðisleg,“ segir hann og bætir við að íslensku senurnar komi vel út. Erlendu kvikmyndagerðarmennirnir voru hæstánægðir með íslandsheimsóknina. „Þetta gekk ljómandi vel. Á tökudögunum var brjál- að veður, mikið rok og rigning. Við vorum smá stressaðir að þetta skyldi kannski ekki ganga upp eftir allt saman. En því verra sem veðrið var, því ánægðari varð leikstjórinn. Hann var í skýjunum yfir þessu öllu saman og þetta fær að njóta sín vel í myndinni. Allar þessar vindvélar og annað sem var á svæðinu, það þurfti ekkert að nota þær. Náttúran sá bara um þetta. Þetta gekk alveg eins og í sögu,“ segir hann og ber leikurunum og starfsliðinu vel söguna. „Þetta var alveg yndislegt fólk, mjög rólegt og yfirvegað. Þessar tökur á Íslandi reyndust fólki minnis- stæðar.“ Kvikmyndir | Saga Film skipulagði tökur á Batman Begins hérlendis Þurfti engar vindvélar „Tíbetsku“ fjallakofarnir tóku sig vel út í Öræfasveitinni. Morgunblaðið/Jim Smart Finnur stýrði fyrir hönd Saga Film margra mánaða vinnu hérlendis fyrir sex daga tök- ur á stórmyndinni Batman Begins. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Batman Begins verður frumsýnd hérlendis miðvikudaginn 15. júní. Le ik l i s t og söngur Kennt er daglega frá kl. 10-16. Gæsla frá kl. 8:45 fyrir yngri hópinn. Skráning í Borgarleikhúsinu Sími 568 8000 og á www.borgarleikhus.is S u m a r n á m s k e i ð í B o r g a r l e i k h ú s i n u Leikfélag Reykjavíkur – Sönglist Listabraut 3 • 103 Reykjavík • www.borgarleikhús.is L e i k g l e ð i • S j á l f s t r a u s t • S k ö p u n a r k r a f t u r • H r e y f i n g • O r k a Leikistar- og söngnámskeið fyrir börn og unglinga í Borgarleikhúsinu í sumar. Kennt er í tveim aldurshópum: 8 -10 ára og 11 - 13 ára Kennt verður í Borgarleikhúsinu dagana: 20. júní -24. júní 27. júní -1. júlí 4. júlí - 8. júlí 11. júlí - 15. júlí 18. júlí -22. júlí 25. júlí -29. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.