Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ V andi þróunarlanda verður efst á baugi á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Skotlandi í næsta mánuði. Bretar gegna í ár formennsku í G8 hópnum og ríkisstjórn Tonys Blairs er mjög áfram um að sam- komulag náist á leiðtogafundinum um að- gerðir til að draga úr örbirgð í þriðja heiminum. Í áætlun sem Gordon Brown, fjármála- ráðherra Bretlands, hefur lagt fram vegna leiðtogafundarins er mörkuð sú stefna að skuldir fátækustu ríkjanna verði felldar niður að fullu, en afborganir af lánum og vaxtagreiðslur torvelda þess- um ríkjum að byggja upp innviði sam- félagsins, heilbrigðiskerfi og mennta- kerfi. Brown hvetur til þess að framlög til þróunarmála verði tvöfölduð á næstu fimm árum og að iðnríkin afnemi ýmsar viðskiptahindranir sem gera þróunarríkj- um erfitt fyrir að selja afurðir sínar á al- þjóðlegum mörkuðum. Fjármálaráðherrar G8 ríkjanna komu saman til fundar í London á föstudag, til undirbúnings leiðtogafundinum. Búist var við að bandaríski fjármálaráðherr- ann, John W. Snow, og hinn breski starfs- bróðir hans myndu um helgina leggja fram áætlun um niðurfellingu skulda þró- unarríkja sem hermt var að bandarískir og breskir embættismenn hefðu gengið frá í kjölfar fundar Tonys Blair og George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington fyrr í vikunni. Gordon Brown sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið við upphaf fundarins að í bígerð væri heild- stætt samkomulag um umtalsverða af- léttingu skuldabyrða. 16,7 milljörðum dollara létt af átján fátækustu ríkjunum The New York Times hafði á föstudag eftir ónafngreindum, háttsettum banda- rískum embættismanni að samkomulagið milli Breta og Bandaríkjamanna fæli í sér að létt yrði skuldum af átján fátæk- ustu ríkjum heims, samtals 16,7 millj- örðum dala. Löndin átján sem samkomulagið nær til eru Benín, Bólivía, Búrkína Fasó, Eþíópía, Ghana, Gvæana, Hondúras, Madagaskar, Malí, Máritanía, Mósambík, Níkaragúa, Níger, Rúanda, Senegal, Tansanía, Úganda og Zambía. Raunin er sú að fæstar þessara þjóða hafa getað staðið undir afborgunum af erlendum lánum sínum. Gert er ráð fyrir að áætlunin geti með tímanum náð til níu annarra þjóða, og líklegt er að fleiri ríki Claudia Schiffer. Vakti hún meðal annars athygli á því að í vissum hlutum Afríku væru fimmtungslíkur á því að konur létu lífið við barnsburð. Sameinuðu þjóðirnar kynntu á fimmtu- dag skýrslur sem draga upp dökka mynd af versnandi ástandi Afríku sunnan Sa- hara. Þar er eindregið hvatt til aukinnar þróunaraðstoðar og niðurfellingar skulda og varað við því að ella sé ólíklegt að svo- nefndum Þúsaldarmarkmiðum SÞ verði náð fyrir árið 2015, en þau miða meðal annars að því að draga úr fátækt, hungri, ungbarnadauða og ólæsi. Í skýrslu Þróunarstofnunar SÞ er því spáð að koma megi í veg fyrir dauða 28 milljóna afrískra barna á næstu tíu árum, verði Þúsaldarmarkmiðunum fylgt. Fram kemur að nær helming dauðsfalla barna undir fimm ára aldri í Afríku sunnan Sa- hara megi rekja til fimm sjúkdóma: lungnabólgu, niðurgangs, malaríu, misl- inga og alnæmis. „Unnt væri að bjarga flestum þessara lífa með litlum tilkostn- aði með því að bæta forvarnir og með- ferðarúrræði,“ segir í skýrslunni. En þó varað sé við versnandi ástandi í Afríku, meðal annars vegna alnæmisfar- aldursins og stöðnunar í landbúnaði, er framförum í Indlandi, Kína og öðrum Asíuríkjum fagnað. 0,7% af vergum þjóðartekjum verði varið til þróunaraðstoðar Í Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að þjóðir verji að lágmarki 0,7% af vergum þjóðar- tekjum til þróunaraðstoðar. Þessu hlut- falli hefur raunar þegar verið náð í nokkrum ríkjum Evrópu, þar á meðal Danmörku og Hollandi, en Íslendingar eiga töluvert í land, með 0,22% Bandaríkjamenn hafa ekki fengist til að gangast undir slíkar prósentuskuld- bindingar, en framlag þeirra nam á síð- asta ári aðeins 0,16% af vergum þjóð- artekjum. Þarlendir embættismenn benda hins vegar á að framlög til þróunarmála hafi verið þrefölduð síðan George W. Bush tók við forsetaembætti og séu í heildina hærri en í nokkru öðru ríki í dollurum talið. Alls námu opinber framlög ríkja heims til þróunarmála 78,6 milljörðum dollara á síðasta ári, samkvæmt tölum frá OECD, og hafa aldrei verið hærri. Til saman- burðar má nefna að hernaðarútgjöld námu yfir milljón milljónum dollara í fyrra, samkvæmt ársskýrslu Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnunarinnar í Stokk- hólmi, sem kynnt var í vikunni. óski eftir viðlíka meðferð. Samtals skulda ríki í Afríku sunnan Sa- hara 230 milljarða dollara í erlendum lán- um og greiða af þeim 12 milljarða dollara á ári. Mestur hluti skuldanna er við al- þjóðlegar lánastofnanir, einkum Alþjóða- bankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Þróunarbanka Afríku, og sum auðugustu iðnríkin. The New York Times hefur eftir heim- ildamanni sínum að fulltrúar Bandaríkja- stjórnar hafi þrýst á um að lánadrottn- arnir myndu taka á sig afskriftir á skuldum ríkjanna átján. Bretar hafi hins vegar lagt til að auðugar þjóðir myndu taka að sér að greiða afborganir af lánum þeirra hjá alþjóðlegum lánastofnunum. Bandaríska leiðin varð ofan á, en í staðinn munu Bretar hafa fengið því framgengt að útvegað yrði fé til að bæta lánadrottn- um upp afskriftirnar. Varað hefur verið við því að ef alþjóðlegar lánastofnanir taki á sig allan kostnað við afskriftir lána minnki svigrúm þeirra til nýrra lánveit- inga vegna þróunarmála. Hugmyndir höfðu komið fram um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn seldi hluta af gullforða sínum til að mæta afskriftum lána, en Bandaríkjastjórn er sögð hafa lagst gegn því vegna ótta um að það myndi leiða til lækkunar á gullverði á mörkuðum. Samkomulag mun hafa náðst um að ganga í staðinn á hagnað sem sjóð- urinn hafði af sölu gulls á síðasta áratug. Bush staðfesti eftir fund sinn með Blair að Bandaríkjastjórn myndi verja 674 milljónum dollara til mannúðaraðstoðar í Afríku, til viðbótar við 1,4 milljarða sem þegar hafði verið samþykkt að veita á þessu ári. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar ekki fallist á tillögur Breta um að iðnríkin tvöfaldi framlög sín til Afríku- ríkja né að fjár verði aflað til þróunarað- stoðar með því að gefa út skuldabréf með veði í þróunarverkefnum framtíðarinnar. En það eru ekki einungis Bretar og Bandaríkjamenn sem greinir á um áherslur. Hermt var í vikunni að Frakk- ar, Þjóðverjar og Japanir hygðust leggja fram málamiðlunartillögu sem fæli í sér að einungis fimm þjóðir fengju skuldir sínar felldar niður. Fimmtungslíkur á að afrískar konur látist við barnsburð Heimskunnir tónlistarmenn og aðrar stjörnur hafa látið til sín taka í um- ræðunni fyrir leiðtogafundinn í Skotlandi. Meðal frummælenda á blaðamannafundi sem regnhlífarsamtök baráttuhreyfinga og hjálparstofnana frá fjölmörgum lönd- um héldu í London í tilefni fjármála- ráðherrafundarins var ofurfyrirsætan Morgunblaðið/Þorkell Barn í Mósambík sækir vatn í holu í jörðinni. Eitt af vandamálum þriðja heimsins er lélegt neysluvatn. Mikill þrýstingur er á leiðtoga átta helstu iðnríkja heims, sem koma saman í Skotlandi í næsta mánuði, að samþykkja víðtækar ráðstafanir til að bæta lífskjör í þróunarlöndum. Eins og fram kemur í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur knýja þjóðarleiðtogar jafnt sem súpermódel og poppstjörnur á um niðurfellingu skulda þriðja heimsins, afnám viðskiptahindr- ana og aukningu fjárframlaga til þróunaraðstoðar. adalheidur@mbl.is Skuldir þróunar- landa í brennidepli Tuttugu árum eftir upphaflegu Live Aid tónleikana til styrkt- ar fórnarlömbum hungursneyðar í Afríku hefur forsprakki þeirra, Bob Geldof, skipulagt tónleika í fimm borgum í Evr- ópu og Bandaríkjunum til stuðnings baráttunni fyrir nið- urfellingu skulda þróunarríkja. Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir undir yfirskrift- inni Live 8, enda ber þá upp á fjórum dögum áður en leiðtog- ar átta helstu iðnríkja heims koma saman í Gleneagles í Skot- landi þann 6. júlí. Markmiðið er að hvetja G8 ríkin til að tvöfalda þróunaraðstoð, fella niður allar skuldir þriðja heimsins og afnema viðskiptahindranir gagnvart þróunar- ríkjum. Þegar Geldof kynnti áformin í síðasta mánuði benti hann á að fleiri dæju úr hungri í Afríku á ári hverju en samanlagt af völdum alnæmis, berkla, malaríu, lömunarveiki og stríðs- átaka. Fullyrti hann að unnt væri að koma í veg fyrir 50 þús- und dauðsföll á dag fyrir fjárhæðir sem væru smávægilegar á mælikvarða helstu iðnríkjanna. Markmiðið að skapa þrýsting Geldof hefur fengið fjölda þekktra tónlistarmanna til liðs við sig. Coldplay, Elton John, Madonna og U2 eru meðal flytj- enda sem stíga á svið í Hyde Park í London. 50 Cent, Bon Jovi og Stevie Wonder koma fram í Philadelphiu í Bandaríkj- unum, Duran Duran, Irene Grandi og Jovanotti spila í Róm, A-ha, Brian Wilson og Lauryn Hill í Berlín og Andrea Bocelli, Jamiroquai, Johnny Halliday og Youssou N’Dour í París. Alls ljá um 100 listamenn málefninu krafta sína. Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis, enda er mark- miðið ekki að safna fé heldur að skapa þrýsting á þjóðar- leiðtoga. Geldof hvetur síðan tónleikagesti og almenning til að fjölmenna til Skotlands fyrir G8 fundinn til að koma skila- boðunum á framfæri. Geldof kynnti á fimmtudag pappírskilju sem inniheldur skýrslu breskrar nefndar um málefni Afríku, sem Tony Blair veitti formennsku. Hann kvaðst þá ekki vera ýkja bjartsýnn á árangurinn af tónleikahaldinu, sagði ólíklegt að leiðtogar G8 ríkjanna myndu ganga nógu langt og að þetta yrði væntan- lega heiðarlegt en misheppnað framtak. En hann og aðrir að- standendur hefðu þó allavega gert allt sem í þeirra valdi stæði. Bob Geldof hefur á ný fengið til liðs við sig fjölda tónlistar- manna til að berjast fyrir bættum lífskjörum í þróunarlöndum. Poppstjörnur ljá lið sitt á Live 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.