Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ásbúð 20 - Garðabær OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15 Ólafur B. Finnbogason, sölumaðu Mjög fallegt og vel staðsett ca 170 fm raðhús með innbyggðum bílskúr á frábærum, barn- vænum og rólegum stað í Garðabænum. Húsið er nýmálað og viðgert að utan. Fjögur svefnherbergi, eitt tölvu- og vinnuherbergi, og tvö baðherbergi. Glæsilegt útsýni yfir Garðabæinn og í átt að Esjunni og víðar. Flísar og parket á gólfum. Góð skjólgóð baklóð í rækt. Bílskúr með öllu þ.e.a.s sjálfvirkum hurðaopnara, heitu og köldu vatni, rafmagni og hita. Þetta er falleg eign fyrir fjölskylduna á rólegum grónum stað í Garðabænum þar sem stutt er í skóla og alla þjónustu á Garðatorgi. Andri Sigurðsson sölustjóri DP FASTEIGNA tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl 13-15. Sjón er sögu ríkari. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Páll HöskuldssonSími 515 0500 www.fasteignakaup.is Við gatnamót Ármúla og Vegmúla höfum við til leigu sérlega áhugavert 150 m² verslunarhúsnæði. Húsnæðið er skipt í verslun og lagerrými með sérvöruaðgangi. Húsnæðið hentar fyrir fjölbreyttan þjónustu- og verslunarrekstur. Húsnæðið er laust frá og með 1. júlí. Til leigu Ármúli 15, 108 Reykjavík FJÓLUGATA - REYKJAVÍK - SÉRHÆÐ Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 156 fm sérhæð á tveimur hæðum í Þingholtunum. Eignin skipist þannig, aðalhæð: Eld- hús, snyrting, stofur, herbergi o.fl. Neðri hæð: Tvö rúmgóð svefnherb., baðherb., þvotta- hús, geymslur o.fl. Mjög falleg- ur garður. Hiti í stéttum. Frá- bær staðsetning. Verð 33,5 millj. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Opið hús í dag frá kl. 14-16 Spóahólar 10 - 3. hæð t.h. Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, 2 herbergi, bað og stofu auk þvottahúss og geymslu í sameign. Nánari lýsing; komið er inn í anddyri með skápum og á vinstri hönd er stofan sem er rúmgóð og björt með viðarrimlum og gluggum á 2 vegu. Þaðan er gengið út á stórar svalir með miklu útsýni yfir fjallahring- inn og Elliðavatn. Frá anddyrinu á hægri hönd er eldhús með dökkri innréttingu, kork á gólfi, nýl. borðplötu og nýl. stáltækjum. Síðan er gengið að barnaherbergi með dúk á gólfi, hjónaherbergi sem er rúmgott með góðum skápum og dúk á gólfi. Baðher- bergið er rúmgott með baðkeri, flísum á gólfi og tengi f. þvottavél. Gott leiksvæði er bak við húsið og göngustígur í skólann. Þetta er glæsileg íbúð í húsi sem er vel við haldið. Verð 15,9 millj. Kristín Gunný tekur á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Reykjavíkurvegur Tvö vel staðsett skrifstofu- og þjónustubil miðsvæðis í Hafnafirði. Bilin eru bæði á 2. hæð og hægt að fá þau keypt í einu lagi eða hvort í sínu lagi. Bæði bilin skiptast í 4 skrifstofur. Annað bilið er 100,9 fm og hitt bilið 120,9 fm. Nánari upplýsingar og teikningar eru veittar á skrifstofu Eigna- miðlunar. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Bakkaflöt - á einum besta stað í Garðabænum Fallegt og velskipulagt 200 fmein- býlishús ásamt tvöföldum 43 fm bíl- skúr. Húsið stendur í rólegri botn- langagötu neðst í flötunum. Húsið skiptist m.a. í fjögur herbergi, stofu, borðstofu, arinnstofu, eldhús, geymslu, þvottaherbergi, gestasnyrtingu, forstofu, og baðherbergi. Lóðn er um 1100 fm og mjög gróin og falleg. Húsið er tölvert endurnýja m.a. eldhús, gólfefni, þak og fl. Búið að opna hús mjög mikið auk þes sem gluggar eru mjög stórir sem gera húsið mjög bjart og skemmtilegt. 5052 SAMTÖKIN Landsbyggðin lifi hélt nýlega árlegan aðalfund sinn á Húnavöllum í Austur-Húnavatns- sýslu. Ný stjórn samtakanna var kjörin auk þess sem samþykkt var ályktun þar sem fram kemur að landsbyggðin eigi stöðugt í vök að verjast gegn óblíðum lögmálum efnahagslífsins. Því þurfi fólk í hin- um dreifðu byggðum að sameina krafta sína og hafa frumkvæði um uppbyggingu nýrra atvinnutæki- færa út frá þekkingu, reynslu og auðlindum sem eru fyrir hendi í hverri byggð til þess að skapa efna- hagslegar og félagslegar forsendur fyrir því að fólki sé kleift að búa þar sem það fýsir til. Þar segir jafnframt að lyfta þurfi umræðunni um byggðamál á hærra plan og láta rödd landsbyggðarinnar heyrast betur á opinberum vettvangi og glæða hana nýrri bjartsýni. Benda samtökin á mikilvægi sam- vinnu þvert á byggðamörk og stjórn- málaflokka til að efla byggð og nýta gæði landsins í sátt við íbúa og um- hverfi. Aðalfundur samtak- anna Landsbyggðin lifi Hvetja til aukinnar sam- vinnu þvert á byggðamörk Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fáðu úrslitin send í símann þinn TAFLFÉLAGIÐ Hellir er hrað- skákmeistari taflfélaga eftir sigur á Taflfélagi Reykjavíkur, 39–33, sem fram fór nýlega í Hellisheimilinu. Staðan í hálfleik var 21–15. Hellis- menn slepptu aldrei tökunum og höfðu tryggt sér sigur fyrir loka- umferðina. Stefán Kristjánsson var bestur Hellisbúa en Jón Viktor Gunnarsson stóð sig best TR-inga. Hellismenn eru nú fjórfaldir meistarar en auk þess að vera hrað- skákmeistari taflfélaga er félagið Ís- landsmeistari, Norðurlandameistari, og Íslandsmeistari unglingasveita, sem er einsdæmi í skáksögunni. Árangur Hellisbúa var eftirfar- andi: Stefán Kristjánsson 9 v. af 12 Helgi Áss Grétarsson 7 v. af 12 Björn Þorfinnsson 6,5 v. af 12 Ingvar Þór Jóhannesson 6,5 v. af 12 Sigurbjörn J. Björnsson 5 v. af 12 Andri Grétarsson 4 v. af 8 Gunnar Björnsson 1 v. af 1 Sigurður Daði Sigfússon 0 v. af 3 Árangur TR-inga var þessi: Jón Viktor Gunnarsson 7,5 v. af 12 Þröstur Þórhallsson 6 v. af 12 Arnar E. Gunnarsson 5,5 v. af 11 Bragi Þorfinnsson 5 v. af 11 Dagur Arngrímsson 4 v. af 10 Guðmundur Kjartansson 3 v. af 10 Benedikt Jónasson 1 v. af 3 Bergsteinn Einarsson 1 v. af 3 Hellir hrað- skákmeistari taflfélaga ♦♦♦ ♦♦♦ SAMFYLKINGIN í Skagafirði ákvað á félagsfundi í síðustu viku að við næstu sveitarstjórnarkosningar, sem fram fara 2006, mundi flokkur- inn bjóða fram undir eigin merkjum. Jafnframt samþykkti fundurinn að fela stjórn félagsins að hefja undir- búning að framboði flokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum m.a. með því að skoða aðferðir við skipan framboðslista, undirbúning málefna og fleiri atriði. Þessi ákvörðun þýðir m.a. að Skagafjarðarlistinn mun ekki bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum eins og í tvennum síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samfylkingin ekki með í Skaga- fjarðarlista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.