Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég vil fyrir hönd fé- laga í Lionsklúbbnum Fjölni minnast vinar okkar, Torfa Ásgeirs- sonar, sem lést fyrir skömmu. Torfi var alveg ein- stakur félagi. Má segja að hann hafi verið potturinn og pannan í öllu starfi klúbbsins þau tuttugu ár sem hann starfaði með okkur. Hann TORFI ÁSGEIRSSON ✝ Torfi Ásgeirssonfæddist í Reykja- vík 23. september 1930. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 15. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 23. maí. varð á sínum starfs- ferli formaður, ritari og gjaldkeri og af nefndum sem hann var ýmist í forsvari fyrir eða starfaði í má nefna fjárhagsnefnd, skemmtinefnd, veit- inganefnd, rauðufjaðr- arnefnd og félaga- nefnd. Það verður seint annað sagt en að Torfi var röskur til at- hafna, snöggur að framkvæma og var ekki að tvínóna við hlutina í störfum sín- um fyrir klúbbinn. Nú er það svo að þetta gengur nú ekki allt út á puð hjá okkur í klúbbnum. Þess hefur líka verið gætt að gleðjast við önnur tækifæri og það var gaman að gleðjast með Guðmundu og Torfa. Þegar hann hóf upp raust sína við ýmis tæki- færi höfðum við það stundum á til- finningunni að við værum stödd í einhverju af óperuhúsum Ítalíu og svo hefur konan mín trúað mér fyr- ir því að hann hafi verið alveg frá- bær dansherra. Þessa eiginleika Torfa prófaði ég að vísu ekki sjálf- ur, en konunni minni trúi ég full- komlega. Já, við höfum margs að sakna eft- ir 20 ára félagsskap í margs konar starfi sem klúbburinn hefur tekið sér fyrir hendur og frá skemmt- unum og ferðalögum með Torfa og Guðmundu sem ylja okkur um hjartaræturnar. Við félagarnir óskum Torfa góðr- ar ferðar á nýjar slóðir og Guð- mundu og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar, félaganna í Fjölni, Ólafur Briem, formaður. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku langamma mín, nú ert þú farin frá okkur. Núna ertu komin á betri stað, hjá langafa og litlu börnum þínum. Þín og afa verður alltaf saknað hér. Þú varst alltaf svo fín kona, og þegar maður kom í heimsókn var manni alltaf vel tek- ið. Þegar ég fór að hugsa um stund- GUÐNÝ BJARNADÓTTIR ✝ Guðný Bjarna-dóttir fæddist á Gerðisstekk í Norð- firði 19. mars 1915. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sel- fossi 25. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Sel- fosskirkju 4. júní. irnar sem við áttum saman, var mér hugs- að til þess þegar þú fórst með bænir með systrunum á kvöldin þegar við vorum hjá ykkur afa. Ég á frábærar minningar um þig og afa og ég mun alltaf geyma þær í hjarta mínu. Við vorum öll svo heppin að fá svona langan tíma með ykk- ur afa og ég er mjög þaklát fyrir það. Þú og langafi voruð mér alltaf góð, enda voruð þið guðforeldrar mínir. Ef mann vantaði einhvern tímann eitt- hvað voruð þið alltaf tilbúin að hjálpa manni, þið voruð alltaf til staðar. Elsku langamma mín, þú varst falleg ung kona og þú varðst bara fallegri með tímanum. Ég á eftir að eiga alltaf góðar minningar um þig og afa. Ég kveð langömmu með söknuði og kærleika. Hvíl í friði. Kristín. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er vottuðu okkur samúð og vináttu vegna and- láts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU ÁGÚSTSDÓTTUR, Hátúni 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E14 Landspítalanum við Hringbraut. Anna Ívarsdóttir, Olgeir Erlendsson, Jón Ívarsson, Hilmar Ívarsson, Edda Kristinsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Rut Andersen, Sigríður Gunnarsdóttir, Ingibergur Jón Georgsson, Ágúst Gunnarsson, Ingunn M. Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR LAUFEYJAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Skjóls. Guðjón Ragnarsson, Kolbrún Zophoníasdóttir, Hanna G. Ragnarsdóttir, Jón Kr. Stefánsson, Halldóra G. Ragnarsdóttir, Gunnar Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR NIKULÁSSONAR fyrrv. yfirverkstjóra, Snorrabraut 56, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimaþjónustu Karitas og krabbameinsdeildar 11E Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Elín Þorsteinsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðni R. Ragnarsson, Þóra Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Lára Snæbjörnsdóttir, barnabörn og langafabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, BJÖRNS AÐILS KRISTJÁNSSONAR múrarameistara, Bræðratungu 19, Kópavogi. Lovísa Hannesdóttir, Unnur Sólveig Björnsdóttir, Hannes Björnsson, Hafdís Ólafsdóttir, Kristján Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Brynjar Guðmundsson, Illugi Örn Björnsson, Fanný María Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HALLGRÍMS EGILS SANDHOLT verkfræðings. Þóra Sandholt, Bergur Sandholt, Th. Stella Hafsteinsdóttir, Kristín Sandholt, Ingvar Vilhelmsson, Ingibjörg Sandholt, Ei. Ómar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.