Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF GREINING Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs muni sennilega lækka um 0,1% á milli júlí og ágúst. Um er að ræða bráðabirgðaspá sem verður endurskoðuð þegar nær dreg- ur mánaðamótum. Í Morgunkorni Ís- landsbanka segir að útsöluáhrif muni áfram hafa veruleg áhrif til lækkunar vísitölunnar í ágúst. Á móti vegi á hinn bóginn hækkun húsnæðisverðs. Í spánni er gert ráð fyrir umtals- verðri hækkun á húsnæðislið vísitöl- unnar en þó aðeins minni hækkun en í síðustu mælingu; á næstu dögum og vikum muni koma í ljós hvort veru- lega hafi dregið úr hitanum á íbúða- markaði eða hvort verðhækkun sé enn helsta einkennið. Þá er reiknað með nær óbreyttu eldsneytisverði en gengið er út frá minniháttar hækkun matvöruverðs. Spá óbreyttri vísitölu Komi ekki til enn frekari hækkana á olíu- og bensínverði gerir greining- ardeild Landsbankans ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45% og því tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Ís- lands. Fram kemur í Vegvísi Landsbank- ans að tölur frá Fasteignamati rík- isins bendi til þess að farið sé að hægjast nokkuð um á fasteignamark- aði. Í ljósi þess spáir bankinn minni hækkun á húsnæðisliðnum fyrir ágúst en undanfarið. Þá spáir grein- ingardeildin áframhaldandi lækkun á fatnaði í ágúst vegna útsalna. Greiningardeildin segir að óvissa verðbólguspárinnar sé þó nokkur vegna hugsanlegra hækkana á olíu- verði. Verði spáin því endurskoðuð þegar líða tekur á mánuðinn og ef breyting verði á þeim liðum sem vega þungt í spánni. Endanleg verðbólgu- spá verði birt í byrjun ágúst, en Hag- stofan birtir niðurstöður mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir ágúst hinn 11. ágúst. Spá verð- hjöðnun í ágústmánuði Morgunblaðið/Golli                            !"#   !$   % &'  ( "&' )&  *)&   +, &# &  +#&  $&' )& ( "&'  -."  /(!  /0 !1 .  &#)  2         ! 0 ( "&'  %0 1&  $34& 15 &&  -  !  &  67.1  8# 1    9:! "& 9.".0 /0.1  /"0   ;    <;## &#0   &  = && "  &      !"  )  ! ."' >;11  $&' 30 ( "&'   /" ?"# /"&'  <4 4  ! #$   %  @A>B /3    .      C        C C      C C C  C C  C C C C  C C C .; &#  ;   . C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C D  EF C C C D CEF D CEF D EF C C D EF D EF C C C D EF C C C C D CEF C C C C C C C C C C C C C %. "'    '# & < ") 3 " '# G + /"    C       C C     C C C   C  C  C C   C C  C C C                                                                  =    3 ,H   <% I #&"  !1"'      C      C C   C C C C  C C C  C C  C C C <%C J  0 0"'&' " "1  <%C /;"'  "  ".##1 0 ;  ") . &  <%C =.#& ;  0 1 0#&& ?"#  <%C =.#& ; #   & &# REYKJAVÍKURBORG hefur und- irritað samning við TM Software um kaup borgarinnar á Con- tentXXL-vefumsjónarkerfi sem gerir alla miðlun upplýsinga á ytri og innri vefsvæðum borgarinnar einfalda og aðgengilega. Reykja- víkurborg hyggst nota hið nýja kerfi við uppbyggingu og viðhald vefsvæða sinna í framtíðinni en kerfið verður notað við samein- ingu vefsvæða allra sviða borg- arinnar undir slóðinni www.reykjavik.is. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með vef Reykjavík- urborgar sé að bæta miðlun upp- lýsinga til borgaranna og auð- velda aðgengi að þeim en vefsvæði borgarinnar sé eitt mest sótta vef- svæði landsins. Lilja Ólafsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- tækniþjónustu Reykjavíkurborgar, segir Reykjavíkurborg hafa látið gera athugun á ýmsum vefumsjón- arkerfum sem í boði eru á mark- aðnum og niðurstaðan hafi verið sú að ContentXXL hafi komið best út. Stefán Þór Stefánsson hjá TM Software segir að með einföldum aðgerðum geti notendur breytt og raðað efnisinnihaldi og breytt út- liti og uppsetningu eininga á vef- svæðum. TM Software er eitt af fram- sæknustu fyrirtækjum í upplýs- ingatækni á Íslandi en það rekur starfsstöðvar í 12 löndum og þjón- ar rúmlega 1.500 viðskiptavinum. Hjá TM Software starfa um 400 manns. Reykjavíkurborg sem- ur við TM Software Lilja Ólafsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur- borgar, og Stefán Þór Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri TM Software – Origo, undirrita samstarfssamninginn. TOLLAR falla niður í Suður-Kóreu á flestum mikilvægustu útflutnings- vörum Íslendinga við gildistöku frí- verslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu á síðari hluta næsta árs. Mikilvægustu útflutningsvörurn- ar til Kóreu eru sjávarafurðir og hafa tollar af þeim verið á bilinu 10– 20%. Samningurinn skapar því for- sendur fyrir auknum viðskiptum með sjávarafurðir við Kóreu, að því er segir í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tengslum við gerð samningsins var ennfremur samið um gagn- kvæma vernd fjárfestinga og mark- aðsaðgang fyrir fjárfesta í samningi milli Íslands, Liechtenstein og Sviss annars vegar og Suður-Kóreu hins vegar. EFTA hefur þegar samið við Singapúr um fríverslun og viðræður við Taíland hefjast á þessu ári. Könnunarviðræður eru auk þess hafnar við Indónesíu. EFTA-ríkin beina nú í auknum mæli sjónum sínum að Asíu og standa vonir til þess að teknar verði upp viðræður við Japan enda sé Jap- an mikilvægasti viðskiptaaðili Ís- lands í Asíu. Tollar á íslenskar vörur falla niður í Kóreu SÆNSKA fjármálaeftirlitið, FI, hef- ur sektað fjármálamanninn Fredrik Lundberg um eina milljón sænskra króna, sem samsvarar 8,34 milljónum íslenskra króna fyr- ir að hafa brotið lög um upplýsinga- skyldu. Frá þessu er greint í sænska viðskiptadag- blaðinu Dagens Industri. Málavextir eru þeir að Lundberg keypti mikið magn hlutabréfa í AB Industrivärden á tímabilinu apríl– nóvember 2003. Þegar við fyrstu kaupin keypti hann yfir 10% í félaginu og varð þar með innherji í félaginu. Þrátt fyrir það tilkynnti hann ekki kaupin til FI. Sektin er sú hæsta sinnar tegundar í Svíþjóð frá upphafi en Lundberg segist ætla að virða úrskurðinn og greiða sektina. „Þetta var kæruleysi,“ segir hann við Dagens Industri og bætir við að það sé óafsakanlegt. Industrivärden er stærsti hluthafi í Össuri hf. Sektaður um ríflega 8 milljónir 6 'K /L9    E E !</> M N      E E A A 8-N     E E +!N 6 .    E E @A>N MO *&.     E E ÍRSKA lágfargjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að gera út á norska fótboltaáhugamenn með því að bjóða upp á flug Noregi til bæði Newcastle og Liverpool. Auk fótboltans er ódýrt að versla þarna og næturlífið er líflegt. Þá er stutt til Leeds, Man- chester og Glasgow þannig að það verða ekki bara norskir áhangendur Liverpool og Newcastle sem kætast. Gerir út á fót- boltaáhugamenn ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.