Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 35 MESSUR Á MORGUN Fréttir af Sumarbrids á Akureyri Þeir félagar Hjalti og Gissur voru einráðir í sumarbrids fyrripart sum- ars og það var ekki fyrr en Hjalti fór í frí sem aðrir fengu að komast að og hafa helst Frímann og Björn nýtt sér það. Nú er Hjalti kominn aftur og þá kemur í ljós hvort þeir komast í sama góða formið. Síðustu þrjú skipti hafa farið svo: Þriðjudagur 28. júní Frímann Stefánsson – Björn Þorláksson 18 Hermann Huijbens – Sigurður Erlingsson 8 Soffía Guðmundsd. – Frímann Frímanns. 1 Þriðjudagur 5. júlí Björn Þorláksson – Frímann Stefánss. 23 Sigurður Marteinss. – Þórhallur Guðmss. 14 Pétur Guðjónsson – Una Sveinsd. 9 Þriðjudagur 12. júlí Frímann Stefánss. – Björn Þorláksson 18 Gissur Jónasson – Hjalti Bergmann 13 Reynir Helgason – Ragnheiður Haraldsd. 9 Sumarbrids á Akureyri er spilað alla þriðjudaga klukkan 19.30 í Hamri og er fólk hvatt til að líta eilítið upp úr sólbaðinu og taka nokkur spil. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð að Stangarhyl 4 mánud. 11. júlí. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Oliver Kristóferss. – Sæmundur Björnss. 272 Alda Hansen – Jón Lárusson 233 Sigrún Pétursdóttir – Unnar Stefánsson 224 Árangur A-V: Oddur Halldórsson – Viggó Nordquist 276 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 262 Björn Pétursson – Þorsteinn Sveinsson 258 Bikarkeppnin Síðasti spiladagur annarar umferð- ar í bikarkeppninni er á sunnudaginn kemur. Væntanlega verður dregið í þriðju umferð eftir helgi en þá hafa þær 16 sveitir sem komast áfram tæpan mánuð til að ljúka sínum leikjum en lokadagur þriðju umferðar er 14. ágúst. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – ÁSKIRKJA: Engin messa þar sem starfsfólk Áskirkju er í sumarleyfi. Sóknarbörnum er bent á að sækja til Laugarneskirkju, en sóknarprestur hennar, sr. Bjarni Karlsson, og annað starfsfólk gegnir þjónustu meðan á sumarleyfi stendur. Fyrsta guðsþjónusta eftir sum- arleyfi verður í Áskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11.00. Sjá auglýsingu frá Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Ferming. Fermd verður Sesselja Sara Karlmansdóttir, Borg- arparken 20, Kungälv, Svíþjóð, hér til heimilis að Nón- hæð 6, 210 Garðabæ. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Molasopi eftir messu. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dómkórnum syngur. Organisti Guðný Einarsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur. Organisti Ástríður Haralds- dóttir. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Organisti Douglas Brotchie. Hóp- ur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Messuþjónar annast móttöku við kirkjudyr, lestur ritningarlestra, aðstoða við útdeilingu o.fl. Kaffisopi eftir messu. Sumarkvöld við orgelið kl. 20.00. Maija Lehtonen, orgelleikari og kennari frá Helsingfors í Finnlandi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Rósa Kristjánsdóttir djákni. Organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sumarleyfa verður ekki messað í Langholts- kirkju í júlímánuði. Sr Pálmi Matthíasson þjónar Lang- holtsprestakalli á meðan. Sóknarbörnum er bent á að sækja helgihald í Bústaðakirkju eða öðrum nágranna- kirkjum. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjum. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónasson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11.00. Ritn- ingarlestur, bæn og altarisganga. Margrét Grét- arsdóttir leiðir safnaðarsöng. Sr. Arna Grétarsdóttir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður í júlímánuði vegna viðgerða. Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga kl. 12 í Safnaðarheimili kirkjunnar. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa í kapellu kl. 20.00. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Um söng sjá Ömm- urnar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður vegna sumarleyfa. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ferm- ing. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safn- aðarsöng. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verður ekki guðsþjónusta á sunnudag. Næsta guðsþjónusta verð- ur að loknu sumarleyfi sunnudaginn 7. ágúst. Kirkjan er opin á messutímum og frá þriðjudegi til föstudags kl. 11 til 14. Á þeim tímum er kirkjuvörður við og getur veitt upplýsingar. LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 20. SELJAKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Fermd verður Bylgja Ey- björg Arnarsdóttir. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Jón Bjarnason. Altarisganga. Guðsþjónusta kl. 20. Ólafur Jóhann Borgþórsson guðfræðinemi prédik- ar. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Engin samkoma verður þessa helgi vegna útilegu kirkjunnar sem er á kristni- boðsmót á Löngumýri í Skagafirði. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla miðviku- daga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnudag kl. 20. Umsjón Sigurður Ingimarsson. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Samkoma sunnudag kl. 20. Bryndís Svavarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. Þriðjudaginn 19. júlí er bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma sunnudag kl. 20. Samkoman er með sumarblæ, kaffihúsastemn- ing, umræður. Vitnisburðarsamkoma í umsjón El- ísabetar Haraldsdóttur. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðum. Haf- liði Kristinsson. Sameinumst og minnumst fórn- ardauða Frelsarans. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bæna- stund miðvikudagskvöldum kl. 20.00. Morg- unbænastundir falla niður í júlí, hefjast aftur 4. ágúst. filadelfia@gospel.is www.gospel.is - Hægt er að hlusta á beina útsendingu á útvarp Lindina fm 102,9. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garðabæ: Sunnudaginn 17. júlí verður sakramentisguðsþjónusta kl. 9.00 árdegis á ensku og kl. 12.00 á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslustund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lok- inni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Til- beiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Mið- vikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Aust- urgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnu- daga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suður- eyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþ- ólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laug- ardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Laugardaginn 16. júlí 2005: Aðventkirkjan Ingólfs- stræti 19, Reykjavík: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guð- þjónusta kl. 11.00. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjónusta/ Biblíufræðsla kl. 11.00. Ræðumaður: Jón Erling Er- icson. Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Sel- fossi: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður: Kåre Kaspersen. Safnaðarheim- ili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.00. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjónusta kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Guðsþjónusta í Landakirkju kl. 11.00. Þægilegir sálmar fyrir almenn- an söng. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Guðspjallið segir: „Hver, sem mikið er gefið, verður mikils krafinn.“ Því hvet ég sóknarbörnin til að sækja kirkju þennan sunnudag og þakka allt það góða sem Guð hefur gefið. Sr. Kristján Björnsson. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Kirkjukór Lága- fellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00, morgunsöngur. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason, sóknarprestur. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Fé- lagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Lesari: Karl Guðmundsson. Meðhjálpari: Ingólfur H. Ámunda- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgistund á sum- arkvöldi sunnudag kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syng- ur. Allir velkomnir. GARÐASÓKN: Kvöldguðsþjónusta verður í Garða- kirkju sunnudaginn 17. júlí, kl. 20.30. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson, ásamt leikmönnum. Kirkjurút- an fer frá Kirkjulundi, við Vídalínskirkju, kl. 20.00 og frá Hleinum kl. 20.15. Mætum vel og gleðjumst í Drottni. Prestarnir. REYKHÓLAPRESTAKALL: Kveðjumessa verður í Garpsdal sunnudaginn 17. júlí kl. 14. Einnig verður kveðjumessa í Gufudalskirkju sama dag kl. 17. Sókn- arpresturinn, séra Bragi Benediktsson, kveður þá söfnuði sína eftir 19 ára þjónustu á svæðinu. Hann óskar eftir því að sjá sem flest sóknarbarnanna og þakka þeim fyrir ánægjulega samveru og samvinnu á umliðnum árum. Sóknarprestur. STAÐARKIRKJA, Grunnavík: Guðsþjónusta sunnudag 17. júlí kl. 13. Bátsferð frá Ísafirði. Upplýsingar hjá Vesturferðum í síma 456 5111. HÓLADÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jó- hannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Sauðárkrókskirkju leiða söng. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr kór Akureyrarkirkju og Hymnodia - Kammerkór Akureyrarkirkju syngja. Org- anisti Eyþór Ingi Jónsson. Sumartónleikar kl. 17. Hymnodia - Kammerkór Akureyrarkirkju. Stjórnandi Ey- þór Ingi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Örn Viðar Birg- isson, tenór, leiðir söng. Organisti er Arnór Vilbergs- son. Kaffisopi í safnaðarsal fyrir heimferð. Allir vel- komnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Laufáskirkja: Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna í upphafi starfsdags í Gamla bænum. sunnudag kl. 13.30. Svalbarðskirkja: Nota- leg kvöldstund í kirkjunni með léttum sálmum og hug- leiðingu sunnudagskvöld kl. 20.30. HÚSAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermdur verður Logi Steinn Jónsson, aðs. Sólbrekku 2, Húsavík. Kirkjukór Húsavíkur syngur. Organisti Ju- dit György. Húsvíkingar og ferðafólk hvatt til að fjöl- menna. Sóknarbörn eru beðin að taka tillit til tíma- bundinna framkvæmda í kirkjunni í sumar. SLEÐBRJÓTSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Nýr hökull tekinn í notkun. Organisti Magnús Magnússon. Allir velkomnir. Sóknarprestur. EIÐAKIRKJA: Kvöldmessa sunnudag kl. 20.30. Org- anisti Kristján Gissurarson. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. ÞINGMÚLAKIRKJA: Messa kl. 14. Ferming. Fermd verða Katrine Flensborg Madsen og Jóhanna Flens- borg Madsen, Eyrarteigi, Skriðdal, 710 Egilsstöðum. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Organisti Torvald Gjerde. SELFOSSKIRKJA: Kl. 11 er guðsþjónustugjörð með kvöldmáltíðarsakramenti. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir athöfnina léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Þriðjudaga til föstudaga eru sung- in evangelísk-lúthersk morguntíð kl. 10. Fyrirbæn og tekið við bænarefnum. Á eftir kaffisopi og spjall. Hinir vinsælu foreldramorgnar í lofti safnaðarheimilisins á hverjum miðvikudegi kl. 11. Minnt er á Skálholtshátíð þennan dag og messuna í Skálholtskirkju, sem hefst kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Bænargjörð við upphaf píla- grímagöngu til Skálholts á laugardag kl. 10. Messa sunnudag kl. 11. Ath. breyttan tíma. Hjörtur Pálsson skáld, prédikar. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSuðureyrarkirkja. Kveðjumessur í Reykhólaprestakalli KVEÐJUMESSA verður í Garpsdal sunnudaginn 17. júlí kl. 14. Einnig verður kveðjumessa í Gufudals- kirkju sama dag kl. 17. Sóknarprestur, séra Bragi Benediktsson, kveður þá söfnuði sína eftir 19 ára þjónustu á svæðinu. Hann óskar eftir því að sjá sem flest sóknar- barnanna og þakka þeim fyrir ánægjulega samveru og samvinnu á umliðnum árum. Sóknarprestur. Sumarferming í Grafarvogskirkju SUMARFERMING verður í Grafarvogskirkju kl. 11 sunnudaginn 17. júlí. Fermdur verður Sæmundur Árni Hermannsson, Bragagötu 29a, Berensheide 240 1170 Watermael - Boitsfort Belgíu. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Guð- laugur Viktorsson. Guðsþjónusta verður á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 16. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti Guð- laugur Viktorsson. Skálholtshátíð 2005 NÚ um helgina er haldin Skálholtshátíð, en hún er haldin árlega þann sunnudag sem næstur er Þorláks- messu á sumri sem er 20. júlí. Í tengslum við hátíðina í þetta sinn er haldin sam- vera um tíðasöng og verða tíðir fluttar í kirkjunni frá því kl. 18.00 á föstudagskvöld. Bænirnar eru kl. 9.00 að morgni, kl. 12 á hádegi, kl. 18.00 síðdegis og kl. 22.00 að kvöldi. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir til þátttöku í bænagjörðinni. Á laugardagskvöldið 16. júlí verða orgeltónleikar í Skálholtsdómkirkju. Þar leikur þýski organistinn Henrik Langelahn frá Herfurt. Leikur hann verk eftir Bach og fleiri höfunda, allt til nútímatónskálda. Sunnudaginn 17. júlí verður hátíðamessa kl. 14.00 þar sem vígslubiskup predikar. Eftir messu er boðið til kirkjukaffis í Skálholtsskóla. Kl. 16.30 er svo sam- koma í kirkjunni með blönduðu efni. Þar mun Dr. Gunnlaugur Jónsson flytja hugleiðingu um bænamál Davíðssálma. Dr. Sverrir Jakobsson kynnir rann- sóknir sínar á afstöðu íslenskra fornhöfunda til kirkjuklofningsins með tengingu við upphaf bisk- upsstólsin í Skálholti. Séra Þórir Stephenssen mun lesa valda kafla úr hátíðaljóðum sr Sigurðar Ein- arssonar síðan 1956. Á efnisskrá þessarar samkomu er auk þessa orgelleikur og söngur. Í tengslum við há- tíðina hefur verið stofnað til pílagrímagöngu frá Þing- völlum í Skálholt og stefnir göngufólk að því að koma í tæka tíð til að taka þátt í messunni og dagskrá hátíð- arinna á sunnudag. Sigurður Sigurðarson. Morgunblaðið/ÓmarKirkjan í Gufudal. Kirkjustarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.