Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig kom það eig-inlega til að þú erthérna í Hafnarfirðinumað stjórna upptökum hjá Diktu? „Það sem gerðist var að mér var boðið að þeyta skífur á síðasta Airwaves á vegum Kerrang- tímaritsins en svo þegar á hólminn var komið reyndist ekki vera næg- ur tími fyrir mig til að spila. Í raun var ég himinlifandi því að mig lang- aði eiginlega bara til að koma hing- að í frí og í staðinn fyrir að vinna gafst mér tími til að sjá frábærar íslenskar hljómsveitir eins og Bra- in Police – og ef ég má skjóta því inn í strax; ef Brain Police vill fá mig til að vinna með þeim er ég meira en til í það. Þegar ég sneri aftur heim til Englands og kveikti á tölvunni minni sá ég póst frá Diktu þar sem þeir voru að bjóða mér að skoða þá á Airwaves. Stuttu síðar sendu þeir mér demó-upptökur af lögum þeirra og mér fannst þau strax frá- bær. Ég fæ mjög mikið af tónlist senda til mín en þessar upptökur voru þær langbestu sem ég hafði fengið lengi og ég skrifaði þeim til baka um leið og ég hlustaði á þetta og féllst á að vinna með þeim. Við ákváðum tíma og öfugt við það sem yfirleitt gerist í Englandi stóðu þeir við sitt og hér er ég staddur.“ Ace segir að hljómsveitin hafi æft lögin með honum í tvo daga en síðan hefðu aðeins tólf dagar farið í að taka upp heila plötu, ef frá er talinn smá söngur. Og hvernig hljómar platan? „Hún hljómar mjög vel. Hljóðið er mjög lífrænt og alþjóðlegt í þeim skilningi að tónlistin ætti að ná til margra. Mjög sönn tónlist sem ég er stoltur af að hafa unnið við.“ Lítur á sig sem hljóðstjóra Hvað gerist svo á bak við tjöldin, hvað hefur þú lagt til í upptökuferl- inu? „Mín skoðun er sú að hljóm- sveitir verða stórar ef þær eru góð- ar fyrir og það er í raun lítið sem upptökustjóri getur gert til að bæta slæma hljómsveit. Hins vegar er hægt að gera góða hljómsveit enn betri með því að fága hljóðið og bæta vinnuferlið; gagnrýna það sem ekki virkar og hjálpa hljóm- sveitinni úr ógöngum. Ég er tón- listarmaður sjálfur en ég sem ekki parta fyrir hljómsveitina. Ég geri það kannski ef hún biður mig um það en ekki fyrr en í lengstu lög. Ég lít frekar á mig sem hljóðstjóra en allt annað.“ Hvaða hljómsveitir hefur þú ver- ið að stjórna upptökum hjá og hef- ur þú verið að halda þig innan einnar gerðar af tónlist? „Áður en ég kom hingað var ég til dæmis að stjórna upptökum hjá þýskri hljómsveit sem heitir Dascha sem hljómar líklega eins og blanda af Skunk Anansie og Van Halen, mánuði áður vann ég með hljómsveit sem heitir Fony sem mætti líkja við Foo Fighters, þar áður Multipurpose Chemical sem er eins og Sepultura, þannig að ég er líklega að vinna með allar gerðir rokktónlistar.“ Hljómsveitir fæðast ekki fullburða Gætirðu lýst fyrir mér þessum heimi upptökustjóranna, er hann til dæmis stór? „Í Bandaríkjunum eru margir mjög stórir upptökustjórar og þeir eru í eins konar guðatölu þar, menn eins og Brendan ÓBrian og Andy Wallce fá miklu meira borg- að en hljómsveitirnar sjálfar og þó að hljómsveitirnar rífist sín á milli virða þær allar upptökustjórana. Í Bretlandi eru nokkrir stórir eins og Chris Sheldon, Gil Norton, Andy Sneep og aðrir og það er yf- irleitt þannig að þær plötur sem eru að seljast mjög vel er stjórnað af þessum mönnum og þeim er sjaldnast stjórnað af hljómsveit- unum sjálfum. Þessi hlið tónlistar- innar er mjög mikilvæg því að menn eins og ég sem hafa verið í stórri hljómsveit, ferðast um allan heiminn og spilað fyrir fullt af fólki, búa yfir gríðarlega mikilli reynslu sem við getum miðlað. Það er engin hljómsveit sem fæðist full- burða.“ Skiptir það þig einhverju máli að koma til Íslands og stjórna upp- tökum hjá hljómsveit sem er al- gjörlega óþekkt? „Þetta er bara spurning um góða tónlist. Ef einhver hefði boðið mér að koma hingað og vinna á McDo- nalds hefði ég líklega ekki tekið því en af því að þetta er góð tónlist er ég hérna. Það að hljómsveitin sé á Íslandi er bara bónus.“ Eins og smábær á Englandi Hefurðu alfarið snúið þér að upptökustjórn eftir að Skunk An- ansie lagði upp laupana eða ertu ennþá að grúska í þinni eigin tón- list? „Síðustu fjögur, fimm ár hef ég aðallega verið að stjórna upptökum en ég gaf til dæmis út plötu fyrir þremur árum sem kallaðist Ace Sounds og samanstóð af tónlist margra mismunandi tónlistar- manna í Englandi. Í ár gerði ég svo nýja plötu með hljómsveit sem ég Skunk Anansie var ein vinsælasta hljómsveit Evrópu í lok síðustu aldar með hina litríku söngkonu Skin í fararbroddi. Hljómsveitin lagði upp laupana árið 2001 en hafði þá meðal annars komið hingað til lands og leikið fyrir fullu húsi í Laugardalshöllinni. Gítarleikari sveitarinnar, Ace, var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann sat við stjórnvölinn á upptökum væntanlegrar plötu Dikta. Höskuldur Ólafsson kíkti í heimsókn í gamla Hljóðrita og tók Ace tali. Á bak við tjöldin Morgunblaðið/Sverrir Ace t.v. ásamt meðlimum Diktu fyrir utan hljóðverið í Hafnarfirðinum. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Miðasala opnar kl. 15.00 Sími 564 0000 Sýnd kl. 5.40 og 8 B.i 16 ára BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Powersýningkl.11 Toppmyndin á Íslandi í dag kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.10 Sýnd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.40 (Powersýning) B.i 16 ÁRA  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ Þ.Þ. FBL. .  „Sin City er mynd sem að enginn ætti að láta framhjá sér fara“ Blaðið H.L. MBL.L. BL  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ H.L. MBL.L. BL Toppmyndin á Íslandi í dag      Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.  Sýnd kl 6, 8 og 10 B.i 16 ÁRA Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i 14 ÁRA Frá leikstjóra Bourne Identity Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! Sýnd kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 2 og 10.20 B.i 10 ÁRA BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! „...í heildina frábær mynd...“ T.V. kvikmyndir.is „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ K&F XFM H.L. - MBL. ... i li ... j l i ! . . i i .i .L. - BL. Þorir þú í bíó? F RU M S Ý N I N G Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Byggt á sannri sögu Þorir þú í bíó? F RU M S Ý N I N G Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Byggt á sannri sögu I N N R Á S I N E R H A F I N ! T O M C R U I S E MYND EFTIR Steven spielberg -Ó.H.T, RÁS 2  -KVIKMYNDIR.IS  „Innrásin er girnileg Sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „HOLLYWOOD í ESSINU SÍNU“ -Blaðið  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  Sýnd kl. 5.40 og 10.20 B.i 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i 16 ára Powersýningkl.10.40  „Sin City er mynd sem að enginn ætti að láta framhjá sér fara“ „Sin City er mynd sem að enginn æt i að láta framhjá sér fara“ 28.000 GESTIR EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8 Powersýningkl.10 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 1.45 m. ísl tali , síðustu sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.