Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EKKERT banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu fjórtán mánuði en jafnmarga mánuði þar á undan létust sjö einstaklingar í jafn- mörgum slysum. Það er mál manna að nú þegar hafi umferðarör- yggi um Reykjanes- brautina aukist gíf- urlega, þrátt fyrir að aðeins fyrri áfanga brautarinnar sé nú lok- ið, og staðfesta þessar tölur það. Enn sem fyrr er mikilvægt að ökumenn haldi áfram að aka varlega á Reykjanesbraut. Við skulum hafa það hug- fast að engin umferð- armannvirki koma ein og sér í veg fyrir umferðarslys. Tölulegar staðreyndir Á síðustu fjörutíu árum hafa sex- tíu og þrír einstaklingar látið lífið á Reykjanesbrautinni. Fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega jókst hlutfallslega mest á árunum 1999–2003 eins og sjá má á töflunni hér að neðan. Ástæðurnar eru án efa aukin umferð og umferðarhraði sem hvort tveggja eru þættir sem auka áhættu þegar bifreiðar mætast úr gagnstæðri átt. Eftir að fyrri hluti tvöföldaðrar Reykjanesbrautar var tekinn í gagnið fyrir réttu ári síðan hefur enginn látist né slasast alvarlega á Reykjanes- braut skv. upplýs- ingum frá Umferð- arstofu. Þróun síðustu ára Á árunum 1963–2003 60 látnir – eða að með- altali einn með 300 daga millibili. Sjá töflu. Á árunum 2000–2003 11 látnir – eða að meðaltali einn með 99 daga millibili. Árið 2003 6 látnir – eða að með- altali einn með 60 daga millibili. *Þar með talinn einstaklingur sé lést nokkrum mánuðum eftir slys Síðustu 14 mánuðir 0 látnir og engin alvarlega slasaður á 420 daga tímabili. Samkvæmt þessum tölum má ljóst vera að tíðni látinna og alvar- lega slasaðra á Reykjanesbraut hef- ur verið snúið við til skamms tíma litið þó baráttu fyrir frekari fram- kvæmdum og umferðarbótum sé langt frá því lokið. Vegrið á Reykjanesbraut Umræða um vegrið á milli ak- brauta hefur komið reglulega upp í umræðunni um öryggi á þjóðvegum landsins. Við hönnun Reykjanes- brautar er t.d. ekki gert ráð fyrir að vegrið komi á milli akbrauta en svo- kallað öryggissvæði er um 11 metr- ar. Í stuttri heimsókn til Svíþjóðar á dögunum þar sem ég kynnti mér umferðaröryggismál ásamt fleirum kom skýrt fram að vegrið er eitt helsta öryggistæki sem Svíar leggja áherslu á milli akbrauta á þjóð- vegum. Gildir þá einu hvort leyfileg- ur hámarkshraði er 70 km eða 110 km og hefur árangur þess ekki látið á sér standa. Sama dag og við sannfærðumst um mikilvægi vegriða mátti lesa frétt á vefsvæði Víkurfrétta um öku- mann bifreiðar sem slapp ómeiddur eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum á nýjum kafla Reykjanesbraut- arinnar. Fór hann yfir á gagnstæða akrein og hafnaði þar utan vegar en talið var að maðurinn hefði fengið krampa eða flog undir stýri. Þetta gerðist þrátt fyrir 11 metra örygg- issvæði og því ljóst að öryggi er enn ábótavant þrátt fyrir miklar end- urbætur. Vegrið á Reykjanesbraut er ekki valkostur heldur nauðsyn þrátt fyrir tvöföldun brautarinnar og á það sama við um aðra þjóðvegi landsins. Annað væri kæruleysi og jafnvel óskhyggja um örugga fram- tíð. Framhald framkvæmda Útboðsgögn verða tilbúin til af- hendingar á næstu 4–6 vikum en eft- ir það fá verktakar 37 daga til að skila inn tilboðum en samningur við lægstbjóðanda er síðan undirritaður 2–3 vikum síðar. Mikilvægt er að sá verktaki sem fær verkið taki strax til hendi og ljúki framkvæmdinni á næstu 6–8 mánuðum. Á síðustu árum hefur áhugahópur um örugga Reykjanesbraut, þing- menn og almenningur á Suð- urnesjum unnið ötullega að já- kvæðri og uppbyggilegri umræðu og fylgt stíft eftir loforðum ráðamanna á hinum ýmsu sviðum m.a. frá fjöl- mennum borgarafundum í Stapa. En verkinu er ekki lokið, við þurfum enn að ítreka kröfur um flýtingu framkvæmda, tryggja frekari um- ferðargæslu og kalla eftir skilningi á þessu mikilvæga verkefni. Þá er áhugahópurinn með í undirbúningi aðild að umferðaröryggisverkefni í stærri mynd en við höfum tekið þátt í hingað til enda ljóst að hættur leynast víðar en á Reykjanesbraut- inni eins og við höfum verið minnt svo rækilega á síðustu mánuði. Ég skora á ökumenn að fara að öllu með gát og tryggja þannig slysalausa framtíð á brautinni. Við megum ekki sætta okkur við fleiri slys. Allt annað líf með tvöfaldri Reykjanesbraut Steinþór Jónsson fjallar um þá gjörbyltingu sem hraðbrautin til Keflavíkur hefur valdið ’Enginn látinn í umferðarslysi á 14 mánuðum frá því er tvöföld akrein var tekin í notkun.‘ Steinþór Jónsson Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Keflavík. Látnir Alvarlega Lítið Alls slasaðir slasaðir 1999 2 15 41 58 2000 6 9 36 51 2001 1 6 41 48 2002 0 5 40 45 2003 6 2 37 44 2004 1 4 31 36 2005 0 0 * síðustu 14 mán. Alls 15 41 226 282 NÝLEGA kom út sérkort af Suðvesturlandi frá Landmælingum Íslands í mælikvarðanum 1:75 000. Í kápukynningu segir m.a.: „Á kortinu er fjöldi ör- nefna, upplýsingar um vegi og vegalengdir, göngu- og reiðleiðir auk helstu upplýsinga sem útivistarfólk þarf á að halda.“ Hér koma nokkrar athugasemdir sem snerta Reykjanes- skagann: Þorpið Hafn- ir í Reykjanesbæ var byggt út úr höfuðból- unum Kirkjuvogi og Kotvogi en þau ör- nefni sjást ekki. Í Höfnum stendur Kirkjuvogskirkja sem á sér merka og langa sögu en hún er ekki sett inn, aðeins kirkjugarðstáknið (þrír krossar). Þarna mætti ætla að kirkja væri aflögð sem er rangt. Suður undir Reykjanesi er örnefnið Tjaldstaðagjá sem vísar til bæj- arnafns (-staðir) en á kortinu stendur Tjaldstæðagjá. Til eru skrif um byggð úti á Reykjanesi og örnefnið Tjaldstaðagjá styður þær sagnir, nafnið er rétt á eldri kort- um. Súlnagjá er sett suðaustan við fjallið Súlur austan Hafna en gjáin er vestan (neðan) við fjallið og hef- ur verið rétt staðsett á eldri kort- um. Gamli-Kirkjuvogur (nefndur Vogur í Landnámu, seinna kirkju- staður) stóð handan við Ósana norðan Hafna en var fluttur til Hafna líklega vegna landbrots og landeyðingar á 16. öld. Á kortinu er Gamla-Kirkjuvogs ekki getið en hann er á eldri kortum. Á Grímshól á Vogastapa er hringsjá en hún er ekki sýnd (var á korti frá 1989). Þorpið Vogar var byggt út úr höf- uðbýlinu Stóru-Vogum en það nafn er ekki inni nú, aðeins Minni- Vogar. Örnefnin Stapaþúfa, Gjásel og Brunnastaðasel í Strandarheiði eru sett niður á röngum stöðum. Stapaþúfa er suðvestan við Gjásel og Gjásel norðan Brunnastaðasels. Enn og aftur er bæjarnafnið Auðn- ar á Vatnsleysuströnd rangt skráð á kort, sagt Auðnir, en í Jarðabók- inni 1703 og í öðrum gömlum heim- ildum er alltaf sagt Auðnar. Hösk- uldarvallastígur er settur á núverandi göngustíg sem liggur frá Oddafelli að Keili en örnefnið á að- eins við gömlu götuna sem liggur yfir hraun- ið næst Oddafelli en sú lá yfir í selin aust- an við. Sandakravegur (gömul lestaleið að austan til Suðurnesja) hefur alla tíð verið rangt staðsettur á kortum og er enn. Yngstu reiðgötuna um Herdísarvíkurhraun vantar á kortið en sú elsta (?) er sýnd þó óljós sé. Yngsta reið- gatan er djúp og vörð- uð og fær bæði hest- um og fólki og ætti frekar heima á kortinu en sú eldri. Sláttudalur austan Geitahlíðar (fjall, 384 m) í Krýsuvíkurlandi er á röngum stað nú en var réttur á korti 1989. Ör- nefnið Geitahlíð hefur aldrei fyrr teygt sig austur með hlíðinni frá fjallinu Geitahlíð. Samkvæmt ör- nefnaskrám heitir fjallið sjálft (hnjúkurinn) Geitahlíð og efst á því tróna Æsubúðir. Örnefnið Drums- dalavegur er sett á vellina sunnan við Vigdísarvallaeyðibýlið en á heima á fjallveginum yfir Sveiflu- hálsinn sunnarlega en þar er klett- urinn Drumbur. Reykjavegur (stik- uð gönguleið) er rangur að hluta á kortinu, villa sem hver apar eftir öðrum. Hann liggur EKKI um Méltunnuklif og svo austan við Höfða heldur niður Brattháls norð- an klifsins og svo vestan Höfðans og gengur um skarðið milli hans og Sandfells. Þeir sem stofnuðu til Reykjavegarins ættu að koma upp- lýsingum um legu hans í rétt horf sem fyrst. Fyrrnefnd villa er ekki sú eina á þessari leið. Í kynningu kortsins er sagt að það hafi að geyma „helstu upplýs- ingar sem útivistarfólk þarf á að halda.“ Því miður er ekki svo. Á svæðinu eru margar rústir sem úti- vistarfólk hefur ánægju af að skoða en eru ekki settar inn, ekki einu sinni merktar með rústakrossi (x). Hér má nefna selrústir í Hafna- heiði, Merkinessel og Möngusel; selrústir við Seltjörn við Grindavík- urveg; Nýjasel við Skógfellaveg; Hvassahraunssel og Lónakotssel; selrústirnar við og í Núphlíðarháls- inum, þ.e. Rauðhólssel, Oddafellssel og Sogasel svo ekki sé talað um selrústirnar á Selsvöllum. Flestar fyrrnefndar rústir liggja við merkt- ar gönguleiðir á kortinu. Gvend- arhellir í Krýsuvíkurhrauni er merkilegur vegna mannvistarleifa og sagna en hann er ekki á kortinu en er á eldri kortum. Elsta (?) þjóðleiðin með Suðurströndinni er sýnd um Herdísarvíkurhraun eins og fyrr segir en nálægt henni eru selrústir sem og gömul fjárrétt á Seljabótarnefi sem er við það að hverfa í hafið. Þessar rústir eru ekki settar inn. Sumar gönguleið- irnar á kortinu enda að því er virð- ist í öngstræti og ekkert sem segir að við lok þeirra sé eitthvað áhuga- vert, t.d. er einn slíkur leggur í Geldingahrauni austan Afstapa- hrauns og annar ofan Draugahlíða í átt að Brennisteinsfjöllum. Sú leið hefði átt að liggja alla leið að nám- unum en þar eru merkar mannvist- arleifar í og við hverasvæði. Flest þarf gagnrýni við. Ef enginn gagn- rýnir birtast sömu villurnar aftur og aftur eins og illgresi í túni. Landakortaútgáfa virðist varðveita villur af kerfislegri íhaldssemi og heimur versnandi fer þrátt fyrir sérfræðinga út og suður. Atl- askortin eru vönduð sem og kort frá 1989 og mættu kortagerð- armenn hafa þau meira til hlið- sjónar við gerð nýrri korta. Sögu- falsanir eru nógu slæmar þó ekki séu þær skjalfestar um aldur og ævi. Nýtt sérkort frá Landmælingum Íslands yfir Suðvesturland Sesselja Guðmundsdóttir fjallar um kortaútgáfu og gagnrýnir hana ’Þeir sem stofnuðu tilReykjavegarins ættu að koma upplýsingum um legu hans í rétt horf sem fyrst.‘ Sesselja Guðmundsdóttir Höfundur er húsmóðir. Í SUNNUDAGSBLAÐI Frétta- blaðsins 3. júlí sl. var viðtal við Sigurð Líndal, fyrrverandi lagaprófessor. Í máli hans kom glögglega fram að rík- isstjórnin íslenzka hafi sótt í sig veðr- ið á kostnað Alþingis, án þess þó að hann vilji taka svo til orða að Alþingi sé orðið afgreiðslu- stofnun ríkisvaldsins, eins og sumum virðist. Sigurður nefnir að styrkja megi Alþingi, og minnir í því sam- bandi á að í þeim til- gangi hafi Ríkisend- urskoðun verið sett undir Alþingi á sínum tíma. Hér skulu tilfærð tvö dæmi um þá „styrkingu“ sem Al- þingi hefir orðið að þeirri ráðstöfun: Um árið þegar fyrrverandi bankamálaráðherra og þáverandi varafor- maður Framsókn- arflokksins, að nafni Finnur, ákvað að ná undir sig og flokkinn öðrum þjóðbankanum – Landsbankanum í það skiptið – var nú- verandi ríkisend- urskoðandi vikapiltur hans til verksins. Starfsemi bankans hafði verið í föstum skorðum áratugum saman og árleg reikn- ingsskil hans afgreidd með uppáskrift rík- isendurskoðanda. En þegar kallið kom bjó augnaþjónninn til endemislega álitsgerð um afglöp bankastjóra. Á grundvelli þeirrar sorphirðu tilkynnti þáverandi for- sætisráðherra undirrituðum að hann yrði að segja af sér embætti banka- stjóra. Það er svo önnur saga, en þessari skyld, að örskömmu síðar lýsti sami maður því yfir við ritstjóra Morgunblaðsins að aðförin að Sverri Hermannssyni hefði verið tómt fát og fum. Maðurinn hefði ekkert til saka unnið. En þá var öll nótt úti og framsóknarmennskan tekin að ríða húsum í bankanum. Til að byrja með naut einkum Jón í Skífunni góðs af, enda þurfti að launa honum ríkulega stuðning við flokkinn í kosningunum 1999. Fyrirtæki hans gjaldþrota upp á milljarða tekið í viðskipti og honum prívat og persónulega lánaðar 780 milljónir króna til kaupa á brasklóð- um í Garðabæ. En þar kom að fjárkláði tók að sækja á forystu Framsóknar. Eink- um og sér í lagi formanninn sjálfan. Var þá kallað á ríkisendurskoðanda og hann beðinn um efni í þrifabað. Ekki stóð á mínum manni fremur en fyrri daginn, þegar ráðstjórnarmenn áttu í hlut, þótt hann tæki raunar fram í sápugerðinni að þetta væri ekki hans hlutverk. Og aðalritari stóð upp úr baðinu og kvaðst af- lúsaður með öllu. En dýrðin stóð ekki nema eitt dægur þar til kláða- maurinn hafði hlaupið á hann aftur og færðist nú stöðugt í aukana. Þótt foringinn sé friðlaus hefir hann lýst því yfir að hann beri fullt traust til ríkisendurskoðanda, enda getur verið gott að grípa til hans síðar ef í nauðir rekur. Það er með ólíkindum að Ríkisendurskoðun skuli heyra undir sjálft Alþingi, og yfirstjórn þess skuli horfa aðgerð- arlaus á vinnubrögðin. Það sýnir læpuskap lög- gjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. En við þeim fjár- kláða, sem herjar á for- ystumenn Framsókn- arflokksins, er aðeins eitt ráð til og það er nið- urskurður – í síðasta lagi fyrir næstu alþing- iskosningar. Fyrir borg- arstjórnarkosningar skiptir ekki máli. Kláðamaurinn hefir þegar gengið frá forystusauð Fram- sóknar á þeim vettvangi svo hann er ekki á vetur setjandi. Mun hann þó sakna sárlega hins gróskumikla og orkugefandi haglendis, sem hann hefir gengið á um langa hríð, sjálfum sér til ábata og flokki sínum til fram- dráttar, en R-lista til yndisauka. Svo er það önnur og miklu lengri saga að segja frá því þegar ráð- stjórnin brá á það ráð að gefa vinum og vandamönnum báða þjóðbankana nema að Búnaðarbankanum hafi ver- ið stolið undir stjórn fyrrverandi varaformanns Framsóknarflokksins? Hann er vanur maður sem kann til verka. Fjárkláði Sverrir Hermannsson fjallar um vanda Framsóknar Sverrir Hermannsson ’En við þeimfjárkláða, sem herjar á for- ystumenn Framsóknar- flokksins, er að- eins eitt ráð til og það er niður- skurður – í síð- asta lagi fyrir næstu alþing- iskosningar. ‘ Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.