Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRÁ ÞVÍ samgönguráðuneytið tók við umferðaröryggismálum 1. janúar á síðasta ári hefur verið unnið hörðum höndum að því að styrkja alla þætti í starfi ráðu- neytisins sem lúta að umferðarörygg- ismálum. Er það gert í góðu samstarfi við Umferðarstofu, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Vega- gerðina og lögregl- una, sem sinna þess- um mikilvæga málaflokki. Hér fara á eftir mikilvægir þættir í þessu starfi sem ráðuneytið vill minna á um leið og næstu aðgerðir eru kynntar:  Eftir að sam- gönguráðuneytið tók við umferðarmálum var sett fram skýr stefnuyfirlýsing í tíu liðum af hálfu ráðu- neytisins sem unnið hefur verið eftir.  Umferðaröryggisáætlun hefur verið felld inn í Samgönguáætlun og forgangsröðun framkvæmda miðast við að auka umferðarör- yggi.  Ákveðnar voru fjárveitingar til sérstakra verkefna samkvæmt umferðaröryggisáætlun til við- bótar við það sem áður hefur verið varið til þessara verkefna í vega- áætlun, til Umferðarstofu og af hálfu lögregluyfirvalda vegna lög- gæslu og umferðareftirlits.  Gefin hefur verið út ný reglu- gerð um skilti fyrir leiðbeinandi hraðamerkingar á þjóðvegum landsins til að auka öryggi og auð- velda ökumönnum að varast hættulega kafla á þjóðvegunum.  Sett hafa verið ný lög um rann- sóknir umferðarslysa sem taka gildi 1. september nk. Jafnframt er unnið að því að efla og styrkja frekari rannsóknir á sviði umferð- aröryggismála.  Næsta verkefni er að auka eft- irlit á vegunum í samræmi við samning Umferðarstofu og Rík- islögreglustjóra. Á undanförnum árum hefur náðst verulegur árangur við að fækka alvarlegum umferðarslysum í þéttbýli. Það er mat þeirra, sem vinna að umferðaröryggismálum að óhjákvæmilegt sé að gera sér- stakt átak á þjóðvegum í dreifbýli. Þar verða flest alvarlegustu slys- in. Slysin í umferðinni eru full- komlega óásættanleg. Því hefur ráðuneytið unnið sitt starf undir yfirskriftinni ,,Breyt- um þessu!“ og við vilj- um kalla þjóðina alla til samstarfs. Slagorðinu ,,Breyt- um þessu!“ er ætlað að vera hvatning til allra þeirra sem vinna að umferðarörygg- ismálum – hjá Um- ferðarstofu – hjá Vegagerðinni – í ráðu- neytinu og úti í þjóð- félaginu. ,,Breytum þessu!“ er áminning um það að við, öku- menn og vegfarendur, berum öll ábyrgð á þessum málum. ,,Breytum þessu!“ er líka áminning til fólksins í landinu vegna þess að lang- flest alvarleg slys verða þegar verið er að brjóta umferðarlögin. Almenningur í landinu ber ábyrgð. Í hvert einasta sinn sem við setjumst undir stýri þá erum við að axla ábyrgð á lífi fólksins í kringum okkur. Síðustu daga hefur verið unnið að því að kynna mikilvægt verk- efni sem virðist vera óhjá- kvæmilegt og er liður í umferð- aröryggisáætlun Samgönguáætl- unar. Þetta verkefni er samningur milli Umferðarstofu og Ríkislög- reglustjóraembættisins. Samning- urinn varðar aukna löggæslu og umferðareftirlit á þjóðvegum landsins til þess að koma í veg fyrir lögbrot í umferðinni. Með þessum samningi er stefnt að bættri umferðarmenningu í land- inu. Það er von okkar í samgöngu- ráðuneytinu að okkur megi auðnast að ná árangri með samstarfi þessara mikilvægu stofnana. Ég fagna því og þakka fyrir hversu vel hefur verið unnið að undirbúningi þessa máls af hálfu Ríkislögreglustjóraembætt- isins, Umferðarstofu, Vegagerð- arinnar og embættismanna ráðu- neytisins. Aukum öryggi í umferðinni á þjóð- vegum landsins Sturla Böðvarsson fjallar um öryggi í umferðinni Sturla Böðvarsson ’Slysin í um-ferðinni eru fullkomlega óásættanleg.‘ Höfundur er samgönguráðherra. ÞESSA dagana fara fram umræð- ur á milli þeirra stjórnmálaflokka sem mynda kosningabandalag um R- listann í Reykjavík. Samkvæmt frétt- um er þrefað fram og aftur um vægi einstakra flokka og sæti tiltekinna frambjóðenda á framboðslistum og alls konar viðmið í því samhengi. Þetta er sjálfsagt allt saman hið besta mál. En samt hljóta kjósendur þessara flokka að staldra við og velta vöngum yfir fyr- irbærinu. R-listinn hef- ur nefnilega mest lítið sýnilegt með kjós- endur að gera. Á sínum tíma lukkaðist sam- starfið vegna þess að það var tímabært að losa Sjálfstæðisflokk- inn undan þeirri áþján að stjórna borginni, þeir voru þreyttir og við vorum þreytt. Síðan hélt R-listinn lífi vegna þess að í gegnum glópalán fundu þeir borgarstjóra sem átti er- indi og svínvirkaði. Blessað fólkið sem hélt sig hins vegar þekkja sinn vitj- unartíma rak borgarstjórann vegna hagsmuna flokkanna en ekki kjós- enda. Í uppsiglingu virðist enn eitt vinstrahallærið í Reykjavík vegna þess að jafnvel framsóknarmenn verða vinstrimenn þegar það er það sem til þarf til að komast í öruggt sæti. Slíkt er í rauninni R-listinn í hnot- skurn, hann er ekki kosninga- bandalag fólks og jafnvel ekki stjórn- málaflokka heldur frambjóðenda. Landbúnaðarstefna Lýðveldisins hef- ur löngum liðið fyrir þá trú oddvita greinarinnar að þeir vissu betur en neytendur hvað ætti að vera í matinn. Mér finnst komið fyrir R- listanum eins og land- búnaðarstefnunni, hann er að sanna sig sem tímaskekkja. Ef VG og Framsókn eiga að fá helminginn af hverju at- kvæði sem SF er greitt í Reykjavík hlýtur tilefnið til að kjósa á þann veg að hafa rýrnað a.m.k. um helming. Ég vil ekki fallast á að það geti verið markmið í lýðræðissamfélagi að bindast samtökum við hvern sem er einungis til að koma í veg fyrir að fulltrúar stórs hluta kjósenda og um leið borgarbúa, í þessu tilfelli Sjálf- stæðisflokkurinn, fái tækifæri til að spreyta sig við stjórn borgarinnar. Ég er sjálfsagt ólæknandi jafn- aðarmaður en verð samt að við- urkenna að ég á ekki og hef aldrei átt í vandræðum með að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn þegar hann sýnir á sér betri hliðarnar en hann er að vísu týndur í andlitslausri þverhyggju kapítalískrar síbernsku um þessar mundir. Nú er samt svo komið að ég nenni ekki að hlusta eða horfa á það sjálfumglaða fólk sem er að varpa hlutkesti um mögulegt atkvæði mitt til þess að geta verið áfram við völd. Fyrst á að spyrja kjósendur, síðan frambjóðendur. Samfylkingin stærir sig af því að vera stór flokkur, þegar hins vegar litið er á hverjir gegna trún- aðarstörfum fyrir þennan flokk hlýt- ur maður að álykta að hann sé lítill. Í rauninni verður niðurstaða slíkrar könnunar á hátterni allra flokka á Ís- landi sú sama. Þeim sem ráða ferðinni í þessum jafnaðarmannaflokki nú- tímans væri hollt að rifja upp tímabil úr sögu Alþýðuflokksins. Flokks- klíkur og eftirlætisbörn eiga ekki heima í nútímastjórnmálum vegna þess að stjórnmál af því tagi eru ekki nútímastjórnmál. Ef Samfylkingin getur ekki treyst á fleira fólk en raun ber vitni þá er þessi verðandi stóri flokkur í vondum málum. Ég vil árétta að ég sækist ekki eftir trúnaðarstörfum hvorki á vegum borgar né ríkis og hyggst ekki gera það, mér hrýs hins vegar hugur við því hversu takmarkaða aðfangamögu- leika SF virðist hafa þegar fólk er annars vegar. Mér finnast stjórnmál snúast um val kjósenda og fólk, er þess vegna á móti öllu sem snýst um að takmarka það val. Mér fannst til dæmis við hæfi að fulltrúar á land- fundi SF nýlega fengju tækifæri til að kjósa eða hafna mér og öðrum sem þeir gerðu samviskusamlega a.m.k. í þrígang, þ.e. að hafna mér. Það ánægjulega gerðist hins vegar á þess- um fundi að ekki var sjálfkjörið í eitt einasta embætti, það er góðs viti. Ég vil vera í stórum flokki þar sem tekist er á um fólk og málefni og nið- urstöður fengnar í kosningum en ekki með samningum. Ég held að sama skapi að stjórnmálaflokkar í nútíman- um eigi ekki að geta boðið upp á fríar ferðir eitt eða neitt. Ég hafna flokkum sem úthluta embættum til útbrunn- inna alþingismanna, þar gildir einu hvaðan sendiherraembættin eru upp- runnin, ég hef að sama skapi skömm á fólki sem telur sig jafnara en annað fólk og ég lýsi frati á þingmenn sem telja sig eiga rétt á lífeyrisréttindum utan ramma alls siðferðis. Stjórn- málaumhverfið á að hafa breyst á síð- ustu árum til hins betra, fyrst og fremst vegna aukins alþjóðlegs að- halds, og nú ættu flokkarnir að breyt- ast með. Hvað er bogið við R-listann? Kristófer Már Kristinsson fjallar um R-listann ’Stjórnmálaumhverfiðá að hafa breyst á síð- ustu árum til hins betra, fyrst og fremst vegna aukins alþjóðlegs að- halds, og nú ættu flokk- arnir að breytast með.‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er stjórnarmaður í hverfafélagi SF í Reykjavík 101. „HVAÐ ætla menn svo að gera þegar hvalirnir verða langt komnir með þá fiskistofna, sem stór hluti íslend- inga lifir af. Verður þorskurinn þá friðaður líka, síðan loðnan, síld- in, ýsan, karfinn og aðrar fiskitegundir? Hvað verður þá um ís- lenska sjómenn? Verða þeir hafðir til sýnis fyrir ferðamenn með áletruninni: ekki skjóta, bara skoða?“ Guðmundur nokkur Gestsson ritar grein í Morgunblaðið sunnu- daginn 10. júlí undir yfirskriftinni: „Að verja vonlausan málstað“. Það er laukrétt hjá Guðmundi; það er vonlaust að verja þann von- lausa málstað, að ekki megi skjóta hvali. Það sjá það allir hugsandi menn, að slíkt gengur ekki upp þeg- ar til lengri tíma er litið. Það eru áratugir síðan hval- veiðum var hætt við Ís- land. Þá höfðu þær veiðar verið stundaðar um aldir, síðast frá Hvalfirði. Þar stendur nú mannlaust þorp, verksmiðja, tól og tæki, engum að gagni. Í Reykjavíkurhöfn liggja mannlausir hval- veiðibátar og hrefnu- bátum hér og þar um landið hefur verð snúið að öðrum verkefnum. Á sama tíma stækka hvalastofnar við landið. Það sjá íslenskir sjómenn, ekki síst þeir sem veiða uppsjávarfiska. Hvalir, stórir sem smáir, valda þeim sífellt meiri erfiðleikum við veið- arnar og skapa tjón á veiðarfærum upp á tugi milljóna króna á hverri vertíð. Þetta finnst mönnum allt í lagi. Guðmundur Gestsson gumar af því, að hvalaskoðun sé vaxandi at- vinnuvegur, sem tekið hafi út þroska án ríkisstyrkja, gagnstætt því sem eigi sér stað með hrefnu- veiðar og Félag hrefnuveiðimanna. Guðmundi ætti nú að vera kunn- ugt um, að hvalaskoðunarfyrirtækin hafa notið margvíslegrar fyrir- greiðslu úr opinberum sjóðum, hag- stæðra lána og styrkja til markaðs- setningar. Það væri hægt að selja dágóðan slatta af hrefnukjöti með sambærilegu fjármagni. Allt hjal um að ekki sé markaður fyrir hvala- afurðir er eins og glymur úr tómri tunnu. Hann getur verið hávaða- samur, en er innantómur. Þessar af- urðir hafa ekki verið til staðar í ára- tugi, þannig að það tekur sinn tíma að koma þeim inn á markaðinn. Þetta eru ódýrar, hollar og góðar afurðir. En ef þær þjóðir, sem búa við velmegun og allsnægtir, telja ekki sæmandi að leggja sér hvalkjöt til munns, þá yrði það vel þegið í hinum hungraða heimi. Þar deyr fólk úr hungri í stórum stíl á meðan þeir ríku vilja einungis horfa á kjöt- ið synda í sjónum. Ég veit það vel, að þetta fólk getur ekki borgað fyrir björgina, en það skiptir ekki megin- máli. Við fáum það margsinnis end- urgreitt í þeim fiski, sem veiddir hvalir éta ekki. Lífskeðjan er flókið fyrirbæri, enda gerð af meistarahöndum. Þar er gert ráð fyrir ákveðinni hringrás, sem má ekki rofna. Hún þarf að vera í jafnvægi. Því jafnvægi er raskað með því að banna hvalveiðar. Hvalirnir verða fleiri og fleiri, þeir éta meira og meira af okkar nytja- stofnum, mun meira en við Íslend- ingar gerum. Ef til vill er þarna skýringin á því hvers vegna þorsk- stofninn kemur ekki upp þrátt fyrir takmörkun á veiðum. Hvað ætla menn svo að gera þegar hvalirnir verða langt komnir með þá fiski- stofna, sem stór hluti Íslendinga lif- ir af. Verður þorskurinn þá friðaður líka, síðan loðnan, síldin, ýsan, karf- inn og aðrar fiskitegundir? Hvað verður þá um íslenska sjómenn? Verða þeir hafðir til sýnis fyrir ferðamenn með áletruninni „ekki skjóta, bara skoða“? Það er vissulega fagnaðarefni, að hér geti vaxið ný atvinnugrein við hvalaskoðun. Hún er ekki enn sú mjólkurkýr, sem talsmenn hennar vilja vera láta. Þeir héldu því líka fram, að hrun yrði í ferða- mannaþjónustu ef hrefnuveiðar yrðu leyfðar. Ekkert slíkt hefur gerst, nema síður sé. Þetta rennir stoðum undir þá vissu mína, að hvalaskoðun og veiðar geta farið saman. Í það minnsta verða veið- arnar að hefjast fyrr en síðar, áður en hvalirnir ná að éta okkur Íslend- inga út á gaddinn. Á að leyfa hvölum að éta frá okkur björgina? Sverrir Leósson svarar Guðmundi Gestssyni framkvæmdastjóra ’Hvað verður þá um ís-lenska sjómenn? Verða þeir hafðir til sýnis fyrir ferðamenn með áletr- uninni „ekki skjóta, bara skoða“?‘ Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður. mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.