Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 33
lýst í fréttagrein í Morgunblaðinu 15. júlí s.l. Í þessari fréttagrein er vitnað í formann byggðaráðs Blá- skógabyggðar, Margeir Ingólfsson. Þar túlkar Margeir andúð allra íbúa byggðar sinnar á þessum afskiptum Þingvallanefndar, sem hefur engan raunsæjan skilning á þessu máli. Ef Þingvallanefnd er á móti vegagerð innan þjóðgarðs skal á það minnt að nú þegar eru vegir þvers og kruss um þjóðgarðinn. Ef þeir eru á móti þungaumferð þá verða þeir að banna alla umferð hinna stóru rútu- bíla, sem fara um Þingvelli og hafa gert lengi. Hvað segði ferðaþjón- ustan um slíkt? Hverju eru þessir ráðherrar að þjóna? Hvaða álit hafa Sunnlendingar á þingmanninum Guðna Ágústssyni? Af hverju heyr- ist ekki orð frá þingmönnum sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi um þessa hegðun Björns Bjarna- sonar? Þetta er ekki aðeins mál íbúa Suðurlands. Sumarhúsaeigendur sem og ferðaþjónustan eiga hér einnig mik- illa hagsmuna að gæta. Styttri leið þýðir ferðasparnað. Sumarhúsa- eigendur ásamt fjölskyldum sínum eru mun fjölmennari en íbúar flestra sveitarfélaganna. Björn Bjarnason, bæði þingmaður og borgarfulltrúi Reykvíkinga, er ekki mikið að hugsa um þann stóra hóp íbúa Reykjavíkur, sem hér eiga hlut að máli. Svo virðist vera að 1. þing- maður Reykjavíkur-norður, Össur Skarphéðinsson, sé sammála með- nefndarmönnum sínum. Ef svo er verður það að teljast raunalegt fyrir hann. Fyrirsögn þessa greinarkorns er um „störf“ Þingvallanefndar. Ég vil benda á framkvæmda- atriði, sem heyrir undir þessa dæmalausu nefnd. Þegar ekið er um veginn frá þjónustumiðstöð að Gjábakka, vegurinn, sem var lagður 1974, blasir við vegfarendum sér- stakur sóðaskapur, sem eru gap- andi svartar kalviðarhríslur víða á þeirri leið. Þetta sýnir glögglega að nefndarmenn og framkv.stjóri þeirra hafa ekki fyrir því að fara um þjóðgarðinn. Sennilega finnst þeim huggulegra að sötra kaffi inni í Þingvallabæ. Þetta er ófyrirgef- anlegur trassaskapur og Íslend- ingum til skammar. Ég mæli með því að Þingvallanefnd verði lögð niður. JÓN OTTI JÓNSSON, prentari, sumarhúsaeigandi í Miðdal Bláskógabyggð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 33 UMRÆÐAN Lindarberg - Hafnarfirði Stórglæsilegt 252 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 34 fm innbyggð-um bílskúr. Húsið er allt innréttað á afar vandaðan og smekklegan hátt með ljósum viði, innréttingar úr birki og parket allt úr massívri eik. Granít er í glugga- kistum að stórum hluta. Lofthæð á efri hæð allt að 4 metrar. Kamína í stofu. Stórar suðursvalir. Húsið er teiknað af Guðmundi Gunnlaugssyni og er vel staðsett, innst í botnlanga og við opið svæði. Mikið útsýni er frá eign- inni yfir Hafnarfjörðinn og út á sjóinn. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Hálsasel Mjög fallegt og vel skipulagt 166 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 23 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í hol, samliggj. stofur með út- gangi á lóð til vesturs, eldhús með eikarinnrétt. og góðri borðaðstöðu, þrjú herb. öll með skápum auk fataherb., sjónvarpsstofu og tvö baðherbergi. Stórar svalir til suðurs með miklu útsýni. Falleg ræktuð og sólrík lóð. Hiti í innkeyrslu. Verð 38,9 millj. Ægisíða - efri sérhæð með bílskúr Mjög glæsileg 118 fm efri sérhæð á þessum frábæra útsýnisstað á „opna svæðinu“ við Ægisíðuna auk 31 fm frístandandi góðs bílskúrs. Hæðin skiptist m.a. í rúmgóðar, samliggjandi og bjartar stofur með útgangi á svalir til suðvesturs, stórt eldhús með nýlegum innréttingum úr beyki og góðri borðaðstöðu, tvö herbergi, bæði með skápum, og flísalagt baðherbergi. Mikið útsýni er úr stofum og af svölum. 10 fm íbúðarherbergi og geymsla í kjallara auk sam- eignar. Byggingarréttur er fyrir um 80 fm í risi. Verð 45,0 millj. Grandavegur - eldri borgarar - 3ja herb. Nýkomin í sölu 87 fm 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi fyrir eldri borgara ásamt stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Íbúðin skipt- ist í forstofu með skáp, parket- lagða stofu með útgangi á austur- svalir, eldhús, tvö herbergi, bæði með skápum, flísalagt baðherbergi og þvottaherbergi. Mikið útsýni yfir Reykjanesfjallgarðinn. Mikil sam- eign. Tvær lyftur. Húsvörður og ýmis þjónusta. Verð 27,5 millj. Stýrimannastígur - Ris Vorum að fá í einkasölu afar glæsi- lega, nýinnréttaða og vandaða 70,6 fm 2ja herbergja risíbúð með allt að 4,5 metra lofthæð og stór- um svölum til suðurs. Íbúðin er öll nýinnréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta með ljósum inn- réttingum og gólfefnum. Baðher- bergi með glugga og nýjum tækj- um. Stórar og skjólgóðar nýlegar svalir til suðurs með miklu útsýni. Þórðarsveigur - lyftuhús Glæsileg 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð auk sérstæðis í bíla- geymslu. Íbúðin sem skiptist í 3 svefnherbergi, eldhús, stofu, bað- herbergi, þvottaherbergi og for- stofu er öll innréttuð á afar vand- aðan og smekklegan máta með innréttingum og gólfefnum úr ljós- um viði. Stórar flísalagðar suður- svalir útaf stofu. Verð 24,9 millj. Þverás - einbýli Vorum að fá í einkasölu 148,7 fm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum 38,7 fm bílskúr á þess- um eftirsótta stað. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, 4 rúmgóð herbergi, stofu, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bíl- skúr. Eignin er í góðu ásigkomu- lagi að jafnt að innan sem utan. Verð 36,9 millj. Hagamelur - fjórbýli Glæsileg 93,2 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í mjög fallegu fjór- býlishúsi á þessum eftirstótta stað. Íb. skiptist í 2 herb., saml. skiptanl. stofur með fallegum rennihurðum á milli, eldhús, hol og baðherb. Parket og flísar á gólfum. Verð 23,9 millj. Grænakinn - Einbýli Stórglæsilegt 200 fm einb. á 2 hæðum á þessum góða stað í Hafnarfirði. Studíóíbúð er innr. í bíl- skúr hússins. Stórar saml. stofur með arni, eldhús með vönd. inn- rétt. og góðri borðaðst., sólskáli út af eldhúsi/stofum m. útg. á um 50 fm svalir, tvö baðherb. og 5 her- bergi. Ræktuð lóð, baklóð hellu- lögð og með steyptum veggjum, lýsingu og skjólveggjum. Húsið stendur á mjög fallegum stað við opið grænt svæði. Óskað er eftir tilboðum í eignina. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali NESBALI VIÐ NESTJÖRN Sérlega rúmgott og fallegt raðhús með inn- byggðum bílskúr. Húsið stendur í útjaðri byggðar, vestast á Seltjarnarnesi, og ekki verður byggt þar fyrir vestan. Á efri hæð er forstofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, gangur og 2-3 svefnherbergi. Stofan er á millihæð. Í kjallara er þvottahús/geymsla, baðherbergi, saunaklefi og tvö góð her- bergi. Verönd hússins snýr að Nestjörn og þar er frábært útsýni og fuglalíf. V. 55 m. 5205 SKÓGARÁS - FJÖLSKYLDUVÆN ÍBÚÐ Stór og rúmgóð íbúð á þriðju hæð (efstu) + ris á frábærum stað í Árbænum. Neðri hæð er 110,5 fm og efri hæðin er skráð 57,6 fm, alls 168,1 fm. Neðri hæð skiptist í forstofu, þvottahús, hol, stofu, eldhús, svalir, tvö herbergi, geymslu og baðher- bergi. Efri hæðin er fjögur herbergi, stofa og baðherbergi. Stór góður bílskúr getur fylgt íbúðinni. 5194 HÁLSASEL - VANDAÐ - NÝTT Á SKRÁ Fallegt og vel staðsett 189 fm einbýlishús þar sem stutt er fyrir börn í skóla. Á neðri hæðinni er forstofa, hol, eldhús, búr, þvottaherbergi, tvö herbergi, baðherbergi og stofur. Á efri hæðinni er stór sjónvarps- stofa með stórum skjólgóðum svölum, geymslur, hjónaherbergi, fataherbergi og baðherbergi. Innbyggður bílskúr. Mjög at- hyglisverð eign sem vert er að skoða V. 38,9 m. 5175 BIRKIMELUR - FRÁBÆR STAÐSETNING Falleg og vel staðsett íbúð á efstu hæð í 4ra hæða blokk. Íbúðin (83,0 fm) skiptist þannig: Tvær stofur, eldhús, baðherbergi, herbergi og hol. Íbúðinni fylgir sér 8,4 fm herbergi í risi svo og sameiginleg snyrting. Sérgeymsla í kjallara (8,2 fm) svo og sam- eiginlegt þvottahús, hjólageymsla. V. 18,9 m. 5184 HRINGBRAUT - VIÐ HÁSKÓLANN Vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð auk aukaherbergis í risi við Hringbraut rétt hjá Háskólasvæðinu. Eignin skiptist í gang, baðherbergi, eldhús, stofu og herbergi. Sérgeymsla í kjallara og saml. þvottahús. V. 15 m. 5166 MELGERÐI - VESTURBÆ KÓPAVOGS Vel skipulögð tveggja herbergja íbúð á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Íbúðin skiptist í stofu, herbergi, eldhús, gott bað- herbergi með glugga og geymslu. Góð innrétting í eldhúsi. Vönduð gólfefni. Sér- inngangur. 5203 ENGIHJALLI - TVENNAR SVALIR - ÚTSÝNI Falleg og mikið uppgerð fjögurra herbergja íbúð á 7. hæð í lyftublokk. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, stofu, ný- legt eldhús og nýuppgert baðherbergi. Á hæðinni er sameiginlegt þvottahús. Í kjall- ara er sérgeymsla og frystigeymsla er á efstu hæð. Tvennar svalir eru á íbúðinni. SÉRLEGA GLÆSILEGT ÚTSÝNI ER ÚR ÍBÚÐINNI. V. 17,7 m. 5176 HRINGBRAUT - MIKIÐ ENDURNÝJAÐ HÚS Rúmgóð þriggja herbergja íbúð við Hring- braut. Búið er að skipta um glugga í íbúð- inni og setja hljóðeinangrandi gler. Búið er að hrauna húsið allt að utan. Nýjar eldvarn- arhurðir í hverri íbúð. Snyrtileg sameign. Íbúðin sjálf er skráð 57,3 fm en þá er ótalin geymsla sem er um 13 fm. Íbúðin skiptist í eldhús, bað, svefnherbergi, tvær stofur og hol. Flísar á gólfum. V. 15,3 m. 900 allt hitt sem snýr að viðurværinu, vinnunni og hvers konar verðmæt- um, tækifærum eða öðru sem rík- isvaldið hefur á sinni könnu sem er öllu meira og minna ranglega út- hlutað þegar stjórnarfarið er í þeim farvegi sem tíðkast hjá okkur. Það sem hefur gerst er að þar sem svo auðvelt er að kippa lífsviðurvær- inu af fólki ef það er með einhvern kjaft þá er hægt að sauma að því á margan hátt. Ísland er lítið samfélag og allir vita margt um marga auk þess sem við búum við kennitölukerfi þar sem unnt er að merkja við ein- staklinginn út um öll samtengdu tölvukerfi ríkisins með ýmsu móti. Svona kennitölukerfi er að mér skilst bannað í Bretlandi enda talið alvar- legt brot á mannréttindum. Ekki eru mörg ár síðan Trygg- ingastofnun samkeyrði alls konar lista á ólöglegan hátt og birtist frétt um þetta á forsíðum dagblaðanna. Með öflugum nútímatölvu- póstkerfum eru svona listar „óvart“ komnir um allt samfélagið á nokkr- um mínútum og ekki eru nema nokkrir dagar síðan gerð var grein- ing á vegum Akureyrarbæjar um hvað hver gerði sem kaus hvaða flokk, eða eitthvað í þeim dúr. Meðan stjórnkerfi okkar er eins og raun ber vitni þá látum við nægja að minnast á söngkonur okkar og handrit ef spurt er um stolt þjóð- arinnar. Engum manni dettur í hug að hér á landi sé neitt sem heitir drengskapur eða lýðræði sem við getum státað okkur af á sömu for- sendum og tíðkast hjá fyrsta flokks lýðræðisþjóðum. Höfundur er verkfræðingur. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.