Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 19 – ég nota reyndar ekki orðið að eiga, við erum aðeins gæslumenn landsins, það sjálft er sammannleg – sam- félagsleg eign kynslóðanna. Okkar skylda er að gæta þess og skila því af okkur óskemmdu eins og öðru sem við höfum aðeins að láni. Þessi ganga var vissulega persónu- leg þakkargjörð eða óður af minni hálfu til þessa stórkostlega lands – Ís- lands, sem ég er svo gæfusamur að fá að njóta, þetta augnablik sem ég stoppa hér, eins og aðrir landsmenn.“ – Hvað margt fólk tók þátt í þessari göngu? „Það voru allt í allt sex til átta manneskjur. Það var nokkur hópur sem gekk með mér mismunandi áfanga en ég var sá eini sem gekk alla leið og reyndar allmargar dagleiðir aleinn. Konan mín, Bergný Marvins- dóttir, gekk með mér á fyrsta kafl- anum og Jóhannes stóri bróðir minn og bóndi á Gunnarsstöðum gekk með mér síðasta spölinn, frá Skálum og á Font. Þar á milli tóku rispur með mér, í einn til þrjá daga hver, skólabræður úr jarðfræðinni, Andrés I. Guð- mundsson (sem reyndar er starfs- maður Morgunblaðsins) og Sigurður Reynir Gíslason. Skólabróðir og íþróttafélagi Haukur Valtýsson og mágur minn Helgi Kristinn Marvins- son frá Selfossi, sem fékk harðvítug- asta kaflann, þ.e. glímuna við Þjórs- árverin og Sprengisand í norðanbálviðri og slagveðursrign- ingu. Einnig tók Björn Ingimarsson sveitarstjóri á Þórshöfn með mér spöl.“ Útbúnaður í hina löngu göngu – Hvernig útbúnað tekur fólk með sér í svona gífurlega gönguferð? „Aðalvandinn er að taka aðeins það sem er nauðsynlegt, velja úr það mik- ilvægasta og sleppa öllum óþarfa.“ – Hvað er bráðnauðsynlegt? „Hafa góðan gönguklæðnað, bæði nærföt til að svitna í og fullnægjandi hlífarföt – en ekkert annað fatakyns. Léttan og orkuríkan mat, t.d. frost- þurrkaðar máltíðir, drykki til að hita o.s.frv. Næga sokka til skiptanna og góða skó. Ég var á vel tilgengnum skóm, það er ekki hyggilegt að fara í nýjum skóm. Ég náði að halda fót- unum að mestu alveg heilum með fyr- irbyggjandi ráðstöfunum, svo sem með plástrum á álagsstöðum, áður en skinnið fer í sundur.“ Lengsta samfellda ganga Steingríms – Hver eru áhrifin í minningunni af þessari göngu? „Þau eru margvísleg og ábyggilega meiri en ég er enn farinn að átta mig á. Ég hef auðvitað fengið landið og mikilfengleik þess svo rækilega í blóðið og sálina með þessari göngu að varla verður betur gert. Ég vissi auð- vitað fyrir hvers konar gersemi Ís- land er fyrir útivistar- og náttúruunn- endur en þetta stimplaði það rækilegar og betur inn hjá mér en nokkuð annað hefur gert fyrr. Ég kem úr ferðinni barmafullur af lotn- ingu fyrir öræfunum, landinu og því að lifa lífinu hér.“ – Er þetta þín lengsta samfellda ganga á æviveginum? „Já, það er ekki ólíklegt en alls ekki mín hinsta.“ Sameiginleg afmælisveisla – Hvernig var svo afmælisveislan sem var beint framhald af göngunni miklu? „Jú, mikið rétt, fljótlega eftir að göngunni lauk hófst undirbúningur hér heima á Gunnarsstöðum undir sameiginlegt stórafmæli okkar feðga, mitt og Bjarts sonar míns, en við eig- um sama afmælisdag. Urðum sem sagt 63 ára núna á fimmtudaginn var. Hann 13 ára og ég 50 ára. Veislan sjálf var stórkostleg, hér glöddust með okkur líklega allt í allt um 350 til 500 manns og skemmtu sér vel við söng, ræðuhöld, borðhald og dans. Eins góð og veislan var, var undirbúningurinn ekki síðri. Það var ánægjulegt að vinna hér að því með fjölskyldu minni og vinum að fegra staðinn og búa til veisluaðstöðu fyrir þennan fjölda, svona til að sýna að sveitamenn kunna enn að taka á móti gestum og ekki síður að gleðja sjálfa sig og aðra.“ Ísland gudrung@mbl.is Ljósmynd/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Bjartur Steingrímsson á afmæli sama dag og pabbi sinn, hér eru þeir feðgar með Guðjóni A. Kristjánssyni að fagna 63 ára afmæli sínu. Ljósmynd/Helgi Kristinn Marvinsson Steingrímur uppi á Múlajökli.                           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.