Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 53 KEFLAVÍK Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur sem reynir að finna draumaprinsinn fyrir mömmuna.  B.B. Blaðið Andri Capone / X-FM 91,9  Kvikmyndir.is  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Ó.Ö.H / DV H.B. / SIRKUS  M.M.M / Xfm 91,9 H.L. / Mbl. Þórarinn Þ / FBL AKUREYRIÁLFABAKKI með ensku tali     THE ISLAND kl. 3 - 4 - 6 - 7- 8 -10 - 10.45 B.i. 16 THE ISLAND VIP kl. 4.30 - 8 - 10.45 KICKING AND SCREAMING kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 DARK WATER kl. 8.40 - 10.45 B.i. 16 MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 2- 4 - 6- 8 - 10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 THE ISLAND kl. 5.40 - 8 - 10 B.i. 16 KICKING AND SCREAMING kl. 2 - 8 DARK WATER kl. 10 B.i. 16 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 og 6 MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 4 og 6 THE ISLAND kl. 5.30 - 8 - 10.40 B.i. 16 ára KICKING AND SCREAMING kl. 2 - 4 THE PERFECT MAN kl. 6 - 8 - 10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 3.40    Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT! EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI „Island er afar vel heppnuð með góðu plotti, mæli með að þið fáið ykkur stóran popp og kók og njótið bestu myndar Michaels Bays til þessa.“ -Ragnar H. Ragnarsson Mbl. Málið  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl. Magnaður framtíðartryllir þar sem hraðinn og spennan ræður ríkjum. Frá hinum eina sanna Michael Bay (“Armageddon”, “The Rock”). „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. I l f l l i, li i f i j i i l il . - r . r l. li Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum? „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“  S.U.S XFM  DV  Ó.H.T. RÁS 2. . . EINS og landsmenn allir vita er hrekk- rokkarinn Alice Cooper á leið til lands- ins. Tónleikarnir verða í Kaplakrika 13. ágúst og er von á miklu sjónarspili frá þessum listamanni sem hefur lengi reynt – og tekist – að samræma rokk- tónleika og hryllingsleikhús. Rúnar Hallgrímsson er rétt rúmlega þrítugur Ólafsvíkingur en hann hefur verið aðdáandi Alice Cooper frá árinu 1983 og á í dag rúmlega 200 Alice Coop- er-plötur og -smáskífur. „Frændi minn á Grundarfirði átti all- ar Cooper-plöturnar og ég man eftir mér tíu ára gömlum inni í herbergi hjá honum að hlusta á Dada og Welcome to my Nightmare.“ Aðspurður hvað það sé við Cooper sem heilli Rúnar segir hann að ekkert eitt gott svar sé við því. „Það er bara eitthvað við tónlist hans sem hæfir mann í hjartastað. Fyrir það fyrsta eru plöturnar allar mjög fjöl- breyttar en svo hlýtur það líka að spila inn í að þegar maður var yngri heill- aðist maður af öllum hryllingnum og öllu því leikræna sem Cooper saumar við tónlistina. Annað sem má heldur ekki gleyma þegar maður talar um Cooper er húmorinn. Það er í raun ekki hægt að hlusta á Alice Cooper-lag án þess að gera ráð fyrir miklum húmor og það er líka það sem ég hef heillast af í sambandi við kappann. Það eru mjög margir sem kunna ekki að meta Cooper vegna þeirrar einföldu ástæðu að þeir skilja ekki húmorinn hans. Fólk á það til að misskilja hann og taka honum líkt og um háalvarlegan tónlistarmann væri að ræða.“ Rúnar segist hlakka mikið til tón- leikanna. Hann hafi líklega verið með þeim fyrstu sem keyptu miða. „Ég fer, pabbi, systir mín og í raun- inni öll fjölskyldan. Þetta er líkast því að við séum að halda ættarmót og höf- um fengið kallinn til að spila.“ Og Rúnar vonast að sjálfsögðu til að hitta Cooper. „Ég veit ekki hvort af því verður en það væri óskandi. Trúðu mér, ég er byrjaður að vinna í því. Það væri bara nóg að fá að taka í höndina á honum. Ég hef verið í sambandi við bassaleikara Coopers sem ætlar að taka mig í einka- tíma svo að þetta lítur ágætlega út.“ En aftur að safninu. Rúnar á yfir 200 plötur og smáskífur sem Alice Cooper hefur gefið út frá árinu 1969 þegar fyrst plata hans, Live At The Whisky, kom út. „Þar að auki á ég fjöldann allan af dúkkum og öðru drasli sem hefur verið framleitt. Hins vegar gerði ég mér fyrst grein fyrir þessu magni þeg- ar ég stillti þessu upp fyrir ljósmynd- arann. Ég trúði þessu varla. Þetta hef- ur nefnilega aldrei verið spurning um magn og þótt ég viti að þetta hafi kost- að sitt tel ég mig ekki hafa tapað krónu. Þetta er nokkuð verðmætt safn og sumt af þessu er meira að segja ómetanlegt, eins og School’s Out-platan sem er árit- uð af upprunalegu hljómsveitinni.“ Tónlist | Rúnar Hallgrímsson frá Ólafsvík á yfir 200 Alice Cooper-plötur Aðdáandi nr. 1 Morgunblaðið/Alfons Rúnar Hallgrímsson innan um Alice Cooper-safnið sitt í Ólafsvík. hoskuldur@mbl.is 44 Scotland Street, skáldsaga eftir Alexander McCall Smith. Polygon gefur út. 325 síður innb. með inngangi höfundar. BÆKUR Alexanders McCalls Smiths um Precious Ramotswe, einkaspæjara í Botswana, eru einkar skemmtilegt lesefni og njóta vinsælda víða um heim. Smith hefur þó skrifað ýmislegt fleira en bækurnar sjö um Mma Ramotswe, þónokkuð af lagatextum og fræðilegum ritgerðum, þrjár bækur um pró- fessor Maria-Moritz von Iglefeld og svo má telja, tuttugu bækur alls. Meðal nýrra bóka sem hann hefur sent frá sér er 44 Scotland Street, sem kom út fyrir skemmstu. 44 Scotland Street birtist á sínum tíma sem framhaldssaga í skoska dagblaðinu The Scotsman. Smith hafði verið á ferð í Kaliforníu og hitt þar bandaríska rithöfundinn Armistead Maupin sem skrifaði einmitt slíka framhaldssögu í dagblað vestanhafs. Í grein í dagblaðinu The Herald nefndi McCall Smith hve þetta væri snjöll hugmynd og var tekinn á orðinu, áður en varði var hann búinn að skuldbinda sig til að skrifa slíka sögu sem hann og gerði. Eins og Smith rekur í inngangi að 44 Scotland Street lýtur framhaldssaga í dagblaði allt öðrum lögmálum en hefðbundin skáldsaga, meðal annars fyrir það að í hverjum þætti hennar verður eitthvað að gerast sem skemmtir lesandanum og fær hann til að vilja lesa næsta þátt, en alls urðu kaflarnir eða þætt- irnir 110. Þegar verkið hófst var Smith með nokkra kafla tilbúna en síðan saxaðist á forskotið og undir það síðasta var hann að- eins þremur dögum á undan birtingu. Bókin var því skrifuð að segja jafnóðum og hún birtist og ekki hægt að breyta neinu, hver birtur kafli gerði kröfu um ákveðið framhald. Sagan segir frá stúlkunni Pat sem er í fríi frá námi og fær vinnu í galleríi. Hún deilir íbúð með pilti, sjálfumglöðum flagara, í Skotlandstræti 44 í Edinborg og sagan segir frá kynnum henn- ar af eiganda gallerísins og nágrönnum hennar, aukinheldur sem sagt er frá ævintýrum meðleigjandans og nokkurra aukapersóna. Framvinda í bókinni er eðlilega nokkuð hröð án þess að nokk- uð markvert gerist í sjálfu sér, en þó er fullt á seyði eins og í mannlífinu almennt – það er list Smiths að hið hversdagslega verður forvitni- og ævintýralegt. Stílinn er eins áreynslulaus og jafnan, persónurnar skemmtilegar og flestar þannig saman sett- ar að mann langar til að kynnast þeim betur, heyra meira af þeim. Það er líka meira í vændum, því þegar Smith skrifaði inn- gang bókarinnar í janúar sl. var hann einmitt kominn af stað með framhald framhaldssögunnar um stúlkuna í Skotlandsstræti. Árni Matthíasson Hið hversdags- lega verður ævintýralegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.