Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Átta veiðimenn eru saman-komnir á bjarginu við Æð-arfossa í Laxá í Aðaldal.Klukkan er tuttugu mínút- ur gengin í átta að morgni, en enginn er þó byrjaður að veiða. Þeir eru mættir til að samfagna félaga sínum, Axel Gíslasyni, en hálf öld er liðin frá því hann veiddi fyrst hér í Laxá. Veiðifélagar Axels afhenda honum forláta veiði-koníak að gjöf, spjalla saman og rifja upp gamla tíma. „Ég kom hingað fyrst með pabba 1955, þá nýorðinn tíu ára. Fékk minn fyrsta lax, ellefu punda hrygnu, á spón á Höfðabreiðu, sem varð nátt- úrulega uppáhaldsstaðurinn minn í mörg ár á eftir.“ segir Axel. „Í þá daga átti ég ekki marga jafn- aldra við Laxá. Við vorum stundum tveir stráklingar og sváfum yfirleitt í tjaldi úti á túni eða fengum að gista hjá Jóni bónda Þorbergssyni og frú Elínu í íbúðarhúsinu á Laxamýri. Sennilega var það til að hlífa okkur við skemmtanahaldi annarra veiði- manna,“ segir Axel svolítið dreym- inn á svip. „Hér hef ég veitt á hverju einasta sumri síðan. Við pabbi veidd- um alltaf saman meðan hann hafði heilsu til. Ég keypti líka lausa daga til að komast oftar í ána og jafnvel kom fyrir að ég veiddi fyrir aðra, uppá hlut. Þá voru einhverjir sem ekki gátu nýtt dagana sína, ég veiddi fyrir þá og fékk helming aflans að launum. Á þessum tíma var allt ann- að hlutfall á milli verðmætis veiðar- innar, annars vegar, og kostnaðar við veiðileyfi hins vegar. Í mörg ár fór ég með laxinn á Hótel KEA og fékk inn fyrir kostnaðinum.“ Blóðrisa eftir að sleppa stórlaxi „Það þarf nú ekki að spyrja að því,“ svaraði Axel og skimaði Bjarg- strenginn, þegar ég innti hann eftir hvort Laxá væri ekki örugglega uppáhaldsáin hans. „Ég á hinsvegar marga uppáhaldsstaði hér í Laxá. Það fer þó dálítið eftir hvernig geng- ur á hverjum tíma. Maður kemur og dvelur mest á þeim stöðum sem reynst hafa vel áður. En ég á líka uppáhaldsstaði sem hafa ekki gefið laxa árum saman því áin er alltaf að breyta sér. Staðir geta dottið niður í nokkur ár og komið svo inn aftur.“ STANGVEIÐI | VEITT MEÐ AXEL GÍSLASYNI Í LAXÁ Í AÐALDAL Ekki þenn- an litla! Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Rabarbari er jurt sem hef-ur gagnast Íslendingumvel. Hann hefur lengiverið ræktaður í görðumlandsmanna og hafður ýmist í sultu eða grauta. Rabarbarar Rheum heitir þessi ættkvísl og er upprunnin til fjalla í Asíu. Það var gjarnan eitt af skylduverkum ís- lenskra húsmæðra að búa til rabar- barasultu sem var svo notuð á pönnukökur, brauð, í tertur og með kjöti. Síðar var farið að verksmiðju- framleiða rabarbarasultu og dró þá úr heimasultuninni. Rabarbaravina- félag er starfandi á Íslandi, en hver skyldi vera tilgangur þessa ágæta fé- lags? Kristján Pálsson, fyrrverandi al- þingismaður, er formaður félagsins. „Rabarbaravinafélagið var stofn- að fyrir tveimur árum af mér og konu minni, Sóleyju Höllu Þórhalls- dóttur, og tvennum vinahjónum okk- ar. Þessi félagsstofnun var bæði í gríni og alvöru en félagið var stofnað með pomp og prakt, stefnuyfirlýs- ingum og markmiðum. Við kynntum okkur af þessu tilefni aðeins hvort svipað félag eða svipuð samtök væru til starfandi annars staðar í heimum og komumst að því að svo var nokk- uð víða. Fram komu á ýmsum heima- síðum upplýsingar um mikla nytsemi rabarbarans auk þess sem hann er góður í sultur og grauta. Við vorum því ánægð með að hafa fengið þessa hugmynd.“ Rabarbarinn ekki lengur sjálfsagður á veisluborðið „Ástæðan fyrir stofnuninni er að við erum öll alin upp frá barnæsku við að hafa sultutau með kjöti og jafnvel fleiru og fannst að þetta eð- alsulutau, sem okkur hafði alltaf lík- að svo vel við, væri ekki lengur sjálf- sagt á veisluborðum. Rabarbara- sulta er t.d. oft ekki á boðstólum þegar farið er út að boða á veitinga- stöðum og oft þarf að hafa nokkuð fyrir að fá rabarbara sultu ef beðið er um hana. Ýmsum þykir þessi bón sérviska og gamaldags, rabarbar- sultan sé komin úr tísku. Við vildum gera okkar til að bæta úr þessu, við lítum svo á að rabarbarasultan sé hluti af menningu Íslendinga og satt að segja hélt rabarbarinn í þeim líf- inu með öðru áður fyrr. Það er því full ástæða til að halda uppi merki rabarbarans sem er bæði hollur og Það er sómi að rabarbaran Rabarbari er hluti af mat- armenningu Íslendinga. Kristján Pálsson er formað- ur Rabarbaravinafélags Ís- lands, en hann stofnaði þetta félag ásamt konu sinni og tveimur vinahjónum fyr- ir 2 árum. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Krist- ján um ástæður fyrir félagsstofnun þessari og gagnsemi rabarbarans. Morgunblaðið/ÞÖK Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismaður og formaður Rabarbaravinafélagsins, segist alinn upp við rabarbarasultutau frá barnæsku. Axel Gíslason hef- ur veitt í Laxá í Aðaldal í fimmtíu ár. Hann er sonur Gísla Konráðs- sonar heitins en þeir feðgar veiddu saman á hverju sumri í tæp 45 ár. „Öllum krókaleið- um var beitt til að missa ekki úr sumar. Ég vann tvö sum- ur í Danmörku og eitt í Ameríku, þá varð ég að haga fríunum og ferðum til að geta komist heim í Laxá,“ segir Ax- el sem á stóran hóp veiðifélaga. „Ég á sex yngri systur sem hafa lítið verið í veiðimennskunni. Hins vegar náði pabbi saman fjórum stöngum í hollinu okkar árið 1987 og tók með sér alla tengdasynina sex, auk mín. Þeir höfðu fæstir veitt áður en fengu allir bakteríuna, enda er hún bráðsmitandi. Síðan þá hafa fjölskyldumeðlimir fyllt tvær til fjórar stangir hvert sumar í Laxá.“ Hálf öld í Aðaldal Axel Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.