Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HIRO Yamagata, japanskur lista- maður sem býr í Bandaríkjunum, vill fá að endurgera búddalíkneskin frægu í Bamiyan í Afganistan sem talibanar eyðilögðu 2001. Það vill hann gera með því að varpa leysi- geislum á klettana þar sem líkneskin stóðu. Afgönsk stjórnvöld hafa lengi haft áhuga á að búddastytturnar í Bam- iayn verði endurgerðar en þær voru höggnar í klett í Bamiyan-dal í mið- hluta Afganistans fyrir 1.500 árum, talibanar sprengdu þær hins vegar í loft upp 2001 þar sem þeir töldu þær „skurðgoð“ og í andstöðu við lögmál íslams. Ekki er vitað hvernig verk- efni Yamagatas yrði fjármagnað og UNESCO, Menningarmálasjóður Sameinuðu þjóðanna, á eftir að leggja blessun sína yfir verkið. Hef- ur hann áður hafnað hugmyndum að endurgerð líkneskjanna, en m.a. þarf að huga að því að endurgerðin skaði ekki klettana í Bamiyan og þá má hún ekki kosta óhóflega mikið. -  (     .'/    '   $ 01((23456 7    '$ 8$10    9 " ( ( %$    1 "     !"# ! $%&!%'(       ) 11   . 1 /    , ! % :%3;&%3 AQ8B<D9A-< ?-D9A-<  ,   , !#0$, %*$(  # $  , 7#0$0(, $ +0(#0$$ 0 $,3 , * $ $   $%2              8, " $1(J $J !  3($+7 , '%, ,   $ " (A#3 J    0$   , !" 7$ $ J $J,:3(+# (,3*%   , *$ $ % + 3 <=" 5     ,  " 2 2  ,7 $$ $ !  ( * , , J, $%(0%" =$ R7 $ !% *$ , <<A *0$ (  ,  $*$, ,'$% 1$ (: !$$0* 11!* $ 0%$$  7#  # ($ %# $ ,  ($$* *%-*( <<>5 $ #  $  1$ (:3*%*  J    * $%7 $+ , + #  0$(3*%$  #0 ( C% 0,*!$ $ , A $ 1$ (:0    9 *%7#%  $( $      ( (  ? 1 2 1 ($      = ( ( /     (  @( A B(     (  +  C 1 '    , 1  ($ $1 '(                                      Vill endurgera búddastytturnar BRESKA lögreglan handtók í gær tíu menn, sem yfirvöld segja vera ógnun við öryggi þjóðarinnar, og þykir víst, að þeim verði vísað úr landi. Öfgasinnaður múslímaleiðtogi, sem búsettur er í London, fordæmdi handtökurnar og sakaði bresk yfir- völd um að vera í herferð gegn aröb- um og múslímum. „Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, þarf að gera sér ljóst að Bretland, sem þekkt er fyrir að virða mannréttindi, má ekki verða graf- reitur slíkra réttinda,“ sagði múslím- aleiðtoginn Yasser al-Serri, en menn- irnir voru handteknir í London og miðhéruðum Englands. Segir innan- ríkisráðherrann, Charles Clarke, þá hafa verið handtekna því þeir hafi verið taldir ógna þjóðaröryggi. Að- stæður hafi breyst mjög upp á síð- kastið og nauðsynlegt sé að bregðast hart við þeim sem það geri. Talið er, að um múslímska öfga- menn sé að ræða, sem margir hverjir hafa áður setið fangageymslur lög- reglu. Sendiherra al-Qaeda Meðal þeirra er jórdanski klerkur- inn Omar Mahmood Abu Omar, einn- ig þekktur undir nafninu Abu Qat- ada, sem oft hefur verið kallaður „andlegur sendiherra al-Qaeda í Evr- ópu“ og lýst sem áhrifamesta öfga- klerki í Bretlandi. Hann hefur búið í Bretlandi síðastliðin tólf ár en árið 1993 var honum veitt pólitískt hæli í landinu. Hann hefur undanfarið verið undir ströngu eftirliti breskra yfir- valda enda er vitað til þess að hann hafi verið í sambandi við róttæka hópa í Bretlandi, á Ítalíu, í Frakk- landi, Þýskalandi og á Spáni. Að sögn breskra yfirvalda fundust 18 mynd- bandsspólur með ræðum Abu Qatada í blokkaríbúð í Hamborg, sem notuð var af þremur flugræningjanna sem réðust á New York borg 11. septem- ber 2001. Í fjarveru hans hefur jórdanskur dómstóll einnig dæmt hann til lífstíð- arfangelsisvistar vegna fjölda sprenginga þar í landi. Harðlínuklerkar hafa árum saman fengið að búa í Bretlandi og kynna þar boðskap sinn óáreittir, öðrum Evrópuríkjum til mikils ama. Hefur því verið haldið fram að „Londonist- an“ hafi verið orðið öruggt hæli fyrir herskáa múslíma. Mannréttindasáttmáli Evrópu kveður á um að ekki sé hægt að vísa úr landi þeim sem búist er við að geti sætt ofsóknum í heimalandi sínu. Ríkisstjórn Bretlands hefur af því til- efni upp á síðkastið átt í viðræðum við tíu ríki, þar á meðal Líbanon, Als- ír og Jórdaníu, um að þeir sem Bret- ar vísi úr landi muni ekki sæta illri meðferð er þeir snúi aftur til heima- lands síns. Mannréttindasamtök segja slíka samninga þó lítils virði því þeir tryggi á engan hátt mannúðlega meðferð. Bakri handtekinn í Líbanon Omar Bakri Mohammed, sýr- lenskur klerkur og leiðtogi hópsins al-Muhajiroun, sem hefur bækistöð í London, var einnig handtekinn í Líb- anon í gær. Hann á mögulega yfir höfði sér ákærur um landráð í Bret- landi. Bakri, sem hefur líbanskt vega- bréf, var handtekinn þar sem hann var á leið í myndver líbanskrar sjón- varpsstöðvar í Beirút, en þar átti hann að mæta í viðtal. Kom klerkurinn til Líbanons á laugardag eftir að hafa hneykslað bresku þjóðina með því að lýsa því yf- ir að hann myndi ekki gefa lögreglu upplýsingar um múslíma sem skipu- legðu sprengiárásir. Sólarhring eftir að Tony Blair hét hertum aðgerðum gegn íslömskum klerkum, yfirgaf Bakri Bretland. Líbönsk yfirvöld gáfu ekki upp fyr- ir hvað Bakri hefði verið handtekinn, en lög þar í landi kveða á um að halda megi mönnum í allt að 72 klukku- stundir án þess að þeim sé birt ákæra. AP Sheik Omar Mahmood Abu Omar, einnig þekktur sem Abu Qatada, er einn þeirra tíu sem lögreglan í Bretlandi handtók í gær vegna ótta um að þeir ógni þjóðaröryggi. Tíu menn handteknir í nafni þjóðaröryggis Breskur múslímaleiðtogi fordæmir handtökurnar sem aðför að múslímum Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Bagdad. AP, AFP. | Einn af helstu frammámönnum sjíta í Írak krafðist í gær sérstaks sjálfstjórnarsvæðis fyr- ir þá í mið- og suðurhluta landsins. Kemur þessi krafa fram aðeins fjór- um dögum áður en drög að nýrri stjórnarskrá eiga að liggja fyrir. Abdul Aziz al-Hakim, leiðtogi lang- stærsta stjórnmálaflokks sjíta, sem eru í meirihluta á íraska þinginu, sagði á fundi með fréttamönnum í hinni helgu borg Najaf að þörf væri fyrir sérstakt sjálfstjórnarsvæði fyrir sjíta og raunar væri verið að ræða hvort þau ættu að vera tvö. Sumir aðrir stjórnmálamenn í röð- um sjíta hafa nefnt þetta áður og til dæmis Ahmed Chalabi, sem í eina tíð var í miklu uppáhaldi hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu en síðar sak- aður um að hafa komið íröskum rík- isleyndarmálum í hendur Írana. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Hakim vekur máls á þessu en um leið er hann óhjákvæmilega að taka undir kröfur Kúrda um sjálfstjórn í Norð- ur-Írak þar sem þeir ráða sér nú að miklu leyti sjálfir. Súnnítar óttast um sinn hlut Súnnítar hafa ekki tekið vel í þess- ar hugmyndir en þeir óttast að fái sjítar mið- og suðurhlutann og Kúrd- ar norðurhlutann verði þeirra hlutur heldur rýr í roðinu og ekki síst vegna þess að olíulindirnar eru mestar í suð- ur- og norðurhlutanum. Mahmud Othman, sem á sæti í stjórnarskrár- nefndinni, sagði þó í gær að súnnítar væru einnig að ræða sjálfstjórnar- eða sambandsríkishugmyndina í sinn hóp. Þessi umræða getur orðið til að tefja eitthvað fyrir stjórnarskrár- drögunum en ekki bara hún. Í nefnd- inni er tekist á um fleiri mál, til dæmis um réttindi kvenna og um hlutverk íslams, það er að segja hver eigi að vera tengslin á milli ríkisvaldsins og trúarinnar. Gefa undir fótinn með sambandsríki Einn helsti leiðtogi sjíta í Írak vill sjálfstjórnarsvæði fyrir þá í mið- og suðurhluta landsins Kuala Lumpur. AFP. | Yfirvöld í Malasíu lýstu í gær yfir hættuástandi vegna loftmengunar í tveimur borgum á vesturströnd landsins, Kuala Selang- or og Port Klang. Fór mengunarstig- ið (API) þar yfir 500 í gær en það er metið hættulegt fari það yfir 300. Mengunina má rekja til skógarelda á eyjunni Súmötru í nágrannaríkinu Indónesíu. Hefur loftmengun í land- inu aldrei mælst jafn mikil og hefur hún ekki farið yfir hættumörk frá árinu 1997. Skólum hefur verið lokað sem og flestum verslunum og opin- berum stofnunum og fólki verið ráð- lagt að halda sig innandyra hafi það kost á því en bera að öðrum kosti önd- unargrímur. Abdullah Ahmad Badawi, forsætis- ráðherra Malasíu, lagði það til við moskur í gær að beðið yrði fyrir rign- ingu. Einnig greindi hann frá því að hann hefði boðið forseta Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono, aðstoð við að ráða niðurlögum skógareld- anna. Fælist hjálpin í skýjasöllun og því að senda slökkviliðsmenn á vett- vang. Þykkt mengunarský hefur nú legið yfir höfuðborginni, Kuala Lumpur, í rúma viku og truflað flugsamgöngur og skipaumferð. Hættuástand í Malasíu vegna loftmengunar Reuters Maður selur öndunargrímur á götu í miðborg Kuala Lumpur. Hættu- ástandi vegna loftmengunar var lýst yfir í grennd við borgina í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.