Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 41 DAGBÓK Konu leitað BEATRICE Tellier er að leita að konunni á þessari mynd og heitir hún Sig- urveig. Myndin var tekin á Spáni 1992. Segist hún hafa týnt heimilisfangi Sigurveigar vegna flutninga og biður hana að hafa samband við sig á tellimm- @telus.net eða að skrifa til: Beatrice Tellier, Victoria, BC, Canada. Deilur í Garðabæ TALSVERÐ umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um deilur í Garðasókn milli hluta sóknar- nefndar og djákna annars vegar og sóknarprestsins hins vegar. Hinn 13. júlí sl. boðuðu stuðnings- menn sóknarprestsins til fundar í Hofstaðaskóla. Fundarstjóri byrjaði á að tilkynna að einungis væri ætlast til að stuðningsmenn sóknarprests- ins tjáðu sig á fundinum, aðrir ekki. Organisti kirkjunnar og ritari sóknarnefndar tóku bæði til máls og þar sem málflutningur þeirra höfð- aði ekki til stuðningsmannanna voru þau nánast rekin úr ræðustól og fundarstjóri lét viðgangast frammí- köll og óviðeigandi athugasemdir í þeirra garð frá fundargestum. Ég dáist að þeim fyrir í fyrsta lagi að hafa kjark til að mæta á fundinn og í öðru lagi að hafa kjark til að standa upp og segja skoðun sína. Að öðrum ólöstuðum má segja að þau hafi verið ræðumenn kvöldsins. Ef þetta eru leikreglur stuðnings- manna sóknarprestsins að það sé látið átölulaust að ræðumenn þurfi að þola frammíköll og fúkyrði af hálfu fundargesta hef ég hugsað mér að vera ekki með í þessum stuðn- ingshópi þó ekki væri fyrir annað. Sóknarnefnd Garðasóknar hélt opinn fund í lok apríl í safnaðarheim- ili Garðasóknar. Á þeim fundi var öllum heimilt að taka til máls hvort sem þeir studdu málstað sókn- arnefndarinnar eða prestsins. Þar viðgengust ekki frammíköll fund- argesta og enginn var rekinn úr ræðustóli. Í mínu uppeldi var mér kennt að bera virðingu fyrir skoðunum ann- arra þó svo að ég væri ekki sammála þeim. Allar skoðanir ættu rétt á sér. Einnig að koma fram við aðra eins ég vildi að aðrir kæmu fram við mig og hafa náungakærleikann að leið- arljósi. Á þessum fundi var þessum gildum verulega ábótavant. Sóknarbarn í Garðabæ. Til eru fræ ÞESSI texti barst mér með kveðju frá Skagafirði vegna auglýsingar minnar eftir jákvæða textanum um ljóðið „Til eru fræ“ eftir Davíð Stef- ánsson. „Til eru fræ sem falla í milda jörð fögrum blómum skreyta jarðarsvörð eins eru skip sem alltaf landi ná og iðgræn lönd sem prýða höfin blá von sem að alltaf geta kysst elskendur sem alltaf geta mæst og ávallt (alltaf) geta sumir draumar ræst til eru ljóð sem lifa og ... (dafna) í senn og lítil börn sem verða stórir menn.“ Helga Haralds. Lubbi týndist frá Njálsgötu LUBBI er ársgamall svartur kisi sem villtist að heiman, frá Njálsgötu í Reykjavík, miðvikudaginn 28. júlí. Hann var með bláa ól. Lubba litla er sárt sakn- að. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Lubba vin- samlega hafi samband í síma 663 4354. Örnefnanefnd hefur aðsetur í húsakynn-um Örnefnastofnunar Íslands og áverksviði hennar eru nöfn nýrra býla,nafnbreytingar á býlum, nöfn á nýju þéttbýli eða þorpi, nafnsetningar á landakort, ný götunöfn og sambærileg örnefni innan sveitarfé- laga, nýtt eða breytt nafn húss í kaupstað, kaup- túni eða þorpi og umsagnir um nöfn sveitarfé- laga. Haldnir voru níu fundir í örnefnanefnd í fyrra og segir Ari Páll Kristinsson, formaður, að ekki sé mikil ásókn í að breyta nöfnum, til dæmis á býlum. „Það er ekki gert nema við mjög sér- stakar aðstæður enda er markmiðið að skapa festu,“ segir hann. Ari Páll hefur starfað hjá Íslenskri málstöð frá 1990 og verið skipaður forstöðumaður frá árinu 2000. Hann segir mikilvægt að íslenskur orðaforði sé áfram ræktaður á öllum mögulegum sviðum sem menn fást við. „Íslenskan er eina opinbera tungumálið á Ís- landi og langflestir Íslendingar eiga íslensku að móðurmáli, þannig að ef við vanrækjum íðorða- smíð erum við að koma Íslendingum og íslensku þjóðfélagi aftar á merina en ella. Annað atriði í þessu sambandi er að það er miklu auðveldara fyrir sérfræðinga sem koma í fjölmiðla að skýra mál sitt fyrir almenningi, ef orðaforði er til á ís- lensku. Íslenskan er styttri leið til útskýringar.“ Er hægt að finna sífellt ný orð fyrir ný tæki? „Nei, það má segja að Íslendingar hafi ekki undan. Hvað kalla menn i-pod eða mp3 svo dæmi séu tekin? Við vitum ekki á hverju augna- bliki hvað á eftir að verða langlíft á markaði og hvað ekki. Þetta er hreint ekki auðvelt viðfangs. Þegar bílar komu hingað fyrst studdumst við dálítið við dönskuna, eins og sjá má á orðinu bíll, sem er íslensk útgáfa af bil.“ Hvaða breytingar hafa orðið á tungumálinu frá því að þú byrjaðir að starfa hjá Íslenskri málstöð? „Nú eru mun fleiri miðlar í notkun, bæði vef- miðlar og sjónvarps- og útvarpsstöðvar, og meiri gróska á því sviði, sem að mörgu leyti er mjög jákvætt. Það er mjög hollt fyrir íslenskuna og framtíð hennar að hún sé notuð sem mest á op- inberum vettvangi. Gallinn er sá að í heild virð- ist hafa dregið úr festu og aðhaldi með mál- notkun íslenskra fjölmiðla, þótt sumir þeirra standi sig enn vel. Slangur og slettur heyrast mun meira í fjölmiðlum en áður fyrr var talið koma til greina. Þó að notkun á slangri og óformlegu máli hafi ekki endilega vaxið í dag- legu tali heyrist það og sést í ríkara mæli op- inberlega en áður og það gæti breytt hug- myndum okkar um staðal á rituðu máli þegar fram í sækir.“ Íslenska | Mikilvægt að haldið verði áfram að rækta íðorðaforða þjóðtungunnar Slangur og slettur í fjölmiðlum  Ari Páll Kristinsson fæddist í Stóru-Sand- vík í Árnessýslu árið 1960. Hann lauk cand.mag.-prófi í ís- lenskri málfræði og kennsluréttindaprófi frá HÍ árið 1987 og hef- ur m.a. verið stunda- kennari, sérfræðingur á Íslenskri málstöð og málfarsráðunautur RÚV. Hann var skipaður forstöðumaður Ís- lenskrar málstofu árið 2000. Hann er kvænt- ur Sigrúnu Þorgeirsdóttur, ritstjóra á þýðing- armiðstöð utanríkisráðuneytisins, og eiga þau börnin Þorgeir, Kristrúnu, Ingólf og Hannes. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Elva Hrund Árnadóttir og Andrea Rún Halldórsdóttir héldu tombólu og söfnuðu þær kr. 2.256 til styrktar barnadeild FSA. Morgunblaðið/Margrét Þóra Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 16. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Þór Hauks- syni þau Hildur Hrönn Oddsdóttir og Sigurður Þórir Þorsteinsson. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar MARGT verður um viðburði á Ísa- firði um helgina. Í dag hefst mót í svokallaðri mýrarknattspyrnu og er þetta í annað sinn sem keppni af þessum toga er haldin. Er þar á ferð íþrótt fundin upp af finnskum skíðaköpp- um og hefur hún átt vaxandi vin- sældum að fagna. Í kvöld heldur hljómsveitin Reykjavík! tónleika í Tjöruhúsinu og einnig heldur kammersveitin Ísafold tvenna tónleika í Hömrum á Ísafirði. Fyrri tónleikarnir verða á laugardag og þeir síðari á sunnudag. Kammersveitin sérhæf- ir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. aldar en stjórnandi er Daníel Bjarnason. Á sunnudag heldur einnig tón- leika sænski djassgítarleikarinn Andreas Öberg. Hann verður í Ed- inborgarhúsinu og spilar m.a. sígaunadjass og djass í anda Django Reinhardt. Hefjast þeir tónleikar kl. 21. Fjölbreytt dagskrá á Ísafirði Frá fyrsta íslenska mýrarknattspyrnumótinu sem haldið var á Ísafirði. FRAMKVÆMDIR VIÐ LAUGAVEG E N N E M M / S ÍA / N M 17 5 7 0 8. ágúst - 7. nóvember 2005 TÍMABUNDIN LOKUN LAUGAVEGAR Laugavegi, frá Snorrabraut a› Barónsstíg verður lokað vegna endurnýjunar 8. ágúst – 7. nóvember 2005. Hjálei›ir ver›a um: Bergþórugötu, Grettisgötu, Hverfisgötu og Barónsstíg. Barónsstígur Snorrabraut Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.Tekið er við ábendingum um það sem betur má fara við framkvæmdina í síma 411 8000. Nánari uppl‡singar á www.rvk.is/fs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.